Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslendingar erlendis

Fjórir sigrar í Olomouc

Hannes ađ tafli OlomoucAllir íslensku skákmennirnir og Omar Salama sigruđu í sínum skákum í skákum dagsins í Olomouc í Tékklandi.  Henrik Danielsen (2526) vann Svíann Axel Smith (2427) og Hannes Hlífar Stefánsson (2566) sigrađi tyrkneska alţjóđlega meistarann Mert Erdogdu (2440) en ţeir tefla í SM-flokki.  Lenka Ptácníková (2259), sem teflir í AM-flokki. vann Svíann Frederik Andersson (2225) en hún gerđi jafntefli í ţriđju umferđ í morgun gegn tékkneska FIDE-meistaranum Jakob Lahner (2294).  Omar Salama (2212), sem teflir í opnum flokki, vann Tékkann Vitezslav Musil (2039).

Henrik hefur 2˝ og er efstur og Hannes 1˝ vinning og er í 5.-7. sćti ađ loknum ţremur skákum.  Lenka hefur 2˝ vinning ađ loknum fjórum skákum og er í 2. sćit og Omar hefur fullt hús eftir tvćr umferđir og er í 1.-25. sćti.  

Skákhátíđin í Olomouc fer fram dagana 30. júlí - 7. ágúst.  Hannes og Henrik tefla í 10 manna SM-flokki ţar sem međalstigin eru 2446 skákstig.  Lenka teflir í AM-flokki, 11 manna, ţar sem međalstigin eru 2306 skákstig og sjö vinninga ţarf í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Omar teflir í opnum flokki ţar sem 144 skákmenn taka ţátt og er 14. stigahćstur keppenda.


Omar sigrađi en hin gerđu jafntefli

Lenka ađ tafli í OlomoucStórmeistarnir Hannes Hlífar Stefánsson (2566) og Henrik Danielsen (2526) gerđu báđir jafntefli í annarri umferđ SM-flokks Olomouc skákhátíđirnar sem fram fór í dag. Hannes gerđi jafntefli viđ úkraínska FIDE-meistarann Andrey Baryshpolets (2413) en Henrik viđ tékkneska stórmeistarann Marek Vokac (2451).  Lenka Ptácníková (2259), sem teflir í AM-flokki, gerđi jafntefli viđ Úkraínumanninn Illya Shumilov (2286).  Omar Salama (2212), sem teflir í opnum flokki,vann Tékkann Jiri Navratil-Jun (1841).  

Henrik hefur 1˝ vinning og er í 1.-5. sćti, Hannes hefur ˝ vinning og er í 7.-9. sćti, Lenka hefur 1 vinning og er í 3.-7. sćti.  Omar hefur 1 vinning en hefur ađeins teflt eina skák.  

Skákhátíđin í Olomouc fer fram dagana 30. júlí - 7. ágúst.  Hannes og Henrik tefla í 10 manna SM-flokki ţar sem međalstigin eru 2446 skákstig.  Lenka teflir í AM-flokki, 11 manna, ţar sem međalstigin eru 2306 skákstig.   Sjö vinninga ţarf í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Omar teflir í opnum flokk ţar sem einnig eru tefldar níu umferđir.  

EM-liđ Hellis

Hellir tekur ţátt í EM talfélaga sem fram fer í Kallithea í Grikklandi dagana 17.-23. október nk.  Ţetta er í 11 sinn sem félagiđ tekur ţátt í mótinu á 12 árum.  Fyrst tók félagiđ ţátt áriđ 1997 og hefur ávallt tekiđ ţátt nema áriđ 2000.  

Liđ Hellis skipa:

  1. FM Róbert Harđarson (2362)
  2. FM Ingvar Ţór Jóhannesson (2342)
  3. FM Sigurbjörn Björnsson (2316)
  4. Hjörvar Steinn Grétarsson (2299)
  5. Kristján Eđvarđsson (2245)
  6. Omar Salama (2212)

Omar verđur liđsstjóri liđsins.  

Auk Hellis eru bćđi sveitir Íslandsmeistara Taflfélags Reykjavíkur og Skákdeildar Hauka skráđar til leiks.  


Frímann sigrađi í flokki skákmanna međ minna en 2000 skákstig

Frímann BenediktssonFrímann Benediktsson (1915) varđ efstur allra í flokki skákmanna međ 1900-2000 á Politiken Cup.  Frímann hlaut 6 vinninga í 10 skákum en hann átti ákaflega góđan endaprett, fékk 4 vinninga í síđustu 5 skákunum.  Frímann varđ í 49.-81. sćti.  Hörđur Garđarsson (1943) fékk 3˝ vinning og endađi í 230.-251. sćti.   

Sigurvegarar mótsins voru sex.  Stórmeistararnir Sergey Tiviakov (2645), Hollandi, Vladimir Malakhov (2689) og Boris Savchenko (2537), Rússlandi, Yurij Kuzubov (2578), Úkraínu, og Peter Heine Nielsen (2652), Danmörku. 

Alls tóku 278 skákmenn ţátt í efsta flokki og ţar af 23 stórmeistarar.  Stigahćstur ţeirra var Úkraínumađurinn Pavel Eljanov (2716).

Politiken Cup

 

 


Henrik međ jafntefli í lokaumferđinni

Henrik ađ tafli í LúxStórmeistarinn Henrik Danielsen (2526) gerđi jafntefli viđ ţýska stórmeistarann Lutz Espig (2346) í níundu og síđustu umferđ Czech Open, sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Lenka Ptácníková vann  bandaríska FIDE-meistarann Andrei Zaremba (2355), í ótefldri skák ţar sem Kaninn mćtti ekki til leiks.  Henrik og Lenka hlutu 5 vinning og enduđu í 93.-144. sćti. 

Sigurvegari mótsins varđ úkraínski stórmeistarinn Eldar Gasanov (2523) en hann hlaut 7˝ vinning.

Árangur Henriks samsvarađi 2415 skákstigum og árangur Lenku samsvarađi 2213 skákstigum.  Bćđi lćkka ţau á stigum.  Henrik lćkkar um 13 stig en Lenka um 7 stig.

Henrik og Lenka halda nú til Olomouc ţar sem ţau tefla á öđru alţjóđlegu skákmóti.  Ţar teflir einnig Omar Salama.   

Alls tefla 339 skákmenn í efsta flokki Czech Open.  Ţar á međal 44 stórmeistarar, 5 stórmeistarar kvenna og 61 alţjóđlegur meistari.   Henrik er númer 21 stigaröđinni en Lenka númer 218. 

Czech Open


Lenka vann í áttundu umferđ

Lenka

Lenka Ptácníková (2259) vann Ţjóđverjann Joern Borrink (2073) í áttundu og nćstsíđustu umferđ Czech Open, sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Henrik Danielsen (2526) gerđi jafntefli viđ  rússneska FIDE-meistarann Ivan Bukavshin (2350).  Henrik hefur 4˝ vinning og er í 90-.141. sćti en Lenka hefur 4 vinninga og er í 142.-197. sćti.   

Efstir međ 6˝ vinning eru stórmeistararnir Eldar Gasanov (2523), Úkraínu, og Dmitry Chuprov (2577) og Evgeny E. Vorobiov (2550), Rússlandi, Grzegors Gajewski (2575), Póllandi, og spćnski alţjóđlegi meistarinn Marcos Llaneza (2468).

Í níundu og síđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir viđ Henrik viđ ţýska stórmeistarann Lutz Espig (2346) en Lenka viđ bandaríska FIDE-meistarann Andrei Zaremba (2355).  

Alls tefla 339 skákmenn í efsta flokki Czech Open.  Ţar á međal 44 stórmeistarar, 5 stórmeistarar kvenna og 61 alţjóđlegur meistari.   Henrik er númer 21 stigaröđinni en Lenka númer 218. 

Czech Open


Lenka međ jafntefli í sjöundu umferđ

Lenka

Lenka Ptácníková (2259) gerđi jafntefli viđ Ţjóđverjann Maximilian Berchtenbreiter (2067) í sjöundu umferđ Czech Open, sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Henrik Danielsen (2526) tapađi hins vegar fyrir rússneska alţjóđlega meistarann Pavel Potapov (2418).  Henrik hefur 4 vinninga og er í 86.-133. sćti en Lenka hefur 3 vinninga og er í 209.-257. sćti.  

Efstir međ 6 vinninga eru stórmeistararnir Eldar Gasanov (2523), Úkraínu, og Dmitry Chuprov (2577) og Evgeny E. Vorobiov (2550), Rússlandi.   

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ rússneska FIDE-meistarann Ivan Bukavshin (2350) en Lenka viđ Ţjóđverjann Joern Borrink (2073).

Alls tefla 339 skákmenn í efsta flokki Czech Open.  Ţar á međal 44 stórmeistarar, 5 stórmeistarar kvenna og 61 alţjóđlegur meistari.   Henrik er númer 21 stigaröđinni en Lenka númer 218. 

Czech Open


Henrik og Lenka töpuđu í sjöttu umferđ

LenkaHenrik Danielsen (2526) og Lenka Ptácníková (2259) töpuđu bćđi í sjöttu umferđ Czech Open, sem fram fór í dag í Pardubice í Tékklandi.  Henrik tapađi fyrir  tékkneska alţjóđlega meistarann Pavel Simacek (2470) en Lenka fyrir slóvenska alţjóđlega meistarann Domen Krumpacnik (2376).  Henrik hefur 4 vinninga og er í 32.-76. sćti en Lenka hefur 2˝ vinning og er í 207.-264. sćti.  Henrik skýrir sem fyrr skák sína á Skákhorninu.  

Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik rússneska alţjóđlega meistarann Pavel Potapov (2418) en Lenka viđ Ţjóđverjann Maximilian Berchtenbreiter (2067), sem var reyndar međal sigurvegara á alţjóđlegu unglingamóti Hellis sem fram fór fyrr á árinu.  

Alls tefla 339 skákmenn í efsta flokki Czech Open.  Ţar á međal 44 stórmeistarar, 5 stórmeistarar kvenna og 61 alţjóđlegur meistari.   Henrik er númer 21 stigaröđinni en Lenka númer 218. 

Czech Open


Hörđur byrjar vel í Köben

Ţorvarđur og Hörđur

Hörđur Garđarsson (1943) hefur byrjađ vel á Politiken Cup sem fram fer í Kaupmannahöfn.  Eftir fimm umferđ hefur Hörđur 3 vinninga ţrátt fyrir ađ hafa teflt upp fyrir sig í fjórum umferđ.  Hörđur hefur m.a. lagt af velli sćnsku skákkonuna Christin Andersson (2144), sem er alţjóđlegur meistari kvenna.  Frímann Benediktsson (1915) hefur 2 vinninga. 

Efstir međ fullt hús eru stórmeistarnir Boris Savchenko (2578), Rússland, og Jack Aagaard (2531).

Alls taka 278 skákmenn ţátt í efsta flokki og ţar af 23 stórmeistarar.  Stigahćstur er Úkraínumađurinn Pavel Eljanov (2716).

Politiken Cup

 

 


Henrik vann í fjórđu umferđ

Henrik ađ tafli í LúxStórmeistarinn Henrik Danielsen (2526) vann Rússann Viatcheslav Kulakov (2360) í fjórđu umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Lenka Ptácníková (2259) gerđi jafntefli viđ Tékkann Tomas Ockay (2110). Henrik hefur 3 vinninga og er í 23.-57. sćti en Lenka hefur 1,5 vinning og er í 218-279. sćti.  Henrik skýrir skák sína á Skákhorninu. 

Úkraínsku stórmeistararnir Anton Korobov (2590) og Dmitry Kononenko (2502) eru efstir međ fullt hús vinninga.  

Í fimmtu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik pólska alţjóđlega meistarann Piotr Dobrowolski (2426) og Lenka viđ Maltverjann Andrew Borg (2116).

Alls tefla 339 skákmenn í efsta flokki Czech Open.  Ţar á međal 44 stórmeistarar, 5 stórmeistarar kvenna og 61 alţjóđlegur meistari.   Henrik er númer 21 stigaröđinni en Lenka númer 218. 

Czech Open


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 8765561

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband