Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Erlendar skákfréttir

HM kvenna: Og þá eru eftir fjórar og þar af 3 kínverskar

HM kvenna 2010Fjórðu umferð (8 manna úrslitum) HM kvenna lauk í dag í Antakya í Tyrklandi.   Í undanúrslitum eru 3 kínverskar stúlkur þær Lufei Ruan (2480), sem sigraði Íslandsvininn Dronavalli (2525), Yifan Hou (2591) og Xue Zhao (2474).   Eini keppandinn sem er ekki kínverskur er stigahæsta skákkona heim, Indverjinn Humpy Koneru (2600).  Undanúrslit hefjast á morgun.  


Úrslit 4. umferðar:

 

NameFEDTRtgTotal
 Round 4 Match 01
Ruan, LufeiCHNWGM2480
Harika, DronavalliINDIM2525
 Round 4 Match 02
Koneru, HumpyINDGM2600
Ju, WenjunCHNWGM2524½
 Round 4 Match 03
Hou, YifanCHNGM2591
Lahno, KaterynaUKRGM2522½
 Round 4 Match 04
Zhao, XueCHNGM2474
Skripchenko, AlmiraFRAIM2460½


Röðun 5. umferðar (undaúrslit):

 

NameFEDTRtg
 Round 5 Match 01
Ruan, LufeiCHNWGM2480
Zhao, XueCHNGM2474
 Round 5 Match 02
Koneru, HumpyINDGM2600
Hou, YifanCHNGM2591

 

 



Carlsen hélt jafntefli gegn Kramnik á ótrúlegan hátt - Þröstur vann

Carlsen og KramnikÖllum skákum sjöttu og næstsíðustu umferðar London Chess Classic lauk með jafntefli.   Þar á meðal hélt Carlsen (2802) jafntefli gegn Kramnik (2791) á hreint ótrúlegan hátt.   Carlsen er efstur ásamt Anand (2804) og McShane (2645) fyrir lokaumferðina sem fram fer á morgun.  Umferðin hefst kl. 12.   Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2367), sem teflir í opnum flokki, vann enska stórmeistarann Keith Arkell (2431) og er í 4.-14. sæti með 6 vinninga.

Staðan í aðalmótinu:
  • 1.-3. Carlsen, Anand og McShane 10 stig
  • 4.-5. Nakamura og Kramnik 9 stig
  • 6. Adams 7 stig
  • 7. Howell 3 stig
  • 8. Short 2 stig
Gefin eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli í aðalmótinu.

FIDE Open:

Þröstur mætir indverska stórmeistaranum Abhijeet Gupta (2600) í lokaumferðinni.   Skákin verður sýnd beint hér og hefst kl. 12:30.  

Ensku stórmeistararnir Gawain Jones (2575) og Simon Williams (2473) eru efstir með 7 vinninga.  Enn einn enskur stórmeistari Neil McDonald (2449) er þriðji með 6,5 vinning.  

Almennt um mótin:

Þátt taka 8 skákmenn og eru meðalstig keppenda 2725 stig.   Stigahæstur keppenda er Anand (2804) en aðrir þátttakendur eru Carlsen (2802), Kramnik (2791), Nakamura (2741) og svo Englendingarnir Adams (2723), Short (2680), McShane (2645) og Howell (2611).  Þröstur Þórhallsson (2367) tekur þátt í FIDE Open, sem er viðburður sem fram fer samhliða.   Þar tefla 175 skákmenn og þar af 11 stórmeistarar.   Meðal keppenda eru Boris Avrukh (2675), Ísrael, Abhijeet Gupta (2600), Indlandi, sem var meðal sigurvegara á MP Reykjavíkurskákmótinu síðasta og Gawain Jones (2575).   Englandi.   Þröstur er nr. 29 í stigaröð keppenda.



Carlsen, Anand og McShane efstir í London - Þröstur með jafntefli

Howell og CarlsenSem fyrr er fjörlega teflt í London og enn urðu hrein úrslit hjá Carlsen (2802) þegar hann vann Howell (2611).   Nakamura (2741) vann Short (2680) sem virðist heillum horfinn.   Carlsen er efstur með 9 stig ásamt Anand (2804) og McShane (2645) sem gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign.   Nakamura og Kramnik (2791) koma næstir með 8 stig.   Þröstur Þórhallsson (2367) gerði jafntefli við ísraelska stórmeistarann Alon Greenfeld (2564) í opnum flokki.   Frí er í aðalmótinu á morgun en tvær umferðir fara fram í opna flokknum.

Staðan:
  • 1.-3. Carlsen, Anand og McShane 9 stig
  • 4.-5. Nakamura og Kramnik 8 stig
  • 6. Adams 6 stig
  • 7. Howell 2 stig
  • 8. Short 1 stig
Gefin eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli í aðalmótinu.

FIDE Open:

Þröstur hefur 3½ vinning í opna flokknum og er í 22.-37. sæti.   Í fyrri umferðinni á morgun teflir hann við stigalágan andstæðing.  Efstir með fullt hús eru stórmeistarinn Simon Williams (2493), Englandi, og alþjóðlegi meistarinn Gavin Wall (2325), Írlandi.   

Almennt um mótin:

Þátt taka 8 skákmenn og eru meðalstig keppenda 2725 stig.   Stigahæstur keppenda er Anand (2804) en aðrir þátttakendur eru Carlsen (2802), Kramnik (2791), Nakamura (2741) og svo Englendingarnir Adams (2723), Short (2680), McShane (2645) og Howell (2611).  Þröstur Þórhallsson (2367) tekur þátt í FIDE Open, sem er viðburður sem fram fer samhliða.   Þar tefla 175 skákmenn og þar af 11 stórmeistarar.   Meðal keppenda eru Boris Avrukh (2675), Ísrael, Abhijeet Gupta (2600), Indlandi, sem var meðal sigurvegara á MP Reykjavíkurskákmótinu síðasta og Gawain Jones (2575).   Englandi.   Þröstur er nr. 29 í stigaröð keppenda.



HM kvenna: Og þá eru eftir átta og þar af fjórar kínverskar

DronavalliÞriðju umferð (16 manna úrslitum) HM kvenna lauk í dag í Antakya í Tyrklandi.  Sem fyrr er nokkuð um óvænt úrslit.   Skákdrottningin Alexandra Kosteniuk (2507) tapaði fyrir kínversku stúlkunni Lufei Ruan (2480) og litháíska skákkonan,Viktorja Cmilyte (2514) tapaði fyrir hinni frönsku Almira Skripchenko (2460).   Af þeim átta sem eru eftir eru 4 kínverskar og 2 indverskar.   Átta manna úrslit hefjast á morgun.   


Úrslit 3. umferðar:

 

NameFEDTRtgTotal
 Round 3 Match 01
Kosteniuk, AlexandraRUSGM2507
Ruan, LufeiCHNWGM2480
 Round 3 Match 02
Koneru, HumpyINDGM2600
Zatonskih, AnnaUSAIM2478½
 Round 3 Match 03
Hou, YifanCHNGM2591
Zhu, ChenQATGM2477
 Round 3 Match 04
Zhao, XueCHNGM2474
Dembo, YelenaGREIM2454½
 Round 3 Match 05
Cmilyte, ViktorijaLTUGM25142
Skripchenko, AlmiraFRAIM24604
 Round 3 Match 06
Lahno, KaterynaUKRGM2522
Huang, QianCHNWGM2402½
 Round 3 Match 07
Muzychuk, AnnaSLOIM2530½
Ju, WenjunCHNWGM2524
 Round 3 Match 08
Harika, DronavalliINDIM25254
Muzychuk, MariyaUKRIM24623


Röðun 4. umferðar:

 

NameFEDTRtg
 Round 4 Match 01
Ruan, LufeiCHNWGM2480
Harika, DronavalliINDIM2525
 Round 4 Match 02
Koneru, HumpyINDGM2600
Ju, WenjunCHNWGM2524
 Round 4 Match 03
Hou, YifanCHNGM2591
Lahno, KaterynaUKRGM2522
 Round 4 Match 04
Zhao, XueCHNGM2474
Skripchenko, AlmiraFRAIM2460

 


Anand vann Carlsen - Þröstur vann

Anand og CarlsenAnand (2804) vann Carlsen (2802) í uppgjöri tveggja stigahæstu skákmanna heims í fjórðu umferð London Chess Classic sem fram fór í dag.   Öðrum skákum lauk með jafntefli.  McShane er efstur með 7 stig (2,5 v.).   Nakamura (2741) og Anand koma næstir með 5 stig (2 v.).   Þröstur Þórhallsson, sem teflir í opnum flokki, sigraði í sinni skák og hefur 2,5 vinning.

Staðan:

  • 1. McShane 7 st. (2,5 v.)
  • 2.-3.Nakamura og Anand 5 st. (2 v.)
  • 4.-5. Kramnikog Adams 4 st. (1,5 v.
  • 6. Carlsen 3 st. (1 v.)
  • 7. Howell 2 st. (1 v.)
  • 8. Short 1 st. (0,4 v.)
Gefin eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli í aðalmótinu.


FIDE Open:

Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2367) sigraði Nígeríumanninn Chideu Maduekwe (2185) í þriðju umferð og hefur 2,5 vinning og er í 11.-22. sæti.   Í fjórðu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Þröstur við indverska alþjóðlega meistarann Saptarshi Roy Chowdhury (2448).   

Almennt um mótin:

Þátt taka 8 skákmenn og eru meðalstig keppenda 2725 stig.   Stigahæstur keppenda er Anand (2804) en aðrir þátttakendur eru Carlsen (2802), Kramnik (2791), Nakamura (2741) og svo Englendingarnir Adams (2723), Short (2680), McShane (2645) og Howell (2611).  Þröstur Þórhallsson (2367) tekur þátt í FIDE Open, sem er viðburður sem fram fer samhliða.   Þar tefla 175 skákmenn og þar af 11 stórmeistarar.   Meðal keppenda eru Boris Avrukh (2675), Ísrael, Abhijeet Gupta (2600), Indlandi, sem var meðal sigurvegara á MP Reykjavíkurskákmótinu síðasta og Gawain Jones (2575).   Englandi.   Þröstur er nr. 29 í stigaröð keppenda.



Luke McShane sigraði Carlsen

McShane og CarlsenLondon Chess Classic hófst í dag en um er að ræða eitt sterkasta skákmót ársins.   Það bar strax til tíðinda í fyrstu umferð en Luke McShane (2645) gerði sér lítið fyrir og sigraði Magnus Carlsen (2802).   Kramnik vann (2791) vann Short (2680), Adams (2723) vann Howell (2611).   Aðeins einni skák lauk með jafntefli en það var viðureign Anand (2804) og Nakamura (2741).  

Ekki liggja fyrir úrslit í FIDE Open, þar sem Þröstur Þórhallsson (2367) er meðal þátttakenda en hann tefdi við stigalágan andstæðing í fyrstu umferð.

Þátt taka 8 skákmenn og eru meðalstig keppenda 2725 stig.   Stigahæstur keppenda er Anand (2804) en aðrir þátttakendur eru Carlsen (2802), Kramnik (2791), Nakamura (2741) og svo Englendingarnir Adams (2723), Short (2680), McShane (2645) og Howell (2611).  Þröstur Þórhallsson (2367) tekur þátt í FIDE Open, sem er viðburður sem fram fer samhliða.   Þar tefla 175 skákmenn og þar af 11 stórmeistarar.   Meðal keppenda eru Boris Avrukh (2675), Ísrael, Abhijeet Gupta (2600), Indlandi, sem var meðal sigurvegara á MP Reykjavíkurskákmótinu síðasta og Gawain Jones (2575).   Englandi.   Þröstur er nr. 29 í stigaröð keppenda.


 


London Chess Classic hafið

Alþjóðlega ofurskákmótið London Chess Classic er rétt nýhafið í London.   Þátt taka 8 skákmenn og eru meðalstig keppenda 2725 stig.   Stigahæstur keppenda er Anand (2804) en aðrir þátttakendur eru Carlsen (2802), Kramnik (2791), Nakamura (2741) og svo Englendingarnir Adams (2723), Short (2680), McShane (2645) og Howell (2611).

Í fyrstu umferð, sem nú er í gangi tefla m.a. saman McShane-Carlsen og Anand-Nakamura.

Þröstur Þórhallsson (2367) tekur þátt í FIDE Open, sem er viðburður sem fram fer samhliða.   Þar tefla 175 skákmenn og þar af 11 stórmeistarar.   Meðal keppenda eru Boris Avrukh (2675), Ísrael, Abhijeet Gupta (2600), Indlandi, sem var meðal sigurvegara á MP Reykjavíkurskákmótinu síðasta og Gawain Jones (2575).   Englandi.   Þröstur er nr. 29 í stigaröð keppenda.

 


Skákþáttur Morgunblaðsins: Magnús Carlsen dregur sig úr heimsmeistarakeppninni

Ól í skák 2010 019Í byrjun þessa mánaðar barst FIDE yfirlýsing frá „norska undrinu“ Magnúsi Carlsen þess efnis að hann hygðist ekki nýta sér þátttökurétt sinn í áskorendakeppninni. Til höfðu verið kvaddir átta stórmeistarar sem áttu að tefla um réttinn til að skora á heimsmeistarann Anand. Magnús lét þess getið að heimsmeistarakeppnin, eins og hún væri rekin, gengi þvert á hugmyndir sínar um sanngjarnt keppnisfyrirkomulag. Hann nefndi að engum dytti í hug veita Spánverjum, heimsmeisturunum í knattspyrnu, þann rétt að mæta á HM eftir fjögur ár til þess eins að „verja“ titilinn í úrslitaleik keppninnar.


FIDE brást við með því að tilnefna Rússann Alexander Grischuk í stað Magnúsar og þátttakendur í áskorendaeinvígjunum, sem hefjast á næsta ári, koma því allir frá gömlu Sovétlýðveldunum að frátöldum Venselin Topalov. En knattspyrnutenging Magnúsar er athyglisverð. Sá munur er á heimsmeistarakeppni FIDE og FIFA, að styrkur knattspyrnunnar liggur í því að allar aðildarþjóðirnar eiga þess kost að vera með frá byrjun. Og í eina tíð virtu menn í hvívetna fyrirkomulag heimsmeistarakeppninnar í skák sem samanstóð af svæðamótum, millisvæðamótum og áskorendaeinvígjunum. Því kerfi var varpað fyrir róða eigi alls fyrir löngu og þar var Kasparov ekki lítill áhrifavaldur. Sú spurning vaknar hvort Magnús hefði tekið þessa ákvörðun ef FIDE-kosningarnar í Khanty Manyisk hefðu farið á annan veg. Yfirlýsing hans er talin áfall fyrir Kirsan, nýkjörinn forseta FIDE.

Af Magnúsi er það að segja að eftir að hafa unnið „Perlu-mótið“ í Nanjing í Kína á dögunum stefndi hann skónum til Moskvu en á fimmtudaginn lauk minningarmótinu um Tal með heimsmeistaramótinu í hraðskák. Eftir æsispennandi keppni þar sem 20 skákmenn tefldu tvöfalda umferð varð Armeninn Aronjan hlutskarpastur, hlaut 24 ½ v. af 38 mögulegum. Aserinn Radjabov kom næstur með 24 v. og Magnús varð í 3. sæti með 23 ½.

Í aðalmótinu, sem fram fór í stórversluninni GUM sem stendur við Rauða torgið, tefldu tíu skákmenn og þar var niðurstaðan þessi:

1. – 3. Karjakin, Aronjan, Mamedyarov 5 ½ v. (af 9) 4. – 6. Grischuk, Nakamura og Wang Hao 5 v. 7. Kramnik 4 ½ v. 8. Gelfand 3 ½ v. 9. Shirov 3 v. 10. Eljanov 2 ½ v.

Besti Rússinn, Vladimir Kramnik sem hefur heitið því að endurheimta heimsmeistaratitilinn náði sér ekki á strik og tapaði m.a. fyrir Karjakin sem nú er genginn í lið með Rússum eftir að hafa teflt fyrir Úkraínu.

Sergei Karjakin – Vladimir Kramnik

Petroffs-vörn

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 Be7 7. Be3 O-O 8. Dd2 Rd7 9. O-O-O Re5 10. h4 c6 11. c4 Be6 12. Rg5 Bf5 13. Kb1 He8 14. f3 h6 15. Be2!? d5

Kramnik hafnar fórninni en besti kosturinn var sennilega að leika 15. ... hxg5 16. hxg5 Dd7 og svartur getur varist.

16. g4 Bg6 17. f4 dxc4

Eða 17. ... Rxc4 18. Bxc4 dxc4 19. Df2 Da5 20. f5 með sterkri sókn.

18. Dc3 Rd3 19. f5

gdgmmm1q.jpgÓvenjuleg staða. Hér er allt á tjá og tundri.

19. ... Bxg5 20. fxg6 Hxe3 21. gxf7+ Kf8 22. Dxc4 Hxe2 23. hxg5 Dxg5 24. Dxd3 De3 25. Dh7 De4 26. Dg8+ Ke7 27. Dxg7! Dxc2+ 28. Ka1 Hf8 29. Hhf1 Hd2 30. Hfe1+ He2 31. Dc3! Kxf7 32. Df3+

- og Kramnik gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í sunnudagsmogganum, 14. nóvember 2010.

Skákþættir Morgunblaðsins


Aronian heimsmeistari í hraðskák

Armeninn Levon Aronian (2801) er heimsmeistari í hraðskák en mótinu lauk fyrir skemmstu í Moskvu.  Armeninn hlaut 24½ vinning í 38 skákum og var hálfum vinningi fyrir ofan Radjabov (2744), sem varð annar.   Magnus Carlsen (2802) varð þriðji.  20 skákmenn tóku þátt í mótinu og tefldu tvöfalda umferð.  Meðalstig mótsins voru 2730 skákstig.   


Lokastaðan:

 

PlaceNameFed,FIDETotal
1Aronian, LevonARM280124,5
2Radjabov, TeimourAZE274424
3Carlsen, MagnusNOR280223,5
4Gelfand, BorisISR274121,5
5Nakamura, HikaruUSA274121,5
6Karjakin, SergeyRUS276020,5
7Kramnik, VladimirRUS279120,5
8Mamedyarov, ShakhriyarAZE276319,5
9Svidler, PeterRUS272219,5
10Eljanov, PavelUKR274219
11Grischuk, AlexanderRUS277119
12Mamedov, RaufAZE266018
13Nepomniachtchi, IanRUS272018
14Vachier-Lagrave, MaximeFRA270318
15Movsesian, SergeiSVK272117,5
16Andreikin, DmitryRUS268317,5
17Grachev, BorisRUS265416,5
18Savchenko, BorisRUS263215,5
19Caruana, FabianoITA270913,5
20Ponomariov, RuslanUKR274412,5

 


HM í hraðskák: Aronian efstur

Armeninn Levon Aronian (2801) er efstur með 18½ vinning þegar 28 af 38 umferðum á HM í hraðskák er lokið í Moskvu.  Carlsen (2802) er annar með 17 vinning eftir að hafa unnið Armenann í 28. umferð.   Radjabov (2744), Nepomniachtchi (2720) og Kramnik (2791) eru næstir með 16 vinninga.   Mótinu er framhaldið á morgun en hægt er að fylgjast með því beint á netinu.  Taflmennskan hefst kl. 10 í fyrramálið en þá verða tefldar síðustu 10 umferðirnar.   

Alls taka 20 skákmenn og tefld er tvöföld umferð.   Teflt er eftir tímamörkunum 3-2.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779107

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband