Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ólympíuskákmótiđ hefst á ţriđjudag

IstanbulÍslenska liđiđ sem teflir í opnum flokki Ólympíumótsins í Istanbúl, sem hefst ţriđjudaginn 28. ágúst nk., er skipađ Héđni Steingrímssyni, Hannesi Hlífar Stefánssyni, Henrik Danielsen, Hjörvari Steini Grétarssyni og Ţresti Ţórhallssyni. Greinarhöfundur er liđsstjóri. Kvennasveitin er skipuđ Lenku Ptacnikovu, Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur, Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Elsu Maríu Kristínardóttur. Liđsstjóri er Davíđ Ólafsson.

Ólympíuskákmótin eiga sér merka sögu sem slóđin olimpbase.org rekur vel. Fyrsta stóra afrekiđ unnu Íslendingar í Buenos Aires áriđ 1939 ţegar liđ Íslands vann B-flokkinn og bikarinn Copa Argentina. Jón Guđmundsson vann allar skákir sínar í úrslitakeppninni, tíu talsins. Ísland komst í A-úrslit í Amsterdam 1954 og í Havana 1966 og á árunum 1980-1996 var íslenska liđiđ iđulega í keppni viđ bestu liđin, ţrisvar međal átta efstu liđa.

Í kvennaflokki sendu Íslendingar fyrst liđ til keppni í Buenos Aires áriđ 1978. Rígfullorđin hugsjónakona, Birna Norđdahl, dreif stöllur sínar áfram og alla leiđina til Argentínu og kvennaliđ tefldi fram ađ Ol í Dubai 1986. Ţá varđ hlé en áriđ 2000 tók Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir upp kefliđ fyrir kvenţjóđina.

Á fyrstu ólympíumótunum voru Bandaríkjamenn sigursćlir eđa ţar til Sovétmenn hófu ţátttöku áriđ 1952. Ţađ ţóttu mikil tíđindi ef liđsmađur ţeirra tapađi skák og nokkrum sinnum sigldu allir sveitarmeđlimir taplausir í gegn, síđast í Nissa áriđ 1974. Tigran Petrosjan tapađi sinni fyrstu skák á ólympíumóti áriđ 1972 og Boris Spasskí tapađi í fyrsta og eina skiptiđ í Buenos Aires áriđ 1978.

Hvađ varđar sigurstranglegustu liđin nú má nefna ađ Armenar unnu mótin 2006 og 2008. Ţeir verđa í baráttunni um gulliđ sem og núverandi ólympíumeistarar frá Úkraínu. Kínverjar eru hiđ nýja stórveldi skákarinnar, í báđum flokkum. Og kannski ná Rússar ađ reka af sér slyđruorđiđ en án Kasparovs hafa Rússar aldrei unniđ Ólympíumót.

Margar frćgar skákir hafa veriđ tefldar á ólympíumótunum og leitar hugurinn víđa, stađnćmist ađ lokum hjá vini okkar sem var í fréttum á dögunum ţegar hann fetađi slóđ rithöfundarins mikla, Leo Tolstoj - og flúđi eiginkonu sína:

Ol - Varna 1962

Boris Spasskí - Larry Evans

Kóngsindversk vörn

1.d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3

Sämisch-afbrigđiđ var alltaf hćttulegt vopn í höndum Spasskí.

5. ... c6 6. Be3 a6 7. Dd2 b5 8. O-O-O

Enn ţann dag í dag er ţetta talinn hćttulegasta leiđin. Líkt og í Dreka-afbrigđi Sikileyjarvarnar blćs hvítur til sóknar á kóngsvćng.

8. ... bxc4 9. Bxc4 O-O 10. h4 d5 11. Bb3 dxe4 12. h5!

Spasskí gerđi sér enga grillu út af einu peđi og Evans var ţekktur fyrir ađ hirđa ţađ sem ađ honum var rétt.

12. ... exf3 13. hxg6 hxg6 14. Bh6 fxg2 15. Hh4! Rg4 16. Bxg7 Kxg7 17. Dxg2 Rh6 18. Rf3 Rf5 19. Hh2 Dd6 20. Re5 Rd7 21. Re4 Dc7 22. Hdh1

Ţađ var magnađ hvernig Spasskí jók sóknarmáttinn. Svartur er varnarlaus.

22. ... Hg8 23. Hh7+ Kf8 24. Hxf7+ Ke8

gr7ph6fs.jpg25. Dxg6!

Glćsilegur lokahnykkur. Svartur verđur mát eftir 25. ... Hxg6 26. Hh8+ o.s.frv.

25. ... Rxe5 26. Hf8+!

- og Evans gafst upp enda mát í nćsta leik, t.d. 26. ... Kd7 27. Be6 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 26. ágúst 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Tölvuteksmótiđ 2012 - Haustmót Taflfélags Reykjavíkur

Tölvuteksmótiđ 2012 - Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 23. september kl.14.

Mótiđ er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Ţađ er áratuga hefđ fyrir hinu vinsćla Haustmóti og er ţađ flokkaskipt og öllum opiđ.

Teflt er í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12, á miđvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Alls verđa tefldar 9 skákir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er tefldar níu umferđir eftir svissnesku kerfi.

Skráning fer fram á heimasíđu T.R.

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu r.

Skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 22. september kl. 18.


Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur síđustu tveggja ára er Guđmundur Kjartansson.

 

Dagskrá:

1. umferđ: Sunnudag 23. september kl.14.00
2. umferđ: Miđvikudag 26. september kl.19.30

3. umferđ: Föstudag 28. september kl.19.30
4. umferđ: Sunnudag 30. september kl.14.00

5. umferđ: Miđvikudag 3. október kl.19.30

---Hlé vegna Islandsmóts skákfélaga---

6. umferđ: Miđvikudag 10. október kl.19.30
7. umferđ: Föstudag 12. október kl.19.30
8. umferđ: Sunnudag 14. október kl. 14.00
9. umferđ: Miđvikudag 17. október. kl.19.30

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 20.000 auk spjaldtölvu frá Tölvuteki
3. sćti kr. 10.000 auk spjaldtölvu frá Tölvuteki
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2013

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2.og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2013

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2013

Verđlaun í opnum flokki:

1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2013

Ef fleiri lokađir flokkar bćtast viđ, verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki.

Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu.

Verđi keppendur jafnir ađ vinningum rćđur stigaútreikningur lokasćti - verđlaunum er ekki skipt.

Tímamörk:

1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.

Ţátttökugjöld:

3500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (4000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.000 kr. fyrir ađra).

 


Austurríki og Venesúela á morgun

Liđiđ í opnum flokki mćtir sveit Austurríkis (Ř-2539), sem er sú 36. sterkasta í sjöttu umferđ ólympíuskákmótsins á morgun.  Kvennasveitin mćtir sveit Venesúela (Ř-2087).  Báđar sveitirnar eru ţví ađ tefla lítisháttar upp fyrir sig.

Andstćđingarnir:

36. Austria (RtgAvg:2539 / TB1: 6 / TB2: 40)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1GMRagger Markus2670AUT2.05.02309
2GMKindermann Stefan2498AUT2.54.02387
3GMShengelia David2545AUT3.55.02473
4IMNovkovic Milan2400AUT2.03.02425
5IMNeubauer Martin2442AUT3.03.03010

 

53. Venezuela (RtgAvg:2087 / TB1: 4 / TB2: 31)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1IMSanchez Sarai2193VEN1.54.02027
2 Gutierrez Leonela2067VEN1.04.01499
3 Montilla Jorcerys2050VEN4.05.02291
4 Varela Tilsia2036VEN2.04.01929
5 Hernandez Zaida1990VEN1.53.01929

156 liđ taka ţátt í opnum flokki er í íslenska liđiđ (Ř-2490) taliđ ţađ 51. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki eru ţátttökuţjóđirnar 125 og er Ísland (Ř-1989) taliđ ţađ 62. sterkasta.


Omar og Lenka útnefnd

Hjónin Lenka Ptácníková hafa hvort um sig fengiđ sínar útnefndingar á fundum í kringum í ólympíuskákmótiđ. Omar Salama, sótti IO-námskeiđ í Istanbul (International Organizer), stóđst prófiđ og er annar tveggja Íslendinga sem eru međ ţessa gráđu. Lenka...

Kánas 2012 - pistill eftir Gunnar Finnlaugsson

Tólfta Evrópumeistaramót einstaklinga í öldungaflokki fór fram 18. til 26. ágúst síđastliđinn. Teflt var í karlaflokki (karlar fćddir 1952 eđa fyrr) og í kvennaflokki (konur fćddar 1962 eđa fyrr). Í karlaflokki voru 103 ţátttakendur og í kvennaflokki...

Guđfríđur Lilja í Gođann

Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, alţingismađur og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands , er gengin til liđs viđ Gođann. Félaginu er mikill akkur í atfylgi ţessarar fjölhćfu afrekskonu enda er hún ein fremsta skákkona Íslands og hefur unniđ...

Úlfhéđinn efstur á Meistaramóti SSON

Úlfhéđinn Sigurmundsson er efstur á Meistaramóti SSON en ađrir međ fullt hús eiga frestađar skákir. Úlfhéđinn hefur 3 vinninga úr 4 skákum en ţeir Grantas, Ingvar Örn og Ingimundur hafa allir fengiđ 2 vinninga úr tveimur skákum, Erlingur Atli er einnig...

Ćsir byrja ađ tefla á ţriđjudaginn eftir sumarfrí

Ćsir byrja ađ tefla ţriđjudag 4 september eftir ađ hafa legiđ í sumardvala. Teflt er í Ásgarđi Stangarhyl 4. Allir skákmenn 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir. Hittumst á hvítum reitum og svörtum og skemmtum okkur međ góđum...

Íslandsmót íţróttafélaga í skák nćsta laugardag á Hlíđarenda

Skákakademían bođar til Íslandsmóts íţróttafélaganna á Hlíđarenda, laugardaginn 8. september kl. 11. Hvert liđ er skipađ 4 leikmönnum og einum varamanni, auk liđstjóra. Ţátttökurétt hafa öll liđ sem eru ađilar ađ ÍSÍ eđa UMFÍ, og skulu skákmenn klćđast...

Startmót SA fer fram í dag

Skákmenn eru nú óđum ađ draga fram töflin eftir sumariđ og ađ venju klingjum viđ Skákfélagsmenn klukkunum á hinu árlega Startmóti sem hefst nú á sunnudag, 2. september kl. 13.00. Vonandi sjáum viđ góđa mćtingu ungra og aldinna og leggjum ţar međ grunn ađ...

40 ára Einvígislok - Laugardćlakirkju í Hraungerđisprestakalli í dag

Í tilefni fjörtíu ára afmćlis Einvígis Aldarinnar í Laugardalshöll 1972, verđur flutt tónverk eftir Guđlaug Kristinn Óttarsson tónlistarmann, 2. september nk. Verkiđ byggir á fimm skákum ţeirra Bobby Fischer og Boris Spasský um áriđ....

Töp gegn Filippseyjum og Belgíu

Báđar viđureignirnar töpuđust í 5. umferđ ólympíuskákmótsins sem fram fór í dag. Liđiđ í opnum flokki tapađi 1-3 fyrir Filippseyingum. Hannes Hlífar Stefánsson gerđi jafntefli viđ Wesley So og Ţröstur Ţórhallsson gerđi jafntefli viđ Eugene Torre í...

Ól-pistill nr. 6 - Undradrengur, ólympíumethafi og Belgar

Í gćr vannst góđur sigur gegn b-sveit Tyrkja sem ţeir kalla hér Tyrkland2016. Ţađ var svolítill kvíđi fyrir viđureignina enda eru svona ungar sveitir algjörlega óútreiknanlegar. Tyrkir hafa veriđ ađ vinna frábćrt unglingastarf, undir forystu hins mjög...

Beinar útsendingar frá viđureignum dagsins

Beinar útsendingar frá 5. umferđ ólympíuskákmótsins hófust kl. 12. Útsendingar íslensku liđana má nálgast á eftirfarandi tenglum: Opinn flokkur (Filippseyjar) Kvennaflokkur (Belgía)

Andstćđingarnir: Filippseyjar og Belgía - söguleg skák hjá Ţresti

Ţá liggja fyrir uppstillingar dagsins. Hjörvar Steinn Grétarsson hvílir í opnum flokki. Filippseyingar stilla upp Eugenie Torre (2469) á ţriđja borđi gegn Ţresti Ţórhallssyni. Söguleg viđureign ţví međ henni slćr Torre met, sá fyrsti sem teflir á 21...

Filippseyjar og Belgía á morgun

Liđiđ í opnum flokki mćtir liđi Filippseyja (Ř-2546) ) á morgun en kvennaliđiđ mćtir sveit Belgíu (Ř-2106). Andstćđingar morgundagsins: 35. Philippines (RtgAvg:2546 / TB1: 6 / TB2: 40.5) Bo. Name Rtg FED Pts. Games Rp 1 GM So Wesley 2652 PHI 3.0 4.0 2777...

Sigur á Tyrkjum - Ţröstur vann í magnađri fórnarskák

Liđiđ í opnum flokki vann 2,5-1,5 sigur á b-sveit Tyrkja í dag í ćsispennandi viđureign. Ţröstur Ţórhallsson tefldi glćsilega skák ţar sem hann átti hvern ţrumuleikinn á fćtur öđrum, fórnađi fyrst drottningu fyrir hrók og síđar hrók og var um tíma heilli...

Ól-pistill nr. 5 - Wales-verjar lagđir - undrabörn og ofursveit í dag

Wales-verjar voru lagđir nokkuđ örugglega af velli í gćr, samtals 6,5-1,5. Í opnum flokki vannst góđur 3,5-0,5 sigur en í kvennaflokki ţar sem stigamunurinn var minni á keppendum vannst 3-1 sigur. Telst nú fullhefnt fyrir tapiđ hrćđilega á EM landsliđa...

Beinar útsendingar frá viđureignum dagsins

Beinar útsendingar frá 4. umferđ ólympíuskákmótsins hefjast nú kl. 12. Útsendingar íslensku liđana má nálgast á eftirfarandi tenglum: Opinn flokkur (Tyrkland) Kvennaflokkur (Ungverjaland)

40 ára Einvígislok - Laugardćlakirkju í Hraungerđisprestakalli- Sunnudaginn 2. september (18.00) nk.

Í tilefni fjörtíu ára afmćlis Einvígis Aldarinnar í Laugardalshöll 1972, verđur flutt tónverk eftir Guđlaug Kristinn Óttarsson tónlistarmann, 2. september nk. Verkiđ byggir á fimm skákum ţeirra Bobby Fischer og Boris Spasský um áriđ....

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 8779854

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband