Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ólympíuskákmótiđ hefst á ţriđjudag

IstanbulÍslenska liđiđ sem teflir í opnum flokki Ólympíumótsins í Istanbúl, sem hefst ţriđjudaginn 28. ágúst nk., er skipađ Héđni Steingrímssyni, Hannesi Hlífar Stefánssyni, Henrik Danielsen, Hjörvari Steini Grétarssyni og Ţresti Ţórhallssyni. Greinarhöfundur er liđsstjóri. Kvennasveitin er skipuđ Lenku Ptacnikovu, Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur, Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Elsu Maríu Kristínardóttur. Liđsstjóri er Davíđ Ólafsson.

Ólympíuskákmótin eiga sér merka sögu sem slóđin olimpbase.org rekur vel. Fyrsta stóra afrekiđ unnu Íslendingar í Buenos Aires áriđ 1939 ţegar liđ Íslands vann B-flokkinn og bikarinn Copa Argentina. Jón Guđmundsson vann allar skákir sínar í úrslitakeppninni, tíu talsins. Ísland komst í A-úrslit í Amsterdam 1954 og í Havana 1966 og á árunum 1980-1996 var íslenska liđiđ iđulega í keppni viđ bestu liđin, ţrisvar međal átta efstu liđa.

Í kvennaflokki sendu Íslendingar fyrst liđ til keppni í Buenos Aires áriđ 1978. Rígfullorđin hugsjónakona, Birna Norđdahl, dreif stöllur sínar áfram og alla leiđina til Argentínu og kvennaliđ tefldi fram ađ Ol í Dubai 1986. Ţá varđ hlé en áriđ 2000 tók Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir upp kefliđ fyrir kvenţjóđina.

Á fyrstu ólympíumótunum voru Bandaríkjamenn sigursćlir eđa ţar til Sovétmenn hófu ţátttöku áriđ 1952. Ţađ ţóttu mikil tíđindi ef liđsmađur ţeirra tapađi skák og nokkrum sinnum sigldu allir sveitarmeđlimir taplausir í gegn, síđast í Nissa áriđ 1974. Tigran Petrosjan tapađi sinni fyrstu skák á ólympíumóti áriđ 1972 og Boris Spasskí tapađi í fyrsta og eina skiptiđ í Buenos Aires áriđ 1978.

Hvađ varđar sigurstranglegustu liđin nú má nefna ađ Armenar unnu mótin 2006 og 2008. Ţeir verđa í baráttunni um gulliđ sem og núverandi ólympíumeistarar frá Úkraínu. Kínverjar eru hiđ nýja stórveldi skákarinnar, í báđum flokkum. Og kannski ná Rússar ađ reka af sér slyđruorđiđ en án Kasparovs hafa Rússar aldrei unniđ Ólympíumót.

Margar frćgar skákir hafa veriđ tefldar á ólympíumótunum og leitar hugurinn víđa, stađnćmist ađ lokum hjá vini okkar sem var í fréttum á dögunum ţegar hann fetađi slóđ rithöfundarins mikla, Leo Tolstoj - og flúđi eiginkonu sína:

Ol - Varna 1962

Boris Spasskí - Larry Evans

Kóngsindversk vörn

1.d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3

Sämisch-afbrigđiđ var alltaf hćttulegt vopn í höndum Spasskí.

5. ... c6 6. Be3 a6 7. Dd2 b5 8. O-O-O

Enn ţann dag í dag er ţetta talinn hćttulegasta leiđin. Líkt og í Dreka-afbrigđi Sikileyjarvarnar blćs hvítur til sóknar á kóngsvćng.

8. ... bxc4 9. Bxc4 O-O 10. h4 d5 11. Bb3 dxe4 12. h5!

Spasskí gerđi sér enga grillu út af einu peđi og Evans var ţekktur fyrir ađ hirđa ţađ sem ađ honum var rétt.

12. ... exf3 13. hxg6 hxg6 14. Bh6 fxg2 15. Hh4! Rg4 16. Bxg7 Kxg7 17. Dxg2 Rh6 18. Rf3 Rf5 19. Hh2 Dd6 20. Re5 Rd7 21. Re4 Dc7 22. Hdh1

Ţađ var magnađ hvernig Spasskí jók sóknarmáttinn. Svartur er varnarlaus.

22. ... Hg8 23. Hh7+ Kf8 24. Hxf7+ Ke8

gr7ph6fs.jpg25. Dxg6!

Glćsilegur lokahnykkur. Svartur verđur mát eftir 25. ... Hxg6 26. Hh8+ o.s.frv.

25. ... Rxe5 26. Hf8+!

- og Evans gafst upp enda mát í nćsta leik, t.d. 26. ... Kd7 27. Be6 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 26. ágúst 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765507

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband