Leita í fréttum mbl.is

Ól-pistill nr. 7 - frídagur vel nýttur

 

Ţröstur, Gunnar og Davíđ

 

Ţađ gekk ekki vel í gćr.  Töp gegn Filippseyjum í opnum flokki og gegn Belgíu í kvennaflokki.   Ţetta ţróađist hćgt og bítandi í ţessa átt eftir ađ hafa litiđ alveg ţokkalega út, sérstaklega í kvennaflokki.  Í dag var frídagurinn vel notađur.  Flestir í hópnum héldu niđur í bć ţar sem Bláa moskan var skođuđ og fariđ í bátsferđ eftir Bosphorus -sundi sem liggur á milli Evrópu og Asíu.  Á morgun eru ţađ Austurríki og Venesúela.

Brosmildur hópur í bláu moskunniByrjum á skáklega ţćttinum.  Hannes var fyrstur til ađ klára en gerđi öruggt jafntefli viđ Wesley So á fyrsta borđi.  Henrik var lengi međ verra á öđru borđi og mátti sćtta sig viđ tap.  Dagur virtist hafa jafnteflissénsa á fjórđa borđi en náđi ekki ađ halda jafntefli.  Ţröstur tefldi eins og svo oft áđur helstu skák umferđarinnar ţegar hann tefldi viđ Torre á ţriđja borđi.  Fórnađi tveimur peđum.  Sá filippseyski tefldi vörnina vel og hélt örugglega jafntefli.  Niđurstađan 1-3 tap.

Ţetta leit vel út hjá kvennaliđinu um tíma.  Jóhanna lék illa af sér í byrjuninni og tapađi örugglega.  Hallgerđur og Elsa virtust hafa vćnlegt tafl jafnvel unniđ en léku báđir ónákvćmt ţegar leiđ á skákina.  Lenka gerđi öruggt jafntefli á fyrsta borđi.  Semsagt öruggt tap 0,5-3,5.

Semsagt ekki góđ umferđ. 

Í dag var langţráđur frídagur.  Stćrsti hluti hópsins, 10 af 14, hélt niđur í miđborg Istanbul.  Ţar Hallgerđur og Tinna fengu pils og slćđu til ađ fela bera hluti!fórum viđ fyrst í bláu moskuna, eina ţekktustu mosku heims.  Ţar ţurfti hópurinn ađ klćđa sig úr skónum og sumir gengu ţar um teppinu berfćttir.  Tinna og Hallgerđur ţóttu full léttklćddar og fengu viđbótarútbúnađ til ađ klćđast.

Ađ ţví loknu klćddu menn sig aftur í skóna og eins og sjá má fórum Davíđ og Ţröstur ekki alveg eftir skriflegum fyrirmćlum!

Ţađ verđur seint sagt ađ Davíđ og Ţröstur fari eftir fyrirmćlum!Viđ héldum svo í siglingu eftir Bosphorus -sundi sem liggur á milli Evrópu- og Asíu-hluta Istanbul.  Sjálft mótiđ fer fram í Evrópuhlutanum og ţar búa víst um 60% íbúa.  Afar skemmtileg sigling ţar sem viđ sigldum framhjá flestum kennileitum Istanbul.   Svo var rétt kíkt á kaffihús ţar sem Henrik og Omar fengu sér vatnspípu međ kirsuberjabragđi!  Mjög skemmtilegur dagur.

Á morgun eru ţađ Austurríkismenn.  Viđ höfum mćtt ţeim ţrisvar áđur og unniđ tvisvar og er stađanHér er Omar ađ reykja vatnspípu nú 7-5 fyrir okkur.  Síđast mćttum viđ ţeim áriđ 1986, međ Helga liđsstjóra á fyrsta borđi.  Ţá vannst 3-1 sigur.

Stelpurnar mćta sveit Venesúela á morgun.  Ţćr eru heldur sterkari en viđ á pappírnum.  Sjálfur sćki ég nefndarfund hjá FIDE í fyrramáliđ en á ađ vera búinn fyrir umferđ og ná á skákstađ í tíma. 

Armenar og Rússar eru efstir međ 10 stig og mćtast á morgun.  Gćtu hreinlega veriđ úrslitaviđureign mótsins.  Aserar og Króatar, sem hafa komiđ verulega á óvart eru í 3. og 4. sćti međ 9 stig.  Rússar eru efstir í kvennaflokki međ fullt hús stiga.

Vel gekk hjá flestum Norđurlandaţjóđunum í gćr, sem reyndar fengu flestar mun lakari ţjóđir.   Viđ erum ţrátt fyrir tapiđ í 2. sćti.

Viđ erum hins vegar orđin neđst í kvennaflokki.

Stađan í opnum flokki:

Rk.

SNo

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

35

52

Finland

7

44

13

20

52

51

Iceland

6

44

12

25

68

34

Sweden

5

45

12,5

23

72

54

Norway

5

39,5

10,5

27

79

39

Denmark

5

35,5

13

17

96

74

Faroe Islands

4

25

9

25

 

Stađan í kvennaflokki:

Rk.

SNo

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

48

46

Sweden

6

33

12

23

50

77

Finland

6

30

11

18

55

51

Denmark

6

24

11

20

57

40

Norway

5

48,5

11

26

84

62

Iceland

4

22,5

8,5

25


Nóg í bili.  Pistill á morgun en vćntanlega í styttra lagi.

Gunnar Björnsson 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu ţakkir fyrir skemmtilegar fréttir af manntafli og mannlífi eystra.

Hvađa borđar eru ţetta sem ţiđ eruđ međ á hausnum? Minna svolítiđ á  kvikmyndina "Dear Hunter".

Jón Ţorvaldsson (IP-tala skráđ) 3.9.2012 kl. 01:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 242
  • Frá upphafi: 8765159

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband