Leita í fréttum mbl.is

Kánas 2012 - pistill eftir Gunnar Finnlaugsson

Gunnar Finnlaugsson, arkitekinn á bakviđ ćvintýriđTólfta Evrópumeistaramót einstaklinga í öldungaflokki fór fram 18. til 26. ágúst síđastliđinn. Teflt var í karlaflokki (karlar fćddir 1952 eđa fyrr) og í kvennaflokki (konur fćddar 1962 eđa fyrr). Í karlaflokki voru 103 ţátttakendur og í kvennaflokki voru ţćr 21.

Mótiđ fór fram í Litháen og teflt var í borginni Kánas, sem er viđkunnanleg borg međ u.ţ.b. 350 000 íbúum. Mótiđ fór fram í skemmtilegum sal ţar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.

Ísraelsmađurinn Almog Blustein tók fyrir nokkrum árum viđPer Ofstad sem "seniorgeneral" af Per Ofstad innan Evrópusambandsins. Hann átti ađ vera innstur koppur í búri hér. En stuttu fyrir mót fékk Ofstad tölvupóst frá Blustein ađ hann myndi ekki koma og yrđi mótstjóri í Dresden í stađinn! Ofstad sem nálgast áttrćtt, hćtti ţví viđ ţátttöku sjálfur og var bakhjarl mótshaldara. Ţađ var fróđlegt ađ rćđa viđ Ofstad um tilhögun Evrópumótanna. Hann segist hafa spurt á fundum hvort mótin eigi ađ vera fyrir hina mörgu og sterku eđa hina ríku. Besta dćmiđ um hina ríku eru Norđmenn sem flykkjast á öldungamótin en eru flestir komnir niđur á lćgri borđin eftir nokkrar umferđir. Hinir mörgu og sterku eru auđvitađ skákmenn frá gömlu austurblokkinni.

Hvađ verđlag varđar eru ýmsar "nauđsynjar" svo sem dós af góđum bjór helmingi ódýrari í Litháen en hér í Svíţjóđ. Hins vegar fengu Norđmenn fjórar bjórdósir í Kánas fyrir sömu upphćđ og ţeir borga fyrir eina í Noregi. Ekki furđa ađ ţeir flýji ađ heiman ţegar gott skákmót er í bođi .

Norđmennirnir voru fjórtán talsins, Finnarnir sex, fimm Danir. Svíarnir tveir og ég var eini Íslendinurinn. Svíarnir virđast frekar vilja tefla í liđakeppninni og voru um 20 Svíar í Rogaska Slatina í mars síđastliđnum.

Mótiđ fer vel fram og er teflt eftir "öldungastađli", ţ.e.a.s. níu umferđir, ein á dag frá laugardegi til sunnudags. Ţađ eina sem ég saknađi var ađ ekki var hćgt ađ fylgjast međ ţeim skákum sem sendar voru beint á skjá í skáksalnum.

Umferđirnar byrjuđu klukkan 10, sem sumum okkar finnst of snemmt. Á ţeim fundum sem ég hef veriđ á í öldunganefndum hefur ađal umrćđuefniđ veriđ hvenćr umferđir skuli hefjast. Mér og fleirum tókst ađ afstýra morgunbyrjun á Norđurlandamótinu í Reykjavík í fyrra.

Evrópumeistarinn Nikolai PuskovHinn geđţekki rússi Nikolai Pushkov vann mótiđ eftir spennandi keppni. Fyrsta "tiebreak" var stigaárangur og var árangur hans einu stigi hćrri en hjá Kupreichhik! Ég varđ samferđa Pushkov í leigubíl frá Kánas til Vilníus nóttina eftir ađ mótinu lauk. Ţar eđ hinn geđţekki Rússi talađi ekki ensku og rússneskan mín er takmörkuđ voru viđrćđurnar ekki langdregnar. Ţó skildi ég ađ hans besta skák var međ svörtu gegn Balashov í sjöttu umferđ. Franska vörnin stendur fyrir sínu!

Í sömu umferđ tefldi ég eftirfarandi skák. Mér ađ óvörum var hún valin best skák mótsins . Verđlaunin voru 100 evrur. 

1.    d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. Rc3?! "Mjúkur" leikur. Betri valkostir eru 4.cxb5 og 4.Rf3 4...b4 5. Rb1 g6 6. b3 Bg7 7. Bb2 O-O 8. Rd2 Takiđ eftir "reitafári"ţessa riddara í framhaldinu. 8...e6! Eđlilegur leikur vegna ţess ađ drottningarvćngurinn er nú hálflćstur og kóngsvćngur hvíts er vanţróađur. 9. dxe6 fxe6 10. Rgf3 Bb7 Ţessi biskup ásamt hinni hálfopnu f-línu eru ađaltromp svarts í framhaldinu 11. e3 De7 12. Be2 d6 13. O-O Rbd7 14. Dc2 Bh6!? Kann ađ virđast sérkennilegur leikur. Ég tefldi stíft til vinnings í ţessari skák og vildi geta fćrt riddarann á f6 án ţess ađ til uppskifta á biskupum kćmi. 15. h3 a5 16. Had1 e5 17. Rh2 Hae8 18. Rg4 Rxg4 19. Bxg4 Rf6 20. Bf3 e4 21. Be2 Rd7 22. Bg4 Be5 23. Bxe5 Dxe5 24. Rb1 Ha8 Hér gćldi ég viđ hugmyndina ađ leika a4 og tvöfalda hrókana á a-línunni. Hvítur kemur til hjálpar og setur besta varnarmann kóngsins í "rangstöđu". 25. Bd7? Hfd8 26. Bb5 Bg7 27. De2 h5 28. Td2 Dg5 29. Hfd1 Be5 30. Kh1 Kg7 31. De1 Ha7 32. Dg1 Ba8! Hvítur fer sér ađ engu óđslega og kemur öllum mönnum sínum í óskastöđur áđur en lokaatlagan hefst.  33. Hc2 Hf7 34. Hcd2 Hf6 35. Hc1 Bb7 36. Hcd1 Hdf8 37.Hc1 Dh4 38. Hcc2 Bc8 39. Df1 Hf3!! Hvítur er varnarlaus. 40. g3 Betra var ađ gefst upp 40... Hxg3 og hvítur gafst upp.

Lars Grahn skrifađi um mótiđ (INTE BARA SCHACK) og hefur birt myndir. 

Heimasíđa mótsins er http://www.escc2012.eu/

Einstaklingsmót Evrópusambandsins 2013 verđur í Búlgaríu, en ekki er búiđ ađ ákveđa hvar sveitakeppnin 2013 verđur.

Myndaalbúm (GF)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764058

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband