Leita í fréttum mbl.is

Ól-pistill nr. 5 - Wales-verjar lagđir - undrabörn og ofursveit í dag

Wales-Ísland í opnum flokkiWales-verjar voru lagđir nokkuđ örugglega af velli í gćr, samtals 6,5-1,5.  Í opnum flokki vannst góđur 3,5-0,5 sigur en í kvennaflokki ţar sem stigamunurinn var minni á keppendum vannst 3-1 sigur.  Telst nú fullhefnt fyrir tapiđ hrćđilega á EM landsliđa 2009.  Andstćđingarnir eru krefjandi í dag.  Annars vegar tyrknesk undrabörn í opnum flokki og svo ofursveit Ungverja í kvennaflokki. 

Í opnum flokki voru allar skákirnar langar.  Hjörvar virtist fá unniđ tafl undir byrjuninni en hleypti andstćđingum full mikiđ aftur inn í skákina.  Hjörvar náđi ţó ađ snúa aftur á hann og vann skákina međ laglegri hróksfórn.  Dagur vann einnig seiglusigur á 4. borđi og ekki slćmt ađ vinna í sinni fyrstu ólympíuskák.  Íslandsmeistarinn, Ţröstur, vann góđan sigur á 3. borđi og er sá skákmađur sem teflir heilt yfir best í opna flokknum.  Hannes reyndi lengi vel ađ vinna á fyrsta borđi en tókst ekki ađ hafa sigur. 

Í kvennaflokki lék Jóhanna ónákvćmt í byrjuninni og átti sér raun og veru aldrei uppreisnarvon Kvennaliđiđgegn Lyndu Roberts sem talađi svo vel um N1 Reykjavíkurskákmótiđ í pistli eftir mót.  Elsa María vann sannfćrandi sigur á 4. borđi.  Lenka vann mjög góđan sigur á fyrsta borđi međ svörtu en skák umferđarinnar átti Hallgerđur Helga sem vann virkilega góđan sigur á 2. borđi í mjög spennandi skák.

Andstćđingarnir í opnum flokki eru b-liđ Tyrkja, sem skipađ er mjög ungum skákmönnum.  Um er ađ rćđa stráka fćdda 1995-1998.   Aldursforsetinn er á 4. borđ, verđur 17 ára í ár!  Nokkuđ óţćgilegir andstćđingar, sem náđu 1 vinningi gegn ofursveit Indverja fyrr í mótinu, en vonandi er liđiđ okkar  vandanum vaxiđ. 

Gara-systurnarStelpurnar fá verulega erfiđa pörun, ţ.e. sveit Ungverjalands sem telst sú 12. sterkasta hér.  Ţar tefla hinar svokölluđu Gara-systur og fyrir karlpeninginn heima tók ég af ţeim mynd.  Sterkasta skákkona Ungverja, Judit Polgar, teflir svo í opnum flokki.  Ţessi umferđ getur veriđ verulega erfiđ.   Stelpurnar sem eru rétt um miđjuna á mótinu hafa hingađ til veriđ í jójói, ţ.e. ađ fá sterkar og veikar sveitir til skiptist.

FIDE-fundirnir eru ađ hefjast og spennan ađ vaxa.  Í gćr Tyrkirnirhitti ég forseta norska og bandaríska skáksambandanna og lögfrćđing, sem er hér á vegum Garry Kasparov frá hinu virkta lögfrćđifirma, White & Case.  Fyrir ađalfundinn liggja fyrir ýmsar lagabreytingartillögur  og hefur Garry ýmislegt viđ ţćr ađ athuga en margir halda ađ hann ćtli í forsetaframbođ 2014.  Fundur verđur međ FIDE-forystumönnum í dag ţar sem reyna á ađ ná lendingu til ađ losna viđ mikil átök á sjálfum ađalfundinum. 

Hluti hópsins fór í keilu í gćr og mun Davíđ og Jóhanna Björg hafa stađiđ sig best.  Hjörvar átti ekki gott keilumót.   Stemmingin í hópnum eykst annars dag frá degi. 

Netiđ á hótelinu hefur nánast alveg legiđ niđri síđasta sólarhinginn og er ég nú eini einstaklingurinn í hópnum međ virkt net í gegnum 3G-lykil frá mótshöldurum.  Verulega pirrandi fyrir hópinn en mér skilst ađ unniđ sé dag og nótt ađ viđgerđ en internet-vandamál virđist ţví miđur vera oft vandamál á ólympíuskákmótum, nema auđvitađ í Khanty ţar sem allt virkađi!  Ég útvegađi Tékkum t.d. pörun dagsins. Viđ erum á reyklausri hćđ, en ţađ er nokkuđ fyndiđ ađ framan merkingu ţess efnis, er öskubakki og einstaka sinnum stubbar í honum!

13 liđ hafa fullt hús stiga í opnum flokki en 8 liđ í kvennaflokki.

Pono og IvanchukFćreyingar fengu hálfan vinningi gegn Aserum.  John Arni Nielsen gerđi jafntefli viđ Saferli á öđru borđi.  Danir máttu svo teljast heppnir ađ ná 2-2 jafntefli gegn Skotum, rétt eins og á EM í Porto Carras í fyrra.  Skotar erfiđir fyrir Danina.  Daninn, Jackob Aagaard, sem er búsettur í Skotlandi, og er reyndar skákmeistari Skotalands, tapađi fyrir Skotanum Alan Tate. 

Pariđ, Sune Berg Hansen, fyrsta borđs mađur Dana, og Christin Anderson, sem teflir á 2. borđi fyrir Svíţjóđ, eru hérna međ sitt unga barn.  Ţau hafa engu barnapíu og ţví ţarf alltaf annađ hvort ţeirra ađ hvíla.  Sune tefldi í gćr og tapađi fyrir Colin McNab.

Norđmenn eru efstir í Norđurlandamótinu en hafa fengiđ reyndar fengiđ slaka andstćđinga ţar til í dag ţegar ţeir mćta Tékkum.  Viđ erum í 2. sćti, međ 4 stig rétt eins og Fćreyingar, sem mćta Georgíumönnum í dag.  Norđmenn eru einnig efstir í kvennaflokki međ 4 stig, rétt og viđ og Svíar.

Stađan í Norđurlandamótinu:

1.       23. Noregur, 5 stig

2.       46. Íslands, 4 stig

3.       62. Fćreyjar, 4 stig

4.       69. Svíţjóđ, 3 stig

5.       74. Danmörk, 3 stig

6.       78. Finnland, 3 stig.

Kvennaflokkur:

1.       46. Noregur, 4 stig

2.       49. Svíţjóđ, 4 stig

3.       51. Ísland, 4 stig

4.       65. Finnland, 3 stig

5.       85. Danmörk, 2 stig

Hollendingar halda áfram ađ ganga hörmulega og töpuđu fyrir Georgíu í gćr og eru ađeins í 92. sćtiHollendingar tefla viđ Sri Lanka en eru međ níunda sterkasta liđiđ á pappírnum.  Anish Giri hefur ekki sést og er vćntanlega ekki enn kominn á skákstađ.   Mun vera í vandamálum međ vegabréfsáritun til Tyrklands samkvćmt Chessvibes.  Hann teflir heldur ekki í dag en nú mćta Hollendingar Sri Lanka, sem tefla fram fjórum skákmönnum áţekkum Gúnnari ađ styrkleika samkvćmt skilgreiningu Ivan Sokolov. J

Nóg í bili.

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.7.): 32
 • Sl. sólarhring: 33
 • Sl. viku: 181
 • Frá upphafi: 8705238

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 152
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband