Leita í fréttum mbl.is

Hjörvar vann og mćtir Gawain Jones á morgun

Hjörvar í HastingsHjörvar Steinn Grétarsson (2516) vann enska alţjóđlega meistarann Simon Knott (2325) í sjöundu umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2406) tapađi hins vegar fyrir Norđmanninum Johannes Kvisla (2148). Hjörvar hefur 5 vinninga og er í 4.-13. sćti en Guđmundur hefur 4 vinninga og er í 24.-36. sćti. 

Efstir međ 5,5 vinning eru enski stórmeistarinn Gawain Jones (2644), litháíski stórmeistarinn Sarunas Sulkis (2550) og kínverski alţjóđlegi meistarinn Rui Gao (2450).

Hjörvar mćtir Jones í áttundu umferđ sem fram fer á morgun. Guđmundur mćtir Frakkanum Mathieu Ternault (2147).

92 keppendur taka ţátt og ţar af 13 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 10 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 19.

Íslandsmót barna fer fram 12. janúar í Rimaskóla

Hvert á ég ađ fara međ biskupinn?Íslandsmót barna í skák fer fram í Rimaskóla laugardaginn 12.janúar og hefst klukkan 12. Ţátttökurétt hafa börn í 1. til 5. bekk (fćdd 2002 og síđar) og sigurvegarinn fćr sćmdarheitiđ Íslandsmeistari barna 2013 og keppnisrétt á Norđurlandamótiđ í skólaskák sem haldiđ er ađ Bifröst í febrúar 2013.
 
Alls verđa tefldar 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Eftir 5 umferđir verđur keppendum fćkkađ ţannig ađ ţeir sem hafa 3 vinninga eđa fleiri halda áfram keppninni um Íslandsmeistaratitilinn en ţeir sem hafa fćrri en 3 vinninga hafa lokiđ ţátttöku.

Ţetta er í 20. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitil barna. Sigurđur Páll Steindórsson sigrađi á fyrsta mótinu áriđ 1994, en međal annarra meistara má nefna titilhafana Dag Arngrímsson, Guđmund Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson. Núverandi Íslandsmeistari barna er Nansý Davíđsdóttir. Hún er eina stúlkan sem hefur hampađ titlinum.
 
Skáksamband Íslands og Skákakademían annast framkvćmd mótsins. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst hér (skráning opnar svo á Skák.is ţann 6. janúar). Ţátttökugjald er 1.000 kr (1.500 ađ hámarki á systkini) og greiđist á mótsstađ fyrir upphaf móts. Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Veitt eru sérstök verđlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi.

Sigurvegarar á Íslandsmóti barna frá upphafi:
 

  • 1994 Sigurđur Páll Steindórsson
  • 1995 Hlynur Hafliđason
  • 1996 Guđjón H. Valgarđsson
  • 1997 Dagur Arngrímsson
  • 1998 Guđmundur Kjartansson
  • 1999 Víđir Smári Petersen
  • 2000 Viđar Berndsen
  • 2001 Jón Heiđar Sigurđsson
  • 2002 Sverrir Ţorgeirsson
  • 2003 Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 2004 Svanberg Már Pálsson
  • 2005 Nökkvi Sverrisson
  • 2006 Dagur Andri Friđgeirsson
  • 2007 Kristófer Gautason
  • 2008 Kristófer Gautason
  • 2009 Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • 2010 Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • 2011 Dawid Kolka
  • 2012 Nansý Davíđsdóttir

KORNAX mótiđ - Skákţing Reykjavíkur hefst á sunnudaginn

KORNAX mótiđ 2013 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. janúar kl. 14. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Dagskrá:

  • 1. umferđ sunnudag 6. janúar kl. 14
  • 2. umferđ miđvikudag 9. janúar kl. 19.30
  • 3. umferđ föstudag 11. janúar kl. 19.30
  • 4. umferđ sunnudag 13. janúar kl. 14
  • 5. umferđ miđvikudag 16. janúar kl. 19.30
  • 6. umferđ föstudag 18. janúar kl. 19.30
  • 7. umferđ sunnudag 20. janúar kl. 14
  • 8. umferđ miđvikudag 23. janúar kl. 19.30
  • 9. umferđ föstudag 25. janúar kl. 19.30

 

Verđlaun:

  • 1. sćti kr. 100.000
  • 2. sćti kr. 50.000
  • 3. sćti kr. 25.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir stigalausra - bókaverđlaun


Ţátttökugjöld:

  • kr. 4.000 fyrir 16 ára og eldri
  • kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri

 

Teflt er um titilinn "Skákmeistari Reykjavíkur 2013" og hlýtur sá keppandi titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár, sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku taflfélagi. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Björn Ţorfinnsson.


Verđi fleiri en einn keppandi jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt, en stigaútreikningur látinn skera úr um verđlaunasćti.  Í aukaverđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.  Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Vinsamlegast komiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


Hastings: Hjörvar međ jafntefli - Guđmundur tapađi

Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) gerđi jafntefli viđ indónesísku skákkonuna Chelsea Monica Sihite (2277) sem er alţjóđlegur meistari kvenna í sjöttu umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2406) tapađi hins vegar fyrir...

Jóla "Stuđ" Mót Gallerý Skákar - Róbert yfirburđasigurvegari

Ţó nokkrir hátíđisdagar séu liđnir í aldanna skaut og áriđ líka síđan JólaStuđMót Gallerý Skákar var haldiđ milli jóla og nýárs er kannski vert ađ gera ţví örlítil skil međ smápistli áđur en nýtt leikár hefst međ Nýársmótinu ţann 3. janúar 2013 í...

Guđmundur í miklu stuđi í Hastings - stórmeistari lagđur í dag

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2404) er í miklu stuđi á Hastings Chess Congress. Í sjöttu umferđ, sem fram fór í dag, vann hann úkraínska stórmeistarann Andrey Vovk (2567). Guđmundur hefur hlotiđ 4 vinninga og er í 2.-7. sćti. Hjörvar...

Jón Kristinn vann Nýársmót SA

Í dag fór fram hiđ árlega nýársmót Skákfélags Akureyrar. 9 keppendur mćttu til leiks og tefldu tvćr umferđir, allir viđ alla, međ 5 mín. umhugsunartíma. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson sigrađi međ glćsibrag og hlaut 14 vinninga af...

80 ára afmćlismót Magga Pé og kappinn sleginn til riddara

Magnús V. Pétursson, forstjóri, milliríkjadómari og ástríđuskákmađur varđ áttrćđur á gamlársdag. Af ţví tilefni var efnt til sérstaks „leynibođsmóts" og afmćlisfagnađar honum til heiđurs í húsakynnum Jóa Útherja í gćr. Hann vissi ekkert um hvađ til...

Einar Kr. sigrađi á Volcano-mótinu

Fjórtán galvaskir taflmenn mćttu á hiđ árlega Volcano skákmót í Vestmannaeyjum á gamlársdag. Tefldar voru 13 umferđir hrađskák, allir viđ alla. Veitingahúsiđ Volcano gaf verđlaunin, sem voru af veglegri gerđinni. Veitt voru verđlaun fyrir efstu menn og...

Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig komu út í dag, 1. janúar 2013. Litlar breytingar eru frá desember-listanum. Jóhann Hjartarson (2592) er stigahćstur. Birkir Karl Sigurđsson og Jón Birgir Einarsson hćkka mest frá desember-listanum eđa um 28 skákstig. Oliver Aron...

Hastings: Guđmundur međ jafntefli viđ Pert

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2404) gerđi jafntefli viđ enska stórmeistarann Nicholas Pert (2557) í 4. umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í gćr. Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) sat yfir í gćr vegna magapestar sem herjađi á hann....

Berserkir í banastuđi á Atskákmóti Icelandair

Berserkir stóđu undir nafni og sigruđu af talsverđu öryggi á skemmtilegu og vel heppnuđu Atskákmóti Icelandair, sem fram fór um helgina. Berserkir fengu 49,5 vinning af 68 mögulegum. Sveit Íslands varđ í 2. sćti međ 47 vinninga og Computer Says No...

Fastir liđir eins og venjulega: Davíđ Íslandsmeistari í netskák

FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson varđ í kvöld Íslandsmeistari í netskák ţriđja áriđ í röđ. Davíđ hefur veriđ einkar sigursćll um helgina en hann var í liđi Berserka sem sigrađi á Atskákmóti Skákklúbbs Icelandair sem verđur gerđ betur skil hér á Skák.is...

Hjörvar og Guđmundur međ jafntefli í Hastings - báđir í skiptu efsta sćti

Alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) og Guđmundur Kjartansson (2404) gerđu báđir jafntefli í 3. umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Báđir eru ţeir í efstir međ 2,5 vinning en ţađ hafa 11 ađrir skákmenn. Guđmundur gerđi...

Héđinn fékk 4 vinninga í 6 skákum í bandarísku háskólakeppninni

Stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2560) tók ţátt í bandarísku háskólakeppninni á milli jóla og nýárs sem fram fór í Princeton í New Jersey. Ţar tefldi hann á fyrsta borđi fyrir háskólann Texas Tech ţar sem hann stundar MBA-nám. Héđinn hlaut 4 vinning...

Öruggur sigur Hadda Bé

Í dag fór fram jólahrađskákmót Skákfélags Akureyrar og mćttu 13 skákmenn til leiks ţrátt fyrir hvimleitt veđur. Halldór Brynjar Halldórsson fór á kostum og sigrađi nokkuđ örugglega. Hann og lagđi alla andstćđinga sína í dag nema Sigurđ Arnarson sem lenti...

Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik og Uhlmann tryggđu sigur "Handanna"

Í keppni sem vakti talsverđa athygli hér á landi og fram fór í Poderbrady í Tékklandi milli „Gamalla handa" og „Snjóflygsna" áttu sér stađ mögnuđ umskipti í seinni hálfleik. Lengst af benti flest til ţess ađ ţarna myndi enn eitt karlavígiđ...

Guđmundur Gíslason er jólasveinn Hellis

Guđmundur Gíslason sigrađi á jólabikarmóti Hellis sem fram fór 28. desember sl. Guđmundur fékk 12,5v í 15 skákum og missti ađeins 2v niđur. Ţessir vinningar fóru í fyrri hluta mótsins. fyrst međ tapi fyrir Hallgerđi í 2. umferđ og svo međ jafnteflum í 5....

Guđmundur og Hjörvar unnu í 2. umferđ - Guđmundur vann sterkan stórmeistara

Alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) og Guđmundur Kjartansson (2404) unnu báđir í annarri umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Guđmundur vann úkraínska stórmeistarann Andrey Sumets (2638), sem er nćststigahćstur keppenda...

Mikill Ţungi á Atskákmóti Skákklúbbs Icelandair

Skáksveitin "Ţunginn" er efst á Atskákmóti Skákklúbbs Icelandair ađ loknum fyrri degi mótsins sem fram fór í Hótel Natura (Loftleiđum) sem fram fór í dag. Berserkir koma í öđru sćti og Ísland er í 3. sćti. Mikil spenna er á mótinu en segja má ađ a.m.k....

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8779148

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband