Leita í fréttum mbl.is

Berserkir í banastuđi á Atskákmóti Icelandair

IMG 5084Berserkir stóđu undir nafni og sigruđu af talsverđu öryggi á skemmtilegu og vel heppnuđu Atskákmóti Icelandair, sem fram fór um helgina. Berserkir fengu 49,5 vinning af 68 mögulegum. Sveit Íslands varđ í 2. sćti međ 47 vinninga og Computer Says No hreppti silfriđ međ 45 vinningum.

Sveit Berserkja var afar harđsnúin, skipuđ Jóni Viktori Gunnarssyni, Davíđ Kjartanssyni, Ţorsteini Ţorsteinssyni og Jóni G. Friđţjófssyni. Sigurlaunin voru ekki af verri endanum: Allir fengu farmiđa fyrir tvo til Evrópu međ Icelandair.

Silfursveit Íslands var skipuđ Ţresti Ţórhallssyni, Dađa Ómarssyni, Stefáni Bergssyni, Vigni Vatnari Stefánssyni og Gylfa Ţórhallssyni. Ţeir fengu allir gjafabréf á veitingastađinn Satt.

Sveit Computer Says No náđi 3. sćtinu eftir harđa keppni. Liđsmenn sveitarinnar voru Bragi Ţorfinnsson, Björn Ţorfinnsson, Gunnar Björnsson og Gunnar I. Birgisson. Í verđlaun fengu ţeir gjafabréf fyrir tvo í Fontana.

Glćsilegan borđaverđlaun

Glćsileg verđlaun voru einnig í bođi fyrir ţá sem náđu bestum árangri á hverju borđi: Farmiđar fyrir tvo innanlands í bođi Flugfélags Íslands og Saga Club Icelandair, gisting í 2 nćtur fyrir tvo á Icelandair Hótelum ásamt morgunverđarhlađborđi. Hćgt verđur ađ velja um gistingu á Hótel Akureyri eđa á Hótel Hérađi. Verđlaunin hlutu:

1. borđ: Ţröstur Ţórhallsson 14,5 vinning af 17.

2. borđ: Arnar Gunnarsson 14,5 vinninga af 17.

3. borđ: Björn Ívar Karlsson 13 vinninga af 17.

4. Jón Trausti Harđarson 14 vinninga af 17.

Atli vann óvćntasta sigurinn

Atli Jóhann Leósson (1766) fékk verđlaun fyrir óvćntasta sigurinn, en hann skellti alţjóđameistaranum Arnari Gunnarssyni (2440) og fékk fyrir afrekiđ gjafabréf fyrir tvo á veitingastađinn Satt.

Sigríđur Björg besti varamađurinn

Sigríđur Björg Helgadóttir var besti varamađurinn, fékk 8,5 vinning af 13, og hlaut gjafabréf fyrir tvo á veitingastađinn VOX og ferđatafl í verđlaun.

Lightweight best undir 8000 stigum

Heildarstigatala liđsmanna á ţessu skemmtilega móti mátti ekki fara yfir 8500 skákstig, og voru flestar efstu sveitirnar nálćgt ţeim mörkum. Sérstök verđlaun voru veitt ţeirri skáksveit undir 8000 stigum sem bestum árangri náđ. Ţau komu í hlut Lightweight (Jóhann Ingvason, Örn Leó Jóhannson, Páll Andrason og Birkir Karl Sigurđsson) sem hlaut 29,5 v af 68 og 12. sćti af 18.

Jorge á leiđ til Bandaríkjanna

Tveir voru dregnir út til ađ tefla hrađskák ţar sem mikiđ var í húfi: Ferđ fyrir tvo til Bandaríkjanna međ Icelandair. Skákina tefldu Jorge Fonseca (2009) og Omar Salama (2294) og hafđi Jorge lítiđ eitt betri tíma til ađ vega upp stigamismuninn. Jorge tefldi feiknavel og tryggđi sér sigurinn og ferđ vestur um haf, en Omar fékk gjafabréf fyrir tvo á veitingastađnum VOX.

Frábćrt mót

Atskákmót Icelandair 2012 fór framúrskarandi vel fram og er ţegar orđiđ ómissandi hluti af skákmótaflórunni á Íslandi. Fyrirkomulagiđ reynir mjög á útsjónarsemi liđstjóra viđ ađ púsla saman liđum og svo mikiđ er víst ađ keppendur skemmtu sér hiđ besta. Óskar Long, skipulaggjandi mótsins á mikinn heiđur skiliđ fyrir ţá miklu vinnu sem ađ baki liggur!

Úrslit á Atskákmóti Icelandair (Chess Results)

Myndaalbúm (HJ og fleiri)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (8.7.): 27
 • Sl. sólarhring: 29
 • Sl. viku: 214
 • Frá upphafi: 8705131

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 166
 • Gestir í dag: 19
 • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband