Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmótiđ í skák hefst á föstudag - haldiđ upp á 100 afmćli mótsins

Skáksamband ÍslandsÍslandsmótiđ í skák hefst á föstudaginn klukkan 17. Mótiđ á hundrađ ára afmćli í ár en Skákţing Íslendinga - eins og mótiđ hét í upphafi, var fyrst haldiđ áriđ 1913. Taflfélag Reykjavíkur hélt mótiđ fystu árin en Skáksamband Íslands tók viđ mótinu tveimur árum eftir stofnun ţess - eđa áriđ 1927. 

Í tilefni ţessa merka afmćlis er mótiđ nú međ óvenjulegi sniđi. Ţađ er opiđ í fyrsta skipti og í fyrsta hedinnskipti í hundrađ ára sögu mótsins tefla allir í sama flokki. Mótiđ er einnig Íslandsmót kvenna. Nú tveimur dögum fyrir mót eru ríflega 70 keppendur skráđir til leiks. Teflt er viđ einstakar ađstćđur  á 20. hćđinni í Turninum viđ Borgartún (Höfđatorg). Menntamálaráđherra, Illugi Gunnarsson, setur mótiđ og leikur fyrsta leik ţess. 

Mótiđ er mjög sterkt. Langt er síđan ţađ hefur veriđ svo vel skipađ en nánast allir sterkustu virku skákmenn landsins taka ţátt. Međal keppenda eru stórmeistararnir Héđinn SteingrímssonHannes Hlífar StefánssonHenrik Danielsen og Stefán Kristjánsson og alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, sem varđ tvítugur í dag, Bragi og Björn ŢorfinnssynirGuđmundur Kjartansson og Sćvar Bjarnason.

Stefán og HannesHannes er ellefufaldur Íslandsmeistari í skák, sá langsigursćlasti í íslenskri skáksögu en titlana vann hann á tímabilinu 1998-2010. Héđinn Steingrímsson hefur orđiđ tvisvar sinnum Íslandsmeistari. Í fyrra sinniđ áriđ 1990 ţegar hann sigrađi á Höfn í Hornafirđi, ţá ađeins 15 ára, sem er aldursmet sem enn stendur. Henrik Danielsen vann mótiđ 2009. Ađrir keppendur á mótinu hafa ekki orđiđ Íslandsmeistarar í skák.

Núverandi Íslandsmeistari Ţröstur Ţórhallson tekur ekki ţátt í mótinu enda hćttur atvinnumennsku í skák.

Fyrsti Íslandsmeistarinn í skák var Pétur Zóphóníasson sem hélt reyndar titilinum til ársins 1917. Henrik DanielsenŢess má geta ađ barnabarnabarnabarn Péturs, Vignir Vatnar Stefánsson, er međal keppenda. Alls hafa 35 hampađ titlinum. Nćstir á eftir Hannesi eru Eggert Gilfer og Baldur Möller međ sjö titla hvor. Ásmundur Ásgeirsson, Friđrik Ólafsson og Helgi Ólafsson eru sexfaldir meistarar, áđurnefndur Pétur og Jóhann Hjartarson fimmfaldir meistarar og Ingi R. Jóhannsson vann titilinn fjórum sinnum.
 
Íslandsmót kvenna var hins vegar fyrst haldiđ áriđ 1975.  Ţá sigrađi Guđlaug Ţorsteinsdóttir á mótinu, ađeins fjórtán ára. Ţrettán konur hafa orđiđ Íslandsmeistarar kvenna. Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir langoftast eđa ellefu sinnum, Guđlaug er nćst međ sex sigra og Lenka Ptácníková hefur unniđ titilinn fjórum sinnum.
 
Lenka PtácníkóváŢađ sama á viđ Íslandsmót kvenna og sjálft Íslandsmótiđ. Nánast allar sterkustu virku skákkonur landsins taka ţátt. Auk Lenku, sem er núverandi Íslandsmeistari kvenna, má nefna Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur, Elsu Maríu Kristínardóttur, Sigríđi Björg Helgadóttur, Hrund Hauksdóttur og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur. Af ţeim sem taka ţátt núna hafa ţrjár orđiđ Íslandsmeistarar. Lenka fjórum sinnum á tímabilinu 2006-2012; Hallgerđur Helga sem varđ Íslandsmeistari kvenna kvenna 2008 og Elsa María sem hampađi titlinum áriđ 2011.
 
Mótiđ fer fram alla daga frá föstudeginum 31. maí til laugardagsins 8. júní. Tefldar eru tíu umferđir. Hćgt verđur ađ fylgjast međ gangi mála á Skák.is og á vefsíđu mótsins, http://www.icelandicopen.com/.

Ólafur Guđmarsson atskákmeistari Austurlands

Sverrir Gestsson, Ólafur Guđmarsson og Viđar JónssonAtskákmeistaramót Austurlands fór fram á Egilsstöđum 26. maí sl. Atskákmeistari Austurlands varđ Ólafur Guđmarsson, Reyđarfirđi en hann hlaut 6 vinninga í 7 skákum. Annar varđ Sverrir Gestsson, Egilsstöđum, međ 5 vinninga og ţriđji varđ Viđar Jónsson, Stöđvarfirđi, međ 4 vinninga.

Heimasíđa SAUST


Lokadagur í Ásgarđi í dag

ĆSIR   hrađskákmótiđ   efstu menn  2113x1135Ćsir í Ásgarđi  tefldu sitt síđasta skákmót á ţessari vetrarskákvertíđ í dag. Ţeir enduđu međ vorhrađskákmóti ţar sem ţrjátíu skák öđlingar mćttu til leiks. Tefldar voru níu umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Jóhann Örn Sigurjónsson vann ţađ međ glćsibrag, fékk 8˝ vinning

Í öđru sćti varđ Sćbjörn G Larsen međ 7 vinninga. Síđan komu ţrír jafnir međ 6˝ vinning. Ţađ voru ţeir Guđfinnur R Kjartansson, Ari Stefánsson og Björn V Ţórđarson. Guđfinnur var međ flest stig ţannig ađ hann fékk bronsiđ.

Ţá voru veitt verđlaun fyrir bestan árangur samanlagt á öllum skákdögum vetrarins. Guđfinnur R ĆSIR  Vetrarhrókarnir   ese 2487x1534Kjartansson var ţar langefstur međ 188 vinninga í 250 tefldum skákum sem telst vera 75% vinningshlutfall. Guđfinnur er ţví Vetrarhrókur ţessa skákvetrar, í verđlaun fékk hann gullpening og bikar. Vetrarhrókur nr. 2 varđ Ţorsteinn Guđlaugsson međ 166˝ vinning í 290 tefldum skákum sem er 57% vinningshlutfall.Vetrarhrókur nr 3 varđ svo Valdimar Ásmundsson međ 166 vinninga  í 280 skákum sem er 59 % vinningshlutfall. Fast á hćla ţessum kom svo Haraldur Axel Sveinbjörnsson međ 165˝ vinning. Haraldur hefur veriđ Vetrarhrókur nr. 1 síđastliđin ţrjú ár.

Viđ verđum svo í sumarfríi til ţriđja september nk. ţá byrjar dagskrá nćsta vetrar.

Skákglöđum öldungum er bent á ađ Riddararnir fara ekkert í sumarfrí ţeir tefla alla miđvikudaga  viđ Hafnarfjarđarkirkju og upplagt ađ skreppa ţangađ ef okkur klćjar í skákfingurna.

Myndaalbúm (ESE)

Úrslit dagsins

 

_sir_28_mai.jpg

 


Skákir Íslandsmótsins í atskák

Ingvar Ţór Jóhannesson annar skákskýrenda Íslandsmótsins í atskák hefur slegiđ inn skákirnar ţrjár úr úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í atskák. Eins og áđur hefur komiđ fram, vann Arnar fyrstu skákina međ svörtu, Davíđ jafnađi metin međ...

Íslandsmót Víkingaskákfélaga fer fram á morgun

Fjórđa Íslandsmót Víkingaskákfélaga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu ţriđjudaginn 28. mai og hefst taflmennska kl. 19.30. Ţegar hafa nokkur liđ skráđ sig til leiks, en einnig er vonast eftir ađ Skákfélag Íslands og Fjölnir skrái sig til leiks....

KR-mótin: Guđfinnur sigursćll og ţó ekki

Ţegar vorar í vesturbćnum ţarf stundum ađ flytja skákkvöldin í KR til svo fótamenntin fái notiđ sín til fulls ţegar gestaliđ koma í heimsókn. Ţannig stendur á núna - teflt verđur annađ kvöld ţar vestur frá. Guđfinnur R. Kjartansson hefur veriđ sigursćll...

Skákkeppni Landsmóts UMFÍ 50+ fer fram laugardaginn 8. júní

Helgina 7. - 9. júní verđur 3. Landsmót UMFÍ 50 + haldiđ í Vík í Mýrdal. Allir geta tekiđ ţátt í mótinu óháđ félagsađild ađ ungmennafélagi. Mótiđ er íţrótta - og heilsuhátíđ međ fjölbreyttri dagskrá. Auk keppni í hinum ýmsu íţróttagreinum verđur bođiđ...

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 27. maí nk. og hefst tafliđ kl. 20:00 . Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun...

Nökkvi Sverrisson vann Meistaramót Skákskólans 2013

Eyjamađurinn Nökkvi Sverrisson bar sigur úr býtum á Meistaramót Skákskóla Íslands 2013 sem lauk um 7 leytiđ á sunnudagskvöldiđ. Helstu keppinautar Nökkva í baráttunni, Mikael Jóhann Karlsson og Dagur Andri Friđgeirsson gerđu jafntefli eftir hörku skák...

Davíđ Kjartansson Suđurlandsmeistari í skák

Davíđ Kjartansson varđ í dag Suđurlandsmeistari í skák, mótiđ fór fram á Selfossi. Davíđ sigrađi međ yfirburđum vann alla andstćđinga sína. Mótiđ var fámennt en vel mannađ eigi ađ síđur, hörkubarátta var um verđlaunasćti. Ţađ fór svo ađ Ingimundur...

Uppskeruhátíđ SA fór fram í dag

Í dag var bođiđ upp á öflugt bakkelsi a la Mćja og var enginn svikinn af ţví. Ţá voru afhent verđlaun fyrir mót vormisseris og ađ lokum teknar nokkrra léttar hugur-og-hönd skákir. Ţar brillerađi Ari Friđfinnsson annađ áriđ í röđ og vann báđar sínar...

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţađ er engin bein leiđ

Glóđin sem brennur í augum hins 12 ára gamla Sergeis Karjakins" var hástemmdur titill á grein sem fjallađi um eitt mesta undrabarn Úkraínumanna, sem eins og margir landa hans er einnig handhafi rússnesks vegabréfs og hefur teflt fyrir Rússa undanfarin...

Sextíu skákmenn skráđir til leiks á Opna Íslandsmótiđ í skák

Ţeim fjölgar jafnt og ţétt keppendunum á Opna Íslandsmótiđ í skák, sem jafnframt er Íslandsmót kvenna og hefst á föstudaginn í Turninum í Borgartúni. Nú ţegar fimm dagar eru í mót eru ríflega sextíu skákmenn skráđir til leiks og međal ţeirra sem bćst...

Skákkennsla í Borgarnesi

Á vorönn hefur veriđ bođiđ upp á skákennslu í Grunnskólanum í Borgarnesi fyrir nemendur í eldri deild. Hefur stórmeistarinn Helgi Ólafsson annast kennsluna međ góđum árangri. Hafa nemendur veriđ áhugasamir og standa vonir til ţess ađ skákkennsla sé komin...

Suđurlandsmótiđ í skák hefst á Selfossi kl. 11

Nćstkomandi sunnudag hinn 26.maí fer fram Suđurlandsmótiđ í skák, mótiđ hefst kl 11:00 og má áćtla ađ ţví ljúki um kl 16:00. Teflt verđur í Selinu á Selfossi. Mótiđ verđur međ sama sniđi og síđasta ár ţ.e. 7 atskákir međ umhugsunartímanum 20 mín. Mjög...

Mikael Jóhann efstur á Meistaramóti Skákskóla Íslands

Mikael Jóhann Karlsson (1990) er efstur međ 4,5 vinning ađ loknum 5 umferđum á Meistaramóti Skákskóla Íslands en í dag fóru fram 4. og 5. umferđ. Fimm skákmenn hafa 4 vinninga en ţađ eru Nökkvi Sverrisson (1990), Oliver Aron Jóhannesson (1988), Dagur...

Arnar Íslandsmeistari í atskák

Arnar E. Gunnarsson (2441) varđ í dag Íslandsmeistari í atskák eftir sigur á Davíđ Kjartanssyni (2348) í ćsispennandi og afar skemmtilegu einvígi sem var í beinni útsendingu á RÚV í dag. Fyrri skák einvígisins lauk međ sigri Arnars međ svörtu. Davíđ kom...

Skákfélagiđ Hrókurinn undirbýr minningarmót um Jonathan Motzfeldt: Funduđu međ forsćtisráđherra Grćnlands

Liđsmenn Skákfélagins Hróksins hafa undanfarna daga veriđ í Nuuk, höfuđborg Grćnlands, til ađ undirbúa minningarskákmót um Jonathan Motzfeldt, fyrsta forsćtisráđherra Grćnlands. Jonathan Motzfeldt var sannkallađur landsfađir á Grćnlandi, mikill...

Ţröstur hrađskákmeistari suđurarms Gođans-Máta

Miđvikudagskvöldiđ síđasta ţegar hinar pólitísku klukkur stóđu í stađ og landiđ var stjórnlaust um stund fóru klukkurnar af stađ í Sölufélagi Garđyrkjumanna. Tólf lćrisveinar Caissu hófu ađ hreyfa útskorna menn í kappi hver viđ annan og húsbóndann...

Mikael, Nökkvi og Hrund efst á Meistaramóti Skákskólans

Mikael Jóhann Karlsson (1990), Nökkvi Sverrisson (1990) og Hrund Hauksdóttir (1671) eru efst og jöfn međ fullt hús ađ loknum ţremur umferđum á Meistaramóti Skákskóla Íslands. Hrund gerđi sér lítiđ fyrir og vann Jón Trausta Harđarson (1997) í ţriđju...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 8779206

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband