Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţađ er engin bein leiđ

Karjakin og CarlsenGlóđin sem brennur í augum hins 12 ára gamla Sergeis Karjakins" var hástemmdur titill á grein sem fjallađi um eitt mesta undrabarn Úkraínumanna, sem eins og margir landa hans er einnig handhafi rússnesks vegabréfs og hefur teflt fyrir Rússa undanfarin ár. Karjakin hefur ađ miklu leyti stađiđ undir ţeim vćntingum sem bundnar voru viđ hann en stendur ţó í skugganum af skćrustu stjörnu skákarinnar í dag, Magnúsi Carlssyni. Ţeir eru á svipuđu reki. Kannski rennur upp sú stund ađ hann tefli um heimsmeistaratitilinn; frá sögulegum sjónarhóli séđ má minnast ţess ađ árum saman stóđ Viktor Kortsnoj í skugganum af Tal, Spasskí og Petrosjan en öđlađist magnađ langlífi kannski vegna ţess ađ hann náđi aldrei efsta tindinum en ţrátt fyrir allar bylturnar kleif hann alltaf aftur á brattann. Karjakin hefur undanfarin ár átt erfitt uppdráttar gegn Norđmanninum. Ţrátt fyrir hárbeittan stíl, sem minnir á heimsmeistarann Anand, er hann á stundum fullfyrirsjáanlegur og skortir ákveđna dýpt í miđtaflinu. Stórmótiđ Norwegian chess, sem teflt er á ýmsum stöđum í Stavanger í Noregi og lýkur um helgina, var sennilega hugsađ sem upphitun fyrir heimsmeistaraeinvígiđ í nóvember. Ţađ hefur dregiđ til sín tíu stórmeistara sem tefla einfalda umferđ. Auđvitađ „á Magnús sviđiđ" en hann hikstađi í byrjun: fjögur jafntefli á móti fjórum sigrum Karjakins. Ţeir mćttust í fimmtu umferđ og Karjakin međ hvítt. Í skákinni sem hér fer á eftir er eins og mađur sé minntur á ađ leiđin til sigurs er ekki bein, miklu frekar ađ hún hlykkist, menn geta ţess vegna skroppiđ á kaffihús eitt öngstrćti til hćgri og komiđ ţađan út sigurvegarar:

Sergei Karjakin - Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8

Breyer-afbrigđiđ er alltaf vinsćlt. Ţađ virđist henta ágćtlega rólegum stíl Magnúsar.

10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. a4 Bf8 14. Bd3 c6 15. Dc2 Hc8 16. axb5 axb5 17. b4 Dc7 18. Bb2 Ha8 19. Had1 Rb6 20. c4 bxc4 21. Rxc4 Rxc4 22. Bxc4 h6 23. dxe5 dxe5 24. Bc3 Ba6 25. Bb3 c5 26. Db2 c4 27. Ba4 He6 28. Rxe5 Bb7 29. Bc2 Hae8 30. f4 Bd6

31. Kh2?

Stađan er ákveđinn prófsteinn á hćfni Karjakins í miđtöflum og hann fellur á prófinu. Leikur „Houdinis" 31. He3! hefđi tryggt honum betri stöđu.

31.... Rh5! 32. g3 f6 33. Rg6 Rxf4!

Ţessi ţrumuleikur ţurfti ekki ađ koma á óvart. Hvítur getur ekki ţegiđ mannsfórnina, 34. gxf4 Bxf4+ 35. Kg2 f5!, og hrókurinn á e6 kemst í spiliđ.

34. Hxd6 Rxg6 35. Hxe6 Hxe6 36. Bd4 f5!

Skyndilega opnast fyrir biskupinn á b7 og hornalínuna h1-18.

37. e5 Rxe5!

Magnađur leikur.

38. Bxe5 Dc6 39. Hg1 Dd5 40. Bxf5 Hxe5 41. Bg4 h5!

Peđ eru líka sóknarmenn!

42. Bd1

Annar möguleiki var 42. Hd1 sem má svara međ 42.... Dxd1! 43. Bxd1 He1 sem hótar mát á h1, 44. g4 loftar út en ţá kemur 44.... h4! og hvítur er fastur í mátneti.

g5hqoeth.jpgSjá stöđumynd

42.... c3! 43. Df2

Ekki 43. Db3 vegna 43.... He2+! og vinnur.

43.... Hf5 44. De3 Df7 45. g4 He5 46. Dd4 Dc7!

- og Karjakin gafst upp.

Stađan ţegar tvćr umferđir eru eftir: 1. Karjakin 5˝ v. (af 7). 2. Carlsen 5 v. 3.-4. Anand og Aronjan 4 v. 5.-6. Nakamura og Svidler 3˝ v. 7. Topalov 3 v. 8.-9. Wang Hao og Radjabov 2˝ v. 10. Hammer 1˝ v.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

 

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 19. maí 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 75
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 241
  • Frá upphafi: 8764684

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband