Leita í fréttum mbl.is

Skáksögufélagiđ: Helgi Ólafsson ritar skákćvisögu Friđriks - Brjóstmynd af meistaranum steypt í eir

ESE1

Skáksögufélag Íslands var stofnađ 1. nóvember 2014 í tengslum viđ 150 ára afmćlismót Einars Benediktssonar, skálds, ađ frumkvćđi Hrafns Jökulssonar og fleiri. Stofnfélagar ţess voru 64 en eru nú helmingi fleiri eđa 128 talsins. Félagiđ er öllum opiđ.

Tilgangur félagsins er ađ vinna ađ ţví ađ sögu manntaflsins og skáklistarinnar á  Íslandi verđi sem best til haga haldiđ. Ţá skal félagiđ beita sér varđveislu hvers kyns skákminja og muna, ađ gögn sem varđa íslenskt skáklíf verđi varđveitt og saga ţess og helstu skákmeistara okkar skráđ, eins og segir í lögum ţess.  

Ţó lítiđ hafi fariđ fyrir starfsemi Skáksögufélagsins hefur ađ ýmsu veriđ unniđ á ţess vegum bak viđ tjöldin.  Fyrsta stóra viđfangsefni félagsins var ađ safna efni, skanna og byggja upp yfirgripsmikinn gangagrunn svo hćgt vćri ađ setja upp veglega vefsíđu um skák- og afreksferil  Friđriks Ólafssonar, fyrsta og fremsta skákmeistara okkar.  Heimasíđan var formlega opnuđ af Illuga Gunnarssyni, ţáverandi menntamálaráđherra  fyrir tveimur árum.  Um er ađ rćđa afar fjölbreytta upplýsingasíđu međ ótal gömlum blađafréttum, viđtölum og greinum um meistarann, auk yfirlits um öll ţau mörgu mót  sem hann tefldi á, nćr allar skákir hans og  helstu mótherja. Heimasíđan er ríkulega skreytt ljósmyndum frá ferli Friđriks og úr íslensku skáklífi frá miđbiki síđustu aldar fram til ţessa dags.  Til verksins naut Skáksögufélagiđ verkefnisstyrks frá Alţingi og Menntamálaráđuneytinu, sem nú hefur veriđ aukiđ viđ til nýrra viđfangsefna.  

ESE2

Ber ţar fyrst ađ nefna ađ nú er unnađ ađ ritun og útgáfu Skákćvisögu Friđriks Ólafssonar. Fyrir nokkru síđan var gerđur samningur viđ Helga Ólafsson, stórmeistara, um ađ taka ţetta verđuga verkefni ađ sér sem ađalritstjóri og höfundur. Áđur höfđu nokkrir ađrir hafiđ ţađ verk en ekki lokiđ.  Honum til halds og trausts eru í ritnefnd auk Friđriks, ţeir Jón Ţ. Ţór og Jón Torfason, báđir kunnir sagnfrćđingar og skákmenn góđir. Áformađ er ađ bókin komi út ađ rúmu ári liđnu eđa haustiđ 2019 og verđi myndarlegur prentgripur. 

ESE3

Ţá stendur einnig fyrir dyrum ađ setja brjóstmynd meistarans á stall innan tíđar, en nú  er veriđ ađ steypa gifsmynd hennar í eir út í Moskvu. Styttan var gerđ fyrir aldarfjórđungi af hinum kunna rússnesk/bandaríska myndhöggvara Peter Saphiro en hefur veriđ í geymslu um árabil. Ţađ var Ólafur Egilsson, fyrrv. sendiherra, sem hafđi milligöngu um gerđ gifsstyttunnar á sínum tíma og hefur nú ađstođađ viđ láta steypa hana í bronz ţar ytra. Minnismerkiđ myndi sóma  sér vel viđ útitafliđ í miđborg Reykjavíkur, en Friđrik er heiđursborgari hennar, samţykki borgarstjórn vćntanlega beiđni ţar um.

ESE5

 

Ţá hefur einnig veriđ óskađ eftir ţví viđ umhverfis- og skipulagsnefnd borgarinnar ađ fá ađ merkja gođsögninni Bobby Fischer bekk ţar í grennd en veriđ er ađ hanna koparskilti međ lágmynd hans til uppfestingar.  Sagt er ađ Bobby heitinn muni hafi vermt fleiri útibekki í miđborginni, viđ Skólavörđustíginn og kringum tjörnina en nokkur annar síđustu ár sín hér,   

Ađ lokum má geta ţess ađ sú hugmynd hefur veriđ viđruđ viđ borgarstjóra fyrir nokkru ađ efnt verđi til alţjóđlegrar hönnunarsamkeppni um gerđ stórrar  höggmyndar um „Einvígi aldarinnar“ eđa allra tíma eins og ţađ er nú nefnt, heimsmeistaraeinvígi ţeirra Fischers og Spasskys, í skugga kalda stríđsins, hér í Reykjavík 1972.  Vel fćri ađ ađ vígja mikilfenglegt útilistaverk ţví tengdu eigi síđar en á 50 ára afmćli ţessa heimssögulega viđburđar sumariđ 2022. Ţađ myndi sóma sér vel t.d. vestan viđ Laugardalshöllina á horni Laugavegs og Reykjavegar.   Nú er kominn tími á ađ hrinda ţessari gömlu hugmynd í framkvćmd enda bara eitt kjörtímabil til stefnu.

Stjórn Skáksögufélagsins skipa ţeir: Einar S. Einarsson, forseti; Jón Ţ. Ţór, varaforseti;  Jón Torfason, Róbert Lagerman Harđarson og Guđmundur G. Ţórarinsson;.

Fyrir ţá sem vilja gerast félagar er bara ađ senda póst á netfang ţess: skaksogufelagid@gmail.com Heimasíđan: www.skaksogufelagid.is eđa www.fridrikolafsson.com.             


Ađalfundur SÍ fer fram á morgun

Ađalffundurinn Skáksambands Íslands verđur haldinn laugardaginn 26. maí nk. kl. 10.00 fyrir hádegi í húsnćđi TR, Faxafeni 12. 

Dagskrá:  Venjuleg ađalfundarstörf. 

Minnt er á 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóđar svo:

  1. grein.

Viđ atkvćđagreiđslu á ađalfundi á hvert félag eitt atkvćđi enda geti sýnt fram á a.m.k. 10 félagsmenn međ lögheimili á Íslandi og geti sýnt fram á virka skákstarfsemi.  Eitt atkvćđi bćtist viđ hjá félagi fyrir hverja sveit sem ţađ sendir í Íslandsmót skákfélaga ţađ áriđ. Viđ atkvćđagreiđslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, ađ hvert félag fari ekki međ fleiri atkvćđi en ţađ hafđi á ađalfundi áriđ áđur.  Enginn fulltrúi getur fariđ međ meira en eitt atkvćđi á fundinum.  Viđ atkvćđagreiđslur á ađalfundi rćđur einfaldur meirihluti atkvćđa, nema um ţau mál sem sérstaklega eru tilgreind í ţessum lögum.


Einnig skal bent á 6. grein: 

Standi ađildarfélag í gjaldfallinni skuld viđ sambandiđ hefur ţađ ekki rétt til ađ eiga fulltrúa á ađalfundi.  Skákdeildir í félögum geta átt ađild ađ sambandinu, enda hafi ţá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum.  Heimilt er tveimur eđa fleiri ađildarfélögum í sama landshluta ađ stofna međ sér svćđissamband.

Hjálagt: Lagabreytingatillögur og ársreikningur SÍ

 


Icelandic Open - Íslandsmótiđ í skák - minningarmót um Hemma Gunn hefst 1. júní

Icelandic Open 2018

Icelandic Open - Íslandsmótiđ í skák fer fram dagana 1.-9. júní nk. Teflt verđur Valsheimilinu viđ Hlíđarenda viđ frábćrar ađstćđur í veislusal hússins. Mótiđ fer eftir sama fyrirkomulagi og mótiđ 2013 í Turninum áriđ sem var 100 ára afmćlismót Skákţings Íslands. Ţá sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson eftir ađ hafa lagt Björn Ţorfinnsson ađ velli í úrslitaeinvígi. Björn krćkti sér hins vegar í stórmeistaraáfanga á mótinu. Teflt verđur til minningar um Hemma Gunn - en hann einmitt lést á mótiđ fór fram í Turninum 2013. 

Nú ţegar stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Ţorfinnsson og Ţröstur Ţórhallsson skráđ til leiks sem og alţjóđlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson, Björn Ţorfinnsson og Einar Hjalti Jensson. Mótiđ núna er jafnframt Íslandsmót kvenna og hefur Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna, skráđ til leiks. 

Mótiđ er opiđ öllum íslenskum sem og erlendum skákmönnum. Tefldar verđa 10 umferđir og má finna umferđartöflu mótsins hér. Hćgt er ađ taka tvćr hálfs vinnings yfirsetur í umferđum 1-7. 

Ţátttökugjöld eru 10.000 kr. Stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar fá frítt. FIDE-meistarar og unglingar 16 ára og yngri fá 50% afslátt. Allar skákkonur frá frítt í mótiđ. 

Góđ verđlaun eru á mótinu eđa samtals €7.500 eđa um 950.000 kr. 

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíđu mótsins sem eins og er ađeins á ensku. Hćgt er ađ skrá sig Skák.is (guli kassinn). Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig til leiks sem fyrst. 


Meistaramót Skákskóla Íslands hefst á morgun - skráningu lýkur á hádegi á morgun

Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2017/2018 fer fram dagana 25.–27. maí og verđur í tveim styrkleika/stigaflokkum. Annar flokkurinn verđur skipađur keppendum sem hafa 1600 alţjóleg elo-stig eđa meira en hinn flokkurinn er skipađur...

Mótiđ um Björn Sölva verđur ţađ fyrsta í röđinni af ţremur á vegum Vinaskákfélagsins

Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn ćtla ađ bjóđa upp á ţrjú minningar skákmót í sumar, en ţađ eru minningarskákmót um Björn Sölva, Jorge Fonseca og Hauk Angantýsson. Glćsileg verđlaun verđa, en fyrir utan venjulega verđlaunapeninga, ţá ćtlar Air Iceland...

Sumarskáknámskeiđ Breiđabliks  

Skákdeild Breiđabliks heldur 5 skáknámskeiđ í sumar fyrir börn fćdd 2006-2013. Námskeiđin verđa haldin í Stúkunni viđ Kópavogsvöll allar eftirfarandi vikur á milli 13:00 - 16:00. 11. - 15. júní 18. - 22. júní 2. - 6. júlí 7. - 10. ágúst 13. - 17. ágúst...

Sumarnámskeiđ Taflfélags Reykjavíkur hefjast 11. júní

Taflfélag Reykjavíkur heldur átta skáknámskeiđ í sumar fyrir börn fćdd árin 2005-2011. Námskeiđin verđa haldin í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12. Námskeiđ 1: 11. júní – 15. júní kl. 09:30 – 12:00 Námskeiđ 2: 11. júní –...

Ađalfundur SÍ fer fram á laugardaginn

Ađalffundurinn Skáksambands Íslands verđur haldinn laugardaginn 26. maí nk. kl. 10.00 fyrir hádegi í húsnćđi TR, Faxafeni 12. Dagskrá: Venjuleg ađalfundarstörf. Minnt er á 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóđar svo: grein. Viđ atkvćđagreiđslu á ađalfundi...

Guđmundur Kjartansson sigrađi á Meistaramóti Truxva

Ţađ var sjálfur Íslandsmeistarinn, Guđmundur Kjartansson, sem sigrađi á Meistaramóti Truxva 2018 sem fram fór á annan í hvítasunnu. Guđmundur tefldi örugglega og landađi 10 vinningum af 11 mögulegum. Alls tóku 20 keppendur ţátt, ţar af 4 titilhafar....

Minningarskákmót um Björn Sölva fer fram 28. maí

Minningarskákmót um Björn Sölva verđur haldiđ mánudaginn 28 maí kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. FIDE-meistarinn Björn Sölvi Sigurjónsson fćddist 26 janúar 1949 á skákdeginum sjálfum og lést á Landspítalanum ţann 22. desember 2011 eftir veikindi. Hann...

Meistaramót Skákskóla Íslands hefst á föstudaginn

Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2017/2018 fer fram dagana 25.–27. maí og verđur í tveim styrkleika/stigaflokkum. Annar flokkurinn verđur skipađur keppendum sem hafa 1600 alţjóleg elo-stig eđa meira en hinn flokkurinn er skipađur...

Frestur til ađ sćkja um styrki rennur út um mánađarmótin

Hćgt er ađ sćkja um styrki til Skáksambands Íslands ţrisvar á ári. Nćsta afgreiđsla á styrkumsóknum fer fram fram í júníbyrjun nk. Í styrkjareglum SÍ segir međal annars: Ađalmarkmiđ styrkveitinga stjórnar Skáksambands Íslands til einstaklinga er ađ...

Meistaramót TRUXVA fer fram í kvöld

Meistaramót Truxva fer fram annan í hvítasunnu, ţann 21. maí, en ţetta er í annađ sinn sem mótiđ er haldiđ. Truxvi, ungliđahreyfing TR, býđur TR-ingum af öllum stćrđum og gerđum, auk nokkurra velunnara ungliđahreyfingarinnar, til ađ taka ţátt í ţessu...

Icelandic Open - Íslandsmótiđ í skák haldiđ 1.-9. júní í Valsheimilinu

Icelandic Open - Íslandsmótiđ í skák fer fram dagana 1.-9. júní nk. Teflt verđur Valsheimilinu viđ Hlíđarenda viđ frábćrar ađstćđur í veislusal hússins. Mótiđ fer eftir sama fyrirkomulagi og mótiđ 2013 í Turninum áriđ sem var 100 ára afmćlismót Skákţings...

Ađalfundur SÍ fer fram á laugardaginn 26. maí

Ađalffundurinn Skáksambands Íslands verđur haldinn laugardaginn 26. maí nk. kl. 10.00 fyrir hádegi í húsnćđi TR, Faxafeni 12. Dagskrá: Venjuleg ađalfundarstörf. Minnt er á 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóđar svo: grein. Viđ atkvćđagreiđslu á ađalfundi...

Skákţáttur Morgunblađsins: Óvćnt úrslit á bandaríska meistaramótinu

Eftir sigur Fabiano Caruana í áskorendamótinu í Berlín á dögunum og nokkru síđar á öflugu móti í Ţýskalandi áttu fáir von á öđru en honum tćkist ađ bćta ţriđja sigrinum viđ á bandaríska meistaramótinu sem eins og mörg undanfarin ár fór fram í St. Louis í...

Ju Wenjun heimsmeistari kvenna

Lokaskák heimsmeistaraeinvígis kvenna endađi međ jafntefli í gćr. Ju Wenjun (2571) hlaut ţví 5,5 vinninga gegn 4,5 vinningum Tan Zhongyi (2522). Sanngjarn sigur. Jun Wenjun gćti hins vegar lent í ţví ađ halda titlinum í stuttan tíma HM kvenna (64 manna...

Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram 25.-27. maí

Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2017/2018 fer fram dagana 25.–27. maí og verđur í tveim styrkleika/stigaflokkum. Annar flokkurinn verđur skipađur keppendum sem hafa 1600 alţjóleg elo-stig eđa meira en hinn flokkurinn er skipađur...

Meistaramót TRUXVA fer fram á mánudaginn

Meistaramót Truxva fer fram annan í hvítasunnu, ţann 21. maí, en ţetta er í annađ sinn sem mótiđ er haldiđ. Truxvi, ungliđahreyfing TR, býđur TR-ingum af öllum stćrđum og gerđum, auk nokkurra velunnara ungliđahreyfingarinnar, til ađ taka ţátt í ţessu...

Batel efst á lokaunglingaćfingu Hugins - Rayan efstur í stigakeppni vetrarins

Síđasta barna- og unglingaćfing Hugins fyrir sumarhlé var haldin 14. maí sl. Úrslitin í stigakeppni ćfinganna var ţá ţegar ráđin. Rayan Sharifa var međ 17 stiga forskot á Batel Goitom Haile sem ljóst var ađ ekki yrđi brúađ á ţessari ćfingu ţar sem...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband