1.3.2010 | 10:01
Skákþáttur Morgunblaðsins: 25. Reykjavíkurskákmótið
Reykjavíkurmótið var haldið fyrst árið 1964 og er elsti reglulegi alþjóðaviðburðurinn sem ber nafn höfuðborgarinnar. Skylt er að halda því til haga að Jóhann Þórir Jónsson, þá formaður Taflfélags Reykjavíkur, átti hugmyndina að mótshaldinu og hratt henni í framkvæmd. Mótið var haldið í Lídó. Núna tæpum 50 árum síðar eru íslenskir sigurvegarar þessa móts sjö talsins. Enn stafar miklum ljóma af fyrsta mótinu og átti þátttaka töframannsins frá Ríga, Mikhael Tal þar stóran hlut að máli. Tal var í algerum sérflokki og hlaut 12½ vinning af 13 mögulegum. Hann heillaði fólk upp úr skónum með glæsilegri taflmennsku og skemmtilegri framkomu. Friðrik Ólafsson og Svetozar Gligoric voru taldir helstu keppinautar Tals en þegar á hólminn kom vann Tal þá án mikillar fyrirhafnar. Myndaröð af Tal á baksíðu Morgunblaðsins þennan vetur er greinarhöfundi enn í barns minni. Þar stóð undir: í fyrsta sinn sem Tal þurfti að hugsa.
Ýmsir íslenskir skákmenn stóðu í meistaranum, Freysteinn Þorbergsson fór að vísu niður í logum, eins og það er stundum er orðað, en Ingvar Ásmundsson átti lengi vel góða stöðu gegn Tal og þegar ekkert blasti við nema þrátefli í 1. umferð gegn Jóni Kristinssyni kastaði töframaðurinn teningnum og fórnaði drottningunni; hafði eftir á yfir þau fleygu orð að of langt væri á milli Ríga og Reykjavíkur til að semja jafntefli í fyrstu umferð.
Sá eini sem náði jafntefli við Tal var Guðmundur Pálmason. Á einum stað í skákinni hótaði Guðmundur máti í tveimur leikjum.
Skyldi Tal sjá það? hvísluðu spenntir áhorfendur í hálfum hljóðum. Hann sá það en athuganir á skákinni leiða í ljós að Guðmundur var afar nálægt því að vinna. Tal fékk góða stöðu eftir byrjunina en misst þráðinn í kringum 23. leikinn:
Reykjavíkurskákmótið 1964:
Guðmundur Pálmason Mikhael Tal
Grünfelds vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Be6 7. e3 c5 8. Rge2 Rc6 9. 0-0 0-0 10. He1 Hc8 11. dxc5 Rxc3 12. bxc3 Da5 13. Rd4 Hfd8 14. De2 Bd5 15. Bxd5 Hxd5 16. Hb1 Dxc3 17. Rb3 Db4 18. Bb2 Bxb2 19. Hxb2 Hd7 20. Hc1 Re5 21. Rd4 Da3 22. Hcb1 Hxc5 23. Hxb7 Hxb7 24. Hxb7 Hc1+ 25. Kg2 Rc4 26. Df3 Da6 27. Hxe7
27. ...Re5 28. De2
28. Da8+ Kg7 29. Kh3! gaf góða vinningsmöguleika.
28. ...Dd6 29. He8+ Kg7 30. Db2
Og hér átti hvítur 30. Db5! t.d. 30. ...Hc5 31. Db7 Dd5+ 32. Dxd5 Hxd5 33. Rb3 með góðum vinningsmöguleikum.
30. ...Dd5 31. f3 Hd1 32. e4 dxd4 33. Dxd4 Hxd4 34. Hxe5 Hd2+ 35. Kh3 Hxa2 36. He7 Kf6 37. Hb7
og hér bauð Tal jafntefli sem Guðmundur þáði.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.
Grein þessi birtist í sunnudagsmogganum, 21. febrúar 2010.
1.3.2010 | 08:00
MP Reykjavík Open: Sjöunda umferð fer fram í dag
Sjöunda umferð MP Reykjavíkurskákmótsins fer fram í dag og hefst kl. 15:30. Afar spennandi skákir eru á dagskrá í dag og má þar nefna Kuzubov - Sokolov, Hannes - Miezis, Baklan - Henrik, Maze- Jón Viktor, Romanishin - Guðmundur Kjartansson, Ivanov - Þorsteinn og Hjörvar - Ehlvest.
Skáskýringar hefjast um 17:30-18 í dag.
Einnig er hægt að benda á beinar útsendingar frá mótinu á Chess.is. Þar eru átta skákir sýnd beint úr hverri umferð. Ávallt sex efstu borðin og þess fyrir utan tvær valdar viðureignir, að þessu sinni viðureignir Guðmundar Kjartanssonar og Romanishin og Hjörvars og Ehlvest.
1.3.2010 | 07:55
VIN OPEN fer fram í dag
Mánudaginn 1. mars heldur Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Skáksamband Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur, stórmótið Vin - Open. Hefst það kl. 12:30 og þarf að vera búið að skrá sig fyrir þann tíma.
Vin - Open er hliðarviðburður vegna Reykjavík Open, eða MP Reykjavíkurskákmótsins, og er öllum opið. Stefnt er að því að nokkrir þátttakendur á mótinu, erlendir og innlendir, muni taka þátt eins og sl. ár þegar á þriðja tug þátttakenda var í stórskemmtilegu móti.
Tefldar verða fimm umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Vinningar verða veittir fyrir efstu sæti, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir bestan árangur: undir 2000 elo stigum, undir 1500 stigum og bestan árangur stigalausra. Já, og sigurvegarinn hlýtur glæstan bikar.
Vöfflukaffi verður borið fram eftir þriðju umferð og skákstjórnendur eru reynsluboltarnir og öðlingarnir Róbert Lagerman og Hrannar Jónsson.
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, setur Vin - Open.
Stefnt er að því að mótinu, kaffinu og verðlaunaafhendingu verði lokið vel fyrir kl. 15:00.
ATH að mótið hefst kl. 12:30 og allir þvílíkt velkomnir.
Vin er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík og síminn er 561-2612. Það er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er rekið af Rauða krossi Íslands.
1.3.2010 | 07:54
Atkvöld hjá Helli í kvöld
28.2.2010 | 22:19
MP Reykjavík Open: Myndband frá sjöttu umferð
Spil og leikir | Breytt 1.3.2010 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2010 | 21:03
MP Reykjavík Open: Hannes og Henrik efstir íslensku skákmannanna - Hjörvar sigraði Kogan
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2010 | 18:24
Beina útsendingin komin í lag!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2010 | 18:19
Vel heppnað Reykjavík Open Chess Pub Quis
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2010 | 18:06
MP Reykjavík Open: Beina útsendingin liggur niðri
28.2.2010 | 17:04
MP Reykjavíkurskákmótið í fjölmiðlum
28.2.2010 | 13:20
MP Reykjavík Open: Sjötta umferð fer fram í dag
28.2.2010 | 13:14
Vin Open fer fram á morgun
27.2.2010 | 20:19
MP Reykjavík Open: Hannes, Henrik og Bragi í 2.-11. sæti - Baklan efstur
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2010 | 18:49
MP Reykjavík Open: Myndbönd frá fjórðu og fimmtu umferð
27.2.2010 | 18:33
Viðtöl við Nataf og Bromann
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 18:29
Efnilegur stúlknahópur á Fjölnisæfingum
27.2.2010 | 14:59
MP: Hannes, Henrik og Guðmundur með góða sigra
27.2.2010 | 13:03
Henrik sigraði Tiger!
27.2.2010 | 12:25
Hannes sigraði undrabarnið frá Perú!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 12:01
Guðmundur Gíslason sigraði Lendermann!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 3
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 131
- Frá upphafi: 8779209
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar