Leita í fréttum mbl.is

Skákþáttur Morgunblaðsins: 25. Reykjavíkurskákmótið

RÁÐHÚS Reykjavíkur er vettvangur 25. Reykjavíkurmótsins sem verður sett næsta miðvikudag kl. 17. Þegar eru 84 keppendur skráðir til leiks en stigahæstu stórmeistarar mótsins eru þeir Vladimir Baklan, Alexey Dreev, Ivan Sokolov, Jurí Kuzubov, Jurí Shulman og Jan Ehlvest. Hannes Hlífar Stefánsson er stigahæsti íslenski skákmaðurinn og er hann nr. 9 í styrkleikaröðinni. Af öðrum íslenskum skákmönnum sem eru skráðir til leiks má nefna Henrik Danielssen, Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Þröst Þórhallsson, Braga Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson, Guðmund Gíslason, Dag Arngrímsson, Guðmund Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson. Tefldar verða níu umferðir.

Reykjavíkurmótið var haldið fyrst árið 1964 og er elsti reglulegi alþjóðaviðburðurinn sem ber nafn höfuðborgarinnar. Skylt er að halda því til haga að Jóhann Þórir Jónsson, þá formaður Taflfélags Reykjavíkur, átti hugmyndina að mótshaldinu og hratt henni í framkvæmd. Mótið var haldið í Lídó. Núna tæpum 50 árum síðar eru íslenskir sigurvegarar þessa móts sjö talsins. Enn stafar miklum ljóma af fyrsta mótinu og átti þátttaka töframannsins frá Ríga, Mikhael Tal þar stóran hlut að máli. Tal var í algerum sérflokki og hlaut 12½ vinning af 13 mögulegum. Hann heillaði fólk upp úr skónum með glæsilegri taflmennsku og skemmtilegri framkomu. Friðrik Ólafsson og Svetozar Gligoric voru taldir helstu keppinautar Tals en þegar á hólminn kom vann Tal þá án mikillar fyrirhafnar. Myndaröð af Tal á baksíðu Morgunblaðsins þennan vetur er greinarhöfundi enn í barns minni. Þar stóð undir: í fyrsta sinn sem Tal þurfti að hugsa.

Ýmsir íslenskir skákmenn stóðu í meistaranum, Freysteinn Þorbergsson fór að vísu niður í logum, eins og það er stundum er orðað, en Ingvar Ásmundsson átti lengi vel góða stöðu gegn Tal og þegar ekkert blasti við nema þrátefli í 1. umferð gegn Jóni Kristinssyni kastaði töframaðurinn teningnum og fórnaði drottningunni; hafði eftir á yfir þau fleygu orð að of langt væri á milli Ríga og Reykjavíkur til að semja jafntefli í fyrstu umferð.

Sá eini sem náði jafntefli við Tal var Guðmundur Pálmason. Á einum stað í skákinni hótaði Guðmundur máti í tveimur leikjum.

„Skyldi Tal sjá það?“ hvísluðu spenntir áhorfendur í hálfum hljóðum. Hann sá það en athuganir á skákinni leiða í ljós að Guðmundur var afar nálægt því að vinna. Tal fékk góða stöðu eftir byrjunina en misst þráðinn í kringum 23. leikinn:

Reykjavíkurskákmótið 1964:

Guðmundur Pálmason – Mikhael Tal

Grünfelds vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Be6 7. e3 c5 8. Rge2 Rc6 9. 0-0 0-0 10. He1 Hc8 11. dxc5 Rxc3 12. bxc3 Da5 13. Rd4 Hfd8 14. De2 Bd5 15. Bxd5 Hxd5 16. Hb1 Dxc3 17. Rb3 Db4 18. Bb2 Bxb2 19. Hxb2 Hd7 20. Hc1 Re5 21. Rd4 Da3 22. Hcb1 Hxc5 23. Hxb7 Hxb7 24. Hxb7 Hc1+ 25. Kg2 Rc4 26. Df3 Da6 27. Hxe7

10-02-21.jpg

27. ...Re5 28. De2

28. Da8+ Kg7 29. Kh3! gaf góða vinningsmöguleika.

28. ...Dd6 29. He8+ Kg7 30. Db2

Og hér átti hvítur 30. Db5! t.d. 30. ...Hc5 31. Db7 Dd5+ 32. Dxd5 Hxd5 33. Rb3 með góðum vinningsmöguleikum.

30. ...Dd5 31. f3 Hd1 32. e4 dxd4 33. Dxd4 Hxd4 34. Hxe5 Hd2+ 35. Kh3 Hxa2 36. He7 Kf6 37. Hb7

– og hér bauð Tal jafntefli sem Guðmundur þáði.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í sunnudagsmogganum, 21. febrúar 2010.

Skákþættir Morgunblaðsins


MP Reykjavík Open: Sjöunda umferð fer fram í dag

Sokolov og Friðrik spjallaSjöunda umferð MP Reykjavíkurskákmótsins fer fram í dag og hefst kl. 15:30.      Afar spennandi skákir eru á dagskrá í dag og má þar nefna Kuzubov - Sokolov, Hannes - Miezis, Baklan - Henrik, Maze- Jón Viktor, Romanishin - Guðmundur Kjartansson, Ivanov - Þorsteinn og Hjörvar - Ehlvest.  

Skáskýringar hefjast um 17:30-18 í dag.  

Einnig er hægt að benda á beinar útsendingar frá mótinu á Chess.is.   Þar eru átta skákir sýnd beint úr hverri umferð.  Ávallt sex efstu borðin og þess fyrir utan tvær valdar viðureignir, að þessu sinni viðureignir Guðmundar Kjartanssonar og Romanishin og Hjörvars og Ehlvest.   


VIN OPEN fer fram í dag

Mánudaginn 1. mars heldur Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Skáksamband Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur, stórmótið Vin - Open. Hefst það kl. 12:30 og þarf að vera búið að skrá sig fyrir þann tíma.

Vin - Open er hliðarviðburður vegna Reykjavík  Open, eða MP Reykjavíkurskákmótsins, og er öllum opið. Stefnt er að því að nokkrir þátttakendur á mótinu, erlendir og innlendir,  muni taka þátt eins  og sl. ár þegar á þriðja tug þátttakenda var í stórskemmtilegu móti.

Tefldar verða fimm umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Vinningar verða veittir fyrir efstu sæti, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir bestan árangur:  undir 2000 elo stigum, undir 1500 stigum og bestan árangur stigalausra. Já, og sigurvegarinn hlýtur glæstan bikar.

Vöfflukaffi verður borið fram eftir þriðju umferð og skákstjórnendur eru reynsluboltarnir og öðlingarnir Róbert Lagerman og  Hrannar Jónsson.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, setur Vin - Open.

Stefnt er að því að mótinu, kaffinu og verðlaunaafhendingu verði lokið vel fyrir kl. 15:00.

ATH að mótið hefst kl. 12:30 og allir þvílíkt velkomnir.

Vin er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík og síminn er 561-2612. Það er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er rekið af Rauða krossi Íslands.


Atkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagið Hellir heldur atkvöld mánudaginn 1. mars 2010 og hefst mótið kl. 20:00 . Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Teflt er í...

MP Reykjavík Open: Myndband frá sjöttu umferð

Indverjinn Vijay Kumar fer mikinn og er komið myndband frá sjöttu umferð.

MP Reykjavík Open: Hannes og Henrik efstir íslensku skákmannanna - Hjörvar sigraði Kogan

Hinn ungi og efnilegi skákmaður, Hjörvar Steinn Grétarsson, sigraði ísraelska stórmeistarann Arthur Kogan í mjög vel tefldri skák í sjöttu umferð MP Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í dag. Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Henrik Danielsen...

Beina útsendingin komin í lag!

Beina útsendingin frá MP Reykjavíkurskákmótinu er komin í lag. Beinar útsendingr má nálgast hér: http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=394

Vel heppnað Reykjavík Open Chess Pub Quis

Í gær stóð Skákakademía Reykjavíkur fyrir afar vel heppnuðu Reykjavík Open Chess sem fram fór í gær á bar Samtakanna 78 á Laugavegi. Tugir þátttakaenda tóku þátt og margir hinir erlenda gesta létu sjá sig. Sigurbjörn Björnsson, bóksali með meiru, samdi...

MP Reykjavík Open: Beina útsendingin liggur niðri

Vegna bilunar liggur beina útsendingin niðri á MP Reykjavíkursákmótinu niðri í augnablikinu. Unnið er að viðgerð. Þeir sem geta eru hvattir til að koma á skákstað. Þar er fjórum skákum varpað á risaskjá og Helgi Ólafsson, stórmeistari, með...

MP Reykjavíkurskákmótið í fjölmiðlum

MP Reykjavíkurskákmótið hefur verið mikið í fjölmiðlum um helgina. Má þar nefna ákeflega skemmtilegt viðtal við Cori-feðginin í Sunnudagsmogganum sem ritstjóri hvetur alla til að lesa. Um mótið var svo fjallað í fréttatíma RÚV Fréttin á...

MP Reykjavík Open: Sjötta umferð fer fram í dag

Sjötta umferð MP Reykjavíkurskákmótsins fer fram í dag og hefst kl. 15:30. Spennandi skákir fara fram í dag og má þar nefna að Hannes Hlífar teflir við indversku skákdrottninguna Harika Dronavalli, Henrik teflir við Nataf og Bragi teflir við lettneska...

Vin Open fer fram á morgun

Mánudaginn 1. mars heldur Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Skáksamband Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur, stórmótið Vin - Open. Hefst það kl. 12:30 og þarf að vera búið að skrá sig fyrir þann tíma. Vin - Open er hliðarviðburður vegna Reykjavík Open,...

MP Reykjavík Open: Hannes, Henrik og Bragi í 2.-11. sæti - Baklan efstur

Hannes Hlífar Stefánsson og Henrik Danielsen gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign í fimmtu MP Reykjavíkurmótsins sem fram fór í kvöld í Ráðhúsinu. Bragi Þorfinnsson sigraði sænska stórmeistarann Tiger Hillarp Persson. Þremenningarnir hafa allir 4...

MP Reykjavík Open: Myndbönd frá fjórðu og fimmtu umferð

Og enn ef Indverjanum Vijay Kumar. Nú eru komin myndbönd frá bæði fjórðu og fimmtu umferð. Þau má bæði sjá hér að neðan. Myndband fjórðu umferðar: Myndband fimmtu umferðar:

Viðtöl við Nataf og Bromann

Indverjinn Vijay Kumar hefur skilað af sér meira efni. Hér má sjá viðtal við Nataf og Bromann.

Efnilegur stúlknahópur á Fjölnisæfingum

Skákæfingar Fjölnis á laugardögum hafa verið mjög vel sóttar. Að jafnaði eru um 20 - 30 krakkar á hverri æfingu. Mjög efnilegur og áhugasamur stúlknahópur er að koma upp að nýju innan skákdeildarinnar og hafa þær vakið athygli á mótum undanfarið, eins og...

MP: Hannes, Henrik og Guðmundur með góða sigra

Það gekk afar vel hjá íslensku skákmönnunum í fjórðu umferð MP Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór snemma dags í dag en taflmennskan hófst kl. 9. Morgunstund virtist gefa íslensku skákmönnunum gull í mund! Hannes Hlífar Stefánsson sigraði undrabarnið frá...

Henrik sigraði Tiger!

Það streyma að góð úrslit í fjórðu umferð MP Reykjavíkurmótsins og svo virðist sem það henti íslenskum skákmönnum vel að vakna snemma! Henrik Danielsen sigraði hinn sterka sænska stórmeistara Tiger Hilarp Persson og er hópi skákmanna sem hafa 3,5...

Hannes sigraði undrabarnið frá Perú!

Hannes Hlífar Stefánsson sigraði undrabarnið frá Perú í fjórðu umferð í vel tefldri skák og er nú kominn í hóp allra efstu manna með 3,5 vinning. Svo má geta þess að Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir sigraði eiginmanninn Jóhann H. Ragnarsson í uppgjöri þeirra...

Guðmundur Gíslason sigraði Lendermann!

Guðmundur Gíslason sigraði hinn unga og efnilega bandaríska stórmeistara Aleksander Lenderman í fjórðu umferð MP Reykjavíkurmótsins. Frábær úrslit hjá Guðmundi sem hefur byrjað sérdeilis vel. Skákina má skoða hér sem og aðrar skákir sem einnig eru sýndar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 8779209

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband