Leita í fréttum mbl.is

Hvítabjarnarkerfiđ kynnt á Chessdom

Hvítabjörn

Henrik Danielsen er farinn ađ gefa út kennslumyndbönd.   Tvö er komin út og hafa veriđ kynnt á Chessdom undir nafninu „The inight... with GM Henrik Danielsen.  Ţau fjalla um Hvítabjarnarkerfiđ (The Polar Bear System) sem er útfćrsla á Bird-byrjun eftir Henrik sjálfan.

Í framhaldinu ćtlar Henrik ađ fjalla um ýmsar ađrar byrjanir á Chessdom.

Fyrirlestra Henriks má nálgast hér:


Smári skákmeistari Akureyrar

Smári ÓlafssonSkákţingi Akureyrar, sem hófst 23. janúar, lauk í gćr ţegar Smári Ólafsson og Sigurđur Arnarson tefldu til úrslita um titilinn „Skákmeistari Akureyrar". Áđur höfđu ţeir Smári og Sigurđur skiliđ jafnir í tveim einvígisskákum.

Fyrirkomulagiđ í dag var ţannig ađ fyrst voru tefldar tvćr 15 mínútna skákir međ skiptum litum. Ţađ reyndist skammgóđur vermir ţar sem ţeir félagar unnu sitthvora skákina. Enn var ţví jafnt í einvíginu og nauđsynlegt ađ grípa til bráđabana. Hann fór ţannig fram ađ hvítur (Sigurđur) hafđi 6 mínútur gegn 5 mínútum svarts (Smári) en hvítur varđ ađ vinna. Skákin endađi međ sigri Smára eftir ađ Sigurđur, sem hafđi veriđ nokkuđ óheppinn í einvíginu, víxlađi leikjum á mikilvćgu augnabliki og tapađi liđi.

Smári Ólafsson er ţví sigurvegari Skákţingsins og ber nafnbótina Skákmeistari Akureyrar nćsta áriđ.

Ţađ voru ekki eingöngu Smári og Sigurđur sem tefldu einvígi. Hjörleifur Halldórsson og Karl Egill Steingrímsson tefldu einnig einvígi um meistaratitilinn í flokki öldunga, 60 ára og eldri.

Hjörleifur hafđi betur í fyrri skák ţeirra félaga. Stađan var ţví 1 - 0 og Karl varđ ađ vinna seinni skákina sem tefld var á miđvikudaginn. Eftir ágćta tilraun og drengilega baráttu skildu ţeir Hjörleifur og Karl jafnir í seinni skákinni.

Hjörleifur sigrađi ţví í einvíginu og bćtir viđ sig nafnbótinni; Skákmeistari Akureyrar í öldungaflokki.

Mikael Jóhann Karlsson hafđi ţegar tryggt sér ţriđja titilinn sem var í bođi; Skákmeistari Akureyrar í unglingaflokki.

Lokastađan (efstu menn):

1.  Smári Ólafsson           6 + 3
2. Sigurđur Arnarson          6 + 2
3.     Mikael Jóhann Karlsson        5
4-5.  Rúnar Ísleifsson                     4
         Sigurđur Eiríksson                  4
6-10.Hjörleifur Halldórsson          3,5 + 1,5
         Jakob Sćvar Sigurđsson     3,5
         Jón Kristinn Ţorgeirsson     3,5
         Karl Egill Steingrímsson      3,5 + 0,5
         Tómas Veigar Sigurđarson 3,5  

Mótinu er ţá formlega lokiđ, en allar upplýsingar um mótiđ og skákir er hćgt ađ nálgast á heimasíđu SA.

Áskell Örn Kárason var skákstjóri.


Torfi Leósson sigrađi á fimmtudagsmóti

TorfiTorfi Leósson sigrađi á fimmtudagsmótinu í TR í gćr, öđru sinni á árinu.  Af 17 öđrum keppendum var ţađ bara Kristján Örn Elíasson sem ógnađi eitthvađ stöđu Torfa. Kristján tapađi innbyrđis viđureign ţeirra í 3. umferđ en átti möguleika á fyrsta sćtinu eftir jafntefli Torfa og Kamalakanta Nieves frá Púertó Ríkó.  Báđir unnu ţó í síđustu umferđ og ţannig varđ Torfi vinningi undan.   Lokastađan í gćrkvöldi varđ:

 

  • 1   Torfi Leósson                       6.5   
  • 2   Kristján Örn Elíasson               6       
  • 3-4  Elsa María Kristínardóttir         4.5    
  •      Kamalakanta Nieves                 4.5  
  • 5-9  Eyţór Trausti Jóhannsson           4     
  •      Örn Leó Jóhansson                  4     
  •       Vignir Vatnar Stefánsson          4     
  •       Tinna Kristín Finnbogadóttir      4      
  •       Halldór Pálsson                   4       
  • 10-11 Jon Olav Fivelstad                3.5     
  •       Stefán Pétursson                  3.5    
  • 12-14 Gauti Páll Jónsson                3      
  •       Ingvar Vignisson                  3      
  •       Veronika Steinunn Magnúsdóttir    3      
  •  15   Guđmundur Gunnlaugsson            2.5    
  •  16   Óskar Long Einarsson              2      
  •  17   Björgvin Kristbergsson            1      
  •  18   Pétur Jóhannsson                  0

Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur

Stefán Bergsson var ráđinn framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur á stjórnarfundi sem fram fór í gćr. Stefán tekur viđ af Birni Ţorfinnssyni sem hefur veriđ framkvćmdastjóri Skákakademíunnar frá stofnun hennar, voriđ 2008. Stefán hefur síđustu 2 ár...

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer ađ venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi...

Jón Úlfljótsson efstur á hrađkvöldi

Jón Úlfljótsson var fremstur međal jafningja og sigrađi á afar jöfnu og spennandi hrađkvöldi sem fram fór 21. febrúar sl. Jón fékk 5,5v í sjö skákum. Annar varđ Gunnar Nikulásson međ 5v og síđan komu ţrír skákmenn međ 4,5v en ţađ voru ţau Elsa María,...

Ţór og Björn efstir í Ásgarđi í dag

Ţađ mćttu margir sterkir skákmenn í Ásgarđi í dag og börđust hraustlega til síđasta manns. Ţór Valtýsson og Björn Ţorsteinsson urđu efstir međ 8˝ vinning af 10 mögulegum. Ţór var hćrri á stigum enda vann hann innbyrđis viđureign ţeirra. Sigfús Jónsson...

Pálmar skákmeistari Reykjanesbćjar

Pálmar Breiđfjörđ sigrađi á Skákţingi Reykjanesbćjar sem lauk nýlega. Pálmar hlaut 5˝ í sex skákum, leyfđi ađeins jafntefli viđ Grím Björn Kristinsson. Einar S. Guđmundsson varđ annar međ 5 vinninga og Grímur varđ ţriđji međ 4˝ vinning en ţessir ţrír...

Fjölnir og ÍTR Gufunesbćr međ velheppnađ skákmót í Hlöđunni

Tuttugu ţátttakendur mćttu á skákmót Skákdeildar Fjölnis og Frístundamiđstöđvarinnar í Gufunesbć sem haldiđ var í Hlöđunni í Gufunesi. Mótiđ var hluti af dagskrá Gufunesbćjar fyrir grunn-og leikskólakrakka í Grafarvogi á vetrarleyfisdögum 21. - 22....

Jóhann Hjartarson tefldi fjöltefli í Stúkunni

Skákskóli Íslands og Skákakademía Kópavogs hafa stađiđ ađ samvinnuverkefni sem fram hefur fariđ í Stúkunni á Kópavogsvellinum Allt frá í haust. Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands og landsliđsţjálfari hefur haft yfirumsjón međ ţessu verkefni og...

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 21. febrúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00 . Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun...

Rúnar hrađskákmeistari Akureyrar

Hrađskákmót Akureyrar fór fram í dag. Ellefu keppendur mćttu til leiks og tefldu tvöfalda umferđ, allir viđ alla. Lokastađa efstu manna: 1. Rúnar Sigurpálsson 18,5 af 20 2. Áskell Örn Kárason 16,5 3. Mikael Jóhann Karlsson 13,5 4-5. Sigurđur Arnarson og...

Hjörvar Norđurlandameistari í skólaskák - Nökkvi í verđlaunasćti

Hjörvar Steinn Grétarsson varđ í dag Norđurlandameistari í skólaskák í a-flokki (18-20 ára) en hann sigrađi međ yfirburđum, hlaut fullt hús, og 2 vinningum meira en nćstu menn. Auk Hjörvar unnu Sverrir Ţorgeirsson (a-flokkur), Oliver Aron Jóhannesson...

Skákţáttur Morgunblađsins: Engin „tígurmamma“ á bak viđ nýjan heimsmeistara kvenna

Allar sterkustu skákkonur heims ađ Polgar-systrum ţó undanskildum voru samankomnar í byrjun desember sl. í Hatay í Tyrklandi vegna heimsmeistaramóts kvenna. Ţarna var Maja Chiburdanidse, yngsti heimsmeistari sögunnar, Humpey Koneru, Pia Cramling,...

Hjörvar efstur međ fullt hús fyrir lokaumferđina

Hjörvar Steinn Grétarsson (a-flokki) er efstur međ fullt hús en ásamt honum unnu Nökkvi Sverrisson og Örn Leó Jóhannsson (b-flokki) sínar skákr en ađrar töpuđust. Nökkvi er í 2.-3. sćti. Lokaumferđin hefst nú kl. 15. A-flokkur (18-20 ára): 1. Hjörvar...

Jakob Sćvar skákmeistari Gođans

Jakob Sćvar Sigurđsson sigrađi á Skákţingi Gođans 2011, en hann lagđi Hermann Ađalsteinsson í loka umferđinni. Smári Sigurđsson varđ í öđru stćti eftir sigur á Sigurbirni Ásmundssyni og Heimir Bessason varđ ţriđji međ 5 vinninga. 1 Sigurdsson Jakob...

NM: Pistill í upphafi lokadags

Ţá er 5. umferđin á NM nýhafin. Ţetta er mikilvćgur dagur enda tvćr síđustu umferđir mótsins tefldar í dag. Stađan í liđakeppninni er ţannig ađ Danir eru enn efstir. Danirnir hafa 25.5 vinning en viđ erum međ 22.5 vinning. Hinar ţjóđirnar fylgja svo í...

NM í skólaskák: Hjörvar efstur međ fullt hús í a-flokki

Fimm vinningar af 10 mögulegum komu í hús í fjórđu umferđ NM í skólaskák sem fram fór í dag í Osló. Hjörvar Steinn Grétarsson er efstur međ fullt hús í a-flokki. Nökkvi Sverrisson (b-flokkur), Emil Sigurđarson (c-flokkur) og Heimir Páll Ragnarsson...

Jakob Sćvar efstur fyrir lokaumferđ Skákţings Gođans

Jakob Sćvar Sigurđsson er efstur međ 5 vinninga ađ lokinni sjöttu og nćstsíđustu umferđ Skákţings Gođans sem fram fór í dag. Smári, bróđir Jakobs Sćvars, er annar eftir nokkuđ óvćnt tap eftir Ćvari Ákasyni. Lokaumferđin fer fram í fyrramáliđ. Úrslit í 6....

NM í skólaskák: Hjörvar og Vignir međ fullt hús eftir 3 umferđir

Ţađ gekk vel í 3. umferđ NM í skólaskák sem fram fór í morgun í Osló. Alls komu 6 vinningar af 10 mögulegum í hús. Hjörvar Steinn Grétarsson (a-flokkur) og Vignir Vatnar Stefánsson (e-flokkur) eru hvor um sig efstir í sínum flokkum međ fullt hús. Auk...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband