Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018

Anand, Kramnik og Giri byrja best í Sjávarvík - Carlsen gerđi jafntefli viđ Caruana

phpYems0z

Ofurskákmótiđ, Tata Steel Masters, hófst í gćr í Sjávarvík (Wijk aan Zee) í Hollandi. Mótiđ er einkar sterkt ađ ţessu sinni."Gömlu mennirnir" Kramnik (2787) og Anand (2767) unnu Wei Yi ) (2743) og Matlakov. Geimamađurinn Anish Giri (2752) vann sterkustu skákkonu heims, Hou Yifan (2680). Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Ţar međ taliđ skák Carlsen (2834) og Caruana (2811).

phpB5LvOo 

Önnur umferđ hófst kl. 12:30. Carlsen teflir ţá viđ Indverjann Adhiban (2655) sem verđur međal keppenda á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu - minningarmótinu um Bobby Fischer í Hörpu í mars.

Ítarlega frásögn frá gangi mála má finna á Chess.com

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


Góđ byrjun Hannesar í Prag

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) hefur byrjađ afar vel á alţjóđlegu móti í Prag í Tékklandi. Í gćr voru tefldar tveir umferđir og vann Hannes báđar sínar skákir. Annars vegar alţjóđlega meistarann Nikolay Monin (2193) og hins vegar Olgu Prudnykova (2280), sem er úkraínskur alţjóđlegur meistari kvenna. Hannes er í hópi átta skákmanna međ fullt hús. 

Í fjórđu umferđ, sem hefst kl. 16, teflir Hannes viđ rússneska alţjóđlega meistarann Sergey Serienko (2329). 

226 skákmenn frá 32 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 10 stórmeistarar. Hannes er nćststigahćstu ţátttakenda. 

 


Margeir endađi í 12.-18. sćti á minningarmóti Keres

Stórmeistarainnn Margeir Pétursson (2387) varđ í 12.-18. sćti á minningarmóti Paul Keres sem fram fór í Tallinn í Eistlandi um helgina. Tefld var atskák. Margeir hlaut 7˝ vinning í 11 skákum. Fékk fleiri vinninga en t.d. Vladimir Potkin (2650). 

Lokastöđuna má finna á Chess-Results


Skákţing Akureyrar hefst í dag

Skákţing Akureyrar, hiđ 80. í röđinni hefst nk. sunnudag 14. janúar. 

Teflt verđur í Skákheimilinu í Íţróttahöllinni viđ Skólastíg.

Dagskrá:

  1. umferđ sunnudaginn 14. janúar   kl. 13.00    
  2. umferđ fimmtudaginn 18. janúar  kl. 18.00
  3. umferđ sunnudaginn 21. janúar   kl. 13.00
  4. umferđ sunnudaginn 28. janúar   kl. 13.00
  5. umferđ sunnudaginn 4. febrúar   kl. 13.00
  6. umferđ sunnudaginn 11. febrúar  kl. 13.00
  7. umferđ sunnudaginn 18. febrúar  kl. 13.00

 Öllum er heimil ţátttaka í mótinu.

Tefldar verđa 7 umferđir skv. svissnesku kerfi. *

Sigurvegar mótsins hreppir heiđurstitilinn: **

 „Skákmeistari Akureyrar 2018“

Umhugsunartími verđur 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ tímann fyrir hvern leik (90+30).   

Ţátttökugjald er kr. 3.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Ţátttaka er ókeypis fyrir ţá unglinga sem greitt hafa ćfingagjald. 

Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga. 

Verđlaun:

  1. sćti kr. 20.000
  2. sćti kr. 14.000
  3. sćti kr. 8.000

stigaverđlaun (1799 stig og minna) kr. 8.000

 Skráning er hjá skákstjóra í netfangiđ askell@simnet.is eđa á facebook-síđu Skákfélags Akureyrar.

Einnig er hćgt ađ skrá sig á skákstađ eigi síđar en 15 mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar.

 

* Mótsstjórn áskilur sér rétt til ţess ađ gera breytingar á fjölda umferđa ţegar endanlegur ţátttakendalisti liggur fyrir.  Ákvörđun um fyrirkomulag verđur tilkynnt keppendum fyrir upphaf fyrstu umferđar.

** Skákmeistari Akureyrar getur ađeins sá orđiđ sem er búsettur á Akureyri og/eđa er fullgildur félagi í Skákfélagi Akureyrar. 


Skákţáttur Morgunblađsins: Skákin fangar athygli Jóns og Gunnu

GPK1295FAStór hluti norsku ţjóđarinnar sat límdur viđ skjáinn síđustu daga ársins 2017 ţegar heimsmeistaramótin í at-skák og hrađskák fóru fram í Riyadh í Sádi-Arabíu, en auk vefmiđlanna var norska sjónvarpiđ, NRK, međ beinar útsendingar frá viđureignum Magnúsar Carlsen. Niđurstađan: hinn 48 ára gamli Indverji Wisvanathan Anand varđ heimsmeistari í atskák og Magnús Carlsen heimsmeistari í hrađskák.

Skákin er á mikilli uppleiđ í sjónvarpi og á netinu. Vandinn hefur veriđ sá ađ keppnisgreinin sem slík hefur ţótt gera of miklar kröfur til ţekkingar áhorfandans og ekki náđ ađ fanga athygli Jóns og Gunnu. Eins og mótin eru matreidd nú til dags međ skákskýringum, nćrmyndum af keppendum, tímahraki og tölvugreiningu er ađ verđa breyting á. Ţegar viđ bćtist hátt verđlaunafé eykst athygli stćrstu fjölmiđlanna; 250 ţúsund dalir voru í 1. verđlaun í hvoru móti og má geta ţess ađ CNN sýndi langan ţátt um mótiđ. En heimsmeistaramótiđ beindi einnig athygli ađ bjánalegum skákreglum og atvik úr viđureign Magnúsar Carlsen í 1. umferđ hrađskákarinnar kallađi á sterk viđbrögđ:

Magnus Carlsen – Inarkiev

GQK1295FRSíđasti leikur heimsmeistarans var 27. Ha7xb7+. Rússinn Inarkiev sá fram á ađ stađa hans vćri töpuđ eftir 27. ... Hxb7 28. Bxe8+ og eftir uppskipti á hrókum á hvítur ađ vinna á umframpeđinu en lék ţess í stađ ólöglegum leik, 27. ... Re3+. Af mörgu vitlausu regluverki sem komiđ hefur frá FIDE síđustu árin opnar ein sú vitlausasta á ţann möguleika ađ sá sem leikur ólöglegum leik getur unniđ skákina; Magnús lék nefnilega 28. Kd3 og Inarkiev krafđist vinnings á ţeirri forsendu ađ Magnús hefđi leikiđ ólöglegum leik! Ţótti mörgum býsna lágt lotiđ en viti menn: dómarinn féllst á ađ ţađ vćri réttmćt krafa! Stuttu síđar var svo fariđ ađ rýna í reglurnar og niđurstađan varđ sú ađ skákinni skyldi haldiđ áfram eftir 27. leik hvíts. Inarkiev neitađi ađ tefla frekar en dómarinn var settur af og okkar mađur í Sádi-Arabíu, alţjóđlegi dómarinn Omar Salama, var settur yfir viđureignir heimsmeistarans.

Atvikiđ virtist slá Magnús Carlsen út af laginu fyrri keppnisdaginn en ţann síđari náđi hann vopnum sínum og ađ lokum hlaut hann 16 vinninga af 21 mögulegum. Karjakin og Anand komu nćstir međ 14˝ vinning hvor.

 

Minningarmót um Steinţór Baldursson

Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands hafa samvinnu um alţjóđlegt mót skipađ skákmönnum 20 ára og yngri til ađ minnast Steinţórs Baldurssonar, stjórnarmanns í SÍ, sem féll frá langt um aldur fram haustiđ 2016. 24 skákmenn hófu keppni á fimmtudaginn og tefldar verđa sjö umferđir međ tímamörkunum 90 30. Eftir fyrstu tvćr umferđirnar voru fjórir međ tvo vinninga, ţ.ám. Birkir Örn Bárđarson. 

Hinn 16 ára gamli Aron Thor Mai fékk á sig sjaldséđa leiđ í Najdorf-afbrigđi Sikileyjarvarnar en var öllum hnútum kunnugur:

Aron Thor Mai – Ljuten Apol (Fćreyjar)

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Rc6 8. Rxc6 bxc6 9. e5 h6 10. Bh4 g5 11. fxg5 Rd5 12. Re4 Db6 13. c3 hxg5 14. Bxg5 dxe5?

GQK1295FN15. Dxd5! Be7

15. ... exd5 er svarađ međ 17. Rf6+ og 18. Rxd5+ sem vinnur drottninguna.

16. Dd2 Bxg5 17. Rx

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. janúar 2018.

Skákţćttir Morgunblađsins


Hannes vann í fyrstu umferđ í Prag

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) tekur um ţessar mundir ţátt í tveimur alţjóđlegum mótum í Tékklandi. Hiđ fyrra fer fram í Prag dagana 12.-19. janúar óg í framhaldinu fer Hannes til Marienbad og teflir 20.-27. janúar. Ţess fyrir utan tekur Hannes ţátt í Skákhátíđ MótX í Stúkunni í Breiđabliki en tekur yfirsetur ţar á međan hann er í Tékkó.

Fyrsta umferđ fór fram í gćr og ţar vann Hannes stigalágan ţjóđverja (2071). Fyrirstađan í dag verđur meiri en í dag mćtir rússneska alţjóđlega meistaranum Nikolay Monin (2193) í fyrri skák dagsins sem nú er í gangi. 


Vignir Vatnar sigrađi á hrađkvöldi

Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi á atkvöldi Hugins sem fram fór 8. janúar sl. Vignir Vatnar fékk 5,5v af sex mögulegum og ţađ var Kristján Halldórsson sem náđi jafnteflinu í fimmtu  umferđ en ađrir máttu játa sig sigrađa. Síđan komu ţrír jafnir međ 4v en ţađ voru ţeir Stephan Briem, Kristján Halldórsson og Benedikt Briem. Af ţeim var Stephan hćstur á stigum og hlaut annađ sćtiđ. Kristján kom nćstur ađ stigum og hlaut ţriđja sćtiđ en Benedikt ţurfti ađ láta sér nćgja fjórđa sćtiđ ţótt hann hafi lagt ađ velli sér eldri og reyndari skákmenn á atkvöldinu.

Tölvan var látin um dráttinn eins og á síđustu skákkvöldum. Upp kom talan sjö ţannig ađ Vigfús var dreginn í ţetta sinn og höfđu sumir á orđi ađ ţetta vćri nú ekkert random. Vignir Vatnar valdi gjafabréf frá Dominos og Vigfús valdi Saffran enda lítur hver sínum augum á silfriđ. Nćsta skákkvöld verđur mánudaginn 29. janúar og ţá verđur hrađkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

1.  Vignir Vatnar Stefánsson, 5,5v/6

2.  Stephan Briem, 4v

3.  Kristján Halldórsson, 4v

4.  Benedikt Briem, 4v

5.  Kristófer Ómarsson, 3,5v

6.  Sigurđur Freyr Jónatansson, 3v

7.  Vigfús Ó. Vigfússon, 3v

8.  Hjalti Atlason, 3v

9.  Örn Alexandersson, 2,5v

10. Hjálmar Sigurvaldason, 1,5v

11. Björgvin Kristbergsson, 1v

12. Hörđur Jónasson, 1v

Lokastađan í chess-results:


Óvćnt úrslit í 1.umferđ Skákţings Reykjavíkur

IMG_9646

Margar skemmtilegar skákir voru tefldar í skáksal Taflfélags Reykjavíkur á miđvikudagskvöld ţegar flaggskip félagsins, Skákţing Reykjavíkur, lagđi úr höfn. Ţađ má međ sanni segja ađ ţetta sögufrćga skákmót hafi byrjađ međ látum. Stigahćrri skákmenn ţurftu margir hverjir ađ hafa mikiđ fyrir viđureignum sínum gegn ţeim stigalćgri svo oft skall hurđ nćrri hćlum. Ţó svo stigamunurinn vćri 500-900 stig ţá var handagangurinn í öskjunni slíkur ađ eitthvađ varđ undan ađ láta. Ţessari fyrstu umferđ lauk međ ţremur óvćntum úrslitum sem kann ađ gefa fyrirheit um ţađ sem koma skal í Skákţinginu ţetta áriđ.

Skákţing Reykjavíkur var fyrst haldiđ áriđ 1932. Ţá fór međ sigur úr býtum hinn sexfaldi Íslandsmeistari Ásmundur Ásgeirsson. Síđan ţá hafa margir af fremstu skákmönnum ţjóđarinnar hampađ Reykjavíkurmeistaratitlinum, enginn ţó oftar en stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson og alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson; alls sjö sinnum. Á međal sigurvegara eru stórmeistararnir Friđrik Ólafsson (1960, 1963, 1975), Margeir Pétursson (1980), Helgi Ólafsson (1976, 1977), Hjörvar Steinn Grétarsson (2009, 2010), Stefán Kristjánsson (2002, 2006) og Jón L. Árnason (1981).

Keppendur Skákţingsins ţetta áriđ eru alls 57 og ţar á međal eru tveir fyrrum Reykjavíkurmeistarar. Alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2426), sem vann mótiđ áriđ 2004, og FIDE-meistarinn Sigurbjörn J. Björnsson (2288), sem varđ hlutskarpastur áriđ 2007, ţykja báđir sigurstranglegir. Ađrir titilhafar sem munu vafalítiđ blanda sér í toppbaráttuna eru alţjóđlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson (2336), FIDE-meistarinn Dagur Ragnarsson (2332), FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2304) og stórmeistari kvenna Lenka Ptácníková (2218).

Mótiđ hófst á ţví ađ skákdrottningin Birna Halldórsdóttir lék fyrsta leikinn á efsta borđi í skák Einars Hjalta (2336) sem hafđi hvítt gegn Óskari Long Einarssyni (1785). Birna hefur ásamt manni sínum, Ólafi Ásgrímssyni, stađiđ stađföst vaktina hjá Taflfélagi Reykjavíkur í áratugi og hafa ţau hjónin gćtt félagiđ einstöku og ómetanlegu lífi. Ţađ fór vel á ţví ađ Birna léki fyrsta leikinn í einu elsta og virtasta skákmóti ţjóđarinnar ţar sem Ólafur gegnir embćtti skákstjóra. Birna lék kóngspeđi Einars Hjalta fram um tvo reiti og var sem peđiđ öđlađist fítonskraft ţví ţađ reyndist örlagavaldur snemma tafls. Töfrar Birnu eru órannsakanlegir.

Í ţessari fyrstu umferđ urđu ţau tíđindi helst ađ fyrrum formađur Taflfélags Reykjavíkur, Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1734), skellti Degi Ragnarssyni (2332) međ hvítu. Dagur geystist upp drottningarvćnginn og međ óstöđvandi frípeđ á b-línunni stóđ pilturinn međ pálmann í höndunum. Sjaldgćf villa hefur slćđst í útreikningana hjá Degi ţví hann bauđ upp á varhugaverđ drottningakaup sem umturnuđu taflinu. Skyndilega blasti viđ mát uppi í borđi, óleysanleg leikţröng og Sigurlaug stóđ til vinnings. Hún setti örlögin í hendur Guđsmannsins sem dansađi um borđiđ undir lok skákarinnar ţar til hann komst á a3-f8 skálínuna og vinningurinn var í höfn.

Rektor Menntaskólans viđ Hamrahlíđ, Lárus H. Bjarnason (1539) gerđi sér lítiđ fyrir og vann MR-inginn Gauta Pál Jónsson (2161) í nokkuđ sérkennilegri Sikileyjarvörn ţar sem Gauti Páll pakkađi inn peđi og fćrđi rektornum ađ gjöf í skiptum fyrir virka menn og betri peđastöđu. Ţó grunsamlega pakka beri ađ nálgast af varúđ ţá ţáđi rektorinn gjöfina án nokkurra eftirmála. Hann stóđ af sér allt sprikl Gauta Páls og hafđi ađ lokum sigur í 45 leikjum.

Gamla brýniđ Jón Úlfljótsson (1687) hélt upp á 50 ára Skákţingsafmćliđ sitt međ ţví ađ lćsa hurđum og henda lyklinum gegn Sigurbirni J. Björnssyni (2288). Ţó sögur fari af ţróttmiklum keppnismönnum í Faxafeninu sem komist hafa í gegnum lćstar hurđar ţá reyndist stađa Jóns svo rammgirt ađ vel vopnum búinn sérsveitarmađur hefđi ţurft frá ađ hverfa. Jón og Sigurbjörn sćttust ţví á skiptan hlut eftir 41 leik.

Önnur úrslit ţessarar viđburđaríku 1.umferđar voru samkvćmt hinni víđfrćgu bók. Engu ađ síđur voru margir meistarar framtíđarinnar hársbreidd frá ţví ađ gera ţaulvönum keppnismönnum skráveifu. Ţessi fyrsta umferđ lofar ţví svo sannarlega góđu fyrir fyrir framahaldiđ og eru skákunnendur hvattir til ţess ađ taka ţátt í veislunni međ ţví ađ líta viđ í skáksalinn. Hörkuskákir eru framundan í 2.umferđ mótsins sem hefst nćstkomandi sunnudag klukkan 13:00. Íslenskukennarinn og rithöfundurinn Bragi Halldórsson (2082) stýrir ţá hvítu mönnunum á efsta borđi gegn Einari Hjalta (2336). Á öđru borđi hefur Aron Ţór Mai (2066) hvítt gegn stórmeistarabananum Vigni Vatnari (2304).

Taflfélag Reykjavíkur mun sem fyrr ţjónusta skákáhugamenn međ öflugri úrslitaţjónustu, leiftursnöggum innslćtti skáka, glóđvolgum ljósmyndum úr skáksal og krćsingum úr eldhúsinu. Ţeir skákáhugamenn sem ekki eiga heimangengt geta fylgst međ skákum efstu borđa í beinni útsendingu á netinu.

Skákir 1.umferđar ásamt úrslitum og mótstöflu má finna á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.


Skákţing Akureyrar hefst á sunnudaginn

Skákţing Akureyrar, hiđ 80. í röđinni hefst nk. sunnudag 14. janúar. 

Teflt verđur í Skákheimilinu í Íţróttahöllinni viđ Skólastíg.

Dagskrá:

  1. umferđ sunnudaginn 14. janúar   kl. 13.00    
  2. umferđ fimmtudaginn 18. janúar  kl. 18.00
  3. umferđ sunnudaginn 21. janúar   kl. 13.00
  4. umferđ sunnudaginn 28. janúar   kl. 13.00
  5. umferđ sunnudaginn 4. febrúar   kl. 13.00
  6. umferđ sunnudaginn 11. febrúar  kl. 13.00
  7. umferđ sunnudaginn 18. febrúar  kl. 13.00

 Öllum er heimil ţátttaka í mótinu.

Tefldar verđa 7 umferđir skv. svissnesku kerfi. *

Sigurvegar mótsins hreppir heiđurstitilinn: **

 „Skákmeistari Akureyrar 2018“

Umhugsunartími verđur 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ tímann fyrir hvern leik (90+30).   

Ţátttökugjald er kr. 3.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Ţátttaka er ókeypis fyrir ţá unglinga sem greitt hafa ćfingagjald. 

Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga. 

Verđlaun:

  1. sćti kr. 20.000
  2. sćti kr. 14.000
  3. sćti kr. 8.000

stigaverđlaun (1799 stig og minna) kr. 8.000

 Skráning er hjá skákstjóra í netfangiđ askell@simnet.is eđa á facebook-síđu Skákfélags Akureyrar.

Einnig er hćgt ađ skrá sig á skákstađ eigi síđar en 15 mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar.

 

* Mótsstjórn áskilur sér rétt til ţess ađ gera breytingar á fjölda umferđa ţegar endanlegur ţátttakendalisti liggur fyrir.  Ákvörđun um fyrirkomulag verđur tilkynnt keppendum fyrir upphaf fyrstu umferđar.

** Skákmeistari Akureyrar getur ađeins sá orđiđ sem er búsettur á Akureyri og/eđa er fullgildur félagi í Skákfélagi Akureyrar. 


TORG skákmót Fjölnis verđur haldiđ 26. janúar á Skákdegi Íslands – Ókeypis ţátttaka

Mi+¦gar+¦sm+¦t +ˇ sk+ík 2016 (2)

Skákdeild Fjölnis hefur stađiđ fyrir afar glćsilegu TORG – skákmóti, hvert ár síđan 2004. Ţetta er eitt allra vinsćlasta barna-og unglingaskákmót landsins og er ćtlađ öllum áhugasömum grunnskólanemendum í Grafarvogi og á landinu öllu. Teflt er um verđlaunagripi og 30 verđlaun eđa happadrćttisvinninga. Teflt er í hátíđarsal Rimaskóla og hefst skákmótiđ kl. 15:00 föstudaginn 26. janúar og lýkur sama dag um kl 17:00. Skráning á stađnum og ţví heppilegt ađ allir keppendur mćti korteri fyrir keppni.

TORG skákmótiđ ber ađ ţessu sinni upp á Skákdag Íslands 26. janúar sem er afmćlisdagur Friđriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Friđrik verđur 83 ára ţennan dag og verđur honum bođiđ ađ vera viđstaddur mótiđ sem heiđursgestur og fylgjast međ ćsku Íslands ađ tafli. Ţátttaka á ţessu glćsilega móti er ókeypis. Hagkaup og Emmess ís eru styrktarađilar mótsins. Fyrirtćkin gefa fjölda vinninga og bjóđa öllum ţátttakendum upp á ís, drykk og nammi í skákhléi. Fyrirtćkin á Torginu viđ Hverafold gefa einnig vinninga til mótsins, gjafabréf á pítsur, bćkur, tískufatnađ ofl.  Foreldrar sem eru međvitađir um áhuga barna sinna á skáklistinni ćttu ađ hvetja börn sín til ađ taka ţátt í ţessu vinsćla skákmóti og taka tímann frá. Foreldrar eru einnig velkomnir ađ fylgjast međ og ţiggja kaffiveitingar á stađnum. Grunnskólanemendur, fjölmennum á skemmtileg skákmót í Rimaskóla á Skákdegi Íslands föstudaginn 26. janúar kl. 15.00 – 17:00.  

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779680

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband