Leita í fréttum mbl.is

Óvćnt úrslit í 1.umferđ Skákţings Reykjavíkur

IMG_9646

Margar skemmtilegar skákir voru tefldar í skáksal Taflfélags Reykjavíkur á miđvikudagskvöld ţegar flaggskip félagsins, Skákţing Reykjavíkur, lagđi úr höfn. Ţađ má međ sanni segja ađ ţetta sögufrćga skákmót hafi byrjađ međ látum. Stigahćrri skákmenn ţurftu margir hverjir ađ hafa mikiđ fyrir viđureignum sínum gegn ţeim stigalćgri svo oft skall hurđ nćrri hćlum. Ţó svo stigamunurinn vćri 500-900 stig ţá var handagangurinn í öskjunni slíkur ađ eitthvađ varđ undan ađ láta. Ţessari fyrstu umferđ lauk međ ţremur óvćntum úrslitum sem kann ađ gefa fyrirheit um ţađ sem koma skal í Skákţinginu ţetta áriđ.

Skákţing Reykjavíkur var fyrst haldiđ áriđ 1932. Ţá fór međ sigur úr býtum hinn sexfaldi Íslandsmeistari Ásmundur Ásgeirsson. Síđan ţá hafa margir af fremstu skákmönnum ţjóđarinnar hampađ Reykjavíkurmeistaratitlinum, enginn ţó oftar en stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson og alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson; alls sjö sinnum. Á međal sigurvegara eru stórmeistararnir Friđrik Ólafsson (1960, 1963, 1975), Margeir Pétursson (1980), Helgi Ólafsson (1976, 1977), Hjörvar Steinn Grétarsson (2009, 2010), Stefán Kristjánsson (2002, 2006) og Jón L. Árnason (1981).

Keppendur Skákţingsins ţetta áriđ eru alls 57 og ţar á međal eru tveir fyrrum Reykjavíkurmeistarar. Alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2426), sem vann mótiđ áriđ 2004, og FIDE-meistarinn Sigurbjörn J. Björnsson (2288), sem varđ hlutskarpastur áriđ 2007, ţykja báđir sigurstranglegir. Ađrir titilhafar sem munu vafalítiđ blanda sér í toppbaráttuna eru alţjóđlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson (2336), FIDE-meistarinn Dagur Ragnarsson (2332), FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2304) og stórmeistari kvenna Lenka Ptácníková (2218).

Mótiđ hófst á ţví ađ skákdrottningin Birna Halldórsdóttir lék fyrsta leikinn á efsta borđi í skák Einars Hjalta (2336) sem hafđi hvítt gegn Óskari Long Einarssyni (1785). Birna hefur ásamt manni sínum, Ólafi Ásgrímssyni, stađiđ stađföst vaktina hjá Taflfélagi Reykjavíkur í áratugi og hafa ţau hjónin gćtt félagiđ einstöku og ómetanlegu lífi. Ţađ fór vel á ţví ađ Birna léki fyrsta leikinn í einu elsta og virtasta skákmóti ţjóđarinnar ţar sem Ólafur gegnir embćtti skákstjóra. Birna lék kóngspeđi Einars Hjalta fram um tvo reiti og var sem peđiđ öđlađist fítonskraft ţví ţađ reyndist örlagavaldur snemma tafls. Töfrar Birnu eru órannsakanlegir.

Í ţessari fyrstu umferđ urđu ţau tíđindi helst ađ fyrrum formađur Taflfélags Reykjavíkur, Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1734), skellti Degi Ragnarssyni (2332) međ hvítu. Dagur geystist upp drottningarvćnginn og međ óstöđvandi frípeđ á b-línunni stóđ pilturinn međ pálmann í höndunum. Sjaldgćf villa hefur slćđst í útreikningana hjá Degi ţví hann bauđ upp á varhugaverđ drottningakaup sem umturnuđu taflinu. Skyndilega blasti viđ mát uppi í borđi, óleysanleg leikţröng og Sigurlaug stóđ til vinnings. Hún setti örlögin í hendur Guđsmannsins sem dansađi um borđiđ undir lok skákarinnar ţar til hann komst á a3-f8 skálínuna og vinningurinn var í höfn.

Rektor Menntaskólans viđ Hamrahlíđ, Lárus H. Bjarnason (1539) gerđi sér lítiđ fyrir og vann MR-inginn Gauta Pál Jónsson (2161) í nokkuđ sérkennilegri Sikileyjarvörn ţar sem Gauti Páll pakkađi inn peđi og fćrđi rektornum ađ gjöf í skiptum fyrir virka menn og betri peđastöđu. Ţó grunsamlega pakka beri ađ nálgast af varúđ ţá ţáđi rektorinn gjöfina án nokkurra eftirmála. Hann stóđ af sér allt sprikl Gauta Páls og hafđi ađ lokum sigur í 45 leikjum.

Gamla brýniđ Jón Úlfljótsson (1687) hélt upp á 50 ára Skákţingsafmćliđ sitt međ ţví ađ lćsa hurđum og henda lyklinum gegn Sigurbirni J. Björnssyni (2288). Ţó sögur fari af ţróttmiklum keppnismönnum í Faxafeninu sem komist hafa í gegnum lćstar hurđar ţá reyndist stađa Jóns svo rammgirt ađ vel vopnum búinn sérsveitarmađur hefđi ţurft frá ađ hverfa. Jón og Sigurbjörn sćttust ţví á skiptan hlut eftir 41 leik.

Önnur úrslit ţessarar viđburđaríku 1.umferđar voru samkvćmt hinni víđfrćgu bók. Engu ađ síđur voru margir meistarar framtíđarinnar hársbreidd frá ţví ađ gera ţaulvönum keppnismönnum skráveifu. Ţessi fyrsta umferđ lofar ţví svo sannarlega góđu fyrir fyrir framahaldiđ og eru skákunnendur hvattir til ţess ađ taka ţátt í veislunni međ ţví ađ líta viđ í skáksalinn. Hörkuskákir eru framundan í 2.umferđ mótsins sem hefst nćstkomandi sunnudag klukkan 13:00. Íslenskukennarinn og rithöfundurinn Bragi Halldórsson (2082) stýrir ţá hvítu mönnunum á efsta borđi gegn Einari Hjalta (2336). Á öđru borđi hefur Aron Ţór Mai (2066) hvítt gegn stórmeistarabananum Vigni Vatnari (2304).

Taflfélag Reykjavíkur mun sem fyrr ţjónusta skákáhugamenn međ öflugri úrslitaţjónustu, leiftursnöggum innslćtti skáka, glóđvolgum ljósmyndum úr skáksal og krćsingum úr eldhúsinu. Ţeir skákáhugamenn sem ekki eiga heimangengt geta fylgst međ skákum efstu borđa í beinni útsendingu á netinu.

Skákir 1.umferđar ásamt úrslitum og mótstöflu má finna á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.1.): 6
 • Sl. sólarhring: 115
 • Sl. viku: 686
 • Frá upphafi: 8664827

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 388
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband