Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2017

Skákţáttur Morgunblađsins: Héđinn leiđir Íslandsmótiđ

Héđinn Steingrímsson hefur unniđ tvćr fyrstu skákir sínar í keppni landsliđsflokks á Skákţingi Íslands sem fram fer í Hafnarfirđi og er einn efstur en hann er almennt talinn einn sigurstranglegasti keppandi mótsins međal ţeirra tíu keppenda sem tefla allir viđ alla. Hinn stórmeistarinn í flokknum, Hannes Hlífar sem hefur orđiđ Íslandsmeistari oftar en nokkur annar hefur gert jafntefli í tveim fyrstu skákum sínum. Mótiđ vekur athygli m.a. vegna ţátttöku ţriggja ungra skákmanna sem heyja prófraun sína í landsliđsflokki, hins 14 ára gamla Vignis Vatnars Stefánssonar, Bárđar Arnar Birkissonar og Dags Ragnarssonar.

Héđinn var međ hvítt í tveim fyrstu skákum sínum og í upphafsumferđinni vann hann fremur auđveldan sigur yfir Birni Ţorfinnssyni sem ađ flestra mati tefldi af fullmikilli léttúđ og síđan vann Héđinn Bárđ Örn. Dagur Ragnarsson lagđi hinn ţrautreynda Ísfirđing Guđmund Gíslason í 2. umferđ eftir jafntefli viđ Hannes Hlífar í 1. umferđ. Stađan ađ loknum tveim umferđum er ţessi:

1. Héđinn Steingrímsson 2 v. 2. – 4. Dagur Ragnarsson, Sigurbjörn Björnsson og Guđmundur Kjartansson 1 ˝ v. 5. Hannes Hlífar Stefánsson 1 v. 6. – 10. Vignir Vatnar Stefánsson, Bárđur Örn Birkisson, Davíđ Kjartansson, Guđmundur Gíslason og Björn Ţorfinnsson ˝ v.

Í 3. umferđ sem fram fór í gćrkvöldi áttu ađ tefla saman Vignir og Héđinn, Bárđur og Björn, Davíđ og Guđmundur Kjartansson, Dagur og Sigurbjörn og Hannes og Guđmundur Gíslason.

Ţađ liggur ljóst fyrir ađ ţetta mót er ekki jafn sterkt og t.d. Íslandsmótiđ 2015 en ţá voru međal ţátttakenda Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Hjörvar Steinn Grétarsson og Henrik Danielssen svo nokkrir séu nefndir. Íslandsmótiđ í fyrra var einnig betur skipađ. Hinsvegar verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ungu mönnunum sem hafa teflt mikiđ undanfariđ. Ţannig hefur Dagur Ragnarsson fariđ vel af stađ og sigur hans í 2. umferđ sem hér fer á eftir var einkar sannfćrandi:

Skákţing Íslands 2017:

Guđmundur Gíslason – Dagur Ragnarsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 cxd5 4. Bg5!?

Uppskiptaafbrigđiđ í slavnesku vörninni er ekki hćttulaust ef svartur er ekki vel inni í alfaraleiđum. En Guđmundur lćtur ekki reyna á ţekkingu Dags og velur sjaldséđan leik en biskupinum er oftast valinn stađur á f4.

4. ... Rc6 5. Rc3 h6 6. Bh4 g5 7. Bg3 Rf6 8. e3 Da5

Dagur bregst hart viđ, er ţegar međ ýmsar hugmyndir tengdar leppun riddarans á c3.

9. Bd3 Re4 10. Bxe4?!

Vafasamt. Etir 10. Rge2 er stađan í jafnvćgi.

10. ... dxe4 11. a3 Bg7 12. h4 Bf5 13. b4 Dd8 14. hxg5 hxg5 15. Hxh8+ Bxh8 16. Hc1 Hc8 17. Dh5 Bf6 18. Rge2 Dd7!

Ţrátt fyrir ýmsar hótanir hvíts er svarta stađan ţegar betri og engan veikan blett ađ finna.

19. d5 Rd8 20. Rd4 Bg6 21. Dh6 a6 22. Dh2 Bg7 23. Be5 f6 24. Bg3 e6 25. Re2 e5! 

G45118UCOLokar á allan samgang hvítu mannanna. Hvíta stađan er strategískt töpuđ.

26. f3 exf3 27. gxf3 Rf7 28. f4 Dg4 29. Hd1 Kd7 30. fxe5 fxe5 31. Ra4 Hh8 32. Dg2 Rd6 33. Hc1 Ke8 34. Rc5 Hh3 35. Re6 Bf6 36. Hc7 Be4

Loks lćtur ţessi biskup til sín taka og ţá er fátt um varnir.

37. Df2 Bf3 38. Bh2 Re4 39. Hc8+ Kd7 40. Hc7+ Ke8 41. Hc8 Kd7 42. Hc7+ Kd6 43. Dg1 Bxe2 44. Hxb7 Dh4+

– og hvítur gafst upp. Besta skákin á Íslandsmótinu til ţessa. 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


Áttunda og nćstsíđasta umferđin hefst kl. 17 í Hafnarfirđi

18452336_10155378751733217_109898250_o

Áttunda og nćstsíđasta umferđ  Íslandsmótsins í skák hefst kl. 17 í dag í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirđi. Sem fyrr berjast Íslandsmeistararnir frá 2015 og 2014 um titilinn. Héđinn Steingrímsson hefur 6˝ vinning og Guđmundur Kjartansson 6 vinninga. Héđinn mćtir Sigurbirni Björnssyni í dag og Guđmundur teflir viđ Björn Ţorfinnsson. Dagur Ragnarsson getur tryggt sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli geri hann jafntefli viđ eđa vinni Davíđ Kjartansson. 

Umferđ dagsins:

  • SM Héđinn Steingrímsson (6˝) - FM Sigurbjörn Björnsson (3)
  • AM Björn Ţorfinnsson (3˝) - AM Guđmundur Kjartansson (6) 
  • FM Davíđ Kjartansson (3) - FM Dagur Ragnarsson (5)
  • FM Vignir Vatnar Stefánsson (2) - SM Hannes Hlífar Stefánsson (3˝)
  • Bárđur Örn Birkisson (1) - Guđmundur Gíslason (1˝)  

 

Stađan: 

1. Héđinn Steingrímsson (2562) 6˝ v.
2. Guđmundur Kjartansson (2437) 6 v.
3. Dagur Ragnarsson (2320) 5 v.
4.-5. AM Björn Ţorfinnsson (2407) og SM Hannes Hlífar Stefánsson (2566) 3˝ v.
6.-7. FM 
Sigurbjörn Björnsson (2268) og FM Davíđ Kjartansson (2389) 3 v.
8. Vignir Vatnar Stefánsson (2334) 2 v.
9. 
Guđmundur Gíslason (2336) 1˝ v.
10. Bárđur Örn Birkisson (2162) 1 v.

 


Héđinn efstur - enn fylgir Guđmundur eins og skugginn

2017-05-18 17.07.44

Héđinn Steingrímsson (2562) vann sigur á Guđmundi Gíslasyni (2336) í afar spennandi skák sem er rétt nýlokiđ. Guđmundur sem lengi hafđi vonda stöđu sýndi mikla útsjónarsemi í vörninni en svo fór ađ hann sá ekki viđ stórmeistaranum sem var sífellt ađ búa til ný vandamál fyrir Vestfirđinginn. Vel tefld skák ađ beggja hálfu. Héđinn er efstur međ 6˝ vinning. 

Guđmundur Kjartansson (2437) heldur sínu striki. Í dag vann hann Sigurbjörn Björnsson (2268) í ţungri baráttuskák. Frammistađa Guđmundar er frábćr og í venjulegu móti myndu 6 vinningar í sjö skákum ţýđa efsta sćtiđ. 

 

2017-05-18 17.05.17

Dagur Ragnarsson (2320) vann Vigni Vatnar Stefánsson (2334) eftir ljótan afleik Vignis í heldur verri stöđu. Dagur er ţriđji međ 5 vinninga á sínu fyrsta Íslandsmóti. Framúrskarandi góđ frammistađa. Fjölnispilturinn ţarf nú hálfan vinning í tveimur síđustu umferđunum til ađ krćkja sér í sinn fyrsta áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. 

2017-05-18 17.02.02

Hannes Hlífar Stefánsson (2566), tólffaldur Íslandsmeistari, hefur ekki átt gott mót. Eftir margar magrar skákir vann hann loks í dag skák. Hann lagđi ađ velli Bárđ Örn Birkisson (2162). Davíđ Kjartansson (2389) hefur veriđ ađ sćkja í sig veđriđ eftir slćma byrjun og hafđi sigur á Birni Ţorfinnssyni (2407). 

Stađan

1. Héđinn Steingrímsson (2562) 6˝ v.
2. Guđmundur Kjartansson (2437) 6 v.
3. Dagur Ragnarsson (2320) 5 v.
4.-5. AM Björn Ţorfinnsson (2407) og SM Hannes Hlífar Stefánsson (2566) 3˝ v.
6.-7. FM 
Sigurbjörn Björnsson (2268) og FM Davíđ Kjartansson (2389) 3 v.
8. Vignir Vatnar Stefánsson (2334) 2 v.
9. 
Guđmundur Gíslason (2336) 1˝ v.
10. Bárđur Örn Birkisson (2162) 1 v.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 17. Ţá teflir Héđinn viđ Sigurbjörn, Guđmundur Kjartansson mćtir Birni og Dagur sest á móti á Davíđ. 

2017-05-18 19.30.40

Á skákstađ er hćgt ađ fylgjast međ skákunum á stóru tjaldi í skáksalnum. Einnig er hćgt ađ setjast inn í skákskýringaherbergiđ ţar sem hćgt er ađ spá í spilin međ öđrum áhorfendum. 


Sjöunda umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 17

18452336_10155378751733217_109898250_o

Sjöunda umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 17 í dag í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirđi. Spennan er mikil á mótinu en Héđinn Steingrímsson hefur hálfs vinnings forskot á Guđmund Kjartansson ţegar ţremur umferđum er ólokiđ. Ţeir mćtast einmitt í lokaumferđinni á laugardag. Héđinn teflir viđ Guđmund Gíslason í dag, sem einmitt vann Héđin á Íslandsmótinu í fyrra óvćnt, en Guđmundur Kjartansson mćtir Sigurbirni Björnssyni. 

Umferđ dagsins:

  • FM Guđmundur Gíslason (1˝) - SM Héđinn Steingrímsson (5˝)
  • FM Sigurbjörn Björnsson (3) - AM Guđmundur Kjartansson (5)
  • FM Dagur Ragnarsson (4) - FM Vignir Vatnar Stefánsson (2)
  • FM Davíđ Kjartansson (2) - AM Björn Ţorfinnsson (3˝)
  • SM Hannes Hlífar Stefánsson (2˝) - Bárđur Örn Birkisson (1)

 

Stađan:

 

1. SM Héđinn Steingrímsson (2562) 5˝ v.
2. AM Guđmundur Kjartansson (2437) 5 v.
3. FM Dagur Ragnarsson (2320) 4 v.
4. AM Björn Ţorfinnsson (2407) 3˝ v.
5. FM Sigurbjörn Björnsson (2268) 3 v.
6. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2558) 2˝ v.
7.-8. 
FM Davíđ Kjartansson (2389) og FM Vignir Vatnar Stefánsson (2334) 2 v.
9. FM
 Guđmundur Gíslason (2336) 1˝ v.
10. Bárđur Örn Birkisson (2162) 1 v.

Á skákstađ er hćgt ađ fylgjast međ skákunum á stóru tjaldi í skáksalnum. Einnig er hćgt ađ setjast inn í skákskýringaherbergiđ ţar sem hćgt er ađ spá í spilin međ öđrum áhorfendum. 


Mikiđ fjör á Vorhátíđ Taflfélags Reykjavíkur

20170513_160230-620x330

Laugardaginn 13. maí fór fram vorhátíđarskákćfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 35 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mćttu á sameiginlega lokaćfingu. Ţetta var sannkölluđ uppskeruhátíđ. Fyrst var teflt 6 umferđa skákmót, Uppskerumót TR, međ umhugsunartímanum 5+3. Síđan fór fram verđlaunaafhending fyrir ástundun og árangur á ćfingum félagsins á vorönninni. Ađ lokum fór fram verđalaunaafhending fyrir Uppskerumótiđ og í kjölfariđ var bođiđ upp á sparihressingu.

Mćting var góđ úr öllum skákhópunum: byrjendahópunum, laugardagsćfingahópnum, framhaldshópunum og stelpuskákhópnum. Ţrír drengir úr afrekshópnum tóku ţátt, sem gestir og án ţess ađ gera tilkall til verđlauna. Ţađ voru ţeir Björn Hólm Birkisson, Hilmir Freyr Heimisson og Róbert Luu. Mikill fengur var ađ fá ţá međ í mótiđ og yngri krakkarnir fengu ađ spreyta sig „uppi á palli“ á móti ţeim. Mjög skemmtilegt! Ţeir héldu svo áfram á skákćfingu hjá afrekshópnum!

Tćplega fjórđungur keppenda voru stúlkur, en ţátttaka stúlkna hefur fariđ vaxandi á skákmótum félagsins í vetur. Ţađ var einmitt Batel Goitom Haile, sem varđ efst allra í mótinu međ 5 vinninga eđa hálfum vinning á eftir „gestunum“ Hilmi Frey og Birni Hólm. Mjög flottur árangur hjá henni. 

Heildarsigurvegarar (ţegar frá eru taldir gestirnir):

1. Batel Goitom Haile 5 v. af 6

2. Kristján Dagur Jónsson 5

3. Einar Tryggvi Petersen 4

Stúlknaverđlaun:

1. Ásthildur Helgadóttir 4

2. Iđunn Helgadóttir 3,5

3. Katrín María Jónsdóttir 3

Best fćdd 2005 og síđar:

1. Árni Ólafsson 4

2. Ingvar Wu Skarphéđinsson 4

3. Einar Dagur Brynjarsson 4

Best fćdd 2008 og síđar:

1. Mikael Bjarki Heiđarsson 3,5

2. Daníel Davíđsson 3

3. Bjartur Ţórisson 3

Nánari upplýsingar um lokastöđu og einstök úrslit má finna á chess-results.

Nánar á heimasíđu TR.


Héđinn efstur í Hafnarfirđi - Guđmundur fylgir enn eins og skugginn

2017-05-16 17.02.22

Héđinn Steingrímsson (2562) heldur áfram á sigurbraut á Íslandsmótinu í skák í Hafnarfirđi. Í sjöttu umferđ sem fram fór í kvöld vann hann Hannes Hlífar Stefánsson (2566) međ mjög góđri endatafltćkni. Héđinn hefur 5˝ vinning. Guđmundur Kjartansson (2437) er hins vegar ekkert á ţví ađ sleppa honum langt frá sér. Í kvöld vann Guđmundur nafna sinn Gíslason (2336) eftir ađ hafa haft frumkvćđi alla skákina. Hann er ađeins hálfum vinningi á eftir Héđni. Baráttan virđist ćtla ađ standa á milli Íslandsmeistaranna frá 2015 og 2014 en ţeir munu mćtast í lokaumferđinni á laugardaginn.

2017-05-16 17.02.48

Dagur Ragnarsson (2320) er ţriđji međ 4 vinning eftir öruggan sigur á Bárđi Erni Birkissyni (2162). Sigurbjörn Björnsson (2268) stöđvađi sigurgöngu Björns Ţorfinnssonar (2407). Eina jafntefli umferđarinnar gerđu Vignir Vatnar Stefánsson (2334) og Davíđ Kjartansson (2389).

Stađan

1. Héđinn Steingrímsson (2562) 5˝ v.
2. Guđmundur Kjartansson (2437) 5 v.
3. Dagur Ragnarsson (2320) 4 v.
4. Björn Ţorfinnsson (2407) 3˝ v.
5. Sigurbjörn Björnsson (2268) 3 v.
6. Hannes Hlífar Stefánsson (2566) 2˝ v.
7.-8. Davíđ Kjartansson (2389) og Vignir Vatnar Stefánsson (2334) 2 v.
9. 
Guđmundur Gíslason (2336) 1˝ v.
10. Bárđur Örn Birkisson (2162) 1 v.

Frídagur er á morgun. Sjöunda umferđ fer fram á fimmtudaginn og hefst kl. 17. Ţá teflir Héđinn viđ Guđmund Gíslason og Guđmundur Kjartansson viđ Sigurbjörn

Á skákstađ er hćgt ađ fylgjast međ skákunum á stóru tjaldi í skáksalnum. Einnig er hćgt ađ setjast inn í skákskýringaherbergiđ ţar sem hćgt er ađ spá í spilin međ öđrum áhorfendum. 


Björgvin hlaut 3˝ vinning í Búdapest

18341765_10158644078870440_8229525409541732710_nBjörgvin Víglundsson (2123) tók ţátt í First Saturday-móti sem lauk í Búdapest í Ungverjalandi í dag. Björgvin hlaut 3˝ í 9 skákum. Prýđisgóđ frammistađa hjá Björgvini, sem var nćststigalćgstur keppenda. Hann hćkkađi um 14 stig fyrir frammistöđuna. 

Sérstaklega gekk honum vel á móti alţjóđlegu meisturnum en gegn ţeim fékk 2˝ í 5 skákum.

Einstök úrslit hjá Björgvini má finna á Chess-Results

First Saturday-mótiđ


Sjötta umferđ Íslandsmótsins hefst í Hafnarfirđi kl. 17 - stórmeistaraslagur

18452336_10155378751733217_109898250_o

Sjötta umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 17 í dag í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirđi. Spennandi viđureignir í dag en stórmeistaraslagur verđur í bođi ţegar Héđinn Steingrímsson (2562) og Hannes Hlífar Stefánsson (2566) mćtast. Guđmundur Kjartansson (2437), sem er ađeins hálfum vinningi á eftir Héđni, mćtir nafna sínum Gíslasyni (2336)

Umferđ dagsins:

  • SM Héđinn Steingrímsson (4˝) - SM Hannes Hlífar Stefánsson (2˝)
  • AM Guđmundur Kjartansson (4) - FM Guđmundur Gíslason (1˝)
  • AM Björn Ţorfinnsson (3˝) - FM Sigubjörn Björnsson (2)
  • Bárđur Örn Birkisson (1) - FM Dagur Ragnarsson (3)
  • FM Vignir Vatnar Stefánsson (1˝) - FM Davíđ Kjartansson (1˝) 

Stađan:

1. SM Héđinn Steingrímsson (2562) 4˝ v.
2. AM Guđmundur Kjartansson (2437) 4 v.
3. AM Björn Ţorfinnsson (2407) 3˝ v.
4. FM Dagur Ragnarsson (2320) 3 v.
5. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2566) 2˝ v.
6. FM Sigurbjörn Björnsson (2268) 2 v.
7.-9. FM Davíđ Kjartansson (2389), FM Guđmundur Gíslason (2336) og Vignir Vatnar Stefánsson (2334) 1˝ v.
10. Bárđur Örn Birkisson (2162) 1 v.

Á skákstađ er hćgt ađ fylgjast međ skákunum á stóru tjaldi í skáksalnum. Einnig er hćgt ađ setjast inn í skákskýringaherbergiđ ţar sem hćgt er ađ spá í spilin međ öđrum áhorfendum. 


Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram 26.-28. maí

Skákskóli Íslands

Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2016/2017 fer fram dagana 26.–28. maí og verđur í tveim styrkleika/stigaflokkum.  Annar flokkurinn verđur skipađur keppendum sem hafa 1600 alţjóđleg elo-stig eđa meira en hinn flokkurinn er skipađur keppendum sem er undir 1600 elo stigum eđa stigalausir. 

Skráning fer fram hér á Skák.is (guli kassinn efst). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Vakin er athygli á ţví ađ tímamörk eru mismunandi í flokkunum og fćrri umferđir verđa tefldar í efri styrkleikaflokknum en ţar er teflt um sćmdarheitiđ Meistari  Skákskóla Íslands. Núverandi meistari Skákskólans er Dagur Ragnarsson. 

Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku. 

Mótsnefnd mun jafnframt taka afstöđu til óska ţeirra sem ekki ná stigalágmörkum en vilja líka tefla í stigahćrri flokknum.  

Flokkur undir 1600–elo-stigum og stigalausir: 

  1. umferđ: Föstudagur 26. maí kl. 18
  2. umferđ: Föstudagur 26. maí kl. 20 
  1. umferđ. Laugardagur 27. maí kl. 10-13.
  2. umferđ: Laugardagur 27. maí 13 –16
  3. umferđ: Laugardagur 27. maí 16-19 

6.. umferđ: Sunnudagur 28. maí kl. 10-13.

  1. umferđ: Laugardagur 28. maí kl. 13 –16
  2. umferđ: Laugardagur 28. maí kl. 16-19 

Tímamörk í öllum umferđunum 30 30. 

Keppendur geta tekiđ eina eđa tvćr ˝ vinnings yfirsetur í fyrstu fimm umferđunum en tilkynna verđur um yfirsetuna fyrir umferđ og áđur en rađađ er í ţá nćstu. 

 

Flokkur keppenda međ 1600 – elo stig og meira. 

 

Tefldar verđa sex umferđir eftir svissneska kerfinu í báđum flokkum.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

 

Flokkur 1600 alţjóđleg elo – stig og ofar:

 

  1. umferđ: Föstudagur 26. maí kl. 16
  2. umferđ: Föstudagur 26. maí kl. 20

 

  1. umferđ. Laugardagur 27. maí kl. 10
  2. umferđ: Laugardagur 27. maí 15

 

  1. umferđ: Sunnudagur 28. maí kl. 10
  2. umferđ: Sunnudagur 28. maí kl. 15

 

Tímamörk í öllum umferđunum 90 30.

 

Keppendur geta tekiđ eđa tvćr ˝ vinnings yfirsetu í fyrstu fjórum umferđunum en verđa ađ tilkynna um yfirsetuna fyrir umferđina og áđur en rađađ er í nćstu umferđ.

Skákmenn sem eru međ minna en 1600 elo- stig geta óskađ eftir ţví ađ tefla í flokki stigahćrri keppenda og mun mótsnefnd taka afstöđu til ţess og skila niđurstöđu međ góđum fyrirvara. 

 

Verđlaun í flokki 1600 elo +

 

  1. verđlaun: farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 50 ţús + uppihaldskostnađur kr. 35 ţús.
  2. verđlaun: Farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 40 ţús.
  3. – 5. sćti Vandađar skákbćkur.

Auk ţess verđa veitt stigaflokkaverđlaun í mótinu:

 

1800 – 2000 elo:

  1. verđlaun: Farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 40 ţús.

 

1600-1800 elo:

  1. verđlaun: Farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 40 ţús.

 

Verđlaun í flokki 1600 elo og minna  og stigalausra:

 

  1. verđlaun: farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 40 ţús:
  2. – 3. verđlaun: vandađar skákbćkur ađ eigin vali.

 

Verđlaun keppenda sem eru undir 1200 elo stig eđa stigalausir:

  1. verđlaun: Vandađar skákbćkur.
  2. verđlaun: Landsliđstreyja „tólfunnar“.
  3. verđlaun: Landsliđstreyja „tólfunnar“.

 

Mótsstig úrskurđa verđi keppendur jafnir ađ vinningum í báđum flokkum - nema í keppni um 1.  sćti í stigahćrri flokknum . Ţá skal teflt um titilinn: 

Meistari Skákskóla Íslands 2017. 

Ađalstyrktarađili Meistaramóts Skákskóla Íslands 2017 er  GAMMA. 

 


Héđinn efstur - Guđmundur fylgir eins og skugginn - Björn í banastuđi

2017-05-15 17.03.39

Í kvöld fór fram fimmta umferđ Íslandsmótsins í skák í Hafnarfirđi. Héđinn Steingrímsson (2562) er sem fyrr efstur á mótinu en hann hefur 4˝ vinning. Hann vann Dag Ragnarsson (2320) í vel tefldri skák í kvöld.

2017-05-15 17.04.12

Guđmundur Kjartansson (2437) fylgir stórmeistaranum eins og skugginn. Í kvöld lagđi hann stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson ađ velli. Guđmundur fórnađi biskupi, sem Hannes mátti ekki taka og hafđi nokkuđ öruggan sigur í framhaldinu. Björn Ţorfinnsson (2407), sem byrjađi illa á mótinu, er nú orđinn ţriđji međ 3˝ eftir ţrjá sigra í röđ. Í dag vann hann Vigni Vatnar Stefánsson (2334). 

2017-05-15 17.03.54

Guđmundur Gíslason (2336) og Davíđ Kjartansson (2389) lyftu sér báđir af botninum međ sigurskákum. Guđmundur vann Sigurbjörn Björnsson (2268) en Davíđ sigrađi Bárđ Örn Birkisson (2162).

Stađan

1. Héđinn Steingrímsson 4˝ v.
2. Guđmundur Kjartansson 4 v.
3. Björn Ţorfinnsson 3˝ v.
4. Dagur Ragnarsson 3 v.
5. Hannes Hlífar Stefánsson 2˝ v.
6. Sigurbjörn Björnsson 2 v.
7.-9. Davíđ Kjartansson, Guđmundur Gíslason og Vignir Vatnar Stefánsson 1˝ v.
10. Bárđur Örn Birkisson 1 v.

Sjötta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 17. Ţá verđur stórmeistaraslagur ţegar Héđinn og Hannes mćtast. Guđmundur Kjartansson mćtir nafna sínum Gíslasyni og Björn teflir viđ Sigurbjörn Björnsson. 

Á skákstađ er hćgt ađ fylgjast međ skákunum á stóru tjaldi í skáksalnum. Einnig er hćgt ađ setjast inn í skákskýringaherbergiđ ţar sem hćgt er ađ spá í spilin međ öđrum áhorfendum. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband