Leita í fréttum mbl.is

Héđinn efstur - enn fylgir Guđmundur eins og skugginn

2017-05-18 17.07.44

Héđinn Steingrímsson (2562) vann sigur á Guđmundi Gíslasyni (2336) í afar spennandi skák sem er rétt nýlokiđ. Guđmundur sem lengi hafđi vonda stöđu sýndi mikla útsjónarsemi í vörninni en svo fór ađ hann sá ekki viđ stórmeistaranum sem var sífellt ađ búa til ný vandamál fyrir Vestfirđinginn. Vel tefld skák ađ beggja hálfu. Héđinn er efstur međ 6˝ vinning. 

Guđmundur Kjartansson (2437) heldur sínu striki. Í dag vann hann Sigurbjörn Björnsson (2268) í ţungri baráttuskák. Frammistađa Guđmundar er frábćr og í venjulegu móti myndu 6 vinningar í sjö skákum ţýđa efsta sćtiđ. 

 

2017-05-18 17.05.17

Dagur Ragnarsson (2320) vann Vigni Vatnar Stefánsson (2334) eftir ljótan afleik Vignis í heldur verri stöđu. Dagur er ţriđji međ 5 vinninga á sínu fyrsta Íslandsmóti. Framúrskarandi góđ frammistađa. Fjölnispilturinn ţarf nú hálfan vinning í tveimur síđustu umferđunum til ađ krćkja sér í sinn fyrsta áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. 

2017-05-18 17.02.02

Hannes Hlífar Stefánsson (2566), tólffaldur Íslandsmeistari, hefur ekki átt gott mót. Eftir margar magrar skákir vann hann loks í dag skák. Hann lagđi ađ velli Bárđ Örn Birkisson (2162). Davíđ Kjartansson (2389) hefur veriđ ađ sćkja í sig veđriđ eftir slćma byrjun og hafđi sigur á Birni Ţorfinnssyni (2407). 

Stađan

1. Héđinn Steingrímsson (2562) 6˝ v.
2. Guđmundur Kjartansson (2437) 6 v.
3. Dagur Ragnarsson (2320) 5 v.
4.-5. AM Björn Ţorfinnsson (2407) og SM Hannes Hlífar Stefánsson (2566) 3˝ v.
6.-7. FM 
Sigurbjörn Björnsson (2268) og FM Davíđ Kjartansson (2389) 3 v.
8. Vignir Vatnar Stefánsson (2334) 2 v.
9. 
Guđmundur Gíslason (2336) 1˝ v.
10. Bárđur Örn Birkisson (2162) 1 v.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 17. Ţá teflir Héđinn viđ Sigurbjörn, Guđmundur Kjartansson mćtir Birni og Dagur sest á móti á Davíđ. 

2017-05-18 19.30.40

Á skákstađ er hćgt ađ fylgjast međ skákunum á stóru tjaldi í skáksalnum. Einnig er hćgt ađ setjast inn í skákskýringaherbergiđ ţar sem hćgt er ađ spá í spilin međ öđrum áhorfendum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 617
 • Sl. sólarhring: 1482
 • Sl. viku: 7553
 • Frá upphafi: 8457739

Annađ

 • Innlit í dag: 364
 • Innlit sl. viku: 3909
 • Gestir í dag: 293
 • IP-tölur í dag: 269

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband