Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2017

Skákţáttur Morgunblađsins: Lombardy, ađstođarmađur Fischers í einvígi aldarinnar, fallinn frá

GKI11U6JH"Ţú hellir ekki steypu í helgan brunn." Í kvikmyndinni Pawn Sacrifice eru ţessi orđ lögđ í munn kaţólska prestinum William Lombardy ţegar einhver stingur upp á ţví ađ ađalsöguhetjan, Bobby Fischer, sé settur á lyf. Ţarna er brugđiđ upp mynd af geđţekkum og skilningsríkum manni sem er vakinn og sofinn yfir velferđ skjólstćđings síns. Og ţađ verđur ekki tekiđ frá „séra Lombardy“, eins og hann var gjarnan nefndur hér á landi, ađ hann reyndist Bobby Fischer vel viđ ýmis tćkifćri og milli ţeirra var einhvers konar brćđrasamband sem hélst allt frá ţeirra fyrstu kynnum á heimili Jack Collins og í helstu skákklúbbunum á Manhattan snemma á sjötta áratug síđustu aldar.

Lombardy sem lést 13. október sl. var sex árum eldri, fćddur 4. desember áriđ 1937. Hann varđ heimsmeistari unglinga í Toronto í Kanada međ fullu húsi vinninga í áriđ 1957 en ţađ afrek féll í skugga ţeirra tíđinda er Bobby Fischer varđ Bandaríkjameistari nokkrum mánuđum síđar ađeins 14 ára gamall. Upp frá ţví beindist athyglin ađ Fischer sem hafđi til ađ bera eindreginn ásetning til ađ verđa heimsmeistari. Lombardy vann ýmis góđ afrek á nćstu árum, stóđ sig vel á ólympíumótum og tefldi á 1. borđi fyrir Bandaríkin sem sigruđu á heimsmeistaramóti stúdenta áriđ 1960. Mótiđ fór fram í Leníngrad og í úrslitaviđureigninni viđ sveit Sovétríkjanna lagđi Lombardy Spasskí ađ velli. Hann hafđi unniđ sér ţátttökurétt á millisvćđamótinu í Stokkhólmi áriđ 1962 en gaf sćtiđ frá sér og helgađi kaţólsku kirkjunni starfskrafta sína nćstu árin; tók vígslu sem prestur áriđ 1967. Ţegar hann kom hingađ til lands sem ađstođarmađur Fischers í heimsmeistaraeinvíginu 1972 skartađi hann yfirleitt prestkraganum, yfirgaf ţó kirkjuna nokkrum árum síđar og sonur hans, Raymond Lombardy, taldi í viđtali á dögunum ađ helsta ástćđa ţess hefđi veriđ óánćgja Lombardys međ auđsöfnun kirkjunnar. Lombardy kom hingađ í fyrsta sinn á heimsmeistaramót stúdenta áriđ 1957 og nćst 15 árum síđar; hlutverk hans hans sem ađstođarmađur Fischers í „einvígi aldarinnar“ var ekki alltaf auđvelt en hann átti sinn ţátt í ţví ađ áskorandinn yfirgaf ekki landiđ eins og útlit var fyrir ţegar í miklu stappi stóđ vegna ađbúnađar á sviđi Laugardalshallar.

GM811U8PBAftur var Lombardy mćttur til leiks sem ađaldómari á svćđamóti á Hótel Esju áriđ 1975 og tefldi á Reykjavíkurmótinu áriđ 1978 og fjölmörgum mótum tímaritsins Skákar á landsbyggđinni um miđjan níunda áratuginn. Hann hafđi uppi áform um ađ setjast hér ađ en ekkert varđ úr. Sá var kannski helsti ljóđur á ráđi hans hversu ósveigjanlegur hann var ţegar upp kom jafnvel lítilfjörlegur ágreiningur. Margir minnast hans međ ţakklćti, t.d. ţegar hann starfađi fyrir „Collins-börnin“ sem áttu í afar vel heppnuđum samskiptum viđ Taflfélag Reykjavíkur fyrir u.ţ.b. 40 árum. Lombardy ól allan sinn aldur í New York en kjör hans ţar hin síđari ár voru bágborin og heilsufariđ ekki gott. Stórblađiđ „The New York Times“ birti grein í fyrra um ađstćđur hans ţegar nýr eigandi snarhćkkađi leigu á húsnćđi ţví sem hafđi veriđ heimili hans í 40 ár. Lyktir urđu ţćr ađ Lombardy var borinn út en vinur hans frá Martinez, litlum bć í grennd viđ San Francisco, skaut yfir hann skjólhúsi og ţar bjó hann undir ţađ síđasta.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Tap gegn Ungverjum - Hannes og Guđmundur međ jafntefli

P1040968

Íslenska liđiđ í opnum flokki tapađi 1-3 fyrir Ungverjum á EM landsliđa sem fram fór í dag. Hannes Hlífar Stefánsson (2508) gerđi jafntefli viđ Zoltan Almasi (2707) á ţriđja borđi og Guđmundur Kjartansson (2456) náđi sömu úrslitum á fjórđa borđi á móti Ferenc Berkes (2661). Héđinn Steingrímsson (2576) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) töpuđu á fyrsta og öđru fyrir Viktor Erdos(2624) og Richard Rapport (2686). Miđađ viđ stigamuninn á villa liđanna teljast ţetta nokkuđ eđlileg úrslit en ţess má geta ađ Ungverjar enduđu í ţriđja sćti á EM landsliđa í Reykjavík í hitteđfyrra. 

P1040987

Skákir dagsins má nálgast hér

Úrslit dagsins

Clipboard02


Ingvar Ţór Jóhannesson, liđsstjóri liđsins, mun fara nánar yfir gang mála í pistli  í kvöld. 

Ekki liggur fyrir pörun morgudagsins. Umferđin á morgun hefst kl. 13


Skákir 2. deildar Íslandsmóts skákfélaga

Skákir annarrar deildar fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga eru nú ađgengilegur. Ţađ var Dađi Ómarsson sem sló ţćr inn. Ţćr má nálgast sem viđhengi međ ţessari fćrslu.


EM landsliđa: Umferđ dagins - Ungverjar hvíla Leko

russian-teams-with-grischuk

Fyrsta umferđ Evrópumóts landsliđa hefst núna kl. 12 í dag. Andstćđingar dagsins eru ekkert slor en ţađ eru Ungverjar sem hafa á skipa sjöundu sterkstu sveit mótsins međ međalstigin 2683 skákstig. Til samanburđar eru međalstig íslenska liđsins 2527 skákstig  og íslenska liđinu rađađ nr. 27. Ungverjar hvíla fyrsta borđs manninn Peter Leko (2679) sem í sjálfu sér ţarf ekki ađ koma á óvart. 

Rússarnir (sjá mynd) hafa titil ađ verja í báđum flokkum. 

Viđureign dagsins

Clipboard03


Ísland hefur einu sinni áđur mćtt Ungverjalandi á ţessu móti. Ţađ var áriđ 2007 ţegar keppnin fór fram á sama stađ. Ţá tapađist viđureignin afar naumlega 1˝-2˝. Hannnes Hlífar, Héđinn og Henrik Danielsen gerđu jafntefli en Stefán Kristjánsson tapađi. Hannes gerđi jafntefli viđ Almasi á fyrsta borđi en ţeir mćtast nú á ţriđja borđi. Berkes var ţá varamađur en ţeir tveir eru ţeir einu sem enn eru í ungverska liđinu. 

Umferđin hefst núna kl. 12. Frá og morgundeginum hefjast umferđir kl. 13.


Símon og Andri Freyr töpuđu í gćr

471_Simon_Thorhallsson-240x300

Í gćr hófst alţjóđlegt unglingamót í Uppsölum í Svíţjóđ. Ísland á ţá tvo fulltrúa, Akureyringana Símon Ţórhallsson (2027) og Andra Freyr Björgvinsson (1937). Báđir töpuđu ţeir í gćr fyrir stigahćrri andstćđingum.

Tvćr umferđir eru tefldar í dag og er sú fyrri í gangi núna.

 


EM landsliđa hefst á morgun - Ungverjar í fyrstu umferđ

22780285_10155994531193291_812049519285056188_n

EM landsliđa var sett í dag á grísku eyjunni Krít. Íslenska liđiđ hélt snemma af stađ (rúta kl. 4:30 frá BSÍ) og stefnan tekin á Brussel međ Icelandair. Ţađan var svo flogiđ til Krítar og lenti íslenski hópurinn um 19:30 á stađartíma á Krít. Héđinn ferđađist ekki međ hópnum í dag. Hann kom á skákstađ í fyrradag. 

Teflt er á hótelinu Crete Maris. Sami skákstađur og sama mót fór fram á áriđ 2007. Ţá gekk íslenska liđinu framúrskarandi vel en íslenska liđiđ lenti ţá í 20 sćti - ellefu sćtum ofan en liđinu var rađađ fyrirfram  međ um 50% vinningshlutfall ţrátt fyrir ađ hafa teflt viđ sterkari sveitir í 8 umferđum af 9. 

Setning mótsins var flott hjá mótshöldurum. Í kjölfar hans fór liđsstjórafundur. Hann var fjörugur en átök voru um hvort ađ liđsstjórar mćttu yfirgefa mótsstađ eftir ađ umferđ hćfist. Bent var á liđsstjórar hefđu litlu hlutverki ađ gegna í upphafi umferđar - en ekki má semja um jafntefli fyrr eftir 30 leiki. Byrjun umferđar vćri stundum eini tíminn fyrir ţá til ađ endurhlađa batteríin - en margir liđsstjóraanna eru jafnframt ţjálfarar liđanna. Eftir smá japl, jamm og fuđur var ţađ niđurstađan ađ liđsstjórar hefđu frjálsar hendur til 17 (umferđin hefst kl. 15). Eftir ţann tíma geta ţeir ekki komiđ og fariđ af skákstađ. 

Andstćđingar morgundagsins verđa Ungverjar eins og viđ höfđum reynt eiginlega reiknađ út. Borđaröđ ţeirra kemur nokkuđ á óvart. Stigalćgsti mađurinn (Viktor Erdos) er á öđru borđi og sá stigahćsti (Zoltan Almasi) settur á 4. borđ.

 

Clipboard02

 

Hvern ţeir hvíla er erfitt ađ spá í. Viđ Ingvar hittum í kvöld Richard Rapport. Ég spurđi auđvitađ "Will you play tomorrow?". Hann horfđi á mig mjög undrandi í 2-3 sekúndur áđur en hann fattađi tilgang spurningarinnar. Labbađi svo í burtu skellihlćjandi án ţess ađ svara henni.

Umferđ morgundagsins hefst kl. 12 ađ íslenskum tíma. Liđsskipan liđanna liggur fyrir um kl. 7. Ađfaranótt sunnudeginum er tekinn upp vetrartími í Grikklandi. Frá og međ annarri umferđ hefjast umferđir kl. 13 ađ íslenskum tíma. 

22814328_10155996170838291_4869135406749535744_n

Viđ Ingvar verđum međ reglulega pistla héđan. Fiona Steil-Antoni er einn starfsmanna mótsins og verđur međ viđtöl sem hćgt verđur á finna á heimasíđu mótsins. 

Nóg í bili

Gunnar Björnsson


Fjölmenn Bikarsyrpa hafin

20171027_174611-620x330

Ţriđja mót Bikarsyrpu TR, og hiđ síđasta á líđandi ári, hófst í dag ţegar flautađ var til leiks í Skákhöll TR. Viđ tók rafmögnuđ spenna ţegar hin efnilegu ungmenni hófu baráttur sínar  á borđunum köflóttu, en alls tekur á fjórđa tug keppenda ţátt í móti helgarinnar sem er mesta ţátttaka um allnokkurt skeiđ. Bikarsyrpan hefur undafarin ár skipađ sér fastan sess í skáklífinu og er langstćrstur hluti hinna ungu skákdrengja- og stúlkna orđinn margreyndur sem gerir ţađ ađ verkum ađ allt mótahald rennur ljúflega í gegn yfir skemmtilegar og viđburđaríkar helgar.

Strax í fyrstu umferđ mátti sjá margar spennandi viđureignir ţrátt fyrir ađ styrkleikamunur keppenda í milli sé nokkur í upphafi móts. Almennt fór ţó svo ađ hinn stigahćrri lagđi ţann stigalćgri en ţó má nefna ađ Ásthildur Helgadóttir gerđi jafntefli viđ Árna Ólafsson (1273) eftir ađ hafa pattađ andstćđing sinn međ gjörunna stöđu á borđinu. Ásthildur hefur ekki langt ađ sćkja skákhćfileikana en fađir hennar er stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson.

Hún var löng og dramatísk baráttan á milli Óttars og Bjarts sem sitja hér ađ tafli međ allan TR salinn fyrir sig. Benedikt fylgist spenntur međ.

Ţađ gengur á ýmsu á skákborđunum í mótum Bikarsyrpunnar og eftir góđan nćtursvefn mćtum viđ fersk á laugardagsmorgun kl. 10 ţegar önnur umferđ hefst. Viđ hvetjum áhorfendur til ađ mćta og upplifa spennuna beint í ćđ, og svo er ekki verra ađ fá sér ilmandi nýtt TR-kaffi međ.

Nánar á heimasíđu TR


Haukur Sveinsson fallinn frá

Haukur Sveinsson - Minningarmyndasyrpa - ese

Einn af öđrum falla ţeir í valinn hinir eldri skákmenn og valinkunnu meistarar fyrri tíđar. Minnisstćđir karlar og ástríđuskákmenn sem teflt hafa sér til ánćgju, yndisauka og ekki hvađ síst til afţreyingar langt fram á efri ár. 

Haukur var einn af stofnendum Riddararans, skákklúbbs eldri borgara fyrir 20 árum og heiđursriddari í okkar hópi. Síđan ţá eru 13 félagar horfnir á braut yfir móđuna miklu sem sár eftirsjón er af.  Ţó yngri öldungar hafi fyllt hin stóru skörđ er söknuđurinn og andi ţeirra ávallt til stađar. Haukur afar virkur, öflugur og litríkur skákmeistari á 6. og 7. áratug liđinnar aldar. Hafnarfjarđarmeistari. Tefldi í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands 1959-61 og fjölmörgum Meistaramótum TR á sínum tíma. 

Hann var af mikilli skákćtt og hóf ungir ađ tefla fyrir vestan. Sveinn fađir hans var kunnur skákdćmahöfundur og synir hans hafa einnig getiđ sér gott orđ í skákinni. Sveinn Rúnar Íslandsmeistari unglinga áriđ 1962 og Óttar Felix sigurvegari í opnum flokki á Skákţingi Íslands 1979, síđar formađur TR og varaforseti SÍ.

Gömul mynd

Póstfulltrúi ađ ćvistarfi og tefldi fyrir Póststofuna í Reykjavík á fyrstu árum Stofnanakeppninnar. Kom ađ stimplun frímerkjaumslaga af mikilli natni og vandvirkni ţá er „Einvígi aldarinnar“ milli Bobby Fischers og Boris Spasskys var háđ í Laugardalshöll.Viđ skákfélagarnir í Riddaranum, Gallerý Skák og KR minnumst hins glađlynda og háttprúđa hćglćtismanns, skákmeistara í fremstu röđ á sinni tíđ, af virđingu og ţökk fyrir átaldar ánćgjustundir á hvítum reitum og svörtum um langt árabil.

Útför Hauks Sveinssonar fer fram í dag frá Hafnarfjarđarkirkju og hefst kl. 15

Einar S. Einarsson 


Bikarsyrpa TR hefst í dag

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Ţriđja mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 27. október og stendur til sunnudagsins 29. október. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 27. október kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 28. október kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 28. október kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 28. október kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 29. október kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 29. október kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 29. október kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Mót Bikarsyrpunnar í vetur: 25.-27. ágúst, 29. sep-1. okt, 27.-29. okt, 16.-18. feb, 6.-8. apr


Skákfélag Akureyrar međ fjórar sveitir á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti mótsins fór fram í Reykjavík um síđustu helgi, 19-22. október. Ađ ţessu sinni tefldi Skákfélagiđ fram tveimur sveitum í fyrstu deild, a- og b-sveit. Árangur beggja sveita var í góđu međallagi; a-sveitin er í 4-5. sćti eftir fimm umferđir af níu og á alla möguleika á ađ blanda sér í baráttuna um bronsverđlaunin. B-sveitin, sem margir spáđu falli, er í áttunda sćti af tíu. Sveitin er í fallbaráttu, en réttu megin viđ strikiđ eins og er og á eftir mikilvćgar viđureignir viđ neđstu sveitirnar. Víkingaklúbburinn er langefstur eftir fyrri hlutann og virđist fátt geta komiđ í veg fyrir sigur ţeirra. 

 

Svona hefst pistill Áskels Arnar Kárasonar, formanns Skákfélags Akureyrar, um ţátttöku Akureyringa á Íslandsmóti skákfélaga.

Pistilinn má nálgast í heild sinni á heimasíđu SA


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband