Leita í fréttum mbl.is

EM landsliđa hefst á morgun - Ungverjar í fyrstu umferđ

22780285_10155994531193291_812049519285056188_n

EM landsliđa var sett í dag á grísku eyjunni Krít. Íslenska liđiđ hélt snemma af stađ (rúta kl. 4:30 frá BSÍ) og stefnan tekin á Brussel međ Icelandair. Ţađan var svo flogiđ til Krítar og lenti íslenski hópurinn um 19:30 á stađartíma á Krít. Héđinn ferđađist ekki međ hópnum í dag. Hann kom á skákstađ í fyrradag. 

Teflt er á hótelinu Crete Maris. Sami skákstađur og sama mót fór fram á áriđ 2007. Ţá gekk íslenska liđinu framúrskarandi vel en íslenska liđiđ lenti ţá í 20 sćti - ellefu sćtum ofan en liđinu var rađađ fyrirfram  međ um 50% vinningshlutfall ţrátt fyrir ađ hafa teflt viđ sterkari sveitir í 8 umferđum af 9. 

Setning mótsins var flott hjá mótshöldurum. Í kjölfar hans fór liđsstjórafundur. Hann var fjörugur en átök voru um hvort ađ liđsstjórar mćttu yfirgefa mótsstađ eftir ađ umferđ hćfist. Bent var á liđsstjórar hefđu litlu hlutverki ađ gegna í upphafi umferđar - en ekki má semja um jafntefli fyrr eftir 30 leiki. Byrjun umferđar vćri stundum eini tíminn fyrir ţá til ađ endurhlađa batteríin - en margir liđsstjóraanna eru jafnframt ţjálfarar liđanna. Eftir smá japl, jamm og fuđur var ţađ niđurstađan ađ liđsstjórar hefđu frjálsar hendur til 17 (umferđin hefst kl. 15). Eftir ţann tíma geta ţeir ekki komiđ og fariđ af skákstađ. 

Andstćđingar morgundagsins verđa Ungverjar eins og viđ höfđum reynt eiginlega reiknađ út. Borđaröđ ţeirra kemur nokkuđ á óvart. Stigalćgsti mađurinn (Viktor Erdos) er á öđru borđi og sá stigahćsti (Zoltan Almasi) settur á 4. borđ.

 

Clipboard02

 

Hvern ţeir hvíla er erfitt ađ spá í. Viđ Ingvar hittum í kvöld Richard Rapport. Ég spurđi auđvitađ "Will you play tomorrow?". Hann horfđi á mig mjög undrandi í 2-3 sekúndur áđur en hann fattađi tilgang spurningarinnar. Labbađi svo í burtu skellihlćjandi án ţess ađ svara henni.

Umferđ morgundagsins hefst kl. 12 ađ íslenskum tíma. Liđsskipan liđanna liggur fyrir um kl. 7. Ađfaranótt sunnudeginum er tekinn upp vetrartími í Grikklandi. Frá og međ annarri umferđ hefjast umferđir kl. 13 ađ íslenskum tíma. 

22814328_10155996170838291_4869135406749535744_n

Viđ Ingvar verđum međ reglulega pistla héđan. Fiona Steil-Antoni er einn starfsmanna mótsins og verđur međ viđtöl sem hćgt verđur á finna á heimasíđu mótsins. 

Nóg í bili

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 8765200

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband