Bloggfćrslur mánađarins, maí 2014
6.5.2014 | 23:20
Álfhólsskóli Kópavogsmeistari í 3.-4. bekk
Nú er lokiđ sveitakeppni Kópavogs í 3.-4. bekk. Mótiđ var haldiđ í Salaskóla, ţriđjudaginn 6. maí. Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Lenka Ptacnikova. Keppendur komu frá Álfhólsskóla, Hörđuvallaskóla, Salaskóla, Smáraskóla og Snćlandsskóla. Alls voru 14 liđ mćtt til keppni. Sigurvegarar voru krakkarnir úr Álfhólsskóla međ 20,5 vinninga af 24 mögulegum.
Í öđru sćti voru einnig krakkar úr Álfhólsskóla (b liđ) međ 19 vinninga. Og ţriđja sćtiđ hlutu krakkarnir úr Salaskóla međ 15,5 vinninga.
Salaskóla vann síđan í keppni c og e liđa. En Álfhólsskóli var međ langbesta a liđiđ og besta b liđiđ ásamt besta d liđinu.
Bestum árangri á einstökum borđum hlutu:
- borđ Róbert Luu og Fannar Árni Hafsteinsson úr Álfhólsskóla.
- borđ Alexander Már Bjarnţórsson úr Álfhólsskóla
- borđ Ísak Orri Karlsson úr Álfhólsskóla
- borđ Daníel Sveinsson úr Álfhólsskóla.
Krakkarnir úr Álfhólsskóla í banastuđi.
Heildarúrslit eru fylgja síđan hér á eftir:
- 1 Álfhólsskóli a 20,5
- 2 Álfhólsskóli b 19
- 3 Salaskóli a 15,5
- 4 Salaskóli c 14
- 5 Álfhólsskóli c 12,5
- 6 Salaskóli b 12,5
- 7 Snćlandsskoli a 12
- 8 Hörđuvallaskóli a 10,5
- 9 Smáraskóli a 10,5
- 10 Álfhólsskóli d 10,5
- 11 Smáraskóli b 10
- 12 Salaskóli d 9,5
- 13 Salaskóli e 6
- 14 Smáraskóli c 5
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2014 | 22:59
Sćvar sigurvegari minningarmóts um Ţorstein Guđlaugsson
Ćsir í Ásgarđi tefldu í dag til minningar um Ţorstein K Guđlaugsson sem lést í mars í vetur. 31 skákmađur mćtti til leiks sumir ţeirra firna sterkir. Heiđursgestur á mótinu var Guđlaug dóttir Ţorsteins heitins en hún er margfaldur íslandsmeistari kvenna. Garđar Guđmundsson formađur setti mótiđ og bađ skákmenn ađ heiđra minningu Ţorsteins međ ţví ađ rísa úr sćtum í ţögn.
Guđlaug lék síđan fyrsta leiknum hjá Friđrik Sófussyni elsta ţátttakandanum í skák hans viđ Hlyn Ţórđarson. Friđrik verđur 87 ára í júní nk. og lćtur sig aldrei vanta á skákdaga hjá Ásum og Riddurum. Tefldar voru níu umferđir međ 10 mínútna umhugsun.
Ţađ var hart barist um toppsćtin, sú barátta endađi međ ţví ađ Sćvar Bjarnason alţjóđlegur meistari varđ einn efstur međ 7˝ vinning . Sćvar tapađi einni skák en ţađ var fyrir baráttujaxlinum Páli G. Jónssyni. Sćvar og Guđlaug gerđu jafntefli í síđustu umferđ. Ţau Björgvin Víglundsson, Gunnar Gunnarsson og Guđlaug Ţorsteinsdóttir urđu jöfn í 2.-4. sćti öll međ 7 vinninga. Björgvin var stigahćstur og fékk silfriđ og Gunnar bronsiđ. Guđlaug var sú eina sem fór taplaus í gegnum mótiđ, hún vann fimm skákir og gerđi fjögur jafntefli.
Sigurđur bróđir Guđlaugar var einnig mćttur á stađinn og Garđar Guđmundsson formađur afhenti ţeim báđum gullpening međ mynd af föđur ţeirra. Ţađ var okkur mikill heiđur ađ Guđlaug skyldi geta tekiđ ţátt í mótinu og gott ađ Sigurđur mćtti einnig á mótsstađ.
Ţetta var hörku skemmtilegt og vel mannađ skákmót.
Finnur Kr Finnsson sá um skákstjórn eins og oft áđur.
Sjá nánar töflu og myndir frá ESE.
6.5.2014 | 12:44
Hjörvar međ 1˝ vinnings forskot á Wow air Vormóti TR
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) heldur áfram sigurgöngu sinni á Wow air Vormóti TR. Í gćr vann hann Dag Arngrímsson (2382) og hefur fullt hús eftir fimm umferđir. Guđmundur Kjartansson (2441) sem vann Sćvar Bjarnason (2101) er annar međ 3˝ vinning.
Önnur helstu úrslit gćrdagsins voru ađ stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson (2435) og Hannes Hlífar Stefánsson (2541) gerđu jafntefli. Ţađ gerđu Ingvar Ţór Jóhannesson (2377) og Stefán Kristjánsson (2503) og Sigurbjörn Björnsson (2360) og Friđrik Ólafsson (2406).
Dagur Ragnarsson (2105), Hannes, Dagur Arngrímsson, Stefán, Ingvar Ţór og Ţröstur eru í 3.-8. sćti međ 3 vinninga.
Mótstöflu mótsins má finna á Chess-Results.
Í sjöttu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer nk. mánudagskvöld, mćtast međal annars: Guđmundur-Hjörvar, Hannes-Dagur A., Stefán-Dagur R., Ţröstur-Ingvar Ţór og Friđrik-Guđmundur Gíslason.
Magnús Pálmi Örnólfsson (2156) er í miklu stuđi í b-flokki og leiđir ţar međ 4˝ vinning. Í öđru sćti er Kjartan Maack (2121) međ 3˝ vinning. Fimm skákmenn hafa svo 3 vinninga og ţar á međal ungstirniđ Vignir Vatnar Stefánsson (1844) sem er enn taplaus á mótinu.
Mótstöflu mótsins má finna á Chess-Results.
Međfylgjandi eru skákir umferđarinnar innslegnar af Kjartani Maack.
- Heimasíđa TR
- Chess-Results (a-flokkur)
- Chess-Results (b-flokkur)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2014 | 11:40
Salaskóli Kópavogsmeistari í 1.-2. bekk
Nú er lokiđ sveitakeppni Kópavogs í 1-.2 bekk. Mótiđ var haldiđ í Salaskóla mánudaginn 5. maí sl. Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Lenka Ptacnikova.Keppendur komu frá Álfhólsskóla, Hörđuvallaskóla, Salaskóla, Smáraskóla og Snćlandsskóla. Alls voru 13 liđ mćtt til keppni. Sigurvegarar voru krakkarnir úr Salaskóla međ 18 vinninga af 20 mögulegum.
Í öđru sćti voru krakkarnir úr Hörđuvallaskóla međ 13 vinniga. Og ţriđja sćtiđ hlutu krakkarnir úr Álfhólsskóla međ 12 vinninga. Salaskóla vann síđan í keppni b-, c-, d- og e-liđa.
Bestum árangri á einstökum borđum hlutu:
- borđ Óttar Örn Bergmann Sigfússon úr Snćlandsskóla og Gabríel Sćr Bjarnţórsson úr Álfhólsskóla.
- borđ Ţórdís Agla Jóhannsdóttir úr Salaskóla
- borđ Ottó Andrés Jónsson úr Salaskóla
- borđ Hjálmar Helgi Jónsson úr Salaskóla.
Heildarúrslit eru fylgja síđan hér á eftir:
- 1 Salaskóli a 18
- 2 Hörđuvallaskóli a 13
- 3 Álfhólsskóli a 12
- 4 Salaskóli d 12
- 5 Salaskóli b 11
- 6 Salaskóli c 10,5
- 7 Álfhólsskóli c 10,5
- 8 Smáraskóli a 10
- 9 Snćlandsskóli a 9,5
- 10 Hörđuvallaskóli b 9,5
- 11 Smáraskóli b 8,5
- 12 Álfhólsskóli b 8,5
- 13 Salaskóli e 7
- 14 Skottuliđ 0
Ţann 6. mái 2014 verđur síđan keppni 3.-4 bekkjar á sama stađ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)

GM Henrik Danielsen stóđ fyrir mótinu sem var haldiđ í Patreksskóla og fimm valdir nemendur í 6. - 7. og 8. bekk tóku ţátt. Ţađ voru Halldór Jökull, Halldór Örn, Goncalo, Eggert og Ottó sem kepptu sem liđ Patreksskóla á móti fimm nemenda liđi Lankow grunnskólans í Schwerin í Ţýskalandi. Mótiđ var afar vel heppnađ og hófst á kynningu milli keppenda sem og skólastjórar beggja grunnskólanna heilsuđust og spjölluđu.
Ţýska liđiđ hafđi yfirhöndina framan af enda er mikil skákhefđ í skólanum og nemendur góđir skákmenn. En vestfirsku strákarnir vildu ekki gefast upp og fundu gott mótspil sem varđ til ţess ađ ţeir náđu jafntefli gegn sterku liđiđ Lankow. Sem sagt mjög vel gert hjá liđi Patreksskóla !
Hér má svo sjá endastöđuna, Lankow Schwerin hvítt - Patreksskóli Vesturbyggđ svart. Tćknilega er stađan jöfn. Kh5 og Rc3 hjá hvítum geta ekki fundiđ vinningsleiđ. Frípeđ svarts á a3 tryggir jafntefliđ.
Allir skemmtu sér konunglega!
5.5.2014 | 18:37
Skákstjóranámskeiđ á fimmtu- og föstudag - skákáhugamenn velkomnir
Skáksamband Íslands býđur upp á námskeiđ fyrir íslenska skákstjóra og fyrir ţá sem vilja kynna sér betur skákstjórn. Námskeiđiđ er opiđ öllum áhugasömum.
Námskeiđiđ verđur haldiđ fimmtudaginn 8. maí og verđur framhaldiđ föstudaginn 9. maí. Tilvaliđ fyrir utanbćjarfólk sem gćti ţá mögulega tengt námskeiđiđ viđ ađalfund SÍ sem fram fer 10. maí. Kennarar verđa Omar Salama, Páll Sigurđsson, Gunnar Björnsson og jafnvel fleiri.
Hlé verđur um 19:30 báđa dagana og verđur bođiđ upp á léttar veitingar.
Skráning fer fram í netfangiđ gunnar@skaksamband.is.
Námskeiđiđ
Fimmtudagurinn, 8. maí
18:00-19:30: Hlutverk skákstjóra (Gunnar Björnsson)
19:30-21:00: Swiss Manager (Chess-Result) og svissneska kerfiđ (Páll Sigurđsson)
Föstudagurinn, 9. maí
18:00-21:00: Skákklukkan, skáklögin, reglur um alţjóđlega skákstig og áfangareglur.
5.5.2014 | 16:12
Vesturbćjarbiskupinn fer fram á föstudaginn
Vesturbćjarbiskupinn fer fram í Hagaskóla á föstudaginn kemur. Mótiđ hefst 14:00 og er mćting 13:45 til ađ stađfesta skráningu sem fer fram á Skák.is. Viđ skráningu ţarf ađ koma fram nafn, fćđingarár og skóli. Ekki er hćgt ađ skrá sig á stađnum og ţarf ađ skrá sig fyrir fimmtudag.
Teflt verđur í ţremur flokkum: 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.
Mótiđ er haldiđ af Skákakademíu Reykjavíkur og Ţjónustumiđstöđ Vesturbćjar međ stuđningi frá Melabúđinni og Hagaskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari mun afhenda verđlaunin.
Skráning fer fram hér. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt 6.5.2014 kl. 14:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2014 | 14:59
Minningarmót um Ţorstein K Guđlaugsson
Á morgun ţriđjudaginn 6. maí ţá tefla Ćsir í Stangarhyl 4 til minningar um Ţorstein K Guđlaugsson en hann lést 15 mars sl.
Mótiđ hefst Kl. 13.00 og tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.
Allir heldri skákmenn velkomnir međan pláss leyfir, karlar 60+ og konur 50+.
Teflt verđur um sérsmíđađan verđlaunagrip sem einn skákfélagi okkar gefur til minningar um Ţorstein
.
5.5.2014 | 08:57
Fimmta umferđ Wow air Vormóts TR fer fram í kvöld
Fimmta umferđ Wow air Vormóts TR fer fram í kvöld og hefst kl. 19:30. Stórmeistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) er efstur međ fullt hús og hefur vinningsforskot á alţjóđlega meistarann Dag Arngrímsson (2382).
Sjö skákmenn hafa 2˝ vinning. Ţađ eru stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2541), Stefán Kristjánsson (2503) og Ţröstur Ţórhallsson (2435), alţjóđlegu meistararnir Sćvar Bjarnason (2101) og Guđmundur Kjartansson (2441), FIDE-meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson (2377) og svo hinn titillausi Dagur Ragnarsson (2105).
Ţađ eru margar spennandi skákir í kvöld. Hjörvar teflir viđ Dag, stórmeistaraslagur verđur á öđru borđi ţar sem Íslandsmeistarar tveggja síđustu ára, Ţröstur og Hannes, mćtast. Friđrik Ólafsson (2406) teflir svo viđ Sigurbjörn Björnsson (2360)
Eftirtaldar skákir verđa sýndar beint í kvöld:
- Hjörvar (4) - Dagur (3)
- Ţröstur (2˝) - Hannes (2˝)
- Ingvar Ţór (2˝) - Stefán (2˝)
- Guđmundur (2˝) - Sćvar (2˝)
- Sigurbjörn (2) - Friđrik (2)
- Sigurđur Páll (2) - Guđmundur H. (2)
Tengill á beina útsendinga verđur birtur á heimasíđu TR rétt fyrir umferđ.
- Heimasíđa TR
- Chess-Results (a-flokkur)
- Chess-Results (b-flokkur)
4.5.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Fyrsta tapskák heimsmeistarans

Magnús hóf keppnina af miklum krafti, vann Shakriyar Mamedyarov og Hikaru Nakamura í tveim fyrstu skákum, var síđan nálćgt ţví ađ leggja Sergei Karjakin međ svörtu í ţriđju umferđ en í fjórđu umferđ tapađi hann sinni fyrstu skák sem heimsmeistari. Berlínarvörnin sem hefur dugađ hefur honum svo vel m.a. í einvíginu viđ Anand hrundi til grunna í 25. leik er hann missti peđ og eftirleikurinn reyndist hinum tćknilega sterka ítalska stórmeistara auđveldur:
Fabiano Caruana - Magnús Carlsen
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8 Kxd8 9. h3 h6 10. Hd1 Ke8 11. Rc3 Bd7 12. Bf4 Hd8 13. Re4 Be7 14. g4 Rh4 15. Rxh4 Bxh4 16. Kg2 Be6 17. f3 b6 18. b3 c5 19. c4 Hd7 20. Bg3 Be7 21. Hxd7 Bxd7 22. Rc3
Rétti stađurinn fyrir riddarann sem stefnir á d5 reitinn, svartur má varla leika 22. ... c6 vegna veikingarinnar á d6-reitnum.
22. ... Kd8 23. Rd5 He8 24. Hd1! Kc8?
Hvítur hefur uppi mikinn ţrýsting á stöđu svarts en svo virđist sem Magnús hafi alveg veriđ lokađur fyrir svarleik Caruana, a.m.k. gjörsamlega frábitinn ţeirri hugmynd ađ leika peđi til c6 sem er ţó best úr ţví sem komiđ er. ) viđfangs.
Međ hugmyndinni 25. ... Kxc7 26. e6+ og vinnur, t.d. 26. ... Kc6 27. Hxd7 fxe6 28. Hc7 mát!
25. ... Hd8 26. Rd5 He8 27. Be1 Bd8 28. Bc3 g6 29. Kg3 b5
Svartur reynir allt sem hann getur til ađ skapa sér mótspil jafnvel ţó ýmsir veikleikar skapist í leiđinni.
30. cxb5 Bxb5 31. Re3 He6 32. f4 Ha6 33. Hd2 h5 34. gxh5 gxh5 35. Rf5 Hg6+ 36. Kh2 Bc6 37. Rd6 Kb8 38. f5 Hg8 39. f6 Bb6 40. Rc4 He8 41. Rd6 Hg8 42. Rxf7
Caruana gat gert ţetta í 40. leik en ţá var lítill tími aflögu en eftir ađ hafa náđ tímamörkunum gat hann reiknađ dćmiđ betur.
42. ... c4 43. h4 Hg4 44. e6 Be3 45. Be5+ Ka8 46. Hd8+ Kb7 47. Bg3 c3 48. Hb8+ Ka6 49. Hc8 Bd5 50. Hxc3 Bd4 51. Hd3 He4 52. Hd2 Hxe6 53. Rg5
- betra en 53. Hxd4 He2+ 54. Kg1 (en ekki 54. Kh3 Be6+ og mátar) sem vinnur einnig. En hér stöđvađi Magnús klukkuna og gafst upp. Fyrsta tapskák hans í tíu kappskákum sem heimsmeistari.
Sex af fremstu stórmeisturum heims tefla tvöfalda umferđ. Stađan eftir fjórar umferđir: 1. - 2. Magnús Carlsen og Caruana 2 ˝ v. 3. - 5. Karjakin, Radjabov og Nakamura 2 v. 6. Mamedyarov 1 v.
B-flokkur minningarmótsins er ekki síđur vel skipađur en ţar tefla tíu keppendur einfalda umferđ. Eftir fjórar umferđir var Frakkinn Etienne Bacrot efstur međ 3 vinninga en í 2.-3. sćti voru Úkraínumađurinn Pavel Eljanov og Pólverjinn Radoslaw Wojtaszek en ţeir voru báđir međ 2 ˝ vinning.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 27. apríl 2014
Spil og leikir | Breytt 5.5.2014 kl. 00:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 8779694
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar