Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2013

Keppendur í H&H

Núverandi Íslandsmeistarar eru Jón Viktor Gunnarsson og Ingi Tandri Traustason

 Ţá liggur fyrir keppandalistinn á Íslandsmótinu í heilinn og höndin sem fer fram á Lćkjartorgi á laugardag. Heilinn og höndin er skemmtilegt form skákar sem hefur veriđ vinsćlt upp á síđkastiđ. Reglurnar eru einfaldar: tveir og tveir eru saman í liđi og er annar heilinn og hinn höndin. Heilinn segir taflmann og höndin ákveđur hvađa taflmann og hvert honum skal leikiđ. Ţví ríđur á ađ samherjar hafi líkan skákstíl ađ í ţađ minnsta skilning á skákstíl samherjans. Núverandi Íslandsmeistarar eru Jón Viktor Gunnarsson og Ingi Tandri Traustason.

 

 Tíu fersk liđ eru skráđ til leiks. Í liđunum má finna fyrrum ólympíumeistara, margfalda Íslandsmeistara međ Rimaskóla, landsliđsmenn og landsliđskonur og svo auđvitađ hjón!

Sigurvegararnir hljóta hvor um sig gjafabréf á sportbarnum Hvíta riddaranum í Mosfellsbć ađ verđmćti 5.000 kr.

Keppendur:

Jón Viktor Gunnarsson/Bergsteinn Einarsson

Dagur Ragnarsson/Oliver Aron Jóhannesson

Sigurbjörn Björnsson/Róbert Lagerman

Einar Hjalti Jensson/Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Hjörvar Steinn Grétarsson/Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir

Guđmundur Kristinn Lee/ Birkir Karl Sigurđsson

Jóhann H. Ragnarsson/Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir

Björn Ţorfinnsson/Gunnar Freyr Rúnarsson

Einar K. Einarsson/Harpa Ingólfsdóttir

Magnús Örn Úlfarsson/Rúnar Berg

Íslandsmótiđ hefst 16:00 ađ loknu hrađskákeinvígi Jóhanns Hjartarsonar og Hjörvars Steins Grétarssonar. Fer ţađ fram á Lćkjartorgi eins og öll Skákhátíđin á Menningarnótt. Tefldar verđa sex umferđir međ 5.03 umhugsunartíma, fimm mínutum og ţremur sekúndum í viđbótartíma.


Stórmeistaramót TR fer fram 1.-8. október

Frá 1. til 8. október nćstkomandi mun alţjóđlegt lokađ 10 manna stórmót verđa haldiđ í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur.  Ţá fer fram í fyrsta sinn Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur sem stefnt er ađ, ađ verđi árviss viđburđur í framtíđinni.

Mótiđ verđur geysiöflugt og međal ţátttakenda eru ţrír stórmeistarar og fimm alţjóđlegir meistarar. Ađstćđur verđa eins og best verđur á kosiđ, bćđi fyrir keppendur og áhorfendur.  Allar skákir mótsins verđa sýndar beint á netinu, en auk ţess verđur hćgt ađ fylgjast međ ţeim á stóru tjaldi á keppnisstađ.  Reiknađ er međ ađ skákskýringar verđi á mótsstađ í hverri umferđ, og svo síđast en ekki síst verđa hinar rómuđu veitingar í bođi sem ćtíđ fylgja mótum félagsins.

Mótiđ er nú fullbókađ og eftirtaldir meistarar munu leiđa saman hesta sína á reitunum 64:

1. Úkraínski ofurstórmeistarann Sergey Fedorchuk (2667)

Fedorchuck varđ evrópumeistari unglinga undir 14 ára áriđ 1995, en međal annara afreka hans má nefna efsta sćtiđ á Cappelle la Grande Open áriđ 2008, ásamt TR-ingunum Vugar Gashimov (2737), Erwin L'Ami (2640), nýbökuđum skákmeistara Úkraínu, Yuriy Kryvoruchko (2678) og fleirum. Einnig sigrađi hann á Dubai Open 2006 ásamt Armenunum Sargissian og Petrosian.  Fedorchuk gekk nýveriđ í Taflfélag Reykjavíkur og verđur spennandi ađ sjá hvort hann muni einnig tefla fyrir félagiđ í Íslandsmóti skákfélaga.

2. Úkraínski stórmeistarinn Mikhailo Oleksienko (2596)

Oleksienko sem er 27 ára, varđ sextán ára alţjóđlegur meistari og ţremur árum síđar stórmeistari.  Fyrr í sumar sigrađi hann Czech Open ţar sem hann vann 6 skákir í röđ eftir rólega byrjun.  Nú í ágúst varđ hann síđan í 1.-3. sćti á ZMDI Open í Dresden.  Hann er ţví til alls líklegur á mótinu, og hefur veriđ á hrađri uppleiđ á stigalista Fide.  Oleksienko er íslenskum skákmönnum ađ góđu kunnur, enda hefur hann veriđ fastamađur í liđi Taflfélags Reykjavíkur á Íslandsmóti skákfélaga undanfarin ár.

3. Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2500)

Henrik ţarf vart ađ kynna, enda veriđ einn af okkar sterkustu og virkustu skákmönnum um árabil.  Hann er fćddur í Nyköbing í Danmörku en hefur síđan 2006 teflt fyrir íslands hönd.  Sex sinnum hefur hann teflt á Ólympíuskákmótinu, ţar af ţrisvar (2006, 2008 og 2012) fyrir Ísland.  Henrik varđ Íslandsmeistari í skák áriđ 2009, ţar sem hann sigrađi međ nokkrum yfirburđum. Henrik Danielsen er liđsmađur Taflfélags Vestmannaeyja.

4. Fćreyski alţjóđlegi meistarinn Helgi Dam Ziska (2468)

Ţessi mikli Íslandsvinur og liđsmađur T.R. náđi nýveriđ sínum fyrsta áfanga ađ stórmeistaratitli á opnu móti í Riga Lettlandi.  Ţar sýndi hann úr hverju hann er gerđur, var međ árangur upp á 2600 stig og mun hćkka mikiđ á nćsta stigalista Fide. Helgi er 23 ára, og varđ alţjóđlegur meistari sautján ára.  Á XXII Reykjavíkurskákmótinu 2006, sigrađi Ziska (ţá sextán ára)  hollenska stórmeistarann Jan Timman í frćgri skák.  Stórmeistarinn ţekkti gafst ţá upp í tuttugusta leik međ unna stöđu!   Helgi mun örugglega sćkja stíft annan áfanga sinn ađ stórmeistaratitli á mótinu, og verđur spennandi ađ fylgjast međ ţessum geđţekka frćnda vor.

5. Danski alţjóđlegi meistarinn Simon Bekker-Jensen (2414)

Simon hefur margoft teflt á Íslandi, bćđi međ Taflfélagi Reykjavíkur á Íslandsmóti Skákfélaga, og eins á Reykjavíkurskákmótinu.  Hann varđ norđurlandameistari drengja (U16), alţjóđlegur meistari 18 ára, og 9 ár í röđ varđ hann danskur meistari međ liđi sínu Helsinge Chess Club.  Hann stefnir á sinn fyrsta áfanga ađ stórmeistaratitli á mótinu, og verđur án efa erfiđur viđureignar.  Simon kemur inn í mótiđ í stađ Jakob Vang Glud (2520) sem nýveriđ náđi sínum öđrum áfanga ađ stórmeistartitli á Politiken Cup.  Glud sá Stórmeistaramót Taflfélagsins sem kjöriđ tćkifćri til ađ ná lokaáfanganum, en vegna anna viđ nám, ţurfti hann ađ hćtta viđ ţátttöku.

6. Alţjóđlegi meistarinn Arnar Erwin Gunnarsson (2441)

Arnar er án efa einn hćfileikaríkasti skákmađur landsins. Snemma kom í ljós hversu mikiđ efni vćri hér á ferđ, enda varđ pilturinn hvorki meira né minna en áttfaldur Norđurlandameistari í skák.  Arnar hefur unniđ sigur allavegana einu sinni á öllum stćrstu mótum landsins, ađ undanskildum landsliđsflokknum. Fjórum sinnum hefur hann orđiđ atskákmeistari Íslands, og er einnig ţekktur sem einn snjallasti hrađskákmađur landsins. Eflaust munu nú margir bíđa spenntir eftir ađ sjá meistarann taka ţátt í stórmóti í kappskák eftir ţó nokkuđ hlé. Arnar hefur allan sinn skákferil veriđ liđsmađur Taflfélags Reykjavíkur.

7. Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2434)

Guđmundur er án efa virkasti íslenski skákmeistarinn í dag. Hann hefur á árinu ţegar teflt vel yfir 100 kappskákir og geri ađrir betur! Guđmundur varđ Norđulandameistari U-20 og síđan alţjóđlegur meistari áriđ 2009. Fyrsti áfanginn ađ stórmeistaratitli kom sama ár á skoska meistaramótinu.  Í fyrra tefldi Guđmundur mikiđ í suđur Ameríku og varđ m.a. í 1.-3. sćti á alţjóđlegu móti í Bogotá, Kólumbíu. Fyrr í sumar sigrađi hann stigahćsta keppenda Stórmeistaramótsins, Sergey Fedorchuk í glćsilegri skák á Evrópumeistaramóti einstaklinga. Guđmundur er ţví í góđri ţjálfun, getur unniđ hvern sem er á góđum degi og stefnir án efa á annan stórmeistaraáfanga sinn.  Guđmundur er uppalinn hjá Taflfélagi Reykjavíkur og hefur allan sinn feril teflt fyrir félagiđ.

8.  Alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson  (2493)

Bragi varđ alţjóđlegur meistari áriđ 2003.  Áriđ 2012 var hann á međal sigurvegara á Opna skoska meistaramótinu međ 7 v. af níu.  Fyrsta áfanginn ađ stórmeistaratitli kom í hús í ár í bresku deildakeppninni.  Ţar tefldi hann fantavel og gerđi m.a. jafntefli viđ stórmeistarann ţekkta Nigel Short.  Bragi hefur margsinnis teflt fyrir hönd Íslands og varđ Ólympíumeistari međ sveit Íslands, á Ólympíumóti unglingalandsliđa í Las Palmas, Kanaríeyjum, áriđ 1995. Auk ţess tefldi hann međ landsliđinu á Ólympíumótinu 2004 og 2010 sem og í ţremur Evrópukeppnum landsliđa 2001, 2003 og 2010.  Nokkuđ ljóst má vera ađ Bragi er hvađ líklegastur til afreka á mótinu, og gćti hćglega nćlt sér í sinn annan áfanga ađ stórmeistaratitli.  Bragi er liđsmađur Taflfélags Bolungarvíkur.

9.  Fide meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2395)

Sigurbjörn hefur einn áfanga til alţjóđlegs meistaratitils og hefur sannarlega styrk til ađ sćkja annan á Stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur.  Sigurbjörn hefur unniđ fjölmörg mót innanlands og besti árangur hans á erlendri grundu er 4-13. sćti á Politiken Cup áriđ 2004 og 2.-12 sćti á Politiken Cup áriđ 2005, í bćđi skiptin međ sjö og hálfan vinning af tíu.  Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ kappanum, enda einn af ţeim líklegri til ađ ná "normi" á mótinu.  Sigurbjörn er liđsmađur Taflfélags Vestmannaeyja.

10.  Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2266)

Ţorvarđur er nýjasti liđsmađur Taflfélags Reykjavíkur og ţađ er okkur mikil ánćgja ađ hann skuli nú taka ţátt í fyrsta Stórmeistaramóti félagsins.  Fáir hafa veriđ duglegri ađ sćkja mót félagsins en Ţorvarđur og hann hefur stórbćtt sig undanfariđ eitt og hálft ár.  Hann sigrađi á Skákţingi Reykjavíkur 2009 og hefur sigrađ á Öđlingamóti T.R. undanfarin tvö ár.  Ţorvarđur varđ skákmeistari Hafnarfjarđar ţrjú ár í röđ 2003-2005.  Ţađ skildi enginn afskrifa "Varđa" ţótt hann sé stigalćgstur keppenda.  Stigin telja nefnilega ekkert á reitunum sextíu og fjórum og Ţorvarđur gćti hćglega sett strik í reikning gegn mun stigahćrri keppendum á ţessu móti. 

Taflfélag Reykjavíkur vill međ ţessu móti gefa nokkrum af efnilegustu skákmönnum landsins kost á ađ tefla hér á landi á öflugu lokuđu móti sem sérsniđiđ er til áfangaveiđa.  Má segja ađ ţar međ hafi félagiđ svarađ kalli íslenskra afreksskákmanna um slíkt mótahald, og ţađ er von okkar í stjórn Taflfélagsins ađ ţetta mót verđi nú sem og nćstu ár sú vítamínsprauta inn í íslenskt afreksskáklíf sem vantađ hefur. Ţađ er einnig von okkar í T.R. ađ ţađ muni hvetja önnur félög til slíks mótahalds í framtíđinni, hvort sem er upp á eigin spýtur eđa í samvinnu sín á milli.

En Taflfélagiđ mun einnig nýta komu erlendu meistaranna til ađ gefa ţeim fjölmörgu börnum og unglingum sem sćkja ćfingar félagsins tćkifćri á ađ kynnast ţeim og tefla viđ ţá.  Bođiđ verđur t.d. upp á fjöltefli viđ einn af meisturunum og fleira skemmtilegt verđur á dagskránni.

Meira um fyrirkomulag mótsins, töfluröđun, tímasetningar umferđa og fleira, mun verđa tilkynnt fljótlega.


Gelfand og Karjakin úr leik

Teflt var til ţrautar međ styttri tímamörkum 16 manna úrslitum Heimsbikarmótsins í skák í dag. Peter Svidler, Dmitry Andreikin, Maxime Vachier-Lagrave og Evgeny Tomashevsky komust áfram á kostnađ Le Quang Liem, Sergey Karjakin, Boris Gelfand og Alexander Morozevich. Einvígi Tomashevsky og Morozevich var afar spennandi og skemmtilegt og fór ein skákin upp í 169 leiki.

Fimmta umferđ (átta manna úrslit) hefst á morgun. Ţá mćtast  Kamsky - Tomashevsky, Svidler - Andreikin, Caruana - Vachier-Lagrave and Kramnik - Korobov.

Úrslit og pörun má nálgast á ađgengilegan hátt á Chessvibes.



Ţátttakendur í Leiftrinu

Leifturskák á Menningarnótt 2012Ţriđja Alheimsmótiđ í Leifturskák fer fram á Menningarnótt, en núverandi meistari er Hjörvar Steinn Grétarsson. Hann verđur ţó ekki međ í ár vegna hrađskákeinvígis viđ Jóhann Hjartarson síđar um daginn. Margir af hörđustu klukkuberjurum landsins eru skráđir til leiks.

Fyrstan skal nefna Jón Gunnar Jónsson FRAM-ara sem gefur lítil sem engin griđ og er ţekktur fyrir ađ fagna vel eftir góđan sigur. Ţá skal nefna Kristján Örn Elíasson formann Skákfélags Íslands. Kristján er mikill hrađskákmađur og ţekktur fyrir löng gamni-hrađskákeinvígi viđ ýmsa menn. Einn af sigurstranglegri keppendunum er Ingvar Ţór Jóhannesson sem er einna hrađastur í tímahraki á Íslandi. Hinn grjótharđi Loftur Baldvinsson mćtir til leiks og mun sýna ađ sigur hans gegn Braga Ţorfinnssyni á Íslandsmótinu var enginn tilviljun. Formađur TR-inga hefur haft stór orđ uppi um árangur sinn á mótinu og verđur fróđlegt ađ sjá hvort ţađ muni reynast orđin tóm, en Björn Jónsson er afar harđur á klukkuna ţegar hann tekur sig til. Hallgerđur Helga er ein sterkasta hrađskákkona landsins og međ afar gott skor á ýmsan karlpeninginn. Kraftlyftingarmenn og Víkingar eiga sinn fulltrúa, hinn grjótharđi Gunnar Freyr Rúnarsson hyggst berja hvern einasta mann niđur á tíma.

Enn eiga fáeinir skákmenn eftir ađ bćtast á listann, en tefldar verđa einnar mínútu skákir svo ţađ má búast viđ fljúgandi taflmönnum um gjörvalt Ingólfstorg.


Nakamura úr leik á Heimsbikarmótinu - Kramnik og Caruana komnir áfram

Ivanchuk og KramnikFjórir skákmenn hafa ţegar tryggt sér ţátttöku í fjórđu umferđ, ţađ er 8 manna úrslitum, Heimsbikarmótsins í skák. Óvćntastur ţeirra er Úkraínumađurinn Anton Korobov sem lagđi Nakamura ađ velli. Hinir ţrír eru Kramnik, sem vann Ivanchuk, Caruana sem lagđi Perúmanninn Granda Zuniga örugglega og Gata Kamsky sem ţurfti ađ hafa mikiđ fyrir sigri á Mamedyarov. Fjögur einvígi fara í bráđabana og verđur teflt til ţrautar á morgun međ styttri umhugsunartíma.

Í skákskýringum á Chessvibes segir m.a. um skák Kamsky og Mamedyarov.

Here Kamsky "couldn't remember what to do." 7. Bxc4 c5 8. d5 b5 9. Bxb5 Nxe4 10. Nxe4 Qa5+11. Nc3 Bxc3+ 12. bxc3 Qxb5 13. h5 Ba6 Thorfinnsson,B (2478) -Gislason,G (2321)/Reykjavik 2013

Nakamura tístađi eftir tapskák dagsins:

Inexplicably overestimating my chances instead of taking a draw with 18...Nxe5. Oh well, life goes on.  

Úrslit og pörun má nálgast á ađgengilegan hátt á Chessvibes.

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst 15. september

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótiđ er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Ţađ er áratuga gömul hefđ fyrir hinu vinsćla Haustmóti og er ţađ flokkaskipt.  Mótiđ er öllum opiđ. 

Mótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Sú nýbreytni verđur ađ teflt er tvisvar í viku.  Alls eru níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér..

Skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 14. september kl. 18.

Lokaumferđ fer fram föstudaginn 18. október en mótinu lýkur međ verđlaunaafhendingu sunnudaginn 20. október ásamt Hrađskákmóti T.R.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Dađi Ómarsson.

Dagskrá:

1. umferđ: Sunnudag 15. september kl.14.00 
2. umferđ: Miđvikudag 18. september kl.19.30

3. umferđ: Sunnudag 22. september kl.14.00 
4. umferđ: Miđvikudag 25. september kl.19.30

5. umferđ: Sunnudag 29. september kl.14.00

6. umferđ: Miđvikudag 2. október kl.19.30 
7. umferđ: Sunnudag 6. október kl.14.00

---Hlé vegna Islandsmóts skákfélaga---
8. umferđ: Miđvikudag 16. október kl. 19.30 
9. umferđ: Föstudag 18. október. kl.19.30 

Verđlaun í A-flokki: 
1. sćti kr. 100.000 
2. sćti kr. 50.000 
3. sćti kr. 25.000 
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014

Verđlaun í B-flokki: 
1. sćti kr. 20.000
2.-3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014

Verđlaun í C-flokki: 
1. sćti kr. 15.000 
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014

Verđlaun í opnum flokki:

1. sćti kr. 10.000 
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014

Ef fjöldi lokađra flokka eykst, verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki.

Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu.

Verđi keppendur jafnir í efstu sćtum verđur peningaverđlaunum skipt en stigaútreikningur látinn ráđa lokaröđ keppenda.

Tímamörk:

1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik. 

Ţátttökugjöld:

3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra). 
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).


Viltu styrkja íslensku skákkrakkanna sem fara á EM ungmenna?

EM-hópurinnÁtta íslenskir skákmenn munu takta ţátt á EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjallalandi 27. september - 8. október nk. Ekki hafa veriđ jafn margir fulltrúir frá Íslandi síđan fyrir hrun.

Fulltrúar Íslands verđa: U18: Mikael Jóhann Karlsson U16: Veronika Steinunn Magnúsdóttir U14: Jón Kristinn Ţorgeirsson og Dawid Kolka U12: Hilmir Freyr Heimisson og Felix Steinţórsson U10: Vignir Vatnar Stefánsson U8: Óskar Víkingur Davíđsson. Fararstjórar og ţjálfarar krakkanna eru Helgi Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson.

Ferđin á mótiđ er dýr og ţví leita landsliđsbörnin eftir stuđningi. Međ ţessari netsöfnun gefst ađilum tćkifćri til ađ styrkja ţau međ annađ hvort kaupum á völdum gćđavörum eđa međ beinum stuđningi. Börnin njóta framlagsins ađ jöfnu.

EM-krakkarnir munu tefla á skákhátíđ á Menningarnótt ţar sem ţau safna áheitum til ferđarinnar.

Á nćstum dögum og vikum verđa keppendirnir sem fara á EM ungmenna nánar kynntir.

Netsöfnun á vegum SÍ sem rennur alfariđ til EM-faranna

Hjörvar Steinn öruggur sigurvegari Hrađskákmóts Hellis

Hjörvar Steinn   eseHjörvar Steinn Grétarsson sigrađi örugglega međ 12,5 af 14 mögulegum á Hrađskákmóti Hellis sem fram fór mánudaginn 19. ágúst sl. Eftir ađ sigurinn var nánast í höfn gaf Hjörvar ađeins eftir á lokametrunum en ţađ voru Jón Trausti sem gerđi jafntefli viđ Hjörvar í 12 umferđ og Andri sem vann Hjörvar í ţeirri 13. Sá sigur dugdi Andra til ađ halda stöđu sinni međal efstu manna. Jafnir í 3.-5. sćti á stigum voru Andri Grétarsson, Ţorvarđur  Fannar Ólafsson, Oliver Aron Jóhannesson og Pálmi Pétursson í ţessari röđ skv. stigum.

Ţátttakan var góđ á Hrađskákmóti Hellis en 35 keppendur tóku ţátt. Skákstjórar voru Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Andri Grétarsson og Vigfús Ó. Vigfússon.

 Lokastađan:

RöđNafnVinningarTB1TB2TB3
1Gretarsson Hjorvar Steinn 12,5118102103,8
2Gretarsson Andri A 1012110384
3Olafsson Thorvardur 1011710073
4Johannesson Oliver 101129779,5
5Petursson Palmi Ragnar 1010589,567,75
6Loftsson Arnaldur 9,510186,563,5
7Ragnarsson Dagur 911710369,25
8Kristinardottir Elsa Maria 911310166
9Vigfusson Vigfus 911395,564
10Hardarson Jon Trausti 8,512310764,25
11Johannsdottir Johanna Bjorg 8,511194,552,25
12Jonsson Gauti Pall 8,51079159,25
13Omarsson Kristofer 89682,546,5
14Thorsteinsdottir Hallgerdur 7,511810359,25
15Stefansson Vignir Vatnar 7,51159956,5
16Halldorsson Kristjan 7,5998545,75
17Valdimarsson Einar 711192,544
18Kolka Dawid 7998544
19Steinthorsson Felix 7917932
20Sigurvaldason Hjalmar 7907640,5
21Jonatansson Sigurdur Freyr 6,5857232,25
22Einarsson Oskar Long 610590,530
23Johannesson Kristofer Joel 610487,531
24Nikulasson Gunnar 69479,532
25Hrafnsson Hilmir 6706021,5
26Ingibergsson Gunnar 5,5917822,25
27Jonasson Hordur 5,58674,526,75
28Kristbergsson Bjorgvin 5,5776519,75
29Arnaldarson Bjarki 5,57057,520,25
30Davidsson Oskar Vikingur 5937929,5
31Unnsteinsson Oddur Thor 59177,522
32Kristjansson Halldor Atli 5695815
33Johannesson Petur 4,5867419,25
34Palmason Matthias Hildir 46656,515
35Kristofersson Sindri Snaer 38066,58,5

Chess-Results


Heilinn og höndin á Menningarnótt

Íslandsmótiđ í heilinn og höndin fer fram á Menningarnótt. Mótiđ er nú haldiđ í annađ sinn en var haldiđ í fyrsta sinn á Menningarnótt í fyrra. Fyrstu Íslandsmeistararnir eru Jón Viktor Gunnarsson og Ingi Tandri Traustason.

Heilinn og höndin er ákveđiđ form skákar sem hefur veriđ vinsćlt upp á síđkastiđ hér á landi. Heilinn segir taflmann og höndin ţarf ađ ákveđa hvađa taflmanni skal leika og hvert. Allt samráđ milli parsins er bannađ. Yfirleitt er teflt međ umhugsunartímanum 5:03, enda viđbótartími nauđsynlegur.

Skráning fer fram á stefan@skakakademia.is og mega samanlögđ FIDE-stig parsins ekki vera hćrri en 4700. Tíu pör munu taka ţátt og gildir ţađ ađ skrá sig sem fyrst!

Íslensk stig gilda ef skákmađur hefur ekki FIDE-stig. Tefldar verđa sex umferđir međ tímanum 5.03 og hefst mótiđ um fjögur eđa um leiđ og einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Hjörvars Steins lýkur.

Íslenskar skákkonur eru sérstaklega bođnar velkomnar og hafa ţegar nokkrar núverandi og fyrrverandi landsliđskonur bođađ komu sína.


Hellismenn sigruđu í skemmtilegri glímu viđ Vinaskákfélagiđ

Ćsispennandi viđureignir framundan í 8 liđa úrslitum. 

104_0116

Hellismenn báru sigurorđ af liđsmönnum Vinaskákfélagsins í Hrađskákkeppni taflfélaga í bráđskemmtilegri viđureign sem fram fór á heimavelli Hellis á ţriđjudagskvöldiđ. Hjörvar Steinn Grétarsson leiddi sveit Hellis, sem skartađi alls fjórum landsliđsmönnum.

104_0103

Hellir byrjađi međ látum og sigrađi í fyrstu umferđ međ 4,5 vinningi gegn 1,5 en Vinaskákfélagiđ beit hressilega frá sér í nćstu umferđum. Róbert Lagerman forseti félagsins fór fyrir sínum mönnum og sigrađi í skák eftir skák. Fleiri sýndu góđa takta, en Hellismenn sigu jafnt og ţétt fram úr og leiddu í hálfleik međ 21,5 vinningi gegn 14,5.

Seinni hálfleikur ţróađist međ svipuđum hćtti og ţegar upp var stađiđ höfđu Hellismenn sigur međ  43,5 vinningi gegn 28,5.

104_0104

Hjörvar Steinn sýndi afhverju hann er efnilegasti skákmađur Íslands og hlaut 9 vinninga af 9 mögulegum. Kempan Bragi Halldórsson fékk 8 af 12, Gunnar Björnsson 7 af 12, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 5 af 10, og ţćr Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa María Kristínardóttir fengu báđar 6 vinninga af 12. Hinn ungi og vaski Felix Steinţórsson fékk 1,5 vinning af 3 og Vigfús Vigfússon formađur Hellis 1 af 2.

104_0109

Róbert fór mikinn og rakađi saman 9,5 vinningi í 11 skákum, Sćvar Bjarnason fékk 4 af 10, Ingi Tandri Traustason 5,5 af 11, Arnljótur Sigurđsson 4 af 8, Hrannar Jónsson 2,5 af 11, Aron Ingi Óskarsson 1,5 af 8, Hrafn Jökulsson 1 af 2 og Hörđur Jónasson 0,5 af 1, en ţeir Jorge Fonseca og Hjálmar Sigurvaldason komust ekki á blađ ađ ţessu sinni. 

104_0127

Viđureignin var í alla stađi hin skemmtilegasta og öllum til sóma. Í leikslok tók Róbert ađ sér ađ draga í 8 liđa úrslit keppninnar, og ljóst ađ spennandi viđureignir eru framundan:

 

 

Hellir -- Gođinn-Mátar

Skákfélag Íslands -- Víkingaklúbburinn

Skákfélag Akureyrar -- Briddsfjelagiđ

Bolungavík -- Taflfélag Vestmannaeyja 

Myndaalbúm (HJ) 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765508

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband