Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2013

KR-mótin: Guđfinnur sigursćll og ţó ekki

Guđfinnur Ţegar vorar í vesturbćnum ţarf stundum ađ flytja skákkvöldin í KR til svo fótamenntin fái notiđ sín til fulls ţegar gestaliđ koma í heimsókn. Ţannig stendur á núna - teflt verđur annađ kvöld ţar vestur frá.

Guđfinnur R. Kjartansson hefur veriđ sigursćll ađ undanförnu annađ hvort efstur eđa međ efstu mönnum.  Vann mótiđ síđast en Birgir Berndsen sló öllum viđ vikuna ţar á undan eins og sjá má á međf. mótstöflum.

 

 

motstoflur_kr_4061x3714.jpg
 
motstoflur_kr_2534x2661.jpg

 

Guđfinnur varđ ţó fyrir alvarlegri skákáfallastreyturöskun ţegar hann mćtti hinum aldna meistara Birni Víkingi Ţórđarsyni daginn eftir hina glćsulegu sigurgöngu sína í KR og góđa frammistöđu í Ćsum sama dag, hafandi fengiđ 18 vinninga í 23 skákum ţann daginn.   Ţegar minnst varđi varđ hann skyndilega heimaskítsmát í 8 leik, ţegar seiđkraftur galdramannsins svipti hann sjóninni.  Atburđarásina  má sjá nánar á međf. myndi sem birt er međ samţykki beggja ţessara vopnabrćđra.

 

miniature_bj_rns_v_kings_-_gu_finnur_heimask_tsm_t_8_leikjum_4215x3168.jpg

 

Skákmenn athugi ađ teflt verđur í KR annađ kvöld - ţriđjudagskvöld - og síđan áfram í allt sumar á mánudögum eđa ţriđjudegum ţegar KR á heimaleik í göngu sinni ađ Íslandsmeistararatitlinum.

 


Skákkeppni Landsmóts UMFÍ 50+ fer fram laugardaginn 8. júní

Landsmót UMFÍ 50+Helgina 7. - 9. júní verđur 3. Landsmót UMFÍ 50 + haldiđ í Vík í Mýrdal. Allir geta tekiđ ţátt í mótinu óháđ félagsađild ađ ungmennafélagi. 

Mótiđ er íţrótta - og heilsuhátíđ međ fjölbreyttri dagskrá. Auk keppni í hinum ýmsu íţróttagreinum verđur bođiđ upp á  ýmsa  afţreyingu fyrir keppendur og gesti. Einnig verđur bođiđ upp á frćđslu um hollustu og heilbrigđan lífsstíl ásamt fjölda annarra viđburđa. 

Fyrirhugađar keppnisgreinar í Keppnisgreinar á mótinu eru: Utanvegarhlaup, boccia, bridds, golf, frjálsar, íţróttir, hestaíţróttir, hringdansar, línudans, pútt, ringó, skák, pönnukökubakstur, búfjárdómar, kjötsúpugerđ, ljósmyndamaraţon, dráttavélaakstur, sund, sýningar,  ţríţraut og hjólreiđar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekiđ ţátt í keppnisgreinum mótsins. Ţátttakendur greiđa eitt mótsgjald og öđlast međ ţví ţátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháđ greinafjölda. Frítt verđur á tjaldstćđi mótshelgina í Vík í Mýrdal. Skráning fer fram á heimasíđu mótsins  www.landsmotumfi50.is.

Skákkeppnin fer fram laugardaginn 8. júní og er um ađ rćđa einstaklingakeppni. Teflt er á milli 13 og 17. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Sjáumst á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal 7. - 9. júní 2013 kát og hress.


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 27. maí nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Nökkvi Sverrisson vann Meistaramót Skákskólans 2013

 

2013 05 26 19.04.00

 

Eyjamađurinn Nökkvi Sverrisson bar sigur úr býtum á Meistaramót Skákskóla Íslands 2013 sem lauk um 7 leytiđ á sunnudagskvöldiđ. Helstu keppinautar Nökkva í baráttunni, Mikael Jóhann Karlsson og Dagur Andri Friđgeirsson gerđu jafntefli eftir hörku skák ţar sem Dagur Andri, sem er nýfluttur aftur til lands eftir nokkurra ára dvöl í Noregi,  var nćr sigri. Áđur hafđi Nökkvi unniđ Jón Trausta Harđarson í spennandi skák í hinu hvassa Dreka-afbrigđi sikileyjarvarnar.

 

2013 05 26 19.08.21

 

Ţátttakendur voru alls 33 og var keppt var til verđlauna í ýmsum flokkum en ekki var hćgt á fá verđlaun nema í einum flokki.  Verđlaunahafar á mótinu voru ţessir:   

Sigurvegarar mótsins:

1. Nökkvi Sverrisson 6 v. (af 7).

2. - 3. Mikael Jóhann Karlsson og Dagur Andri Friđgeirsson  5 1/2 v.

4. - 5. Oliver Aron Jóhannsson og Dagur Ragnarsson 

Sérstök stúlknaverđlaun:

Hrund Hauksdóttir 4 ˝ v. 

Flokkur 14 ára og yngri:   

1. Vignir Vatnar Stefánsson 4 ˝  v.

2. Guđmundur Anar Bragason 4 ˝ v.

Flokkur 12 ára og yngri:

1. Hilmir Freyr Hafsteinsson  4 v.

2. Róbert Örn Vigfússon 4 v.

3. Heimir Páll Ragnarsson 4 v.

Stúlknaverđlaun:

1. Donika Kolica 4. v.

2. Tinna Ţrastardóttir.

Mótstjóri og skákdómari var Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands.


Davíđ Kjartansson Suđurlandsmeistari í skák

Davíđ Kjartansson varđ í dag Suđurlandsmeistari í skák, mótiđ fór fram á Selfossi.

Davíđ skákmeistari Suđurlands 2013

Davíđ sigrađi međ yfirburđum vann alla andstćđinga sína.  Mótiđ var fámennt en vel mannađ eigi ađ síđur, hörkubarátta var um verđlaunasćti.  Ţađ fór svo ađ Ingimundur Sigurmundsson náđi öđru sćti, hann tapađi einungis einni skák. Vigfús Óđinn Vigfússon varđ ţriđji á mótinu og Björgvin Smári lenti í fjórđa en tekur bronsiđ í baráttunni um Suđurlandiđ.

Ţetta mun vera í fyrsta sinn sem Davíđ hampar tiltlinum.  Óskum viđ honum innilega til hamingju međ sigurinn !

 

Heimasíđa SSONsigurvegarar


Uppskeruhátíđ SA fór fram í dag

Í dag var bođiđ upp á öflugt bakkelsi a la Mćja og var enginn svikinn af ţví. Ţá voru afhent verđlaun fyrir mót vormisseris og ađ lokum teknar nokkrra léttar hugur-og-hönd skákir. Ţar brillerađi Ari Friđfinnsson annađ áriđ í röđ og vann báđar sínar skákir í félagi viđ Símon Ţórhallsson. 

Ungir menn međ bikara

Ungir afreksmenn

Allt fór ţetta vel fram og menn fóru sáttir og saddir heim. Jón Kristinn Ţorgeirsson fékk flest verđlaun viđstaddra, s.s. fyrir nýjársskákmótiđ, páskamótiđ. TM-mótaröđina og SŢA í yngri flokkum. Ţá hlaut hann, ásamt Loga Rúnari Jónssyni, viđurkenningu fyrir besta ástundun á ćfingum.

Heimasíđa SA


Skákţáttur Morgunblađsins: Ţađ er engin bein leiđ

Karjakin og CarlsenGlóđin sem brennur í augum hins 12 ára gamla Sergeis Karjakins" var hástemmdur titill á grein sem fjallađi um eitt mesta undrabarn Úkraínumanna, sem eins og margir landa hans er einnig handhafi rússnesks vegabréfs og hefur teflt fyrir Rússa undanfarin ár. Karjakin hefur ađ miklu leyti stađiđ undir ţeim vćntingum sem bundnar voru viđ hann en stendur ţó í skugganum af skćrustu stjörnu skákarinnar í dag, Magnúsi Carlssyni. Ţeir eru á svipuđu reki. Kannski rennur upp sú stund ađ hann tefli um heimsmeistaratitilinn; frá sögulegum sjónarhóli séđ má minnast ţess ađ árum saman stóđ Viktor Kortsnoj í skugganum af Tal, Spasskí og Petrosjan en öđlađist magnađ langlífi kannski vegna ţess ađ hann náđi aldrei efsta tindinum en ţrátt fyrir allar bylturnar kleif hann alltaf aftur á brattann. Karjakin hefur undanfarin ár átt erfitt uppdráttar gegn Norđmanninum. Ţrátt fyrir hárbeittan stíl, sem minnir á heimsmeistarann Anand, er hann á stundum fullfyrirsjáanlegur og skortir ákveđna dýpt í miđtaflinu. Stórmótiđ Norwegian chess, sem teflt er á ýmsum stöđum í Stavanger í Noregi og lýkur um helgina, var sennilega hugsađ sem upphitun fyrir heimsmeistaraeinvígiđ í nóvember. Ţađ hefur dregiđ til sín tíu stórmeistara sem tefla einfalda umferđ. Auđvitađ „á Magnús sviđiđ" en hann hikstađi í byrjun: fjögur jafntefli á móti fjórum sigrum Karjakins. Ţeir mćttust í fimmtu umferđ og Karjakin međ hvítt. Í skákinni sem hér fer á eftir er eins og mađur sé minntur á ađ leiđin til sigurs er ekki bein, miklu frekar ađ hún hlykkist, menn geta ţess vegna skroppiđ á kaffihús eitt öngstrćti til hćgri og komiđ ţađan út sigurvegarar:

Sergei Karjakin - Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8

Breyer-afbrigđiđ er alltaf vinsćlt. Ţađ virđist henta ágćtlega rólegum stíl Magnúsar.

10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. a4 Bf8 14. Bd3 c6 15. Dc2 Hc8 16. axb5 axb5 17. b4 Dc7 18. Bb2 Ha8 19. Had1 Rb6 20. c4 bxc4 21. Rxc4 Rxc4 22. Bxc4 h6 23. dxe5 dxe5 24. Bc3 Ba6 25. Bb3 c5 26. Db2 c4 27. Ba4 He6 28. Rxe5 Bb7 29. Bc2 Hae8 30. f4 Bd6

31. Kh2?

Stađan er ákveđinn prófsteinn á hćfni Karjakins í miđtöflum og hann fellur á prófinu. Leikur „Houdinis" 31. He3! hefđi tryggt honum betri stöđu.

31.... Rh5! 32. g3 f6 33. Rg6 Rxf4!

Ţessi ţrumuleikur ţurfti ekki ađ koma á óvart. Hvítur getur ekki ţegiđ mannsfórnina, 34. gxf4 Bxf4+ 35. Kg2 f5!, og hrókurinn á e6 kemst í spiliđ.

34. Hxd6 Rxg6 35. Hxe6 Hxe6 36. Bd4 f5!

Skyndilega opnast fyrir biskupinn á b7 og hornalínuna h1-18.

37. e5 Rxe5!

Magnađur leikur.

38. Bxe5 Dc6 39. Hg1 Dd5 40. Bxf5 Hxe5 41. Bg4 h5!

Peđ eru líka sóknarmenn!

42. Bd1

Annar möguleiki var 42. Hd1 sem má svara međ 42.... Dxd1! 43. Bxd1 He1 sem hótar mát á h1, 44. g4 loftar út en ţá kemur 44.... h4! og hvítur er fastur í mátneti.

g5hqoeth.jpgSjá stöđumynd

42.... c3! 43. Df2

Ekki 43. Db3 vegna 43.... He2+! og vinnur.

43.... Hf5 44. De3 Df7 45. g4 He5 46. Dd4 Dc7!

- og Karjakin gafst upp.

Stađan ţegar tvćr umferđir eru eftir: 1. Karjakin 5˝ v. (af 7). 2. Carlsen 5 v. 3.-4. Anand og Aronjan 4 v. 5.-6. Nakamura og Svidler 3˝ v. 7. Topalov 3 v. 8.-9. Wang Hao og Radjabov 2˝ v. 10. Hammer 1˝ v.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

 

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 19. maí 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Sextíu skákmenn skráđir til leiks á Opna Íslandsmótiđ í skák

Héđinn Steingrímsson ađ tafli í bandarísku háskólakeppninniŢeim fjölgar jafnt og ţétt keppendunum á Opna Íslandsmótiđ í skák, sem jafnframt er Íslandsmót kvenna og hefst á föstudaginn í Turninum í Borgartúni. Nú ţegar fimm dagar eru í mót eru ríflega sextíu skákmenn skráđir til leiks og međal ţeirra sem bćst hafa viđ síđustu daga er stigahćsti keppandi mótsins, Héđinn Steingrímsson (2558). Fleiri sterkir skákmenn munu bćtast viđ á nćstu dögum en enn er galopiđ fyrir skráningu í mótiđ og verđur fram á fimmtudag. Í ár eru 100 ár síđan fyrsta Íslandsmótiđ í skák fór fram.

Fjórir stórmeistarar eru skráđir til leiks. Auk Héđins eru ţađ Hannes Hlífar Stefánsson (2507), sigursćlasti skákmađur í sögu Íslandsmótanna í skák međ 11 titla, Henrik Danielsen (2500) og Stefán Kristjánsson (2494). Alţjóđlegu meistararnir Bragi Ţorfinnsson (2478), Guđmundur Kjartansson (2446), Björn Ţorfinnsson (2377) og Sćvar Bjarnason (2130) láta sig ekki vanta. Ţađ gerir heldur ekki Lenka Ptácníková (2255) stórmeistari kvenna og FIDE-meistararnir Sigurbjörn Björnsson (2397), Ingvar Ţór Jóhannesson (2357), Guđmundur Gíslason (2321) og Ţorsteinn Ţorsteinsson (2266). Nokkrir erlendir skákmeistarar taka ţátt. Ţeirra sterkastur er norski alţjóđlegi meistarinn og landsliđsmađurinn Nicolai Getz (2355).

Af keppendunum eru ađeins ţrír hafa orđiđ Íslandsmeistarar. Auk Hannesar eru ţađ Héđinn (2) og Henrik Danielsen (1).

Mótiđ er jafnframt Íslandsmót kvenna. Nánast allar sterkustu skákkonur landsins taka ţátt. Má ţar nefna auk Lenku ţćr Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1922), Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1890), Elsu Maríu Kristínardóttur (1785), Sigríđi Björg Helgadóttur (1760), Hrund Hauksdóttur (1680) og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1576).

Ađeins Lenka (4) og Elsa (1) hafa orđiđ Íslandsmeistarar kvenna af ţeim sem eru skráđar.

Međal helstu styrktarađila mótsins má nefna Ölgerđina, Actavis, Olís, Icelandic og LS-Retail. Hamborgafabrikkan gefur mat fyrir tvo fyrir skák hverrar umferđar.

Ađstćđur í Turninum, Borgartúni, eru einstakar en teflt er á 20. hćđinni ţar sem finna má útsyni yfir alla Reykjavík.

Skráning fer fram hér á Skák.is


Skákkennsla í Borgarnesi

CAM01132Á vorönn hefur veriđ bođiđ upp á skákennslu í Grunnskólanum í Borgarnesi fyrir nemendur í eldri deild. Hefur stórmeistarinn Helgi Ólafsson annast kennsluna međ góđum árangri. Hafa nemendur veriđ áhugasamir og standa vonir til ţess ađ skákkennsla sé komin til ađ vera í skólanum. Ţeir sem luku tilskyldum árangri hlutu bronsmerki. Á myndunum er Helgi ásamt stórum hluta ţeirra nemenda sem voru í skákvalinu.

Myndaalbúm


Suđurlandsmótiđ í skák hefst á Selfossi kl. 11

Nćstkomandi sunnudag hinn 26.maí fer fram Suđurlandsmótiđ í skák, mótiđ hefst kl 11:00 og má áćtla ađ ţví ljúki um kl 16:00.  Teflt verđur í Selinu á Selfossi.

Mótiđ verđur međ sama sniđi og síđasta ár ţ.e. 7 atskákir međ umhugsunartímanum 20 mín.

Mjög góđ verđlaun sem og veitingar í bođi, venju samkvćmt!

Öllum er opin ţátttaka ein einungis ţeir sem lögheimili eiga í Suđurkjördćmi geta orđiđ Suđurlandsmeistarar.

Mótiđ 2012

Ţátttökugjald 1500.-kr.

Núverandi Skákmeistari Suđurlands er Ingvar Örn Birgisson.

Hćgt er ađ skrá sig til leiks međ athugasemd viđ samskonar fćrslu á heimasíđu SSON eđa međ ţví ađ hafa samband viđ formann SSON:maggimatt@simnet.is

á myndinni má sjá yfir keppnissalinn á mótinu í fyrra en ţá tóku 25 keppendur ţátt.  Hér má sjá valinkunna snillinga s.s. Erling Jensson, Ingimund Sigurmundar fremsta, ţar fyrir aftan glittir í Erling Atla ađ tafli viđ Kjartan Má Másson og Rimskćlingurinn knái Jón Trausti er íbygginn međan Sverrir Unnars er á spekingslegu rölti.

Heimasíđa SSON


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband