Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2013

Mikael Jóhann efstur á Meistaramóti Skákskóla Íslands

Mikael Jóhann og Dagur RagnarssonMikael Jóhann Karlsson (1990) er efstur međ 4,5 vinning ađ loknum 5 umferđum á Meistaramóti Skákskóla Íslands en í dag fóru fram 4. og 5. umferđ. Fimm skákmenn hafa 4 vinninga en ţađ eru Nökkvi Sverrisson (1990), Oliver Aron Jóhannesson (1988), Dagur Kjartansson (1623), Dagur Andri Friđgeirsson (1782) og Hrund Hauksdóttir (1671) koma nćst međ 4 vinninga.

Sitthvađ hefur veriđ um óvćnt úrslit og má ţar nefna ađ Heimir Páll Ragnarsson (1231) vann Vignir Vatnar Stefánsson (1640) í fjórđu umferđ.

Ţađ vakti mikla ánćgju ađ Hannes Hlífar Stefánsson ellefufaldur Íslandsmeistari, fimmfaldur sigurvegari Reykjavíkurskákmótanna og skákkennari viđ Skákskóla Íslands skyldi skođa skákir nemenda međ ţeim af ţeim loknum.

Mótstöflu má finna hér.

Röđun sjöttu umferđar, sem fram fer í fyrramáliđ og hefst kl. 10, má finna hér. Ţá mćtast međal annars: Oliver-Mikael, Nökkvi-Hrund og Dagur K. og Dagur Andri.

Lokaumferđin hefst svo kl. 15.

Chess-Results

Arnar Íslandsmeistari í atskák

Arnar í viđtali viđ StefánArnar E. Gunnarsson (2441) varđ í dag Íslandsmeistari í atskák eftir sigur á Davíđ Kjartanssyni (2348) í ćsispennandi og afar skemmtilegu einvígi sem var í beinni útsendingu á RÚV í dag. Fyrri skák einvígisins lauk međ sigri Arnars međ svörtu. Davíđ kom hins vegar sterkur til baka og jafnađi metin međ ţví ađ vinna einnig međ svörtu. Ţví ţurfti bráđabanaskák (Armageddon) og ţar hafđi Arnar betur.

Fjórđi atskákmeistaratitilinn Arnars sem nú er sigursćlastur allra á Íslandsmótinu í atskák ásamt Helga Ólafssyni. Arnar sagđist ađspurđur í mótslok stefna á ţann "stóra" međ ţátttöku á Opna Íslandsmótinu í skák sem fram fer í Turninum í Borgartúni og hefst á föstudag. Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ Arnari ţar.

Lýsendur einvígisins Ingvar Ţór Jóhannesson og Stefán Steingrímur Bergsson fóru hreinlega á kostum í lýsingum sínum. Leikmynd og öll vinna ađ hálfu RÚV var til mikillar fyrirmyndar. Mikil fagmennska ţar á ferđ.

Skákirnar eru ţví miđur ekki ađgengilegur eins og er. Hćgt er ađ fylgjast međ útsendingunni međ ţví ađ velja tengilinn hér ađ neđan.

Útsending RÚV


Skákfélagiđ Hrókurinn undirbýr minningarmót um Jonathan Motzfeldt: Funduđu međ forsćtisráđherra Grćnlands

1 Ađalmynd    Kristjana Motzfeldt og Aleqa Hammond forsćtisráđherra Grćnlands.Liđsmenn Skákfélagins Hróksins hafa undanfarna daga veriđ í Nuuk, höfuđborg Grćnlands, til ađ undirbúa minningarskákmót um Jonathan Motzfeldt, fyrsta forsćtisráđherra Grćnlands. Jonathan Motzfeldt var sannkallađur landsfađir á Grćnlandi, mikill Íslandsvinur og ástríđufullur skákáhugamađur. Hann tók ţátt í fyrsta skákmótinu í sögu Grćnlands, sem haldiđ var í Qaqortoq sumariđ 2003. Jonathan lést áriđ 2010, en minning hans er í hávegum höfđ í norđrinu.
 
Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman áttu í vikunni afar 10ánćgjulegan fund međ nýjum forsćtisráđherra Grćnlands, Alequ Hammond, sem í vor vann stćrsta kosningasigur í sögu landsins og er fyrsta konan til ađ gegna embćtti forsćtisráđherra á Grćnlandi. Fundinn sat einnig Kristjana Guđmundsdóttir Motzfeldt, ekkja Jonathans, sem er gestgjafi Hróksliđa í Nuuk.
 
Á fundinum međ forsćtisráđherra Grćnlands var fariđ yfir fjölmörg mál. Hrókurinn hefur sl. áratug skipulagt um 25 skákheimsóknir til Grćnlands, kennt ţúsundum barna ađ tefla og stađiđ fyrir ótal viđburđum. Liđsmenn Hróksins lögđu áherslu á ţá stađreynd, ađ mestu varđađi ađ efla og dýpka vináttu og samstöđu grannţjóđanna í norđri.
 
Jonathan Motzfeldt og Ivan Sokolov hefja fyrstu skákina í fyrstu umferđ á fyrsta alţjóđlegamótinu á Grćnlandi, 2003.Aleqa Hammond forsćtisráđherra tók vel á móti hinum íslensku gestum. Hún sagđi ađ minning Jonathans Motzfeldts vćri í hávegum höfđ á Grćnlandi, og lýsti innilegu ţakklćti fyrir vinarţel Íslendinga í garđ Grćnlendinga. Forsćtisráđherrann hét ennfremur fullum stuđningi viđ skák- og minningarhátíđ um Jonathan Motzfeldt, og bađ fyrir kćrar kveđjur til Íslendinga.
 
Forsćtisráđherra Grćnlands fékk ađ gjöf taflsett, og fyrsta grćnlenska skákkveriđ, sem Grćnlandsvinurinn og skákfrömuđurinn Siguringi Sigurjónsson stóđ ađ.
 
Hróksmenn hafa líka átt fund međ borgarstjóranum í Nuuk, Asii Chemnitz Narup. Hún er afar áhugasöm um útbreiđslu skákíţróttarinnar og lýsti eindregnum vilja yfirvalda í Nuuk til ađ taka ţátt í skák- og menningarhátíđ í minningu um Jonathan Motzfeldt.
 
Á mánudag munu Hróksmenn funda međ forseta grćnlenska ţingsins, Lars Emil Johansen, fv. 936909 415045271936546 1080984884 n[1]forsćtisráđherra og rćđa undirbúning minningarhátíđarinnar um Jonathan Motzfeldt, og enn nánari samskipti ţjóđanna í norđri.
 
Á fundinum međ forsćtisráđherra Grćnlands bar Hrafn Jökulsson kveđju Íslendinga til Alequ Hammond, og sagđi ađ Íslendingar vćru allra ţjóđa heppnastir međ nágranna. Ţađ vćru forréttindi Íslendinga ađ vera grannar og vinir í norđrinu.
 
Auk funda međ ráđamönnum Grćnlands hafa liđsmenn Hróksins efnt til viđburđa međ félögum í skákfélagi Nuuk, heimsótt fjölsmiđju fyrir unglinga, gefiđ ótal eintök af grćnlenska skákkverinu, og á laugardag munu ţeir Hrafn og Róbert tefla viđ gesti og gangandi í stćrstu verslunarmiđstöđinni í Nuuk.
 
Hrafn Jökulsson sagđi ađ Hróksmenn vćru hrćrđir og ţakklátir yfir móttökum Grćnlendinga.
 
,,Viđ Íslendingar erum lánsamir ađ eiga slíka vini og nágranna. Ég hvet alla til ađ kynnast töfraheimi Grćnlands. Hér býr stórkostleg ţjóđ međ ótrúlega menningarhefđ, og landiđ er fagurt og frítt."

Myndaalbúm (HJ)


Ţröstur hrađskákmeistari suđurarms Gođans-Máta

Ađ mótslokum. Sáttir Gođmátar međ íslenskt grćnmeti í forgrunnitaflan Miđvikudagskvöldiđ síđasta ţegar hinar pólitísku klukkur stóđu í stađ og landiđ var stjórnlaust um stund fóru klukkurnar af stađ í Sölufélagi Garđyrkjumanna. Tólf lćrisveinar Caissu hófu ađ hreyfa útskorna menn í kappi hver viđ annan og húsbóndann harđasta - tímann sjálfan - sem tifađi miskunnarlaust áfram milli vel útilátinna grćnmetis- og ostabakka Gunnlaugs Karlssonar, framkvćmdastjóra ţar á bć og góđs gestgjafa.

Félagar í skákfélaginu Gođanum-Mátum voru mćttir í sólrođinn Brúarvog til ţess ađ útkljá sín á milli hver skyldi kallađur hrađskákmeistari félagsins sunnan heiđa. Sérstakur stuđningsađili mótsins, fyrirtćkiđ Eflir almannatengsl sá um vegleg verđlaun.

Spennandi keppni og jöfn fór í hönd og enduđu leikar ţannig, ađ ţrír urđu efstir og jafnir: Ţröstur Jón Ţorvaldsson afhendir Gunnlaugi Karlssyni ţakklćtisvott fyrir húsnćđiđ og grćnmetis- og ostabakkana Ţórhallsson, Einar Hjalti Jensson og Tómas Björnsson. Rétt neđar kom Arnar Ţorsteinsson nýkominn af fjalli - annars var mótiđ jafnt og í raun spurning um dagsform. Ţađ var helst aldursforsetinn Björn Ţorsteinsson, margfaldur Íslandsmeistari í hrađskák og kappskák, sem náđi sér ekki á strik ađ ţessu sinni. Stórmeistarinn og Íslandsmeistarinn, Ţröstur Ţórhallsson, var úrskurđađur sigurvegari á stigum og handhafi titilsins Hrađskákmeistari GM-S 2013. Hollvinur félagsins, Halldór Grétar, hélt utan um mótstöflu og tefldi međ sem gestur.

Góđur andi sveif yfir vötnum og var ţađ mál manna ţegar upp var stađiđ ađ Einstein hefđi haft rétt fyrir sér međ tímann: hann er sannarlega afstćđur og getur auk ţess veriđ hvorttveggja gefandi og skemmtilegur.

Ađ keppni lokinni hélt framkvćmdastjóri Eflis almannatengsla, séntilmađurinn og mannasćttirinn Jón Ţorvaldsson, skemmtilega tölu og útdeildi verđlaunum. Allir keppendur voru leystir út međ viđurkenningu og veglegri gjöf - skjatta frá Kropphúsinu (Body Shop). Innihald skjattans ku víst hafa glatt konur Gođmátanna sérstaklega.

Međ ţessu móti lýkur vetrarstarfi GM sunnan heiđa. Óhćtt er ađ segja ađ eftirtekjur séu góđar en félagiđ státar nú af tveimur sveitum í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga. Framundan er skemmtikvöld í júní og svo hyggst félagiđ velgja Víkingum undir uggum í hrađskákkeppni skákfélaga síđla sumars.

Mótiđ á Chess-Results

Međ skákkveđju

Pálmi R. Pétursson 


Mikael, Nökkvi og Hrund efst á Meistaramóti Skákskólans

Mikael Jóhann ađ tafli

Mikael Jóhann Karlsson (1990), Nökkvi Sverrisson (1990) og Hrund Hauksdóttir (1671) eru efst og jöfn međ fullt hús ađ loknum ţremur umferđum á Meistaramóti Skákskóla Íslands. Hrund gerđi sér lítiđ fyrir og vann Jón Trausta Harđarson Gaman á Meistaramótinu(1997) í ţriđju umferđ. Í dag voru tefldar atskákir en á morgun verđa tefldar tvćr kappskákir.

Öll úrslit 1.-3. umferđar og stöđu mótsins má finna hér

Fjórđa umferđ hefst kl. 10. Pörun umferđarinnar má finna hér.

Chess-Results


Arnar og Davíđ mćtast í úrslitum á morgun á RÚV

Helgi og ArnarAlţjóđlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson (2441) og FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson (2348) tefla til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í atskák á morgun laugardag. Teflt verđur í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 14.

Bođiđ verđur upp á líflega lýsingu í bođi Björns Ţorfinnssonar Davíđ skákog Stefáns Steingríms Bergssonar sem lofa afar litríkum skýringum.

Hćgt er ađ bćđi hćgt ađ fylgjast međ útsendingunni beint í sjónvarpinu sem og auđvitađ á vef RÚV.

 


Heimilistćki međ fullt hús í Firmakeppni SA

Í gćr á afmćlisdegi Gylfa Ţórhallssonar, lauk hinni vinsćlu firmakeppni Skákfélags Akureyrar. 12 fyrirtćki höfđu komist í úrslit og mćttu 11 skákmenn til ţátttöku. Leikar fóru svo ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson sigrađi örugglega međ fullu húsi vinninga eftir 10 skákir. Jón tefldi fyrir Heimilistćki. Í öđru til fjórđa sćti urđu Sigurđar tveir og einn Símon međ 7 vinninga. Tefldi annar Sigurđurinn fyrir Gullsmiđaverkstćđi S og P en hinn fyrir Norđurorku. Símon tefldi fyrir VÍS.

Nánari úrslit má sjá hér fyrir neđan

Heimilistćki       (Jón Kristinn Ţorgeirsson) 10 vinningar

Norđurorka (Sigurđur Arnarson), Gullsmiđaverkstćđi S og P (Sigurđur Eiríksson) og Vís (Símon Ţórhallsson) 7 vinningar.

Krua Siam (Haraldur Haraldsson) 6 vinningar

Kristjánsbakarí (Hjörleifur Halldórsson) 5 vinningar

Kaffibrennslan (Rúnar Ísleifsson) 4,5 vinningar

TM (Eymundur Eymundsson) 3 vinningar

S.B.A. (Logi Rúnar Jónsson) 2,5 vinningar

Securitas (Hreinn Hrafnsson) 2 vinningar

Brimborg (Einar G.) 1 vinningur

KEA        0 vinningar


Meistaramót Skákskóla Íslands hefst í dag

Skákskóli ÍslandsMeistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2012/2013 hefst föstudaginn 24. maí. Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum  skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Núverandi meistari Skákskóla íslands er Mikhael Jóhann Karlsson

 Ţátttökuréttur:

Allir nemendur skólans og ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans.

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

Umferđafjöldi: Sjö umferđir. Í ţrem fyrstu umferđunum verđa tefldar atskákir en fjórar lokaumferđirnar eru kappskákir.

Tímamörk: Atskákir 25 10  ţ.e 25 mínútur ađ viđbćttum sekúndum fyrir hvern leik. 

Kappskákir:  90 30 ţ.e. 90 mínútur á alla skákina og 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik.

Fyrirkomulag: Svissneska kerfiđ - swiss perfect.

Skákstig: Mótiđ verđur reiknađ til skákstiga.  Fjórar síđustu umferđirnar eru reiknađar til íslenskra- og alţjóđlegra stiga. At-skákirnar eru ekki reiknađar til stiga. 

Verđlaun:

A:

1. verđlaun:

Meistaratitill Skákskóla Íslands 2012/2013 og farandbikar. Einnig  flugfar m/Flugleiđum á Evrópuleiđ* og uppihalds kostnađi kr. 30 ţús.

2. verđlaun: Flugfarmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.  

3. - 5. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

Sérstök stúlknaverđlaun:

Farmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.

 

Aldursflokkaverđlaun. 

1. Tvenn verđlaun fyrir ţá keppendur sem ná

bestum árangri í hópi 14 ára og yngri

2. Tvenn verđlaun fyrir ţćr

stúlkur sem bestum árangri ná í mótinu.

Verđlaun fyrir keppendur 12 ára og yngri.

1. - 3. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

 

* Mótshaldarinn áskilur sér rétt til ađ finna hagstćđasta fargjald sem hćgt er ađ fá enda verđi tilkynnt um ferđir međ góđum fyrirvara. 

* Verđlaunahafi verđur ađ nýta sér farmiđa innan 12 mánađa frá lokum mótsins.

 

B:

Dagskrá:

1. umferđ: Föstudagurinn 24. maí kl. 18  

2. umferđ: Föstudagurinn 24. maí kl. 19

3. umferđ. Föstudagurinn 24. maí kl. 20.

4. umferđ: Laugardagurinn 25.maí kl. 10-14  

5. umferđ: Laugardagurinn 25. maí kl. 15 - 19

6. umferđ: Sunnudagurinn 26.maí kl. 10.-14.

7. umferđ: Sunnudagurinn 26. maí kl. 15-19.

* Hljóti einhver stúlka 1. eđa 2. verđlaun mun 2. sćti međal stúlkna gilda til sérstakra stúlknaverđlauna.

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ móti loknu.

Ţátttöku skal tilkynna í síma SÍ 568 9141, netfangiđ skaksamband@skaksamband.is eđa helol@simnet.is.

Mótsnefnd áskilur rétt til ađ gera breytingar á fyrirfram bođađri dagskrá.


27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.-7. júlí

Landsmót UMFÍ á Selfossi 2013Fyrstu helgina í júlí verđur 27. Landsmót UMFÍ haldiđ á Selfossi. Undirbúningur vegna mótsins hefur stađiđ yfir í langan tíma og stefnir Hérađssambandiđ Skarphéđinn á ađ halda glćsilegt mót. Mikil og metnađarfull uppbygging íţróttamannvirkja hefur orđiđ á Selfossi á undanförnum árum og er óhćtt ađ segja ađ sú ađstađa sem verđur í bođi fyrir keppendur á ţessu móti sé ein sú besta á landinu. Sveitarfélagiđ Árborg hefur unniđ ötullega ađ ţessari uppbyggingu og lagt sitt á vogarskálarnar til ađ gera mótiđ sem glćsilegast.

Landsmótin hafa í gegnum tíđina veriđ glćsilegar íţróttahátíđir og keppnisgreinar margar, bćđi hefđbundnar og óhefđbundnar. Á síđasta Landsmóti, sem haldiđ var 2009, voru keppendur um tvö ţúsund og gert er ráđ fyrir svipuđum fjölda á Selfossi í ár. Mótunum fylgir jafnan sérstök stemning, en ţar hittast ungir sem aldnir og taka ţátt í keppni mótsins, rifja upp gamlar og góđar minningar úr starfinu og af fyrri Landsmótum. Alls verđa keppnisgreinar á Landsmótinu á Selfossi 25 talsins. Keppt er í einum aldursflokki í karla- og kvennagreinum.

Landsmótiđ hefst fimmtudaginn 4. júlí međ keppni í nokkrum íţróttagreinum. Íţróttakeppnin, sem er uppistađa mótsins, heldur síđan áfram á föstudegi, en ađalţungi keppninnar verđur á laugardag og sunnudag. Mótssetning verđur á Selfossvelli föstudagskvöldiđ 5. júlí og hefst kl. 21. Mótsslit verđa upp úr miđjum sunnudegi. Ýmsir áhugaverđir viđburđir fyrir utan sjálfa íţróttakeppnina verđa á Selfossi ţessa daga, fyrir börn og fullorđna. Ţađ er ţví tilvaliđ ađ heimsćkja Selfoss 4.-7. júlí og upplifa ţessa stemningu. Bćrinn mun iđa af lífi frá morgni til kvölds og skarta sínu fegursta.

Skákeppni á milli ungmennafélaga (sveitakeppni) er á dagskrá 5. og 6. júlí (föstudag og laugardag). Reglur keppninnar fylgja međ sem viđhengi. Einnig fylgir međ sem viđhengi bćklingur um Landsmótiđ.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Úrslitakeppni Firmakeppni SA fer fram í kvöld

Úrslitakeppni Firmakeppni SA fer fram í kvöld og hefst kl. 20.  Allir sem vettlingi geta valdiđ (jafnvel einföldum fingravettlingi) eru hvattir til ađ mćta.

Góđ upphitun fyrir uppskeruhátíđina sunnudaginn 26. maí!

Ţessi félög keppa til úrslita:

Brimborg
Norđurorka 
Kristjánsbakarí
Gullsmiđir S&P
Heimilistćki
Kaffibrennslan
VÍS
TM
Krua Siam
SBA
Securitas

KEA

(Bćtt verđur viđ fyrirtćkjum ef fleiri en 12 skákmenn mćta til leiks).


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband