Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Guđmundur endađi í fjórđa sćti í Kolumbíu

GuđmundurAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2453) endađi í fjórđa sćti á alţjóđlegu móti sem lauk í gćr í Medillin í Kolumbíu. Guđmundur hlaut 6˝ í 9 skákum.

Sigurvegari mótsins varđ kólumbíski alţjóđlegi meistarinn Andres Felipe Gallego Alcaraz (2403) en hann hlaut 7˝ vinning.

Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2420 skákstigum og tapar hann tveimur skákstigum fyrir hana.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Sextugur Áskell Örn og enn í framför

Áskell á HM öldungaÉg hef tekiđ ţetta dćmi áđur: ímyndum okkar ađ Ingvar Ásmundsson hefđi veriđ međ á ţriđja Reykjavíkurskákmótinu, hinu svonefnda á Fiske-móti voriđ 1968. Ég er ansi hrćddur um ađ hann hefđi fariđ illa út úr samanburđi viđ stjörnur ţess móts, Mark Taimanov, Sovétmeistara 1956, Wolfgang Uhlmann eđa Evgení Vasjúkov. En nokkrum áratugum síđar var Ingvar hinsvegar ađ keppa viđ ţessa ţekktu stórmeistara á heimsmeistaramóti öldunga og hafđi í fullu tré viđ ţá og hafđi stundum betur. Sannar ţađ sem Jón Ţorvaldsson er alltaf ađ segja, ađ mönnum getur fleygt fram á öllum sviđum langt fram eftir aldri. Áskell Örn Kárason, sem varđ sextugur fyrr á ţessu ári, er manna líklegastur til ađ halda uppi merki Ingvars. Í gegnum tíđina hefur Áskell međfram taflmennsku unniđ ötullega ađ félagsmálum skákhreyfingarinnar bćđi syđra og nyrđra og var forseti Skáksambands Íslands um nokkurra ára skeiđ. Áskell varđ jafn Friđriki Ólafssyni í 2. sćti á Norđurlandamóti öldunga í Borgundarhólmi í september sl. Annađ sćtiđ gaf ţátttökurétt á HM öldunga og Friđrik bauđ sessunaut sínum ađ tefla fyrir Íslands hönd í Króatíu.

Aldursviđmiđ á heimsmeistaramótinu sem fram fór viđ góđar ađstćđur dagana 11.-24. nóvember í Rijeka í Króatíu var 60 ár og ţar yfir. Hafđi Áskell orđ á ţví hversu gott hefđi veriđ ađ geta einbeitt sér ađ taflmennskunni og engu öđru. Hann hlaut 7 vinninga af 11 mögulegum og hafnađi í 18. sćti af 200. Árangur hans reiknast upp á 2388 stig, hann rétt missti af áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli en hćkkađi um tćplega 40 stig fyrir frammistöđuna. Gunnar Finnlaugsson tefldi einnig í Rijeka og stóđ sig vel, hlaut 5 ˝ vinning og varđ í 108. sćti. Lítum á bestu skák Áskels sem kom í 9. umferđ:

Vladimir Karasev (Rússland) - Áskell Örn Kárason

Sikileyjarvörn

1. c4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Bg7 5. e4 Rc6 6. Be3 Rf6 7. Rc3 O-O 8. Be2 d6 9. O-O Bd7 10. Dd2 Rxd4 11. Bxd4 Bc6 12. f3 a5 13. Kh1 Rd7 14. Bxg7 Kxg7 15. f4 a4

Margeir Pétursson lék 15. ... Rc5 gegn Chandler í Chicago 1983. Báđir leikirnir eru góđir.

16. Bg4 Rf6 17. Bf3 Da5 18. Dd4 Had8 19. Rd5 Dc5!

Besti leikurinn og hér hefđi hvítur átt ađ víkja og leika 20. Dd3. Drottningauppskiptin styrkja stöđu svarts.

20. Dxc5 dxc5 21. Had1 e6 22. Rc3 e5 23. Hxd8 Hxd8 24. fxe5 Rd7 25. e6 fxe6 26. Hd1 Hf8 27. e5?

Mislukkuđ atlaga. Sjálfsagt var 27. Kg1 Re5 28. Be2 ţó svarta stađan sé örlítiđ betri.

gfgrns5n.jpg27. ... Hxf3!

Ţetta sást Karasev yfir. Endatafliđ sem nú kemur upp er talsvert betra á svart og Áskell leysir tćknilega ţáttinn afar vel.

28. Hxd7 Bxd7 29. gxf3 Bc6 30. Kg2 g5 31. Kg3 Kg6 32. f4 Kf5 33. fxg5 Kxg5 34. Kf2 Kf4 35. Ke2 Kxe5 36. Ke3 Kf5 37. Re2 e5 38. Rc1 b6 39. a3 h5 40. Re2 h4! 41. Rc3

Ţó ađ hvítur geti lokađ fyrir innkomuleiđir kóngsins međ 41. Rg1 lendir hann leikţröng fyrr eđa síđar.

41. ... Kg4 42. Kf2 Kf4 43. Ke2 e4 44. Rd1 Bd7 45. Rc3 Bg4 46. Ke1 Kf3 47. Rxa4 Kg2 48. Rxb6 Kxh2 49. Kf2 e3+ 50. Kxe3 Kg3 51. Ra4 h3 52. Rxc5 Bf5!

Valdar „hálfhring" riddarans. Alls ekki 52. ... h2 vegna 53. Re4+ og 54. Rf2.

53. Rb3 h2 54. Rd4 Bg4

Aftur sama ţema og síđast.

55. b4 h1=D 56. c5 Dc1 57. Ke4 Dxa3

- og Karasev gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. desember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Mjög vel heppnađ Jólapakkamót GM Hellis - Skák er góđ fyrir heilann!

 

IMG 5292

 


Jólapakkamót GM Hellis fór fram í Ráđhúsi Reykjavíkur í gćr.  Ţetta var í sextánda skipti sem mótiđ fer fram en mótiđ hefur veriđ haldiđ nánast árlega síđan 1996. Tćplega 150 keppendur tóku í mótinu. Allt frá Peđaskák ţar sem keppendur voru niđur í ţriggja ára og upp í tíundu bekkinga. Eva Einarsdóttir, formađur Íţrótta- og tómstundaráđs Reykjavíkur, setti mótiđ og lék fyrsta leik ţess.

 

IMG 4946

 

Í rćđu sinni talađi Eva um jákvćđ áhrif skákiđkunnar. Einnig minntist hún ađ Jólapakkamótiđ vćri hluti af jólagleđi starfsfólks Ráđhússins.

Ađ lokinni rćđu Evu hófst taflmennska og hart barist í öllum flokkum ţótt ađ leikgleđin vćri í fyrirrúmi.

 

IMG 5237

 

Ađ móti loknu hófst verđlaunaafhending. Ţćr mćđgur Edda Sveinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, landsliđskona, höfđu fariđ mikinn í jólapökkum og höfđu pakkađ vel á annađ hundrađ jólapökkum.  Efstu menn í öllum flokkum fengu verđlaun sem og útdregnir heppnir keppendur. Í lok mótsins fór svo fram risahappdrćtti ţar sem stćrstu vinningarnir voru dregnr út. Heppnastur allra varđ Bjarki Arnaldarson, sem fékk spjaldtölvu frá Tölvulistanum.  Í lok mótsin voru allir keppendur leystir út međ gjöfum, nammipoka frá Góu og Andrés andar blađi frá Eddu útgáfu.

 

IMG 5326

 

 

Ţeir sem gáfu jólagjafirnar voru: Myndform, Salka útgáfa, Sögur útgáfa, Edda útgáfa, Speedo, Nordic Games, Ferill verkfrćđistofa, Veröld útgáfa, Bókabeitan útgáfa, Góa, Heimilistćki, Tölvulistinn, Landsbankinn, Skákskóli Íslands og Skákfélagiđ GM Hellir.

Eftirtaldir ađilar styrktu mótahaldiđ: Body Shop ehf, Faxaflóahafnir, G.M Einarsson, Garđabćr, Gámaţjónustan, Hjá Dóra matsala, HS Orka, Íslandsbanki, Íslandspil,ÍTR, Kaupfélag Skagfirđinga, Landsbankinn, MP Banki, Nettó í Mjódd, Reykjavíkurborg, SOPRA, Suzuki bílar ehf, Talnakönnun ehf og Valitor.

Ţeir sem komu ađ undirbúningi og unnu viđ mótiđ voru: Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Davíđ Ólafsson, Edda Sveinsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Gunnar Björnsson, Haraldur Ţorbjörnsson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Kristín Steinunn Birgisdóttir, Kristín Hrönn Ţráinsdóttir, Kristján Halldórsson, Kristófer Ómarsson, Lenka Ptácníková, Ólafur Ţór Davíđsson, Páll Sigurđsson, Pálmi R. Pétursson, Ragnhildur H. Sigurđardóttir, Rúnar Haraldsson, Steinţór Baldursson og Vigfús Ó. Vigfússon, varaformađur GM Hellis sem bar ţungan af öllu mótshaldinu.

Um 200 myndir fylgja međ fréttinni. Ţćr tók Rúnar Haraldsson.

 

IMG 5043

 

Stöđ 2 birti ítarlega frétt um mótiđ ţar sem međal annars var tekiđ viđtal viđ nokkra keppendur og Jóhönnu Björg Jóhannsdóttir, landsliđskonu og stjórnarmann í GM Helli. Fréttina má finna á Vísi.

Úrslit í elsta flokki (1998-2000):

Efstu drengir:

 

IMG 5395

 

 1. Oliver Aron Jóhannesson (Rimaskóli) 5 v.
 2. Dawid Kolka (Álfhólsskóli) 4 v.
 3. Jakob Alexander Peterson (Árbćjarskóli) 3 v.

Efstu stúlkur:

 

IMG 5387

 

 1. Sóley Lind Pálsdóttir (Hvaleyrarskóli) 4 v.
 2. Hildur Berglind Jóhannsdóttir (Salaskóli) 2 v.
 3. Sólrún Elín Freygarđsdóttir (Árbćjarskóli) 2 v.

Alls tóku 15 skákmenn ţátt og var kynjaskipting mjög jöfn í flokknum.

Lokastöđuna má finna á Chess-Results.

Úrslit í nćstelsta flokki (2001-02)

Efstu drengir:

 

IMG 5376

 

 1. Heimir Páll Ragnarsson (Hólabrekkuskóli ) 4 v.
 2. Brynjar Bjarkason (Hraunvallaskól) 4 v.
 3. Felix Steinţórsson (Álfhólsskóli) 3,5 v.

Efstu stúlkur:

 

IMG 5367

 

 1. Nansý Davíđsdóttir (Rimaskóli) 4,5 v
 2. Heiđrún Anna Hauksdóttir (Rimaskóli) 2 v.

Alls tóku 18 skákmenn ţátt.

Lokstöđu mótsins má finna á Chess-Results.

Úrslit í nćstyngsta flokki (2003-04):

Efstu strákar

 

IMG 5343

 

 1. Vignir Vatnar Stefánsson (Hörđuvallaskóli) 5 v.
 2. Mykhael Kravchuk (Öldusselsskóli ) 5 v.
 3. Matthías Pálmasson (Hofstađaskóli) 4 v.
 4. Axel Óli Sigurjónsson (Salaskóli) 4 v.
 5. Bjartur Máni Sigurmundsson (Melaskóli ) 4 v.
 6. Brynjar Haraldsson (Ölduselsskóli ) 4 v.
 7. Davíđ Dimitry (Austurbćjarskóli ) 4 v.

Efstu stúlkur:

 

IMG 5333

 

 1. Lovísa Sigríđur Hansdóttir (Ingunnarskóli) 2 v.
 2. Elín Edda Jóhannsdóttir (Salaskóli) 2 v.
 3. Dagmar Vala Hjörleifsdóttir (Álfhólsskóli) 2 v.
 4. Anita Sól Vignisdóttir (Vogaskóli)

37 skákmenn krakkar tóku ţátt.

Sjá nánari úrslit í excel-viđhengi.

Úrslit í yngsta flokki (2005-)

Efstu strákar 

 

IMG 5308

 

 

 1. Óskar Víkingur Davíđsson 5 v. (Ölduselsskóli)
 2. Stefán Orri Davíđsson 5 v. (Ölduselsskóli)
 3. Joshua Davíđsson 4 v. (Rimaskóli)
 4. Róbert Luu 4 v. (Álfhólsskóli)
 5. Birkir Snćr Steinsson 4 v. (Hraunvallaskóli) 
 6. Samúel Týr Sigţórsson 4 v. (Salaskóli)

Efstu stúlkur

 

IMG 5292

 

 1. Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir 2,5 v. (Foldaskóli)
 2. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 2 v. (Álfhólsskóli)
 3. Sunna Rún Birkisdóttir 2 v. (Snćlandsskóli)
 4. Karitas Jónsdóttir 2 v. (Snćlandsskóli)
 5. Elsa Kristín Arnaldardóttir 2 v. (Hofstađaskóli)
 6. Vigdís Tinna Hákonardóttir 2 v. (Smáraskóli)

47 krakkar tóku ţátt.

Sjá nánari úrslit í excel-viđhengi

Úrslit í Peđaskák

Stelpuflokkur:

 

IMG 5168

 

 1. Ragnheiđur Ţórunn Jónsdóttir 4,5 v. (Hraunvallaskóli)
 2. Sólveig Bríet Magnúsdóttir 3,5 v. (Kvistaberg)
 3. Brynja Steinsdóttir 3 v. (Hraunvallaskóli)
 4. Sólvegi Freyja Hákonardóttir 3 v. (Arnarsmáir)
 5. Brynja Vigdís Tandrasdóttir 3 v. (Foldaskóli)
 6. Anna Sigríđur Kristófersdóttir 3 v. (Salaskóli)

16 stelpur tóku ţátt.

Strákaflokkur:

 

IMG 5191

 

 1. Arnór Veigar Árnason 4 v. (Foldaskóli)
 2. Kári Siguringason 4 v. (Klambrar)
 3. Níels Jóhann Júllíusson 3,5 v. (Álfhólsskóli)
 4. Birkir Már Kjartansson 2,5 v. (Seljaborg)
 5. Orfeus Stefánsson 2 v. (Háaleitisskóli)

6 strákar tóku ţátt.

Sjá nánari úrslit í excel-viđhengi.

Myndaalbúm (Rúnar Haraldsson)


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Jólahrađskákmót T.R. fer fram 27. desember

Jólahrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ föstudaginn 27. desember kl. 19.30. Tefldar verđa 2x7 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ fer fram í húsnćđi T.R. ađ Faxafeni 12. Ţátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin. Sigurvegari síđasta árs var Oliver Aron Jóhannesson.


Gallerý Skák - Jólamót: Björgvin kom sá og sigrađi

 

 

 

BJÖRGVIN VÍGLUNDSSON ESE 19.12.2013 21 43 51Ţađ var húsfyllir í listasmiđjunni í Bolholti í fyrrakvöld ţegar 29 skákgeggjarar léku ţar listir sínar en ţó ekki allir af jafnmikilli snilld en hvađ um ţađ. Ađalatriđiđ er jú ađ tefla sér til ánćgju og yndisauka eins og svo oft er ađ orđi komist í leit ađ betri afsökun. Aldursmunur hefur aldrei veriđ meiri á milli yngsta og elsta keppandans, á áttuna tug.  Rísandi stjörnur framtíđarinnar Vignir Vatnar, Guđmundur Agnar og brćđurnir ungu Óskar Víkingur og Stefán Otti Davíđsynir velgdu hinum reyndu meisturum undir uggum og settu skemmtilegan blć á mótiđ. Aldrei hefur veriđ jafn fjölmennt í Gallerýinu eins og ţetta kvöld og mótiđ einkar velmannađ eins og sjá má á mótstöflunni hér neđar. Nýjir ţátttakendur og aufúsu gestir utan af landi settu á ţađ svip.  Enda ţótt jólin vćru á nćsta leyti var engin miskun sýnd „hart var  barist og hart var varist" eins og ţar segir. Jólamótiđ í Gallerýinu 19.12.2013 19 33 39

Eftir tvísýnt mót framan af tóku ţó einhverjir keppenda forystuna og sigu fram út eins og oft gerist og innbyrđis skákir ţeirra skiptu sköpum um úrslit  mótsins rétt eins og gengur.  Ţađ var hinn ţrautreyndi Björgvin Víglundsson sem bar sigurorđ af Gunnari Gunnarssyni, margföldum meistara og ţar međ voru úrslit mótsins nokkuđ ráđin. Hinn góđkunni Sigurđur G. Daníelsson, fygldi ţeim eins og skugginn og  ungstirniđ unga líka. Allt sést ţetta betur á mótstöflunni og svo fylgir skortafla líka međ pistli ţessum í myndasafni fyrir rannsakendur.  

Gussi  međ höfuđfat viđ hćfi 19.12.2012 15 03 43Kvöld- og skákvökurnar í Bolholtinu hafa veriđ vellheppnađar ţađ sem af er vetri og létt yfir mannskapnum. Ţađ mikiđ til sami hópurinn sem ţar mćtir en góđir gestir krydda mótin. Ţeir  Gunni Gunn, Gunnar Skarphéđins, Stefán Ţormar og Guđfinnur hafa yfirleitt skipst á ađ vinna  en einnig setti Magnús Sigurjónsson mark sitt á 2 ţeirra og eins Dagur Ragnarsson eitt.  Kappteflinu um Patagóníusteininn IV., 6 kvölda mótaröđ, lauk međ sigri stađarhaldarans og Guđfinns Rósenkranz Kjartanssonar hins sigursćla og ţađ var Vignir Vatnar, sigurvegarinn frá í fyrra sem afhenti honum grjótiđ.  En nú voru ţađ konfekt, sem menn fengu í verđlaun eđa í vinningahappdrćttinu, sem er all nokkru mýkra  og betra undir tönn ađ sögn Ţórarins Sigţórssonar, tannlćknis, (Tóta Tannar), sem gerđi jafntefli viđ viđ GG í lokaumferđinni.   

Nýrársmót Gallerýsins verđur haldiđ fimmtudagskvöldiđ 9. janúar međÓskar Víkingur bregđir sér í gervi jólasveinsins 19.12.2013 19 38 04 pomp og prakt eins og undanfarin 6 ár, sem ţar hafa veriđ haldin mót fyrir skákţyrsta ástríđuskákmenn á öllum aldri sem ekki geta á heilum sér tekiđ nema vera síteflandi, ađ máta eđa vera mátađir ella.

Gleđileg jól og heillaríkt komandi ár í skákinni jafnt og öđrum sviđum mannlífsins.

Myndaalbúm (ESE)

 

GALLERÝ SKÁK JÓLAMÓIĐ 2013 MÓTSTAFLA 20.12.2013 13 36 44.2013 13 36 44

 

 ESE


Jólapakkamót GM Hellis hefst kl. 13 í Ráđhúsinu - enn hćgt ađ skrá sig til leiks

22122012354Jólapakkaskákmót GM Hellis verđur haldiđ laugardaginn 21. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 16. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.
 
Keppt verđur í allt ađ 5 flokkum: Flokki fćddra 1998-2000, IMG 1536flokki fćddra 2001-2002, flokki fćddra 2003-2004 og flokki fćddra 2005 og síđar og peđaskák fyrir ţau yngstu. Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.  Skráning á mótiđ fer fram hér á heimasíđu GM Hellis og hér á Skák.is.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Skákţing Reykjavíkur hefst 5. janúar

Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 5. janúar kl. 14. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram tvisvar í viku, á miđvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Sú nýbreytni verđur ađ bođiđ er upp á tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 2-6. Keppandi skal leggja inn skriflega beiđni um yfirsetu til skákstjóra í síđasta lagi viđ upphaf umferđarinnar á undan. Hálfur vinningur fćst fyrir yfirsetu. 

Dagskrá:

1. umferđ sunnudag 5. janúar kl. 14
2. umferđ miđvikudag 8. janúar kl. 19.30
3. umferđ sunnudag 12. janúar kl. 14.00
4. umferđ miđvikudag 15. janúar kl. 19.30
5. umferđ sunnudag 19. janúar kl. 14.00
6. umferđ miđvikudag 22. janúar kl. 19.30
7. umferđ sunnudag 26. janúar kl. 14
8. umferđ miđvikudag 29. janúar kl. 19.30
9. umferđ sunnudag 2. febrúar kl. 14

Verđlaun:

 • 1. sćti kr. 100.000
 • 2. sćti kr. 50.000
 • 3. sćti kr. 25.000
 • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
 • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
 • Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun (íslensk stig gilda)
 • Besti árangur stigalausra - bókaverđlaun


Ţátttökugjöld:

 • kr. 5.000 fyrir 16 ára og eldri
 • kr. 2.500 fyrir 15 ára og yngri


Keppt er um titilinn "Skákmeistari Reykjavíkur 2014" og hlýtur sá keppandi sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Davíđ Kjartansson.

Verđi keppendur jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt, en stigaútreikningur látinn skera úr um verđlaunasćti.  Í aukaverđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.  Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.

Atskákmót Skákklúbbs Icelandair 2013

Ţá styttist í árlega Sveitakeppni Skákklúbbs Icelandair en hún fer fram 28. desember á Natura en ţetta áriđ verđur mótiđ í ađeins einn dag. Ţađ verđur byrjađ ađ tefla klukkan 13:00 og eru ţví ţátttakendur hvattir til ađ mćta stundvíslega. Skráningarfrestur rennur út 23. desember, hćgt er ađ skrá sig hér.

Nú ţegar eru 16 liđ skráđ til leiks en enn er von á fleiri liđum og ţví má búast viđ spennandi og skemmtilegu móti. Hér má sjá skráđar sveitir.

Endanlegt keppnisfyrirkomlag rćđst af fjölda ţátttökusveita en stefnt er ađ ţví ađ ljúka taflmennsku ekki mikiđ seinna en um 18:00.

Hver sveit má hafa 8.500 stig í hverri umferđ og leyfilegt er ađ hafa 3 varamenn.

Miđađ er viđ alţjóđleg stig en ef alţjóđleg stig eru ekki til stađar er miđađ viđ íslensk stig og stigalausir reiknast međ 1.500 stig, miđađ er viđ stigalistana sem komu út 1. desember síđastliđinn.

 • Reykjavík Natura, áđur Hótel Loftleiđir
 • 28. desember, byrjađ klukkan 13:00
 • 4 í liđi, leyfilegt ađ hafa 3 varamenn
 • Ţátttökufjöldi 14-28 sveitir, en ţađ verđur hćgt ađ setja liđ á biđlista.
 • 8.500 stig á sveitina í hverri umferđ.
 • Stigalausir og ţeir sem hafa fćrri en 1.500 stig verđa skráđir međ 1.500 stig
 • Miđađ er viđ desember lista FIDE og einnig íslenska listans.
 • 15 mínútur á mann, ţátttökufjöldi gćti haft áhrif á tímatakmörkin.
 • 9-11 umferđir, en umferđafjöldi rćđst af fjölda liđa.
 • Miđađ er viđ ađ teflt verđi á milli kl. 13:00-18:00
 • Keppnisfyrirkomulagiđ er svissneskt kerfi.
 • Flestir vinningar gilda.
 • Ţátttökugjald: 18.000 á sveit og greiđist á skákstađ. Kaffi og djús innifaliđ.
 • Sveitir sem eru undir 8.000 stigum greiđa 9.000kr
 • Liđsmenn sem eru í ađalliđi sem er sterkara en 8.000 stig og eru yngri en 17 ára fá 2.000kr afslátt.
 • Ţátttakendur eru hvattir til ađ skrá sig tímanlega ţar sem ađ ţátttökufjöldinn er takmarkađur.

Verđlaun:*

Sveitakeppni:

 • 1. sćti: 4x farmiđar fyrir tvo til Evrópu međ Icelandair
 • 2. sćti: 4x gjafabréf fyrir tvo á veitingastađnum Satt .
 • 3. sćti: 4x gjafabréf fyrir tvo í Fontana

Borđaverđlaun.

Borđaverđlaunin eru farmiđar innanlands fyrir tvo í bođi Flugfélags Íslands og Icelandair Saga Club og gisting í 2 nćtur fyrir tvo á Icelandair Hótelum ásamt morgunverđarhlađborđi. Hćgt verđur ađ velja um gistingu á Hótel Akureyri eđa á Hótel Hérađi.

Óvćntasti sigurinn

Sá ađili sem vinnur óvćntasta sigurinn mun fá gjafabréf fyrir tvo á veitingastađnum Satt . Miđađ er viđ stigamun.

Útdráttarverđlaun - einvígi, teflt á međan er veriđ ađ taka saman lokaúrslit.
Einnig eru glćsileg útdráttarverđlaun en ţau eru 25.000

Tveir verđa dregnir út til ađ tefla hrađskák um ţessi verđlaun. 10 mínútum verđa skipt á milli skákmannanna í öfugu hlutfalli viđ stigin sem skákmennirnir hafa til ađ gefa ţeim stigalćgri meiri möguleika og auka spennuna.

Sá sem er dreginn fyrr fćr hvítt og verđur ađ vinna, svörtum nćgir jafntefli.

Sá sem tapar fćr gjafabréf á veitingastađnum Satt fyrir tvo.

* ATH. Sami ađili getur ekki unniđ til fleiri en einna ferđavinninga, ef slíkt kemur upp mun viđkomandi ađili velja hvađa vinning hann vill, útfćrist nánar á skákstađ!
- Greiđa ţarf flugvallarskatta af öllum flugmiđum.

Á Facebook er hćgt ađ skiptast á skođunum og auglýsa sig eđa eftir liđsmönnum

Markađstorg skákmanna:

Skráningu lýkur 23. desember.
Frekari upplýsingar er hćgt ađ fá međ ţví ađ senda póst á Óskar Long;
ole@icelandair.is

 


Riddarinn - Jólamót og afmćlisfagnađur - Jón Ţ. Ţór vann

SIGRIHRÓSANDI SIGURVEGARAR 18.12.2013 17 12 36Ţađ var vel mćtt í Vonarhöfn í gćr ţar sem riddarar reitađa borđsins gerđu sér glađan dag og teldu sínar 11 umferđir eins og venjulega. Segja má ađ fram hafi fariđ ţrjú mót í einu, 15 ára afmćlismót klúbbsins, jólaskákmót og minningarmót um látna félaga.

Jafnframt var ţetta eins konar uppskeruhátíđ ţar sem INGIMAR 16.10.2013 16 50 20afhent voru verđlaun til sigurvegara í mótaröđum haustsins, SKÁKHÖRPUNNI sem Ingimar Halldórsson vann og SKÁKSEGLINU  ţar sem Guđfinnur R. Kjartansson varđ hlutskarpastur, hann var einnig útnefndur skákmeistari Riddarans 2013, fyrir ađ hafa unniđ flest eđa 16 af 50 mótum á árinu.  Ingimar Halldórsson 11; Friđgeir Hólm 6; Össur Kristinsson 5; Jón Ţ. Ţór 4; Sigurđur E. Kristjánsson 3; Stefán Ţormar 2 og Ţór Valtýsson 1. Í fyrra var ţađ Ingimar sem hlaut sćmdarheitiđ.

Sigurvegari Jóla- og afmćlismótsins og efstur međ 9.5 vinninga af 11 mögulegum var enginn annar en sagnaţulurinn Jón Ţ. Ţór, sem tryggđi sér sigurinn međ jafntefli viđ undirritađan í lokaumferđinni, sem nćgđi honum til  ađ vera hálfum vinningi á undan Sigurđi G. Daníelssyni yfir marklínuna. Ţriđji Akureyringinn Ţór Valtýsson var svo ţriđji međ 8 vinninga  og síđan vćn halarófa međ hálfum eđa einum vinningi minna.  Falleg verđlaun voru veitt ađ ţessu sinni og veglegt vinningahappdrćtti í mótslok svo enginn fór tómhentur heim.

GUĐFINNUR RÓSENKRANZ KJARTANSSON sigrihrósandi 18.12.2013 15 25 30Í tilefni af afmćli klúbbsins og til guđs ţakka voru kirkjunni fćrđar kr. 50.000 til ţurfandi, táknrćn minningargjöf um látna félaga á árinu, ţá Sigurberg H. Elentínusson, Ársćl Júlíusson og Bjarna Linnet, sem hinn nýi sóknarprestur Hafnarfjarđarkirkju, Sr. Jón Helgi Ţórarinsson veitti viđtöku um leiđ og hann fagnađi tilveru klúbbsins innan vébanda hennar.  

Ekki má gleyma ađ geta ţess ađ frumkvöđli ađ stofnun klúbbsins Sr. Gunnţóri Ingasyni, fyrrv. sóknarpresti, sem  var fćrđ falleg gjöf í ţakklćtis og virđingarskyni fyrir umhyggju hans fyrir klúbbnum og yrkingar skáklistinni til dýrđar.

Nćstu tvo miđvikudaga ber upp á Jóladag og Nýársdag svo nokkurSr. Gunnţór fćr ţakkargjöf.. 19.12.2013 00 08 00t hlé verđur á taflmennsku eldri borgara í Riddaranum af ţeim sökum, en ţann 8. janúar mćta menn vćntanlega keikir til tafls á ný eftir hátíđarnar. 

Sumir ţeirra sem haldnir eru skákóţoli munu ţó eflaust mćta til taflleika í Gallerýinu Skák ţegar degi hallar í dag en jólamót ţess hefst kl. 18 og allir velkomnir óháđ aldri. /ESE

Myndaalbúm (ESE)

 

RIDDARINN  15 ÁRA AFMĆLIS OG JÓLAMÓT 2013 18.12.2013 23 38 51

 


Jólapakkamót GM Hellis fer fram á laugardaginn í Ráđhúsinu

22122012354Jólapakkaskákmót GM Hellis verđur haldiđ laugardaginn 21. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 16. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.
 
Keppt verđur í allt ađ 5 flokkum: Flokki fćddra 1998-2000, IMG 1536flokki fćddra 2001-2002, flokki fćddra 2003-2004 og flokki fćddra 2005 og síđar og peđaskák fyrir ţau yngstu. Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.  Skráning á mótiđ fer fram hér á heimasíđu GM Hellis og hér á Skák.is.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.1.): 42
 • Sl. sólarhring: 51
 • Sl. viku: 422
 • Frá upphafi: 8696540

Annađ

 • Innlit í dag: 31
 • Innlit sl. viku: 297
 • Gestir í dag: 24
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband