Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012

Oliver Aron skákmeistari Rimaskóla

Nýtt nafn á Rimaskólabikarinn. Oliver Aron Jóhannesson er skákmeistari Rimaskóla 2012Ţađ voru 67 öflugir skákkrakkar í Rimaskóla sem mćttu til leiks á Skákmót Rimaskóla 2012. Nýtt nafn var skráđ á bikarinn ţví ţađ var hinn efnilegi ungmennalandsliđsmađur Oliver Aron Jóhannesson 8-ILK sem sigrađi međ 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Oliver Aron vann félaga sinn í ungmennalandsliđi Íslands, Dag Ragnarsson, í hreinni úrslitaskák í lokaumferđ mótsins. Oliver Aron var sá eini sem komst taplaus frá mótinu

Keppnin var gífurlega jöfn og hörđ einkum um 20 efstu sćtin Úrslitaumferđ í skákmóti Rimaskóla 2012. Dagur og Oliver Aron, hrein úrslitaskák. Svandís Rós varđ efst stúlkna eftir ađ hafa lagt Heiđrúnu Önnu sem gáfu í verđlaun pítsu eđa bíómiđa eftir vali. Á svona gríđarsterku skólamóti vakti framganga stúlknanna mikla athygli og ţrjár ţeirra lentu í sex efstu sćtunum. Svandís Rós varđ stúlknameistari Rimaskóla og átti gríđarlega gott mót og vann alla nema Hrund.

Í sjö efstu sćtunum urđu Íslandsmeistarar skólans í barna-og grunnskólaflokki og eru ţessir krakkar allir ađ skáka hver öđrum í getu ţrátt fyrir talsverđan aldursmun.Enginn skóli virđist hafa átt slíka breidd skákmeistara fyrr nema ef vera skyldi MH á árum áđur.

Skákmótiđ var eins og ađrir viđburđir fimmtudagsins 26. jan haldiđ á Skákdegi Íslands. Framundan eru skólaskákmótin og alveg ljóst ađ Rimaskóli mun senda til leiks sigurstranglegar skáksveitir. Á ţetta rynir í byrjun febrúar ţegar óárennileg stúlknasveit skólans ver Íslandsmeistaratitil grunnskóla í stúlknaflokki.

Efstu 20 sćtin á Skákmóti Rimaskóla urđu ţessi:

Oliver Aron Jóhannesson        6,5 vinninga   

Dagur Ragnarsson                 6     
Svandís Rós Ríkharđsdóttir     
Jón Trausti Harđarson 

Hrund Hauksdóttir                  5,5

Nansý Davíđsdóttir                 5
Kristófer Jóel Jóhannesson     
Axel Hreinn Hilmisson
Tristan Ingi Ragnarsson
Joshua Davíđsson
Heiđrún Anna Hauksdóttir
Kristófer Halldór Kjartansson
Mikolaf Oskar

Hafţór Andri Helgason            4,5
Theodór I.R.Rocka
Áslaug Ingileif Halldórsdóttir
Tinna Sif Ađalsteinsdóttir

Jóhann Ţór Finnsson              4
Davíđ Thor Morgan

 


Héđinn mátađi Máta á Skákdaginn

MátarMátar létu ekki sitt eftir liggja á skákdaginn og tefldu í Garđabćnum í húsakynnum Rauđa krossins viđ Garđatorg. Nokkur eftirvćnting var međal Máta um margbođađan leynigest. Sá reyndist á endanum enginn annar en Héđinn Steingrímsson Íslandsmeistari í skák. Eftir stutta kynningu var Héđni bođiđ ađ vera međ í hrađskákmóti sem hann ţáđi og sýndi Mátum hvar Davíđ keypti öliđ. Hann vann allar skákirnar. Nćstir komu Arnar Ţorsteinsson og Ţórleifur Karlsson.

Eftir hrađskákina sýndi Héđinn Mátum hvernig Ţjóđverjar urđu Evrópumeistarar á síđasta ári međ ţví ađ beita franskri vörn. Međ ţessu sporđrenndu viđstaddir franskri súkkulađiköku međ rjóma.

Ţá var skákdagurinn á enda og Mátar stigu sáttir út í svarthvíta nóttina.

Mynd:Ţórleifur Karlsson, Arngrímur Gunnhallsson, Tómas Hermannsson, Jón Árni Jónsson, Dađi Guđmundsson, Arnar Ţorsteinsson og Héđinn Steingrímsson.


Gallerý Skák: Kapptefliđ um Friđrikskónginn

KAPPTEFLIĐ UM FRIĐRIKSKÓNGINN 2012  ESE 17Fyrsta umferđ í nýrri 4 kvölda Grand Prix mótaröđ um „Taflkóng Friđriks" á vegum Gallerý Skákar var teflt í gćr, á Skákdeginum, afmćlisdegi meistarans, 26. janúar. Friđrik Ólafsson stórmeistari kom í heimsókn, heilsađi á keppendur og löggilti hinn sögulega farandgrip, međ áritun sinni.

Sautján keppendur á aldrinum 8 ára til 77 ára voru mćttir til tafls en ţó flestir vel komnir til ára sinna án ţess ţó ađ geta talist aldurhnignir.  Enda sýndi ţađ sig ađ taflmennskan var einkar góđ og vönduđ međ KAPPTEFLIĐ UM FRIĐRIKSKÓNGINN 2012  ESElistrćnu ívafi eins og hćfir gamalreyndum kempum og listasmiđjunni, vettvangi mótsins.

Stađarhaldarinn Guđfinnur R. Kjartansson, hristi flesta snilldartakta fram úr erminni og vann mótiđ međ 9 vinningum af 11 mögulegum, sumsé nokkuđ örugglega.  Hinir eitilhörđu skákmenn, ţeir Bjarni Hjartarson og Gunnar Skarphéđinsson urđu jafnir í 2.-3. sćti međ 7.5 v., međ ţrjá og hálfan niđur. Síđan komu tveir Kristnar međ 7 vinninga en eftir ţađ munađi ađeins 1/2 vinningi á 6. -17. manni, sem sýnir hvađ keppnin var hörđ og engan vinning hćgt ađ bóka fyrirfram frekar en fyrri daginn.

Efsta sćtiđ gaf 10 Grand Prix stig í keppninni og ţađ nćst 8, síđan 6 o.s.frv. sem menn taka međ sér í nćstu umferđ ađ viku liđinni.   

Sjá međf. mótstöflu og nánar á www.galleryskak.net.

Myndaalbúm (ESE)

 

KAPPTEFLIĐ UM FRIĐRIKSKÓNGINN 2012  ESE 16

 


Hjörvar fór illa međ ţjóđina

Skák Hjörvars viđ ţjóđina fór vel af stađ og 15-20 fulltrúar ţjóđarinnar greiddu ađ jafnađi atkvćđi um hvern ţeirra ţriggja leikja sem voru í bođi á korters fresti.  Hjörvar beitti enska leiknum og til ađ byrja međ fylgdi skákin hefđbundnum leiđum. En í 9. og 10. leik lék ţjóđin tveim slćmum leikjum og notfćrđi Hjörvar sér ţađ til ađ fá unna stöđu.

Eftirfarandi póstur kom frá einum ţjóđar-liđanum á ţeim tímapunkti:  "Hvađa vitleysingjar eru ađ leika e4??" "Nenni ţessu ekki lengur, hvítur kominn međ mun betra"

Í 22.leik ţegar Hjörvar var orđinn heilum manni yfir, bauđ hann ţjóđinni kurteisisjafntefli. Sjö samţykktu bođiđ, tveir neituđu og fjórir vildu gefast upp.  Skákinni lauk ţví međ jafntefli.

Skákina má sjá á: http://live.chess.is/2012/skakdagurinn/tfd.htm


Róbert efstur á Haítí

Methúsalem vert á Cafe Haítí hefur fagnađ mjög ţeirri skákvćđingu sem hefur átt sér stađ á stađnum undanfarnar vikur. Skákakademía Reykjavíkur fćrđi stađnum töfl og klukkur og fara ţar nú fram einkatímar ungmenna jafnt sem skákmót fyrir sókndjarfa kaffihúsakákmenn.

Einn slíkur, Róbert Lagerman, fór međ sigur úr býtum á Skákmóti Haítí sem fór fram á Skákdaginn. Ţrettán keppendur mćttu til leiks og eftir stigaútreikning úrskurđađi Róbert sjálfan sig sigurvegara mótsins en hann var jafnframt skákstjóri. Í nćstu sćtum voru Björn Ívar Karlsson og Tómas Björnsson en alls tefldu 13 vaskir piltar á mótinu.


Aronian efstur ţrátt fyrir tap gegn Navara - Carlsen vann Topalov í ótrúlegri skák

Ţađ gekk á miklu í 11. umferđ Tata Steel-mótsins sem fram fór í Wijk aan Zee í dag.  Efsti mađur mótsins Aronian (2805) tapađi fyrir ţeim neđsta, Navara (2712) en er efstur engu ađ síđur.  Radjabov (2773) og Carlsen (2835) eru hálfum vinningi á eftir ţeim armenska.  Carlsen (2835) vann Topalov (2770) eftir ađ hafa haft koltapađ tafl um tíma.  Caruana (2736) og Ivanchuk (2766) eru í 4.-5. sćti hálfum vinningi ţar á eftir.  

Í 12. og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, mćtast m.a.: Carlsen-Kamsky, Gelfand-Aronian og Reykjavíkurmótsmennirnir Navara-Caruana.


Bergsteinn skákmeistari Landsbankans

Stefán Bergsson lék fyrsta leikinn fyrir BergsteinÍ gćr, á Skákdaginn, fór fram Skákmeistari Landsbankans.  Teflt var í höfuđstöđvum bankans og tóku 9 skákmenn ţátt í mót.  Hart var barist um sigurinn en svo fór ađ lokum ađ Bergsteinn Ólafur Einarsson sigrađi á mótinu međ fullu húsi.  Ţađ fór vel á ţví enda á Bergsteinn afmćli 26. janúar, á skákdaginn sjálfan, rétt eins og Friđrik Ólafsson sjálfur.   

Gunnar Björnsson varđ annar, Ólafur Kjartansson ţriđji, Ingimundur Sigurmundsson fjórđi og Friđrik Helgason fimmti.  

Ţrír efstu keppendur fengu bók hjá Sigurbirni bóksala í verđlaun.  Einnig voru tveir heppnir keppendur dregnir út og voru ţađ Friđrik og Stefán H. Jónsson.

Stefán Bergsson, framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur heiđrađi samkomuna og lék fyrsta leik mótsins fyrir afmćlisbarniđ í skák hans gegn Ingimundi. 

 


Teflt á Vinnumálastofnun á Skákdaginn

sverrir_og_gissur_tefla.jpgFrá Árna Steinari Stefánssyni á Vinnumálastofnun:

Í tilefni Skákdagsins, sem er haldinn hátíđlegur um allt land í gćr, hefur Skákakademía Reykjavíkur gefiđ stofnuninni taflsett ađ gjöf. Gissur og Sverrir vígđu settiđ nú rétt áđan og lauk rimmunni međ jafntefli. Sverrir kom forstjóranum algjörlega í opna skjöldu í byrjun međ ţví ađ beita Scheveningen-afbrigđi Sileyjarvarnarinnar, en Gissur lét ţađ ţó ekki slá sig út af laginu og náđi jafntefli međ ţví ađ siga Averbakh-afbrigđinu á Sverri undir ţađ síđasta.


Guđmundur vann í dag og í gćr

Guđmundur GíslaGuđmundur Gíslason (2332) vann sínar skákir í 3. og 4. umferđ Gíbraltar mótsins sem fram fóru í gćr og í dag.  Í gćr vann hann Ítalann Salvatore Marano (1967) og í dag lagđi hann Spánverjann Francois Weber (2155).  Guđmundur hefur 2 vinninga.  Í fimmtu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ Svisslendinginn Camille De Seroux (2076).

Alls taka 256 skákmenn ţátt í ţessa sterka móti frá 58 löndum.  Ţar af eru 56 stórmeistarar og 11 ţeirra međ međ meira en 2700 skákstig.

 

 


Íslenski Skákdagurinn haldinn hátíđlegur hjá Gođanum

Í gćrkvöld var skákfélagiđ Gođinn međ opiđ hús í tilefni af Íslenska skákdeginum sem haldinn var hátíđlegur um allt land í gćr. Opna húsiđ hófst kl 20.30 og lögđu ţó nokkrir gestir leiđ sýna í félagsađstöđu Gođans í Framsýnarsalnum á Húsavík. Gođinn bauđ upp á myndasýningu af starfi félagsins undanfarin á og vor međal annars sýndar myndir frá ţví ţegar Boris Spassky heimsótti Húsavík áriđ 1978 og tefldi fjöltefli í trođfullum salnum á Hótel Húsavík.

3. umferđ Gestamóts Gođans var svo tefld í suđ-vestur gođorđi Gođans á sama tíma.

íslenski skákdagurinn 007  
Svavar Pálsson sýslumađur Ţingeyinga og Sigurgeir Stefánsson sýndu fína takta.

Einnig gátu gestir á íslenska skákdeginu teflt viđ félagsmenn Gođans og nýttu margir sé ţađ. Gođinn bauđ uppá kaffi, djús og kanilsnúđa sem formađur hafđi bakađ í tilefni dagsins.

íslenski skákdagurinn 014  
Jóhanna Kristjánsdóttir formađur HSŢ tefldi viđ Heimi Bessason í gćrkvöld.

íslenski skákdagurinn 008
Trausti Ađalsteinsson bćjarfulltrúi (VG) Norđurţings ađ tafli viđ Heimi Bessa

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 8765373

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 137
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband