Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012

Jón efstur á atskákmóti Sauđárkróks

Atskákmót Sauđárkróks 2012 hófst í kvöld á skákdaginn og voru telfdar fyrstu ţrjár umferđirnar. Jón Arnljótsson er einn efstur međ fullt hús, en nokkrir keppendur koma skammt undan. Alls taka 9 keppendur ţátt í mótinu og verđa nćstu umferđir tefldar nćstkomandi ţriđjudag.

Heimasíđa Skákfélags Sauđárkróks


Peđaskákfjöltefli viđ stórmeistara í Laufásborg

Ţröstur međ fjöltefli í LaufásborgAf heimasíđu Leikskólans Laufásborgar:

Í tilefni af skákdeginum til heiđurs Friđrik Ólafssyni héldu ţau Lenka og Omar skákmeistarar og skákkennarar fjöltefli ţar sem gesturinn var Ţröstur Ţórhallsson stórmeistari. Ţađ voru stóru hóparnir sem tóku ţátt í ţessari peđskák og gekk alveg glimrandi vel og fengu jafntefli viđ stórmeistarann ;)) Lenka skákkennari hér og mikil afrekskona í skák tefli líka fjöltefli. Hún er flott fyrirmynd stúlkna og drengja :)laufasborg21120126405.jpg

Ţau höfđu gaman af og viđ líka, ţetta var bara eins og ađ ganga inn á alvöru skákmót svo flott voru ţau. Viđ erum alltaf svo rífandi stolt af börnunum ţađ vantar ekki.

Frábćrt framtak hjá Omari og Lenku. Takk fyrir kćra vinkona og kćri vinur ţiđ eruđ frábćr!

 


Bein útsending frá lokaumferđ KORNAX mótsins hefst kl. 19:30

175 (2)Ţađ er mikil spenna fyrir lokaumferđ KORNAX mótsins - Skákţings Reykjavíkur sem fram fer í kvöld og hefst kl. 19:30.  Bein útsending verđur frá lokaumferđinni.  Sex keppendur geta sigrađ á mótinu.  Ingvar Ţór Jóhannesson (2337) er efstur međ 7 vinninga, Guđmundur Kjartansson (2326) er annar međ 6,5 vinning og og brćđurnir Björn (2406)169 (2) og Bragi Ţorfinnssynir (2426), Hjörvar Steinn Grétarsson (2470) og Einar Hjalti Jensson (2241) eru í 3.-6. sćti međ 6 vinninga.

Beina útsendingu frá lokaumferđinni má nálgast hér (tengill virkur rétt fyrir umferđ)

Stöđu mótsins má finna hér.

Í lokaumferđinni mćtast međal annars:

  • Ingvar Ţór (7) - Bragi Ţ. (6)
  • Guđmundur K. (6,5) - Hjörvar Steinn (6)
  • Einar Hjalti (6) -  Björn Ţ. (6)
  • Stefán B. (5,5) - Ţór Már (5,5)
  • Sverrir Örn (5,5) - Mikael Jóhann (5,5)

Pörun lokaumferđinnar má nálgast hér.

Mjög góđ ţátttaka er á mótinu eđa 73 skákmenn. Mótiđ er sterkt en fimm alţjóđlegir meistarar eru međal ţátttakenda.  Teflt er á sunnudögum (kl. 14) og á mánu- og miđvikudögum (kl. 19:30).

Einar Hjalti, Björgvin og Ţröstur efstir á Gestamóti Gođans

Ţriđja umferđ á Gestamót Gođans var tefld í gćrkvöld á Íslenska skákdeginum. Einar Hjalti Jensson og Björgvin Jónsson gerđu jafntefli og Ţröstur Ţórhallsson vann Björn Ţorfinnsson. Einar, Björgvin og Ţröstur eru efstir á mótinu međ 2,5 vinninga.

Jón Ţorvaldsson tapađi fyrir Kristjáni Eđvarđssyni í gćrkvöld. Fram ađ skákinni í gćrkvöld hafđi Jón veriđ ósigrađur í síđustu 18 kappskákum, en Jón tapađi síđast kappskák seint á síđustu öld!

Öll úrslit 3. umferđar má finna hér og stöđu mótsins má finna hér.

Tveimur skákum var frestađ til mánudagskvölds og pörun í 4. umferđ verđur ţví ekki ljós fyrr en ađ ţem loknum.


Fjöltefli í Leikskólanum í Marbakka

CIMG1779Skákgleđi var á leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Skákgleđi og söngvar međal elstu leikskólabarna stjórnađ var af stórmeistara kvenna Lenku Ptáčníková.

Allmargar myndir frá gleđinni má finna í myndaalbúmi Skákdagsins.


Árni H. Kristjánsson međ bréfskák ársins 2011

Vinningsskák Árna H. Kristjánssonar gegn alţjóđlega bréfskákmeistaranum Tomas Learte Pastor varđ hlutskörpust í kjörinu um bréfskák ársins 2011. Skákin var tefld í landskeppni Íslands og Spánar.

Árni er gríđarlega öflugur í bréfskákinni um ţessar mundir og er jafnframt í hópi okkar reyndustu og virkustu bréfskákmanna. Fyrir utan mjög góđan árangur í landskeppnum, ţá er hann efstur á Íslandsmótinu í bréfskák, sem er tileinkađ minningu Sverris Norđfjörđ. Mótiđ er langt komiđ. Hann er einnig međal efstu manna í Evrópukeppni landsliđa ţar sem hann teflir á ţriđja borđi. Ţá tekur hann ţátt í undanúrslitum heimsmeistaramótsins ţar sem hann fer ágćtlega af stađ.

Skákina sjálfa má skođa á Skákhorninu.


Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12, sunnudaginn 29. janúar kl. 14.

Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Sviss-Perfect kerfi. Umhugsunartími verđur 5 mínútur á skák.

Ţátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Ţrenn verđlaun í bođi.

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir  KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur.

Núverandi hrađskákmeistari er Hjörvar Steinn Grétarsson.


Skákbođ á Bessastöđum

 

Forsetinn og unglingarnir
Ólafur forseti, Friđrik og fulltrúar Íslands á NM í skólaskák

 

Mikiđ var mannvaliđ á Bessastöđum hinn snjóţunga morgun Skákdagsins. Afmćlisbarniđ, Friđrik Ólafsson, var ađeins of seint á stađinn og í rćđu sinni hafđi Gunnar Björnsson á orđi ađ Friđrik vćri einmitt ţekktur fyrir tímahrak, en ţá kom Friđrik međ dobbl á ţađ útspil Gunnars; „En ég féll nú samt aldrei" - og vakti mikla kátínu viđstaddra.

 

 

063
Vignir og Nansý skemmtu sér vel á Bessastöđum

 

Ólafur Ragnar flutti rćđu ţar sem hann bar mikiđ lof á Friđrik, afrek hans og mikilvćgi ţeirra fyrir íslenska ţjóđ. Ţegar Friđrik braust fram á sjónarsviđiđ á 6. áratugnum efldi hann sjálfsmynd og sjálfstraust lýđveldis sem var rétt ađ skríđa á unglingsaldur, komst forsetinn ađ orđi. Sýndi og sannađi Friđrik ađ fulltrúar Íslands gćtu stađiđ sig í samkeppni á vettvangi ţjóđanna.

 

054

 

Eggert frá HB Granda og Jóhann Hjartarson

Ađ lokinni rćđu Ólafs tók Friđrik til máls, ţakkađi hann ţann heiđur og virđingu sem honum var sýnd og rifjađi upp skemmtilegar sögur af sínum ferli.

 

035

 

Karitas og Thelma frá Hörpu mćttu til Bessastađa

Dró Ólafur Ragnar svo fram tafliđ sem íslensk skákbörn gáfu honum á Íslandsmóti barna. Stakk Ólafur upp á ţví ađ Nansý Davíđsdóttir og Friđrik myndu vígja tafliđ í sýningarskák. Friđrik vann peđ í 15. leik en af sinni alkunnu séntilmennsku bauđ hann Nansý jafntefli sem hún ţáđi.

 

048

 

Friđrik og Nansý

 

Međal gesta á Bessastöđum voru flestir fulltrúar Íslands á NM í skólaskák sem fram fer í Finnlandi um miđjan febrúar.

Skemmtileg samkoma ađ Bessastöđum og viđ hćfi ađ forseti landsins heiđri hina miklu lýđveldishetju Friđrik Ólafsson.


Fjöltefli í Snćlandsskóla

cimg1761.jpgFrá Lenku Ptácníková:

Í tilefni dagsins fór fram kl. 10.00 í dag fjöltefli Omars Salama í Snćlandsskóla í Kópavogi. Ágćtt stemning var á stađnum. Allt tefldu 22 nemendur skólans en fjöldi áhorfenda fylgđi međ fjölteflinu. Stór barátta endadi 21-1 fyrir Omar.cimg1768.jpg

Miklu fleiri áttu áhuga ađ tefla og vonum ađ bráđum verđum aftur međ tafli í skólanum.

Óskum Friđriki Ólafssyni til hamingju međ daginn! :)

Helgi Ólafs á Hyrnutorgi

fjoltefli_helga_lafs_a_hyrnutorgi.jpgSkólastjóri Skákskólans Helgi Ólafsson ţekkir vel til í Borgarfirđi enda sinnt ţar skákkennslu um árabil. Helgi setti í gírinn á  Skákdaginn og brunađi í Borgarfjörđ, rakleiđis á Hyrnutorg ţar sem ellefu skákmenn biđu hans í fjöltefli. Helgi lagđi níu ţeirra ađ velli en tapađi fyrir fyrrum nemendum sínum ţeim Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Jóhanni Óla Eiđssyni.skaksundlaugarsett_vigt_i_borgarnesi.jpg

Í Borgarnesi var einnig vígt skáksett, og ţví eiga ţeir fjölmörgu ferđalangar sem eiga leiđ um Borgarnes kost á ţví ađ slaka á í sundlaug stađarins og taka eina bröndótta um leiđ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.6.): 15
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 8766041

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband