Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012
26.1.2012 | 21:30
Skákdagurinn: Fórnir á Laugarvatni
Bréf frá Baldri Garđarssyni Menntaskólanum á Laugarvatni
Góđan dag.
Međfylgjandi mynd er tekin í morgun í ML og sýnir undirritađan koma inn úr kuldanum eftir ađ hafa gengiđ frá Hérađsskólanum ađ ML í algjörlega snarvitlausu veđri međ 5 skáksett í pokum, en til stendur ađ halda skákmót hér í ML í dag til heiđurs F.Ó.
Ţađ er m.ö.o. mikiđ á sig lagt fyrir skákgyđjuna, leiđin sem farin var međ skákdótiđ er ca 400 m., en vegna veđurs ţurfti undirritađur ađ stoppa í skjóli viđ bíl á miđri leiđ í ca 10 mínútur uns rofađi örlítiđ til.
Sendi ykkur ţetta til gamans,
kveđja, Baldur Garđarsson
kennari ML
Spil og leikir | Breytt 27.1.2012 kl. 03:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2012 | 21:17
Gunnar sigrađi á Toyota-skákmótinu
Ćsir skákfélag eldri borgara í Reykjavík héldu sitt árlega Toyota-skákmót í dag á Íslenska skákdeginum ţar sem allir tefldu til heiđurs fyrsta stórmeistara Íslands Friđriki Ólafssyni sem á afmćli í dag.
Friđrik sýndi öldungunum ţann heiđur ađ mćta á skákstađ og leika fyrsta leikinn í skák Björns Ţorsteinssonar og Jóns Steinţórssonar.
Björn Ţorsteinsson vann mótiđ á síđasta ári , hann vann einnig fyrsta Toyota-skákmótiđ,sem var haldiđ 2008. Jóhann Örn Sigurjónsson vann bikarinn 2009 og 2011 vann Sigurđur Herlufsen
Ţetta var í fjórđa sinn sem mótiđ er haldiđ í söludeild Toyota viđ frábćrar ađstćđur.
Forstjóri Toyota Úlfar Steindórsson setti mótiđ og bauđ menn velkomna til leiks.
Úlfar lýsti yfir ánćgju sinni yfir ađ fá skáköldunga til leiks einu sinni á ári, og sagđist vona ađ framhald verđi á ţvi.
Tuttugu og sex heldri skákmenn mćttu til leiks í dag og var hart barist á öllum borđum,Ţarna voru mćttir margir gamlir meistarar,minnsta kosti ţrír fyrrverandi Íslandsmeistarar
Í mótslok stóđ Gunnar Gunnarsson uppi sem sigurvegari međ 7.5 vinning af níu mögulegum Jóhann Örn Sigurjónsson hreppti annađ sćtiđ međ 7 vinninga.
Jafnir í 3-5 sćti međ 6 vinninga urđu Sćbjörn Guđfinnsson,Ţór Valtýsson og Gísli Gunnlaugsson. Sćbjörn reyndist efstur á stigum og fékk bronsverđlaunin.
Alls fengu sautján efstu menn peningaverđlaun sem öll eru gefin af Toyota
Úlfar forstjóri afhenti verđlaunin ásamt skákstjórum ţeim Birgi Sigurđssyni og Finni Kr Finnssyni.
Ţátttakendur voru flestir úr skákfélaginu Ćsir og Riddaranum í Hafnarfirđi.
Nánari úrslit:
- 1 Gunnar Gunnarsson 7.5
- 2 Jóhann Örn Sigurjónsson 7
- 3-5 Sćbjörn Guđfinnsson 6
- Ţór Valtýsson 6
- Gísli Gunnlaugsson 6
- 6-9 Björn Ţorsteinsson 5.5
- Stefán Ţormar 5.5
- Ingimar Jónsson 5.5
- Páll G Jónsson 5.5
- 10 Gísli Árnason 5
- 11-15 Össur Kristinsson 4.5
- Magnús V Pétursson 4.5
- Björn V Ţórđarson 4.5
- Egill Sigurđsson 4.5
- Halldór Skaftason 4.5
- 16-21 Ásgeir Sigurđsson 4
- Ţorsteinn Guđlaugsson 4
- Jón Víglundsson 4
- Eiríkur Viggósson 4
- Jón Steinţórsson 4
- Einar S Einarsson 4
Nćstu fimm skákmenn fengu örlítiđ fćrri vinninga
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2012 | 21:14
Teflt á Blönduósi á Skákdaginn
Ţađ er mikiđ fagnađarefni ađ segja frá ţví ađ teflt var á Blönduósi á Skákdaginn. Skáklíf hefur legiđ í dvala á Blönduósi um nokkurt skeiđ en greinilegt er ađ skákarfur stađarins lifir góđu lífi enda Skáksamband Íslands stofnađ á Blönduósi áriđ 1925. Nú
er lag fyrir bćjarbúa ađ fylgja eftir glćsilegum Skákdegi á stađnum en 22 nemendur á miđstigi tefldu á móti sem haldiđ var í Blönduskóla.
Myndirnar tók Óli Ben kennari í Blönduskóla.
26.1.2012 | 21:11
Skákdagurinn á Hérađi
Ritstjóra barst eftirfarandi póstur frá Sverri Gestssyni skólastjóra Fellaskóla á Hérađi:
Ţá er skákdegi lokiđ hér fyrir austan.
Í Fellaskóla var ţátttakan mjög góđ og tóku 75 nemendur skólans ţátt í taflmennsku dagsins (tvćr myndir) undir stjórn undirritađs.
Ţá afhenti ég Hreini Halldórssyni, forstöđumanni Íţróttamistöđvarinnar "sundtafliđ" frá ykkur (sjá mynd). Ég var búinn ađ skora á hann ađ taka viđ mig skák í heita pottinum og hann tók áskoruninni međ ţví skilyrđi ađ ef hann tapađi, ţá fćrum viđ í sjómann! Viđ tókum skák í heita pottinum (sjá mynd viđ upphaf skákar). Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ Hreinn vann örugglega ţótt sigurinn virtist koma honum nokkuđ á óvart ef marka má myndina. Ég slapp samt viđ sjómann viđ "Strandamanninn sterka"!
Lćt ţetta duga!
Sverrir Gestsson
Spil og leikir | Breytt 27.1.2012 kl. 03:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2012 | 20:18
Jóhann tefldi fjöltefli viđ Alţingismenn
Í hádeginu ţáđi Jóhann svo bođ Ólafs Ragnar ađ Bessastöđum.
Um eittleytiđ var Jóhann mćttur í ţinghúsiđ. Erindiđ var fjöltefli viđ ţingmenn úr öllum flokkum. Atkvćđagreiđsla var á nćsta leyti svo umhugsunartími var stilltur í samrćmi viđ ţađ. Jóhann hafđi ţví einungis 15 mínútur gegn 5 ţingmönnum; Gunnari Braga Sveinssyni og Vigdísi Hauksdóttur, Framsóknarflokki, Guđlaugi Ţór Ţórđarsyni Sjálfstćđisflokki, Sigmundi Erni Rúnarssyni Samfylkingu og Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur VG.
Skákin er engin mömmuleikur" sagđi Jóhann viđ ţingmenn ţegar hann hafđi mátađ ţá alla á nokkuđ stuttum tíma og uppskar mikinn hlátur ţingmannanna. Skemmtileg stemning og rokna hlátur einkenndi fjöltefliđ og sannađist ţađ enn ađ skákin sameinar fólk enda eru kjörorđin jú;
VIĐ ERUM EIN FJÖLSKYLDA
Myndir teknar af Malínu Brand.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2012 | 20:07
Stefán Kristjánsson vann maraţoneinvígíđ
Stefán Kristjánsson vann maraţoneinvígiđ gegn Braga Ţorfinnssyni í Kringlunni í dag. Lokatölur eru 35,5-30,5. Bragi byrjađi betur og leiddi lengi vel en Stefán seig yfir ţegar á leiđ. Drengirnir voru vel ţreyttir ađ 66 skákum loknum. En upphafalega var markiđ sett á 100 skákir. Sjálfsagt verđa teknar 100 skákir á nćsta skákdegi.
Vel ađ verki stađiđ hjá félögunum og skemmtu áhorfendur sem kíktu á meistarana sér vel.
Spil og leikir | Breytt 27.1.2012 kl. 04:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2012 | 13:39
Skákdagurinn í fullum gangi
Ţađ er mikiđ um vera á Skákdaginn. Í morgun tefldi Björn Ţorfinnsson fjöltefli í Laugardagslaug og eins og áđur hefur komiđ fram tefla Bragi Ţorfinnsson og Stefán Kristjánsson maraţoneinvígi í Kringlunni. Ţar leiddi Bragi 10,5-9,5 ţegar síđast var vitađ. Forseti Íslands hélt mótttöku á Bessastöđum ţar sem heiđursgesturinn var Friđrik Ólafsson og keppendur á NM skólaskák. Friđrik tefldi viđ Nansý og gerđu ţau jafntefli.
Núna klukkan 13 tefldi Jóhann Hjartarson fjöltefli viđ Alţingismenn. Minningarskákmót um Björn Sigurjónsson hófst í Vin og Toyota-skákmótiđ heldri skákmanna hófst í höfuđstöđvum Toyota.
Myndaalbúm Skákdagsins (myndir vćntanlegar)
26.1.2012 | 10:25
Maraţonhrađskákeinvígi Stefáns og Braga hafiđ
Maraţonhrađskákeinvígi Stefáns Kristjánssonar og Braga Ţorfinnssonar hófst kl. 10 í Kringlunni. Ţegar ţetta hefur veriđ ritađ er tveimur skákum lokiđ. Stefán vann fyrstu skákina en Bragi jafnađi metin. Hćgt er ađ fylgjast međ taflmennskunni á Skák.is en útsendingin er eitthvađ skrykkjótt ţar sem hratt er teflt!
Skákáhugamenn eru hvattir til ađ koma í Kringlu og horfa á meistarana tefla.
26.1.2012 | 09:00
Um skáklistina og Friđrik okkar Ólafsson
Grein Guđna sem var ađgengileg hér í gćr hefur veriđ tekin úr birtingu. Hún verđur endurbirt, lítiđ breytt, í Tímaritinu Skák í marsbyrjun.
Spil og leikir | Breytt 27.1.2012 kl. 18:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2012 | 08:30
Skákdagur Íslands - teflum okkur til ánćgju í dag!
Skákdagur Íslands er haldinn í fyrsta sinn í dag. Ţađ er engin tilviljun ađ 26. janúar er fyrir valinu ţar sem ţetta er afmćlisdagur Friđriks Ólafssonar, okkar sigursćlasta skákmeistara. Mannsins sem lagđi fjóra heimsmeistara ađ velli, ţá Fischer, Karpov, Tal og Petrosian.
Í tilefni dagsins eru Íslendingar hvattir til ađ taka upp tafliđ sem víđast. Flest taflfélög landsins, alls stađar um landiđ, ćtla ađ hafa starfsemi ţennan dag. Margir skólar verđa međ skákmót og fjöltefli. Íslandsmót í ofurhrađskák fer fram á netinu. Alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson teflir fjöltefli í Laugardagslaug. Öldungar tefla, unglingar tefla, mót verđur í Vin, athvarfi fólks međ geđraskanir. Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson og alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson tefla hrađskákeinvígi í Kringlunni og landsliđsmađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson teflir viđ ţjóđina í gegnum netiđ. Ţar geta allir tekiđ ţátt! Teflt er ýmsum fyrirtćkjum ţennan dag.
Skák göfgar hugann og rannsóknir hafa sýnt ađ skák eflir rökhugsun og námsárangur barna.
Skákhreyfingin hvetur skákáhugamenn um allt land ađ taka upp tafliđ og tefla viđ fjölskyldumeđlimi , vinnufélaga, vini eđa kunningja!
Og ef menn vilja taka ţátt í opinberum skákviđburđum eđa fylgjast međ ţví sem er í gangi er hćgt ađ nálgast allar upplýsingar hér á Skák.is.
Teflum okkur til ánćgju í dag - skák er skemmtileg!
Gunnar Björnsson
Höfundur er forseti Skáksambands Íslands
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 10
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 8779288
Annađ
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar