Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011

Björn međ jafntefli í 4. umferđ í Alimini

Björn

Alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson (2415) gerđi jafntefli viđ Ítalann Maco Codenotti (2284) í fjórđu umferđ alţjóđlega mótsins í Alimini á Ítalíu sem fram fór í morgun.  Björn hefur 2˝ vinning og er í 11.-17. sćti.  Efstir međ 3˝ vinning eru ítalski alţjóđlegi meistarinn Fabio Bruno (2459) og stórmeistararnir Oleg Korneev (2573), Rússlandi, og Arthur Kogan (2556), Ísrael.  Í fimmtu umferđ, sem hefst nú kl. 14, teflir Björn viđ serbneska stórmeistarann Sinisa Drazic (2486). 

42 skákmenn taka ţátt í efsta flokki og ţar af 9 stórmeistarar.  Björn er nr. 15 í stigaröđ keppenda.   Allir skákir hverrar umferđar eru sýndar beint. 


Björn međ sigur í 3. umferđ í Alimini

Björn

Björn Ţorfinnsson (2415) vann Ítalann Samuel Tulio Pizzuto (2136) í 3. umferđ alţjóđlega mótsins í Almini á Ítalíu.  Björn hefur 2 vinninga og er í 9.-17. sćti.   Tvćr umferđir fara fram á morgun og hefst sú fyrri kl. 7 í fyrramáliđ.  Ţá teflir Björn viđ Ítalann Maco Codenotti (2284).  Síđari umferđ morgundagsins hefst svo kl. 14.   

42 skákmenn taka ţátt í efsta flokki og ţar af 9 stórmeistarar.  Björn er nr. 15 í stigaröđ keppenda.   Allir skákir hverrar umferđar eru sýndar beint. 

 


Stutt jafntefli í fjórđu einvígisskák Gelfand og Grischuk

Grischuk og Gelfand

Gelfand og Grischuk gerđu jafntefli í ađeins 18 leikjum í 4. einvígisskákinni um réttinn til ađ mćta Anand í heimsmeistaraeinvígi á nćsta ári.  Stađan í einvíginu er nú 2-2.  Fimmta skákin fer fram á morgun og hefst kl. 11.

Ţađ er athyglisvert ađ Grischuk hefur ekki sigrađ í kappskák (af 12) í áskorendaeinvígunum og Gelfand ađeins í einni.  Ţeir eru ţó báđir taplausir.  

Alls tefla ţeir sex skákir.  Verđi jafnt verđur teflt til ţrautar í atskák og hrađskák. 

Rétt er ađ benda á ađ Henrik Danielsen er međ daglegar skákskýringar á Chessdom.  

Vefsíđur


Áskell sigrađi á minningarmóti um Gunnlaug

Áskell Örn KárasonVII.og jafnframt síđasta Minningarmótiđ um Gunnlaug Guđmundsson fór fram í gćr.  Gunnlaugur Guđmundsson var um árabil áberandi í stafsemi SA. Hann gegndi ýmsum stjórnarstörfum í fjölmörg ár og var formađur félagsins í ţrjú ár. Gunnlaugur lét ekki stađar numiđ ţar ţví hann vann einnig ţó nokkuđ af skákmótum. Fjölskylda Gunnlaugs gaf veglegan farandbikar sem keppt hefur veriđ um sl. sjö ár.

Úrslit mótsins urđu á ţá leiđ ađ Áskell Örn Kárason sigrađi međ 12 vinninga af 14 mögulegum. Mikael Jóhann Karlsson varđ í 2. sćti og Sigurđur Arnarson í 3.

Úrslit

Áskell Örn Kárason                                                   12 vinningar af 14.
Mikael Jóhann Karlsson                                            11
Sigurđur Arnarson                                                     10
Haki Jóhannesson                                                      8
Sigurđur Eiríksson                                                     6
Hjörleifur Halldórsson                                              4
Tómas Veigar Sigurđarson                                        4
Haukur H. Jónsson                                                    1

Sjá nánar á heimasíđu SA (myndi, mótstafla, ferill Gunnlaugs, eldri mót)


Áskell sem tefldi fyrir FVSA sigrađi í Firmakeppni SA

Úrslitakeppni Firmakeppninni Skákfélags Akureyrar fór fram í gćr. Fjölmörg fyrirtćki skráđu sig til leiks í keppninni og ţurfti ađ skipta ţeim niđur í fimm riđla sem fóru fram undanfarnar vikur.

Sextán fyrirtćki tóku ţátt í úrslitunum;

Krua Siam
Jón Sprettur
Vörubćr
Samherji
Blikkrás
BSO
Amaro heildverslun
Akureyrarbćr
Slippurinn
Matur & Mörk
Eining - Iđja
KPMG
Ásbyrgi
Byr
Emmess
FVSA

Tefld var einföld umferđ, allir viđ alla, og voru fjögur fyrirtćki efst og jöfn ađ ţví loknu. Ţessi fjögur háđu auka keppni um sigurinn og bar Félag verslunar- og skrifstofufólks sigur úr býtum. Úrslit aukakeppninnar voru eftirfarandi:

FVSA (Áskell Örn)                           2
Matur & Mörk (Mikael Jóhann)         1,5
KPMG (Sigurđur Arnarson)              1,5
Akureyrarbćr (Sigurđur Eiríksson)    1

Sjá nánar á heimasíđu SA (myndir og mótstöflur)


Skákţáttur Morgunblađsins: Topalov og Aronjan féllu úr leik á HM

Áskorendakeppnin sem nú stendur yfir í Kazan í Rússlandi hefur ţegar bođiđ upp á óvćnt úrslit. Tveir af sigurstranglegustu keppendunum, fyrrv. heimsmeistari, Búlgarinn Veselin Topalov, féll úr leik eftir 1˝ : 2˝ tap fyrir Bandaríkjamanninum Gata Kamsky og Armeninn Levon Aronjan tapađi fyrir Alexander Grischuk, 3˝ : 4˝. Ţeir gerđu jafntefli í öllu kappskákunum og var Aronjan bókstaflega óheppinn ađ missa niđur auđunniđ tafl í fyrstu skákinni og í atskákunum (25 10) hafđi Grischuk betur. Ţá vann Boris Gelfand Aserann Shakryiar Mameydyarov 2˝ : 1˝.

Vladimir Kramnik vann hinn Aserann, Teimour Radjabov, 6˝: 5˝. Kappskákunum fjórum lauk öllum međ jafntefli og ennfremur fjórum atskákum. Ţá var gripiđ til tveggja hrađskáka (5 3) og Radjabov vann ţá fyrri. Ţeirri seinni virtist einnig ćtla ađ ljúka međ jafntefli en klukkustilling virđist hafa misheppnast hjá dómurunum og eftir 60 leiki ţurfti ađ endurrćsa klukkuna. Ţetta tók sinn tíma og sló Radjabov út af laginu. Ţegar ţeir héldu áfram náđi Kramnik ađ vinna. Hann náđi síđan 1˝ vinningi úr tveim hrađskákum til viđbótar.

Gamla undrabarniđ Gata Kamsky varđ bandarískur meistari á dögunum og fyrir lá ađ hann yrđi Topalov erfiđur andstćđingur. Ţeir tefldu áriđ 2009 og ţá vann Topalov örugglega, 4˝ : 2˝. Ţađ er fyrst og fremst ótrúleg seigla sem alltaf skilar Kamsky á leiđarenda. Lokaskákin gegn Topalov er raunar frábćrt dćmi. Lengi var Kamsky međ erfiđa stöđu og síđar tapađ tafl. En honum tókst ávallt ađ flćkja málin međ ţví ađ finna erfiđa varnarleiki og ađ lokum varđ Búlgarinn ađ sćtta sig viđ skiptan hlut. Ţar sem Kamsky hafđi unniđ ađra skákina komst hann áfram:

Áskorendakeppnin 2011:

Veselin Topalov - Gata Kamsky

Grünfelds vörn

1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Dc2 Bg7 6. e4 Rb6 7. d4 O-O 8. Be3 Bg4 9. Re5 Bxe5 10. dxe5 Rc6 11. h3 Be6 12. Hd1 Dc8 13. f4 Hd8 14. b3 Rb4 15. Hxd8 Dxd8 16. Db1 f5 17. exf6 exf6 18. Be2 De7 19. O-O Bf7 20. Bf2 Hd8 21. Hd1 Hxd1 22. Dxd1 c5 23. Bf1 Rc6 24. g3 Kg7 25. Bg2 h5 26. Rb5 Rc8 27. Dd2 c4 28. bxc4 Bxc4 29. Rd4 Db4 30. Dc1 R8e7 31. a3 Da4 32. Db2 b6 33. Kh2 Kf7 34. Dc3 Ba2 35. f5 Dc4 36. Db2 Re5 37. Dd2 g5 38. Re6 R7c6?

Eftir ţunga stöđubaráttu leikur Kamsky af sér. Betra var 38. ...Bb3 ţví ađ 39. Dd8 má svara međ 39. ... Dc8.

39. Dd6

 Ke8guvnfc1t.jpg 40. Rc7+

Einfaldara var 40. Bd4! sem vinnur auđveldlega.

40. ...Kf7 41. Rd5

 

41. ... Rd5

Svartur fćr ekki variđ f6-peđiđ en finnur einu leiđina sem gefur einhverja möguleika.

42. Dxf6+ Ke8 43. De6+

Nćrtćkt en best er 43. Dh8+ eins og „Rybka" mćlir međ.

43. ... Kf8 44. Kg1 Dd1 45. Bf1 Bxd5 46. exd5 Rd4! 47. Df6+ Kg8 48. Dxg5+ Kf7 49. Dd8 Dc2!

Snilldarvarnarleikur sem ver c7-reitinn. Ţađ er engan vinning lengur ađ finna í stöđunni.

50. Bg2 Dc1 51. Kh2 Dc2 52. Bg1 Rdf3 53. Kh1 Re1 54. Bf2 Dxf2 55. Dc7 Kf6 56. Dd6 Kf7 57. Dc7 Kf6 58. Dd6 Kf7

- og keppendur sćttust á jafntefli.

Ţrír efstir á öđlingamótinu

Ţorsteinn Ţorsteinsson, Kristján Guđmundsson og Jón Ţorvaldsson urđu jafnir á öđlingamótinu sem lauk sl. miđvikudagskvöld. Ţeir hlutu allir 5˝ vinning af sjö mögulegum en Ţorsteinn telst sigurvegari mótsins vegna bestu stigatölunnar.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. maí 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Henrik endađi í 2.-5. sćti í Kaupmannahöfn

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2545) endađi í 2.-5. sćti á Copenhagen Chess Challange sem lauk í Köben í dag.  Henrik gerđi jafntefli viđ sćnska stórmeistarann Stellan Brynell (2486) í lokaumferđinni og hlaut 6˝ vinning.   Sigurvegari mótsins varđ danski FIDE-meistarinn Andreas Skytte Hagen (2346) međ 7 vinninga sem međ árangrinum klárađi lokaáfangann ađ alţjóđlegum meistaratitli og krćkti sér í sinn fyrsta stórmeistaraáfanga!  Ţröstur Ţórhallsson (2392) tapađi fyrir sćnska stórmeistaranum Hans Tikkanen (2560), fékk 5˝ vinning og endađi í 13.-21. sćti.

Jafnir Henrik í 2.-5. sćti urđu Brynell, Tikkanen og finnski stórmeistarinn Heikki Westerinen (2350).

Árangur Henriks samsvarađi 2492 skákstigum og árangur Ţrastar samsvarađi 2344 skákstigum.  Báđir lćkka ţeir lítis háttar á stigum, Henrik um 1 stig og Ţröstur um 3 stig.

Atli Jóhann Leósson (1673) og Óskar Long Einarsson (1560) töpuđu báđir í lokaumferđinni og enduđu međ 3 vinninga. 

Alls tóku 79 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af 7 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Henrik var ţriđji í stigaröđ keppenda en Ţröstur sé fjórtándi.


Björn tapađi fyrir Conquest

Björn

Björn Ţorfinnsson (2415) tapađi fyrir enska stórmeistaranum Stuart Conquest (2532) í mjög hvassri skák í 2. umferđ alţjóđlega mótsins í Almini á Ítalíu sem fram fór í dag.  Björn hefur 1 vinning.   Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13.  Ţá teflir Björn viđ Ítalann Samuel Tulio Pizzuto (2136).  

42 skákmenn taka ţátt í efsta flokki og ţar af 9 stórmeistarar.  Björn er nr. 15 í stigaröđ keppenda.   Allir skákir hverrar umferđar eru sýndar beint. 

 


Henrik og Ţröstur í efstu sćtum fyrir lokaumferđina

ŢrösturStórmeistararnir Henrik Danielsen (2545) og Ţröstur Ţórhallsson (2392) eru međal efstu manna á Copenhagen Chess Challange en lokaumferđin hófst nú kl. 13.  Henrik sem gerđi jafntefli í áttundu umferđ viđ danska FIDE-meistarann Andres Skytte Hagen (2345) er í 1.-4. sćti međ 6 vinninga en Ţröstur sem vann  danska FIDE-meistarann Poul Rewitz (2289) er í 5.-10. sćti međ 5˝ vinning.

Sćnsku stórmeistararnir Jonny Hector (2585), Stellan Brynell (2486) og áđurnefndur Hagen eru efstir ásamt Henrik.

Henrik mćtir Brynell í lokaumferđinni en Ţröstur teflir viđ sćnska stórmeistarann Hans Tikkanen (2560).

Óskar Long Einarsson (1560) og  Atli Jóhann Leósson (1673) unnu báđir.  Ţeir hafa 3 vinninga.

Ávallt eru tefldar tvćr umferđir á dag.  Umferđirnar hefjast kl. 8 og 15.  Alls taka 79 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af 7 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Henrik er ţriđji í stigaröđ keppenda en Ţröstur sé fjórtándi.

Björn í beinni gegn Conquest frá Almini

Björn

Skák Björns Ţorfinnssonar (2415) gegn enska stórmeistaranum Stuart Conquest (2532), sem hófst fyrir skemmstu, í alţjóđlega mótinu í Almini á Ítalíu er sýnd beint á vefsíđu mótsins.  

42 skákmenn taka ţátt í efsta flokki og ţar af 9 stórmeistarar.  Björn er nr. 15 í stigaröđ keppenda.   Allir skákir hverrar umferđar eru sýndar beint. 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8765622

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband