Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn mánudaginn 30. maí kl. 20 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá fundarins er venjuleg ađalfundarstörf.

Stjórn T.R.

 


Stigamót Hellis fer fram 1.-3. júní

Stigamót Taflfélagsins Hellis verđur haldiđ í níunda sinn sinn dagana 1.-3. júní.   Fyrirkomulag mótsins hefur veriđ mismunandi í gegnum tíđina en ađ ţessu sinni er mótiđ haldiđ í kringum uppstigningadaginn ţannig ađ keppendur munu eiga frí helgina á eftir.  Góđ verđlaun eru í bođi á mótinu og mótiđ er opiđ öllum.  Skráning fer fram á heimasíđu Hellis.  Upplýsingar um skráđa keppendurm má nálgast hér: https://spreadsheets.google.com/spreadsheet/ccc?key=0Arg3nCphWhFydGF0N1FYQ0tmTWI1QkpIQk0yQ3lMamc&authkey=CLftmi0&hl=en_US#gid=0

Ţátttökugjöld eru kr. 3.000 fyrir fullorđna og 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri og rennur óskipt í verđlaunasjóđ mótsins.  

Síđasta tćkifćri fyrir marga til ađ tefla kappskákir innanlands í sumar.   

Núverandi Stigameistari Hellis er Guđmundur Gíslason.

Umferđatafla:

  • 1.-4. umferđ, miđvikudaginn 1. júní (19:30-23:30)
  • 5. umferđ, fimmtudaginn 2. júní (11-15)
  • 6. umferđ, fimmtudaginn 2. júní (17-21)
  • 7. umferđ, föstudaginn 3. júní (19:30-23:30)

Verđlaun:
  • 1. 50% af ţátttökugjöldum
  • 2. 30% af ţátttökugjöldum
  • 3. 20% af ţátttökugjöldum

Skráning:

Tímamörk:

  • •1.-4. umferđ: 20 mínútur + 5 sekúndur á leik
  • •5.-7. umferđ: 1˝ klst. + 30 sekúndur á leik

Björn međ sigur í sjöttu umferđi í Alimini

BjörnAlţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson (2415) vann Tatiana Plachkinova (2137), sem er alţjóđlegur meistari kvenna, í sjöttu umferđ alţjóđlega mótsins í Alimini á Ítalíu sem fram fór í dag.  Björn hefur 3˝ vinning.

Sjöunda umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13. 

42 skákmenn taka ţátt í efsta flokki og ţar af 9 stórmeistarar.  Björn er nr. 15 í stigaröđ keppenda.   Allir skákir hverrar umferđar eru sýndar beint. 


Gelfand mćtir Anand

Grischuk og Gelfand

Ţar kom ađ ţví.  Hrein úrslit urđu í sjöttu og síđustu einvígisskák Gelfand og Grischuk er sá fyrrnefndi hafđi sigur og nokkuđ öruggan.  Gelfand sigrađi ţví einvíginu 3˝-2˝ og mćtir Anand í heimsmeistaraeinvígi á nćsta ári.

Rétt er ađ benda á ađ Henrik Danielsen er međ daglegar skákskýringar á Chessdom

Vefsíđur

 


Ađalfundur SÍ fer fram 28. maí

Ađalfundur SÍ fer fram 28. maí nk. Ţađ liggur fyrir ađ Gunnar Björnsson, núverandi forseti SÍ gefur kost á sér til endurkjörs. Margvíslegar lagabreytingatillögur fyrir ađalfundinn og fylgja ţćr međ sem viđhengi. Ađalfundarfulltrúar eru hvattir til ađ kynna sér tillögurnar.

Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Keppendur á Skákskólamótinu fá bókargjöf frá Sigurbirni bóksala

Sigurbjörn Björnsson, skákbókasali međ meiri, hefur ákveđiđ ađ gefa öllum keppendum á Meistaramóti skákskólans skákbók ađ gjöf 

Bćkurnar sem um rćđir eru Winning chess explained eftir Zenon Franco http://www.gambitbooks.com/books/winning.html og Creative chess opening preparation eftir Eingorn http://www.gambitbooks.com/books/creatopprep.html.

Meistaramót Skákskólans hefst kl. 18 og á föstudag eins og nánar má lesa um hér annarsstađar á Skák.is

 


Björn tapađi í fimmtu umferđ í Alimini

Björn ŢorfinnssonAlţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson (2415) tapađi fyrir serbneska stórmeistarann Sinisa Drazic (2486) í fimmtu umferđ alţjóđlega mótsins í Alimini á Ítalíu sem fram fór í dag.  Björn hefur 2˝ vinning og er í 18.-25. sćti.

Stórmeistararnir Sabino Brunello (2537) og Michele Godena (2528) Ítalíu, Artur Kogan (2556), Ísrael, og alţjóđlegu meistararnir Fabio Bruno (2459), Ítalíu, og Claude Adrian (2512), Frakklandi, eru efstir međ 4 vinninga.  

Sjötta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13.  Ţá teflir Björn viđ Tatiana Plachkinova (2137), sem er alţjóđlegur meistari kvenna.

42 skákmenn taka ţátt í efsta flokki og ţar af 9 stórmeistarar.  Björn er nr. 15 í stigaröđ keppenda.   Allir skákir hverrar umferđar eru sýndar beint. 


Meistaramót Skákskóla Íslands hefst á föstudag

Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2010/2011 hefst föstudaginn 27. maí. Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum  skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Núverandi meistari Skákskóla íslands er Hjörvar Steinn Grétarsson.   

Ţátttökuréttur:

Allir nemendur skólans og ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans.

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

Umferđafjöldi: Sjö umferđir. Í ţrem fyrstu umferđunum verđa tefldar atskákir en fjórar lokaumferđirnar eru kappskákir.

Tímamörk: Atskákir 25 10  ţ.e 25 mínútur ađ viđbćttum10 sekúndum fyrir hvern leik. 

Kappskákir: 90 30 ţ.e. 90 mínútur á alla skákina og 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik.

Fyrirkomulag: Svissneska kerfiđ.

Skákstig: Mótiđ verđur reiknađ til skákstiga, en ţrjár fyrstu umferđirnar til at-skákstiga.

Verđlaun:

A:

1. verđlaun:

Meistaratitill Skákskóla Íslands 2010/2011 og farandbikar. Einnig  flugfar m/Flugleiđum á Evrópuleiđ* og uppihalds kostnađi kr. 30 ţús.

2. verđlaun: Flugfarmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.  

3. - 5. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

Sérstök stúlknaverđlaun:

Farmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.

Aldursflokkaverđlaun. 

1. Tvenn verđlaun fyrir ţá keppendur sem ná

bestum árangri í hópi 14 ára og yngri

2. Tvenn verđlaun fyrir ţćr

stúlkur sem bestum árangri ná í mótinu.

Verđlaun fyrir keppendur 12 ára og yngri.

1. - 3. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

* Mótshaldarinn áskilur sér rétt til ađ finna hagstćđasta fargjald sem hćgt er ađ fá enda verđi tilkynnt um ferđir međ góđum fyrirvara. 

B:

Dagskrá:

1. umferđ: Föstudagurinn 27.maí kl. 18  

2. umferđ: Föstudagurinn 27.maí kl. 19

3. umferđ. Föstudagurinn 27.maí kl. 20.

4. umferđ: Laugardagurinn 28. maí kl. 10-14  

5. umferđ: Laugardagurinn 28. maí 15 - 19

6. umferđ: Sunnudagurinn 29. maí kl. 10.-14.

7. umferđ: Sunnudagurinn 29. maí kl. 15-19.

* Hljóti einhver stúlka 1. eđa 2. verđlaun mun 2. sćti međal stúlkna gilda til sérstakra stúlknaverđlauna.

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ móti loknu.

Ţátttöku skal tilkynna í síma SÍ 5689141 á netfangiđ skaksamband@skaksamband.is eđa helol@simnet.is .

Mótsnefnd áskilur rétt til ađ gera breytingar á fyrirfram bođađri dagskrá.

 

 


Óstutt jafntefli hjá Grischuk og Gelfand

Grischuk og Gelfand

Grischuk og Gelfand gerđu jafntefli í 39 leikjum í 5. einvígisskákinni um réttinn til ađ mćta Anand í heimsmeistaraeinvígi á nćsta ári.  Öllum skákunum hefur lokiđ međ jafntefli og ţví er stađan 2˝-2˝.  Sjötta og síđasta skákin, međ hefđbundnum umhugsunartíma fer fram á morgun og hefst kl. 11. 

Ţeir félagarnir er ţví sem fyrr taplausir í áskorendaeinvígunum.  Grischuk hefur gert 13 jafntefli í 13 kappskákum en Gelfand „ađeins“ 12 jafntefli í jafnmörgum kappskákum.   

Alls tefla ţeir sex kappskákir.  Verđi jafnt verđur teflt til ţrautar í atskák og hrađskák á fimmtudag. 

Rétt er ađ benda á ađ Henrik Danielsen er međ daglegar skákskýringar á Chessdom.  

Vefsíđur

 


Sumarnámskeiđ í skák fyrir börn og unglinga

Skákakademía ReykjavíkurSkákakademía Reykjavíkur efnir í sumar til skáknámskeiđa fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Ţátttakendum er skipt í flokka eftir aldri og reynslu. Námskeiđin hefjast 6. júní og standa til 19. ágúst.

Hver flokkur verđur á 2-3 ćfingum í viku, 1,5-2 tíma í senn. Byrjendur ćfa tvisvar í viku en hinir reyndari ţrisvar. Ćfingarnar fara fram milli kl. 10 og 18 í húsakynnum Skákakademíu Reykjavíkur, Tjarnargötu 10a (rétt viđ Ráđhúsiđ) og međal kennara eru skákmeistararnir Stefán Bergsson, Róbert Lagerman, Hjörvar Steinn Grétarsson, Björn Ívar Karlsson, Bragi Ţorfinnsson og Guđmundur Kjartansson. Verđ er á bilinu 12-20.000 kr. fyrir allt sumariđ.

Á námskeiđunum verđur hvoru tveggja mikiđ lagt upp úr taflmennsku og ţjálfun. Ţegar viđrar vel mun kennslan ađ einhverju leyti fara fram utandyra og má búast viđ miklu lífi og fjöri í kringum útitafliđ viđ Lćkjargötu.

Skráning er hafin á www.skak.is. Nánari upplýsingar á www.skakakademia.is og hjá Stefáni Bergssyni, framkvćmdastjóra Skákakademíunnar í síma 8637562.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 8765199

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband