Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011

Björn međ jafntefli í nćstsíđustu umferđ

BjörnAlţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson (2415) gerđi jafntefli viđ  franska alţjóđlega meistarann Claude Adrian (2267) í 8. og nćstsíđustu umferđ alţjóđlega mótsinsí Alimini sem fram fór í dag.   Björn hefur 4˝ vinning og er í 12.-18. sćti.

Ítalski stórmeistarinn Sabino Brunello (2537) og indverski alţjóđlegi meistarinn Luca Shytaj (2494) eru efstir međ 6 vinninga.  

Níunda og síđasta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 7, takk fyrir!  Ţá teflir Björn viđ ţýska stórmeistarann Igor Glek (2424)

42 skákmenn taka ţátt í efsta flokki og ţar af 9 stórmeistarar.  Björn er nr. 15 í stigaröđ keppenda.   Allir skákir hverrar umferđar eru sýndar beint. 


Skákpólítík: Föst skot á milli forseta ECU og varaforseta FIDE

Silvio Danilov skýtur föstum á FIDE í opnum bréfi sem birtist í fyrradag. Nefnir hann ţar litla athygli sem áskorendaeinvígin fengu, lélegt fyrirkomulag og fjölda jafntefla. Georgios Makropoulos, varaforseti FIDE, svarar kröftugleika í dag og segir Danilov vera ađ misnota ađstöđu sína sem forseti ECU ţar sem hann hyggist bjóđa sem fram forseta FIDE 2014.

Bréfaskrif ţeirra má nálgast á ChessBase, http://chessbase.com/newsdetail.asp?newsid=7254.


Hrađskákmót Hellis fer fram á mánudag

Hrađskákmót Hellis verđur haldiđ mánudaginn 30. maí nk. og hefst ţađ kl. 20.00. Teflt er í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a. Heildarverđlaun á mótinu er kr. 16.000.  Tefldar verđa 7 umferđir 2*5 mínútur.  Núverandi hrađskákmeistari Hellis er Davíđ Ólafsson. Ţetta er í sextánda sinn sem mótiđ fer fram.  Björn Ţorfinnsson hefur hampađ titlinum oftast eđa fjórum sinnum.  Verđlaun skiptast svo:
  1. 8.000 kr.
  2. 5.000 kr.
  3. 3.000 kr.
Ţátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir ađra. Fyrir unglinga í Helli eru ţau kr. 300 en kr. 400 fyrir ađra. Hrađskákmeistarar Hellis:
  • 1995: Davíđ Ólafsson
  • 1996: Andri Áss Grétarsson
  • 1997: Hannes Hlífar Stefánsson
  • 1998: Bragi Ţorfinnsson
  • 1999: Davíđ Ólafsson (Jón Viktor Gunnarsson sigrađi á mótinu)
  • 2000: Bragi Ţorfinnsson
  • 2001: Helgi Áss Grétarsson
  • 2002: Björn Ţorfinnsson
  • 2003: Björn Ţorfinnsson
  • 2004: Sigurbjörn J. Björnsson
  • 2005: Sigurđur Dađi Sigfússon
  • 2006: Hrannar Baldursson
  • 2007: Björn Ţorfinnsson (Jón Viktor Gunnarsson sigrađi á mótinu)
  • 2008: Gunnar Björnsson
  • 2009: Davíđ Ólafsson
  • 2010: Björn Ţorfinnsson

Meistaramót Skákskóla Íslands hefst í dag

Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2010/2011 hefst föstudaginn 27. maí. Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum  skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Núverandi meistari Skákskóla íslands er Hjörvar Steinn Grétarsson.   

Ţátttökuréttur:

Allir nemendur skólans og ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans.

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

Umferđafjöldi: Sjö umferđir. Í ţrem fyrstu umferđunum verđa tefldar atskákir en fjórar lokaumferđirnar eru kappskákir.

Tímamörk: Atskákir 25 10  ţ.e 25 mínútur ađ viđbćttum10 sekúndum fyrir hvern leik. 

Kappskákir: 90 30 ţ.e. 90 mínútur á alla skákina og 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik.

Fyrirkomulag: Svissneska kerfiđ.

Skákstig: Mótiđ verđur reiknađ til skákstiga, en ţrjár fyrstu umferđirnar til at-skákstiga.

Verđlaun:

A:

1. verđlaun:

Meistaratitill Skákskóla Íslands 2010/2011 og farandbikar. Einnig  flugfar m/Flugleiđum á Evrópuleiđ* og uppihalds kostnađi kr. 30 ţús.

2. verđlaun: Flugfarmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.  

3. - 5. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

Sérstök stúlknaverđlaun:

Farmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.

Aldursflokkaverđlaun. 

1. Tvenn verđlaun fyrir ţá keppendur sem ná

bestum árangri í hópi 14 ára og yngri

2. Tvenn verđlaun fyrir ţćr

stúlkur sem bestum árangri ná í mótinu.

Verđlaun fyrir keppendur 12 ára og yngri.

1. - 3. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

* Mótshaldarinn áskilur sér rétt til ađ finna hagstćđasta fargjald sem hćgt er ađ fá enda verđi tilkynnt um ferđir međ góđum fyrirvara. 

B:

Dagskrá:

1. umferđ: Föstudagurinn 27.maí kl. 18  

2. umferđ: Föstudagurinn 27.maí kl. 19

3. umferđ. Föstudagurinn 27.maí kl. 20.

4. umferđ: Laugardagurinn 28. maí kl. 10-14  

5. umferđ: Laugardagurinn 28. maí 15 - 19

6. umferđ: Sunnudagurinn 29. maí kl. 10.-14.

7. umferđ: Sunnudagurinn 29. maí kl. 15-19.

* Hljóti einhver stúlka 1. eđa 2. verđlaun mun 2. sćti međal stúlkna gilda til sérstakra stúlknaverđlauna.

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ móti loknu.

Ţátttöku skal tilkynna í síma SÍ 5689141 á netfangiđ skaksamband@skaksamband.is eđa helol@simnet.is .

Mótsnefnd áskilur rétt til ađ gera breytingar á fyrirfram bođađri dagskrá.

 

 


Jón Kristinn sigrađi á Coca Cola-mótinu

Jón Kristinn ŢorgeirssonHiđ árlega Coca Cola hrađskákmót SA fór fram í kvöld. Bar ţar helst til tíđinda ađ nýkrýndur íslandsmeistari, Jón Kristinn Ţorgeirsson, sigrađi „gömlu" mennina af fádćma öryggi, fékk alls 10,5 vinninga af 12 mögulegum og tapađi ekki skák!  Ţór Már Valtýsson kom nćstur međ 7 vinninga og Sigurđur Eiríksson ţriđji međ 5 vinninga.

 

 

 

Lokastađan

Jón Kristinn Ţorgeirsson                                           10,5 af 12.
Ţór Már Valtýsson                                                    7
Sigurđur Eiríksson                                                     5
Tómas Veigar Sigurđarson                                        4
Haki Jóhannesson                                                      4


Magnús sigrađi á síđasta fimmtudagsmóti vetrarins í TR

Magnús SigurjónssonMagnús Sigurjónsson hafđi sigur á fimmtudagsmóti í kvöld. Eini keppandinn sem náđi ađ sigra Magnús var sá  yngsti, Vignir Vatnar Stefánsson. Međ ţví náđi Vignir líka öđru sćtinu en ţess má geta ađ honum voru veitt verđlaun um kvöldiđ bćđi fyrir bestan árangur í sínum aldursflokki á laugardagsćfingum í TR, sem og bestu mćtingu. Ţar međ er er lokiđ fimmtudagsmótahrinunni á ţessum vetri en ţráđurinn verđur tekinn upp aftur í september. Úrslit í gćrkvöldi urđu annars sem hér segir:  

 

1   Magnús Sigurjónsson                     5.5    

 2-3  Vignir Vatnar Stefánsson            5       

      Eiríkur K. Björnsson                        5       

 4-5  Jón Úlfljótsson                              4.5     

      Elsa María Kristínardóttir              4.5     

 6-8  Áslaug Kristinsdóttir                   3.5     

      Finnur Kr. Finnsson                        3.5     

      Ragnar Hermannsson                    3.5    

9-11  Óskar Long Einarsson                2      

      Björgvin Kristbergsson                  2       

      Guđmundur G. Guđmundsson     2     

 12   Pétur Jóhannesson                       1    


Björn međ jafntefli í sjöundu umferđ í Alimini

BjörnAlţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson (2415) gerđi jafntefli viđ serbneska alţjóđlega meistarann Gojko Leketic (2442) í sjöundu umferđ alţjóđlega mótsins í Alimini sem fram fór í dag.   Björn hefur 4 vinninga og er í 11.-18. sćti.  

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fer á morgun og hefst kl. 13 teflir Björn viđ franska alţjóđlega meistarann Claude Adrian (2267). 

42 skákmenn taka ţátt í efsta flokki og ţar af 9 stórmeistarar.  Björn er nr. 15 í stigaröđ keppenda.   Allir skákir hverrar umferđar eru sýndar beint. 


Landsmót UMFÍ 50+ á Hvammstanga 24.-26. júní

Landsmót UMFÍ 50 + verđur haldiđ á Hvammstanga helgina 24. - 26. júní. UMFÍ hefur haldiđ fjölmörg Landsmót í gegnum tíđina. Nú er kominn tími til ađ ţeir sem eru 50 ára og eldri fáiđ ađ njóta sín á Landsmóti. Aldrei áđur hefur veriđ haldiđ Landsmót fyrir 50 ára og eldri ţví er um stórviđburđ ađ rćđa.

Mótiđ er fjölskylduhátíđ međ fjölbreyttri dagskrá ađal áhersla er lögđ á gleđi og hafa gaman. Ásamt keppni í hinum ýmsu íţróttagreinum verđa fyrirlestrar og sýningahópar. Allir, jafnt ungir sem eldri, eiga ađ finna eitthvađ viđ sitt hćfi ţessa helgi sem mótiđ fer fram. 

Framkvćmd mótsins verđur í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi viđ sveitarfélagiđ Húnaţing vestra. Ađrir samstarfsađilar ađ mótinu eru Félag áhuga fólks um íţróttir aldrađra og Landssamband eldri borgara. 

Keppnisgreinar á mótinu verđa : Línudans,Blak, Bridds, Boccia, Badminton, Frjálsar íţróttir, Fjallaskokk, Hestaíţróttir, Golf, Pútt, Skák, Sund, ţríţraut

Ađstađa á Hvammstanga til íţróttaiđkana er góđ.  Húnaţing vestra rekur íţróttamiđstöđ á Hvammstanga. Íţróttahús var byggt viđ búningsađstöđu og sundlaug á árunum 2001 og 2002. Íţróttamiđstöđ Húnaţings vestra var svo formlega opnuđ ţann 4. september 2002. Ţá er ţar risin glćsileg reiđhöll.

Frekari upplýsingar um mótiđ er ađ finna á  www.landsmotumfi50.is


Skákfélag Íslands hafđi betur gegn SSON

022Ţađ voru 7 sprćkir skákfélagsmenn sem mćttu austur um heiđar í gćrkvöldi í ţeim tilgangi ađ etja kappi viđ Selfyssinga og nćrsveitunga.  Fyrir ţeim skákfélagsmönnum fór hinn kunni skákfrömuđur Kristján Örn Elíasson sem ekki ađeins hafđi komiđ mannskap sínum í rétta gírinn fyrir viđureignina heldur kom einnig hlađinn bókum sem hann deildi út međal keppenda ađ loknu móti.

Tefld var tvöföld umferđ 5 mínútna skákir.

Selfyssingar töldu fyrir viđureignina ađ ţeir ţyrftu ađ eiga018 mjög góđan dag til ađ eiga rođ í SFÍ-inga.  Hann áttu ţeir ekki og fóru lćrisveinar KÖE međ öruggan sigur 65-33.

Bestum árangri gestanna náđi Patrekur Maron sem fékk 13 vinninga af 14, Kristján Örn var međ 12,5 og Páll hinn halti Andrason 12.  Bestir heimamanna voru Ingimundur međ 7,5, Erlingur Jensson međ 6,5 og Ingvar Örn međ 6 vinninga.

Selfyssingar ţakka skákfélagsmönnum kćrlega fyrir komuna og vonast til ađ geta endurgoldiđ heimsóknina ţegar SFÍ menn hafa keypt sér félagsheimili.


Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer ađ venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10.  Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband