Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Styttist í TORG- skákmót Fjölnis

Foreldrar fylgdust af stolti međ börnunum sínum viđ taflborđiđTORG - skákmót Fjölnis verđur haldiđ laugardaginn 27. nóvember í verslunarmiđstöđinni Hverafold 5 í Grafarvogi. Mótiđ hefst kl. 11:00 og ţví lýkur međ glćsilegri verđlaunaafhendingu og happadrćtti kl. 13:00. Mótiđ var afar fjölsótt í fyrra en ţá tóku rúmlega 60 grunnskólanemendur ţátt,  ţar á međal allir ţeir bestu og efnilegustu. Tefldar verđa sex umferđir og umhugsunartíminn er sjö mínútur.

Ţađ er skákdeild Fjölnis sem heldur mótiđ en fyrirtćkin á Torginu í Hverafold gefa vinninga og veitingar. Allt stefnir í ađ fjöldi verđlauna verđi rúmlega 30 og eiga ţví ţátttakendur góđa von um verđlaun eđa happadrćttisvinninga. NETTÓ Hverafold býđur öllum ţátttakendum upp á ókeypis veitingar í skákhléi auk ţess sem verslunin gefur vinninga og ţrjá Sigurvegarar krýndir: Hrund Hauksdóttir stúlknaflokkur, Kjartan Magnússon afhenti bikarana, Örn Leó Jóhannsson eldri flokkur, Róbert Leó Jónsson yngri flokkur og Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölniseignarbikara til ţeirra sem verđa efstir í sínum flokki.

Önnur fyrirtćki sem gefa vinninga eru Pizzan, Foldaskálinn (hamborgaratilbođ), Arion banki, Runni - Stúdíóblóm, Hárgreiđslustofan Höfuđlausnir, Bókabúđin Grafarvogi og Smíđabćr. Skákdeild Fjölnis hvetur alla áhugasama skákmenn á öllum grunnskólaaldri ađ gera sér ferđ í Grafarvoginn laugardagsmorguninn 27. nóvember og taka ţátt í TORG - skákmótinu ţar sem teflt er á opnu rými verslunarmiđstöđvarinnar, gestum og gangandi til yndisauka. Skráning á stađnum. Ţátttakendur beđnir um ađ koma tímanlega til skráningar.


Tuttugu og sjö á afmćlismóti Hrafns - Róbert sigrađi

CIMG0994Góđ mćting var á afmćlismót Hrafns Jökulssonar sem Skákfélag Vinjar hélt pilti til heiđurs í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25, í gćr. Hrafn krćkti í fertugasta og fimmta áriđ ţann 1. nóv. og fimmta sćtiđ á mótinu enda einvalaliđ sem tók ţátt.

Gunnar Björnsson, forseti, startađi mótinu međ ţví ađ leika fyrsta leikinn fyrir Hrafn gegn hinum eitilharđa Birni Sigurjónssyni og tónninn gefinn. Teflt var djarft og glćsilegir sigrar - og ósigrar - litu dagsins ljós og reyndi á skákstjórann Róbert Lagerman í einhverjum tilfellum. Reyndar viđ borđiđ líka, en stjórinn hélt haus og Tómas Björnsson var sá eini sem náđi jafntefli viđ kappann.CIMG1012

Hinn ungi og grjótharđi Páll Andrason gerđi svo jafntefli viđ Tómas í lokaumferđinni og tryggđi sér ţriđja sćtiđ og Róberti ţađ fyrsta.

Bragi Kristjónsson, náfrćndi Hrafns, og ţeir Ari Gísli og Eiríkur í Bókinni ehf, styrktu mótiđ ţannig ađ allir ţátttakendur fengu bók "međ sál" ţar sem ţemađ var: vesturbćrinn, Grćnland og Strandir. Auk ţess gáfu ţeir afmćlisdrengnum glćsta ljóđabók Dags Sigurđarsonar.

Tefldar voru sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma í skemmtilegu andrúmslofti ţar sem prjónahópur hélt uppi fjörinu í einu horninu, Ţór Gíslason var međ ljósmyndanámskeiđ í öđru og Jón Bjarni Bjarnason, markţjálfi kom gestum hússins í gírinn eftir ţađ.

Úrslit:

  • 1.       Róbert Lagerman                     6,5
  • 2.       Tómas Björnsson                      6
  • 3.       Páll Andrason                            5
  • 4.       Gunnar Freyr Rúnarsson         5
  • 5.       Hrafn Jökulsson                        5
  • 6.       Birgir Berndsen                         5
  • 7.       Björn S. Sigurjónsson               4,5

međ fjóra voru: Bjarni Hjartarson, Ágúst Örn Gíslason, Sigurđur Leósson, Ţormar Jónsson, Ásgeir Sigurđsson og Lúđvík Sverrisson.

međ ţrjá og hálfan: Eiríkur Örn Brynjarsson og Jón Víglundsson.

međ ţrjá: Gunnar Nikulásson, Guđmundur Valdimar Guđmundsson, Hinrik Páll Friđriksson, Knútur Ottested og Inga Birgisdóttir.

međ tvo og hálfan: Einar S. Einarsson, Gunnar Gestsson og Grétar Sigurólason.

međ tvo: Arnar Valgeirs, Edgar Smári Atlason og Jón Gauti Magnússon.

Ţorvarđur F. Ólafsson hóf mót en varđ ţví miđur ađ hćtta fljótlega.

Myndaalbúm mótsins


Atskákmót öđlinga

Atskákmót öđlinga, 40 ára og eldri, hefst miđvikudaginn 17. nóvember kl. 19:30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12.   Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissneska kerfinu, ţrjár skákir á kvöldi međ umhugsunartímanum 25 mínútum á skák.

Mótinu er svo framhaldiđ miđvikudagana 24. nóv og 1. des á sama tíma.

Veitt eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.

Ţátttökugjald er kr. 2.000 (ljúffengt kaffi innifaliđ).

Núverandi atskákmeistari er Ţorsteinn Ţorsteinsson.

Skráningarform á heimasíđu TR.

Upplýsingar um skráđa keppendur má nálgast hér.  


Skákţing Garđabćjar

Skákţing Garđabćjar er 30 ára afmćlismót félagsins en félagiđ á afmćli 2 dögum fyrir mót.   Skákţingiđ hefst föstudaginn 19. nóvember.   Tefldar verđa 7 umferđir og verđur mótiđ reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra stiga.  

Mótsstađur er Garđatorg 1 (Gamla Betrunarhúsiđ). gengiđ inn um inngang nr. 8 á torgiđ ađ hliđinu til inn um dyr til hćgri og upp á 2 hćđ. Best er ađ aka međfram Hönnunarsafninu til ađ komast ađ innganginum. 

Umferđatafla:
  • 1. umf. Föstudag 19. nóv kl. 19.00.
  • 2. umf.  Ţriđjudag 23. nóv. kl. 19.30
  • 3. umf. Föstudag 3. des. kl. 19.00
  • 4. umf. Miđvikudag. 8. des. kl. 19.00
  • 5. umf. Föstudag 10. des. kl. 19.00
  • 6. umf. Miđvikudag 15. des. kl. 19.00
  • 7. umf. Föstudag 17. des. kl. 19.00

Keppnisfyrirkomulag er Svissneskt kerfi. 
Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bćtist viđ hvern leik. 

Verđlaun auk verđlaunagripa:
  • 1. verđlaun. 25 ţús. 
  • 2. verđlaun 10 ţús.
  • 3. verđlaun 5 ţús.

Verđlaun fyrir Skákmeistara Garđabćjar er bókaúttekt hjá Bóksölu Sigurbjarnar fyrir allt ađ 4.000 kr. 
Mótiđ er um leiđ skákţing Taflfélags Garđabćjar. (keppt er um titilinn ef jafnt)


Aukaverđlaun:   
  • Efstur 16 ára og yngri.(1994=< x):     Bókarvinningur auk grips. 

ATH. Ekki er hćgt ađ vinna til fleiri en einna verđlauna. Peningaverđlaunum er skipt, en ekki aukaverđlaunum. Fari fjöldi borgandi keppenda yfir 40 manns verđur bćtt viđ verđlaun. 

Sćmdartitilinn Skákmeistari Garđabćjar geta ađeins fengiđ félagsmenn taflfélags í Garđabć eđa skákmađur međ lögheimili í Garđabć.



Ţátttökugjöld
Félagsmenn
Utanfélagsmenn
Fullorđnir
2500 kr
3500 kr
Unglingar 17 ára og yngri
Ókeypis
2000 kr


Skráning er á stađnum frá hálftíma fyrir mót en mjög ćskilegt er ađ menn skrái sig fyrirfram á síđunni á heimasíđu TG eđa í síma 860 3120. 

Skákstjóri er Páll Sigurđsson

Skákmeistari Garđabćjar 2009 var Páll Sigurđsson.


Afmćlismót til heiđurs Hrafni Jökulssyni í Rauđakrossahúsinu í dag

Hrafn JökulssonÍ tilefni ţess ađ skákfrömuđurinn Hrafn Jökulsson átti hálft stórafmćli nýlega, heldur Skákfélag Vinjar afmćlismót piltinum til heiđurs.

Mótiđ verđur haldiđ á mánudaginn, 15. nóv. í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25 og hefst kl. 13:30.

Hrafn var upptekinn á afmćli sínu ţann 1. nóvember en nú er komiđ ađ ţví semsagt.

Hrafn Jökulsson- ásamt liđsmönnum Hróksins- setti upp mót međ gestum Vinjar auk nokkurra erlendra meistara áriđ 2003. Ţó skákborđ hafi lengi veriđ til á svćđinu varđ ekki aftur snúiđ eftir viđburđinn sem var upphafiđ ađ mánudagsćfingum í athvarfinu sem síđar varđ ađ stofnum alvöru félags. Nú er Skákfélag Vinjar međ tvö liđ á Íslandsmótinu. Já, og yfir fjörutíu félagsmenn.

Fyrr á árinu gekk ţessi ungi mađur einmitt til liđs viđ Skákfélag Vinjar og teflir međ A liđi félagsins í ţriđju deild.

Frćndi Hrafns, Bragi Kristjónsson bóksali kemur ađ afmćlismótinu međ skemmtilegum hćtti, en hann og fólkiđ hans í Bókinni.ehf hefur tekiđ til bćkur "međ sál" ţar sem svćđi sem eiga stađ í hjarta afmćlisbarnsins eru í öndvegi: vesturbćrinn, Strandir og Grćnland. Fá allir ţátttakendur bók í afmćlisgjöf.

Ađ sjálfsögđu tekur varaforseti Hróksins, Róbert Lagerman ađ sér skákstjórn í móti ţar sem tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Svo er alltaf heitt á könnunni í Rauđakrosshúsinu.

Skákáhugafólk hvatt til ađ mćta á fyrsta afmćlismótiđ sem fram fer í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25 og taka ţátt í litlu og skemmtilegu ćvintýri Hrafni til heiđurs.


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 15. nóvember og hefst mótiđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá hefur einnig veriđ tekinn upp sá siđur ađ draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Friđrik Ţjálfi unglingameistari TR - Veronika Steinunn stúlknameistari TR 2010

IMG 6827Barna- og unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramóts félagsins fór fram í dag, 14. nóvember, í taflheimili félagsins Faxafeni 12. Keppt var í einum flokki og voru 7 umferđir tefldar eftir svissnesku kerfi en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák. Skákmótiđ var opiđ fyrir keppendur 15 ára og yngri og tóku 26 krakkar ţátt: ţar af 16 úr Taflfélagi Reykjavíkur, 7 úr Skákdeild Fjölnis, 2 úr Skákfélagi Íslands. Veitt voru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, en auk ţess fyrir ţrjár efstu stúlkurnar. Félagsmenn í TR kepptu einnig um titilinn Unglingameistari T.R. og Stúlknameistari T.R. Ađ auki voru veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í flokki 12 ára og yngri.IMG 6832

Skákmótiđ var einkar skemmtilegt og fór mjög svo prúđmannlega fram. Keppendur báru sig mjög fagmannlega ađ á skákstađ og voru til fyrirmyndar í alla stađi. Greinilega krakkar sem tefla mikiđ!

Eftir fjórđu umferđ bauđ Taflfélagiđ keppendum upp á pizzu og gos og gerđi ţađ mikla lukku! Skákstjórar gátu ţess ađ ţetta vćri svo ađ segja 110 ára afmćlisveisla félagsins fyrir krakkana og ţá átti mjög vel viđ ađ slá upp "pizzupartý"  í miđju skákmóti!

Sigurvegari mótsins varđ TR-ingurinn hćfileikaríki Friđrik Ţjálfi Stefánsson og hann varđ ţar međ einnig Unglingameistari T.R. 2010. Sigurvegari í stúlknaflokki var hin unga og efnilega Nancy Davíđsdóttir, Fjölni, sem tefldi af mikilli einbeitni og ákveđni. Í öđru sćti varđ Veronika Steinunn Magnúsdóttir, sem einnig varđ efst T.R. stúlkna og ţar međ Stúlknameistari T.R. 2010. Veronika Steinunn hefur veriđ mjög virk í skákinni ađ undanförnu og sýnt miklar framfarir.

IMG 6841Í flokki 12 ára og yngri sigrađi svo Vignir Vatnar Stefánsson, T.R., sem ađeins er 7 ára gamall. Ţađ er gaman ađ geta ţess ađ langalangafi Vignis Vatnars var Pétur Zóphaníasson, sem var einn af stofnendum Taflfélags Reykjavíkur 6. október 1900! En ţađ hangir einmitt mynd af honum í salnum í T.R. En fađir Vignis er Stefán Már Pétursson, sem er ţá langafabarn Péturs Zóphaníassonar. Stefán Már varđ á dögunum Hrađskákmeistari T.R. og var honum afhendur bikar fyrir ţann sigur í lok mótsins í dag og voru ţađ ţví sigursćlir skákfeđgar sem náđust á mynd í dag!

Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir. Elín Guđjónsdóttir ađstođađi viđ pizzupartýiđ og Jóhann H. Ragnarsson tók myndir.

Úrslit skákmótsins urđu annars sem hér segir:

  •   1 Friđrik Ţjálfi Stefánsson , T.R. 6 v. af 7. Unglingameistari T.R. 2010.
  •   2 Jón Trausti Harđarson, Fjölnir, 5,5 v. 2. verđlaun Unglingameistaramót.
  •   3 Guđmundur Kristinn Lee, SFÍ, 5 v. 31 stig. 3. verđlaun Unglingameistaramót.
  •   4 Vignir Vatnar Stefánsson, T.R. 5 v. 30,5 stig. 1. verđlaun 12 ára og yngri
  •   5 Birkir Karl Sigurđsson, SFÍ,  5 v. 27,5 stig
  •   6 Ţórđur Valtýr Björnsson, T.R. 5 v. 27 stig. 2. verđlaun 12 ára og yngri.
  •   7 Dagur Ragnarsson, Fjölnir, 4,5 v. 31,5 stig
  •   8 Gauti Páll Jónsson, T.R. 4,5 v. 23 stig. 3. verđlaun 12 ára og yngri
  •   9 Oliver Aron Jóhannesson, Fjölnir, 4 v. 29,5 stig
  •  10 Nancy Davíđsdóttir, Fjölnir, 4 v. 29 stig. 1. verđlaun Stúlknameistaramót.
  •  11 Veronika Steinunn Magnúsdóttir, T.R. 4 v.  25 stig. 2. verđlaun. Stúlknameistari T.R. 2010.
  •  12 Jakob Alexander Petersen, T.R. 4 v. 23 stig
  •  13 Kristinn Andri Kristinsson, Fjölnir, 3,5 v. 27,5 stig
  •  14 Garđar Sigurđarson, T.R. 3,5 v. 22 stig
  •  15 Elín Nhung Boi, T.R. 3,5 v. 21 stig. 3. verđlaun Stúlknameistaramót.
  •  16 Kristófer Jóel Jóhannesson,  Fjölnir, 3 v.
  •  17 Ţorsteinn Freygarđsson, T.R. 3 v.
  •  18 Leifur Ţorsteinsson, T.R. 3 v.
  •  19 Andri Már Hannesson, T.R. 3 v. 
  •  20 Atli Snćr Andrésson, T.R. 3 v,
  •  21 Donika Kolica, T.R. 2 v.
  •  22 Svandís Rós Ríkharđsdóttir, Fjölnir, 2 v.
  •  23 Eysteinn Högnason, T.R. 2 v.
  •  24 Benedikt Ernir Magnússon, 1,5 v.
  •  25 Matthías Ćvar Magnússon, T.R. 1 v.
  •  26 Tómas Steinarsson, T. R. 0,5 v.

Myndaalbúm mótsins


Héđinn og Henrik sigruđu í dag í ţýsku deildakeppninni

Stórmeistararnir Héđinn Steingrímsson (2554) og Henrik Danielsen (2516) tefldir báđir í dag í ţýsku deildakeppninni og báđir höfđu ţeir sigur.

Héđinn teflir í 2. deild vestur (2. Bundesliga West)  og vann í dag í 3. umferđ ţýska alţjóđlega meistarann Joerg Wegerle (2467).  Í 2. umferđ gerđi Héđinn jafntefli viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Mihal Konopka (2454).  Héđinn hvíldi í fyrstu umferđ enda fór sú umferđ fram á sama tíma og Íslandsmót skákfélaga.

Henrik teflir í svokallađri Oberligu norđur norđur (Oberliga Nord Nord) og vann í dag ţýska FIDE-meistarann Wolfgang Pajeken (2306).  Í fyrstu umferđ vann hann Wolfgang Krueger (2182) en hvíldi í 2. umferđ.

Fjórđa umferđ ţýsku deildakeppninnar fer fram 12. desember. 

Heimasíđa mótsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Ingi R. Jóhannsson – brautryđjandi fallinn frá

Ingi R. JóhannssonIngi Randver Jóhannsson sem lést hinn 31. október sl. tćplega 74 ára ađ aldri stendur í huga ţeirra sem kynntust honum sem sérstaklega glađbeittur náungi, orđheppinn međ afbrigđum, frábćr skákmađur og mikill frćđimađur.
 
Ţegar hann varđ Norđurlandameistari í Reykjavík 24 ára gamall áriđ 1961 gat hann einnig státađ af ţrem Íslandsmeistaratitlum og sex sinnum hafđi hann unniđ sigur á Skákţingi Reykjavíkur. Ingi R. og Friđrik Ólafsson voru á ţeim tíma eins og tveir turnar međal íslenskra skákmanna, brautryđjendur hvor međ sínum hćtti. Styrkleikamunur međ ţeim og öđrum virkum skákmönnum ţess tíma var sláandi. Inga varđ ekki skotaskuld úr ţví ađ nćla sér í titil alţjóđlegs skákmeistara á svćđamótinu í Halle 1963 en upp frá ţví dró hann úr taflmennsku. Friđrik og Ingi R. voru fengnir til ađ tefla fyrsta skákeinvígiđ í sjónvarpsal og var ţađ sýnt í ársbyrjun 1967. Ţeir tefldu margoft saman á Ólympíumótum en frćkilegasta för gerđu ţeir til Havana á Kúbu áriđ 1966 ţar sem sveit Íslands komst í A-úrslit mótsins og hafnađi ađ lokum í 11. sćti. Á međan heimsmeistaraeinvígi Fischer og Spasskí stóđ sumariđ 1972 var hann ásamt Bent Larsen einn vinsćlasti skákskýrandinn í Laugardalshöll.

Ţó ađ afrek Inga liggi á sviđi kappskáka voru hrađskákir í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Margir eiga skemmtilega minningar frá löngum hrađskákeinvígjum viđ Inga R.

Ingi tefldi fyrst á Ólympíumóti í Amsterdam 1954 ţá 17 ára gamall en í tveim ţeim síđustu var hann einnig í hlutverki liđsstjóra. Á Möltu 1980 stóđ hann sig alveg sérstaklega vel. Vitađ var ađ ađstćđur á Möltu yrđu erfiđar en Ingi fór út á undan hópnum og undirbjó komu hans. Viđ biđskákrannsóknir var hann eldfljótur ađ greina ađalatriđin og hann var laginn viđ ađ stappa stálinu í menn ţegar ţess ţurfti.

Eftir ţví sem leiđ á níunda áratug síđustu aldar fćkkađi komum Inga á skákmót og hann hćtti alveg ađ tefla opinberlega. Ţegar sá gállinn var á honum virtist hann ekki ţurfa ađ tefla mikiđ til ađ ná upp góđum styrk. Sú mikla vinna sem hann lagđi á sig á yngri árum skilađi sér alltaf. Best kom ţetta í ljós á Reykjavíkurmótinu 1976 en ţar var Ingi međal efstu manna lengi vel. Sigurskák hans yfir fulltrúa Sovétmanna á mótinu er gott dćmi um traustan stíl hans:

Vladimir Tulkmakov – Ingi R. Jóhansson

Tarrrasch vörn

1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 c5 4. g3 Rc6 5. Bg2 d5 6. cxd5 exd5 7. d4 e7 8. O-O O-O 9. Bg5 c4 10. Re5 Be6 11. e3 Rd7 12. Rxc6 bxc6 13. Bxe7 Dxe7 14. b3 cxb3 15. Dxb3 Hab8 16. Dc2 Hb4!?

Ţessi leikur ţótti býsna „menntađur“ á sínum tíma. Svartur reynir ađ framkalla veikingu á b3.

17. a3 Hb7 18. Ra4 Hc8 19. Hfc1 c5 20. e4! dxe4 21. Bxe4 Bb3 22. Dd3

Gott var einnig 22. Bxh7+ Kh8 23. De4 o.s.frv.

22. ... c4 23. Df3 Hbb8 24. Rc3 Rf6 25. Bc6 Hd8 26. d5 Dc5 27. Df4 h6 28. a4 a6 29. Hab1 Hd6 30. He1 Hbd8 31. He3 Bc2 32. Hb7 g5 33. De5 Bg6 34. h3 Kg7 35. De7 Dd4 36. Hf3 h5!

Keppendur voru báđir í tímahraki en stađan á borđinu í sérkennilegu ógnarjafnvćgi. Nú sá Tukmakov sér leik á borđi.

gsdmkgfq.jpg37. Be8?? g4! 38. Bxf7 H8d7! 39. Hxd7 Hxd7 40. Dxf6 Dxf6 41. Hxf6 Kxf6 42. Be6 Hb7 43. hxg4 hxg4 44. Bxg4 Hb3 45. Re2 c3 46. d6 Hb1 47. Kg2 c2 48. d7 Ke7

– og Tukmakov gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 7. nóvember 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Aronian, Karjakin og Mamedyarov sigruđu á minningarmóti um Tal

Armeninn Aronian (2801), Rússinn Karjakin (2760) og Aserinn Mamedyarov (2763) urđu efstir og jafnir á minningarmótinu um Tal sem lauk í Moskvu í dag.  Á ýmsu gekk í umferđinni í dag.  Mamedyarov, sem var efstur fyrir umferđina, tapađi fyrir Gelfand (2741) sem hafđi ekki unniđ skák á mótinu, Kramnik (2791) vann Shirov (2735), en varđ engu ađ síđur ađeins sjöundi, og  Nakamura (2741) klúđrađi kolunni skák gegn Grischuk (2771) niđur í jafntefli en sigur hefđi tryggt honum skiptu efsta sćti.   

Lokastađan:
  • 1.-3. Aronian (2801), Karjakin (2760) og Mamedyarov (2763) 5˝ v.
  • 4.-6. Grischuk (2771), Nakamura (2741) og Wang Hao (2727) 5 v.
  • 7. Kramnik (2791) 4˝ v.
  • 8. Gelfand (2741) 3˝ v.
  • 9. Shirov (2735) 3 v.
  • 10. Eljanov(2742) 2˝ v.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 8779160

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband