Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

EM einstaklinga á Íslandi 2013 - sameinađ Reykjavíkurskákmótinu

EM einstaklinga 2013 verđur á Íslandi.   Ţetta var ákveđiđ á fundi stjórnar Skákambands Evrópu í gćr en Pólverjar sem áttu ađ halda mótiđ báđust undan ţví ađ halda mótiđ ţar sem ţeir vćru međ EM landsliđa á sinni könnu og ţetta tvennt vćri ađ sliga ţá.

Silvio Danaliov, forseti ECU, og Sava Stoisavljevic, framkvćmdastjóri ECU, óskuđu eftir fundi međ undirrituđum á frídaginn um máliđ og vildu athuga möguleika ţess ađ mótiđ yrđi haldiđ í Reykjavík en góđ framkvćmd og fréttaflutningur frá N1 Reykjavíkurmótsins vakti athygli ţeirra á Reykjavík sem mögulegum mótsstađ.  Mér var gefin skammur tími og sagt ađ ţetta mál ţyrfti ađ klára fyrir mótslok, annars myndi mótiđ vera haldiđ aftur í Búlgaríu í ljósi ţess ađ skammur tími er til stefnu.  

Eftir allmörg símtöl og tölvupósta taldi ég ţá viđbótarfjármögnun brúađa til ađ hćgt vćri ađ halda mótiđ.  Mótiđ verđur jafnframt Reykjavíkurskákmót og fékkst undanţága fyrir ţví ađ skákmenn utan Evrópu fengju ađ taka ţátt.  Mótiđ verđur haldiđ 5.-16. mars.  

Nánari frétt um máliđ verđur birt á nćstum dögum.  

Gunnar Björnsson


Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram í dag

Hannes Hlífar StefánssonÍslandsmótiđ í hrađskák fer fram í dag sunnudag í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.  Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum landsins taki ţátt og ćtlar Hannes Hlífar Stefánsson ađ flýta sínu flugi frá Plovdid í Búlgaríu til ađ komast á skákstađ í tćka tíđ. 

Skráning fer fram hér á Skák.is og er ţátttaka takmörkuđ viđ ađeins 50 keppendur svo mikilvćgt er ađ skrá sig sem fyrst til leiks.  Nauđsynlegt er ađ gefa upp netfang ţar sem ţátttakan verđur stađfest međ tölvupósti.  

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótiđ standi á milli 13 og 16:30.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2)   60.000 kr.
  • 3)   50.000 kr.
  • 4)   30.000 kr.
  • 5)   20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig.   Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. 

Efsti keppandi mótsins verđur Íslandsmeistari í hrađskák.   Verđi tveir eđa fleiri efstir rćđur stigaútreikningur. 

 


,,Vi spiller skak!" hrópa börnin í ísbjarnarbćnum á 70. breiddargráđu

DSC_0108,,Vi spiller skak!" hrópuđu börnin í Ittoqqortoormiit, ţegar skáktrúbođar Hróksins og Kalak birtust á sólríkum laugardegi, ţar sem hin mikla móđir lífsins stráđi geislum sínum yfir ísbreiđuna.

Börnin í afskekktasta ţorpi heims hafa hlakkađ í allan vetur til heimsóknar íslensku skákmannanna: Framundan er hátíđ á 70. breiddargráđu.

Hér eru húsin, flest hver, á kafi í snjó. Hlekkjađir sleđahundar flytja aríur um ţađ hlutskipti ađ vera ólađir niđur međan víđernin kalla.
 
DSC_0127Börnin, ţessi dásamlegu grćnlensku börn, hoppa og skoppa í frostinu; kjá framan í skrýtnu Íslendingana sem eru bćđi međ skáklistina í farteskinu, og öll páskaeggin og gjafirnar frá íslenskum vinum.

Ţađ eru forréttindi ađ fá ađ eyđa páskavikunni 800 kílómetra frá nćsta byggđa bóli, í bćnum ţar sem ísbirnir eru nćsta daglegir gestir, í ţorpinu ţar sem börnin fá ađ kynnast lífinu á hinum einu sönnu norđurslóđum.
 
DSC_0123,,Vi spiller skak!" hrópa ţau, glađbeitt, og á morgun byrjar hátíđin mikla í Ittoqqortoormiit -- ţorpi hinna stóru húsa einsog ţađ heitir á grćnlensku -- ţorpinu sem viđ Íslendingarnir höfum bundist ástfóstri viđ.

Hátíđin er rétt ađ byrja: Fylgist međ á www.godurgranni.blog.is.


Breska deildakeppnin: Góđ frammistađa íslensku keppendanna

Bragi ThorfinnssonÁkaflega vel gekk hjá íslensku skákmönnunum sem tefldu fyrir Jutes of Kent í sjöundu umferđ Bresku deildakeppninnar sem fram fór í dag.  Hjörvar Steinn Grétarsson (2460), Bragi Ţorfinnsson (2421) og Ingvar Ţór Jóhannesson (2355) unnu allir sínar skákir en Björn Ţorfinnsson (2416) gerđi jafntefli.   Jutes of Kent, sem ţeir kumpánar tefldu fyrir, unnu viđureignina 5,5-2,5.  

Hjörvar vann alţjóđlega meistarann Jonathan Hawkins (2480), Bragi vann stórmeistarann Enrique Rodriguez Guerrero (2454) og Ingvar vann alţjóđlega meistarann Robert Bellin (2355).  Björn gerđi jafntefli viđ stórmeistarann Keith Arkell (2414).  

Á morgun teflir Jutes of Kent sína síđari viđureign um helgina.  Ţví miđur verđur hún ekki sýnd beint.

Breska deildakeppnin

Tíu skákmenn efstir og jafnir í áskorendaflokki

31032012680Tíu skákmenn eru efstir og jafnir međ fullt hús eftir ađra umferđ áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák sem fram fór í dag.   Ţar á međal eru Oliver Aron Jóhannesson (1677) sem vann Nökkva Sverrisson (1928) og hinn ungi og efnilegi Hilmir Freyr Heimsson (1602) sem sigrađi Viktor Svavarsson (1848).  Úrslit 2. umferđar má finna hér.   

Stöđu mótsins má finna hér.  

Frídagur er á morgun.  Ţriđja umferđ fer fram á mánudag og hefst kl. 18.  Pörun hennar má finna hér.

Eftirfarandi fjórar skákir verđa sýndar beint á netinu á mánudag:

  • Dagur Ragnarsson - Guđmundur Kjartansson
  • Lenka Ptácníková - Grímur Björn Kristinsson
  • Jón Úlfljótsson - Einar Hjalti Jensson
  • Oliver Aron Jóhannesson - Haraldur Baldursson

Góđ ţátttaka er á mótinu en 54 skákmenn taka ţátt.  Međal keppenda eru alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson, Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og Einar Hjalti Jensson, sem eins og kunnugt er náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli á N1 Reykjavíkurskákmótinu.  Tvö efstu sćtin á mótinu nú gefa sćti í landsliđsflokki 2012 eđa 2013. 

 


Dmitry Jakovenko Evrópumeistari

 

Jakovenko

 

Rússinn Dmitry Jakovenko (2729) er Evrópumeistari í skák.  Nokkuđ óvćntur sigur enda aldrei í forystusćti fyrr en akkúrat á réttum tíma, ţađ er í lok móts!  Hann vann síđustu 3 skákirnar og hlaut 8,5 vinning.  13 skákmenn hlutu 8 vinninga og međal ţeirra eru Íslandsvinirnir Malakhov (2705), Bologan (2687), Kryvoruchko (2666), sem vann Caruana (2767), stigahćsta keppendann í lokaumferđinni, og Smeets (2610).

22 skákmenn hlutu 7,5 vinning og komast 9 ţeirra áfram.  Ţar á međal Jones (2635) og Dreev (2698) en međal ţeirra 13 sem sitja eftir er Sokolov (2653). 

Lokapistill um mótiđ kemur í kvöld eđa á morgun.



EM: Hannes og Héđinn unnu

Hannes ađ tafli viđ Svisslendinginn ZuegerÍslensku stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2531) og Héđinn Steingrímsson (2556) unnu báđir í 11. og síđustu umferđ EM einstaklinga í Plovdid í Búlgaríu.  Fyrsta skipti síđan í fyrstu umferđ ađslíkt gerđist!  Hannes vann svissneska alţjóđlega meistarann Beat Zueger (2425) en Héđinn vann hollenska FIDE-meistarann David Klein (2418), sem hafđi átt gott mót og náđ áfanga ađ stórmeistaratitli.

Góđar skákir hjá báđum.  Hannes sagđi ţetta sína bestu Héđinn ađ tefla í lokaumferđinniskák, en hann fórnađi skiptamun á mjög skemmtilegan hátt, og Héđinn vann öruggan sigur í ađeins 25 leikjum.   

Hannes hlaut 6 vinninga en Héđinn hlaut 5,5 vinning.

Frammistađa Hannesar samsvarađi 2504 skákstigum og Héđins 2465 skákstigum.  Báđir lćkka ţeir á stigum.  Hannes lćkkar um 2 stig en Héđinn um 13 stig. 

Flest stefnir í ţađ ađ Rússinn Dmitry Jakovenko (2729) verđi Evrópumeistari en hann lagđi forystusauđinn Frakkann Fressinet (2693) í dag.  Jakovenko vann sínar ţrjár síđustu skákir.  Ţađ er ţó ekki alveg útséđ um ţađ ţar sem sigurvegarinn í skák Rússans Inarkiev (2695) og Spánverjans Vallejo Pons (2693) getur náđ honum ađ vinningum.  Ţar hefur Rússinn heldur betra. 

Jones (2635) kemst vćntanlega áfram eftir sigur á Ernst (2578).   Flestir bendir hins vegar til ţess ađ Sokolov (2653) sitji hins vegar eftir međ sárt enniđ en hann situr enn ađ tafli.  



Fjölmennt á páskaćfingu Fjölnis. Fimmtán fengu verđlaun

 

Páskaćfing Fjölnis 2012

Skákdeild Fjölnis hélt sína síđustu skákćfingu fyrir páska og reyndist hún afar fjölmenn. Efnt var til páskaeggjamóts međ ţátttöku 34 krakka á barnaskólaaldri. Tefldar voru fimm umferđir. Hart var ţví barist um efstu sćtin og urđu úrslit ţau ađ jafnir og efstir í mark komu ţeir Vignir Vatnar Stefánsson og Kristófer Jóel Jóhannesson međ 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Ţeir gerđu innbyrđis jafntefli í 4. umferđ.

 

Bekkjarbrćđurnir úr Rimaskóla ţeir Jóhann Arnar Finnsson og Mikolaj Oskar komu nćstir međ 4 vinninga. Vegna hinnar miklu ţátttöku var ákveđiđ ađ fjölga páskaeggjavinningum úr sex í fimmtán og sendill sendur í Bónus til ađ kaupa fleiri páskaegg.

Ađrir í verđlaunasćtum urđu ţau Hilmir Hrafnsson, Nansý Davíđsdóttir,Róbert Orri Árnason, Tristan Ingi Ragnarsson, Joshua Davíđsson, Ţorsteinn Magnússon, Svandís Rós Ríkharđsdóttir,Alísa Svansdóttir, Viktor Andri Hafţórsson, Alexandra Kjćrnested og Tinna Sif Ađalsteinsdóttir.

Allir ţátttakendur fengu lítiđ páskaegg afhent fyrir góđa frammistöđu og fóru allir ţakklátir og ánćgđir heim ađ loknu velheppnuđu skákmóti. Ţađ vakti lukku ađ vígđ voru glćný marglita skáksett sem skákdeild Fjölnis keypti af Smára Rafni Teitssyni og ţótti ţađ sport ađ fá ađ tefla međ rauđum, bleikum og fjólubláum taflmönnum.

Nýkrýndur Íslandsmeistari og Norđurlandameistari međ Rimaskóla, Oliver Aron Jóhannesson var á hliđarlínunni og leiđbeindi ungum skákmönnum á milli umferđa og reyndist ţađ gífurlega eftirsótt ađ setjast viđ taflborđ međ honum eđa ađ fylgjast međ Oliver útskýra góđa leiki.

Í einu orđi sagt skemmtileg ćfing, áhugasamir krakkar og margir foreldrar ađ fylgjast međ og hjálpa til.


Hjörvar, Bragi, Björn og Ingvar í beinni frá Bretlandi

Hjörvar Steinn Grétarsson and one of his mentor Vigfús Ó. VigfússonHjörvar Steinn Grétarsson (2460), Bragi (2421) og Björn (2416) Ţorfinnssynir og Ingvar Ţór Jóhannesson (2355) tefla allir í dag í Bresku deildakeppninni sem ađ ţessu sinni fer fram í Leicestershire.  Ţeir tefla fyrir klúbbinn Jutes of Kent.  

Hjörvar teflir viđ alţjóđlega meistarann Jonathan Hawkins (2480), Bragi viđ stórmeistarann Enrique Rodriguez (2454), Björn viđ stórmeistarann Keith Arkell (2414) og Ingvar viđ alţjóđlega meistarann Robert Bellin (2355).

Umferđin hófst kl. 13.


Smári Páskameistari Gođans

Hlynur, Rúnar, Smári, Snorri, Valur og Jakob Sćvar. Smári Sigurđsson vann sigur á páskákmóti Gođans í skák sem fram fór í gćrkvöld. Smári leyfđi jafntefli gegn Jakob bróđur sínum en vann allar ađrar skákir. Smári vann ţví öruggan sigur međ 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Rúnar ísleifsson varđ í öđru sćti og Jakob Sćvar í ţriđja. Snorri Hallgrímsson vann sigur í yngri flokki.

Lokastađan: 

                      

  1   Smári Sigurđsson,                  1665 6.5      
 2-3  Rúnar Ísleifsson,                  1695 5      
      Jakob Sćvar Sigurđsson,            1683 5       
  4   Hermann Ađalsteinsson,             1336 4.5      
 5-6  Snorri Hallgrímsson,               1323 4        
      Sigurjón Benediktsson,             1520 4       
  7   Ármann Olgeirsson,                 1413 3.5   
 8-9  Sigurbjörn Ásmundsson,             1201 3        
      Hlynur Snćr Viđarsson,             1096 3        
 10   Árni Garđar Helgason,                   1.5      
11-12 Sighvatur Karlsson,                1318 1        
      Valur Heiđar Einarsson,            1127 1        

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 199
  • Frá upphafi: 8779842

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband