Fćrsluflokkur: Spil og leikir
16.6.2012 | 18:37
Efstu mann töpuđu á Tal Memorial - fimm skákmenn efstir og jafnir
Kramnik (2801) og Morozevich (2769) sem voru efstir eftir sex umferđir á Tal Memorila töpuđu báđir í sjöundu umferđ sem fram fór í dag. Kramnik fyrir McShane (2706) og Moro fyrir Tomashevsky (2738). Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Ţeir eru efstir ásamt Carlsen (2835), Radjabov (2784) og Caruana (2770).
Úrslit 7. umferđar:
Teimour Radjabov | ˝-˝ | Fabiano Caruana |
Levon Aronian | ˝-˝ | Alexander Grischuk |
Hikaru Nakamura | ˝-˝ | Magnus Carlsen |
Ev. Tomashevsky | 1-0 | Alex. Morozevich |
Luke McShane | 1-0 | Vladimir Kramnik |
Stađan:
- 1.-5. Carlsen (2835), Morozevich (2769), Radjabov (2784), Kramnik (2801) og Caruana (2770) 4 v.
- 6. Nakamura (2775) 3,5 v.
- 7.-9. Grischuk (2761), Aronian (2825) og McShane (2706) 3 v.
- 10. Tomashevsky (2738) 2,5 v.
Mótiđ er ćgisterkt en međalstig eru 2776 skákstig. Taflmennskan hefst kl. 11 á daginn nema ađ lokaumferđin hefst kl. 9. Frídagar eru 11. og 15. júní.
16.6.2012 | 16:19
Tómas Veigar og Jón Kristinn Gođafossmeistarar
Tómas Veigar Sigurđarson og Jón Kristinn Ţorgeirsson, báđir úr SA, urđu hlutskarpastir á útiskákmóti Gođans sem haliđ var viđ Gođafoss í Ţingeyjarsveit í gćrkvöld. Ţeir komu jafnir í mark međ 8 vinninga af 9 mögulegum. Tefld voru hrađskákir, einföld umferđ og allir viđ alla. Alls mćttu 10 skákmenn til leiks, en ţar af voru einungis ţrír frá Gođanum. Akureyringar fjölmenntu hinsvegar á mótiđ líkt og ţeir gerđu í Vaglaskógi í fyrra.
Frá skákstađ í gćrkvöld. Gođafoss í baksýn.
Lokastađan:
1-2. Tómas Veigar Sigurđarson 8 af 9
1-2. Jón Kristinn Ţorgeirsson 8
3. Sigurđur Arnarson 6
4. Sigurđur Ćgisson 5,5
5. Hjörleifur Halldórsson 4,5
6. Rúnar Ísleifsson 4
7. Andri Freyr Björgvinsson 3,5
8. Sigurđur Eiríksson 2,5
9. Sigurbjörn Ásmundsson 2
10. Hermann Ađalsteinsson 1
Kuldalegir skákmenn í gćrkvöld.
Ađstćđur voru sćmilegar í gćrkvöld. ţurrt í veđri og nánst logn, en hitsastigđ var ekki nema 7 gráđur í +.
16.6.2012 | 14:35
Útitafliđ vaknar til lífsins: Fjöltefli Björns á ţjóđhátíđardaginn!
Skákakademían býđur upp á taflmennsku á útitaflinu sunnudaginn 17. júní milli klukkan 14 og 17. Björn Ţorfinnsson, margreyndur landsliđsmađur í skák, mćtir og teflir viđ gesti og gangandi. Ţátttaka kostar ekkert, og eru áhugasamir skákmenn á öllum aldri hvattir til ađ mćta.
Fjöltefliđ á ţjóđhátíđardaginn markar upphaf ađ líflegu starfi á útitaflinu í sumar. Skákakademían mun verđa međ fjöltefli og útiskákmót á föstudögum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2012 | 10:53
Sumarsólstöđumót í Vin
Miđvikudaginn 20. júní verđur sumarsólstöđumót í Vin, Hverfisgötu 47 og hefst ţađ klukkan 13:00.
Treyst er á ađ ţađ sé alltaf gott veđur á Sumarsólstöđum! Ekki verra ef hćgt vćri ađ skella nokkrum borđum út í garđ.
Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunarfresti og ţađ er um ađ gera ađ líta á ţetta sem hressandi undirbúning fyrir Strandir.
Bókavinningar fyrir efstu sćtin og happadrćtti. Glćstar kaffiveitingar í hléi og allir hjartanlega velkomnir í Vin.
14.6.2012 | 22:17
Skákmunirnir seldust ekki
Fram kemur á vef RÚV ađ skákmunirnir sem voru á uppbođi hjá Bruun Rasmussen í dag hafi ekki selst. Á vef rúv.is segir:
Skákmunir tengdir heimsmeistaraeinvígi ţeirra Fischers og Spasskys seldust ekki ţegar bjóđa átti ţá upp hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í dag.
Viđstaddir voru mjög undrandi hve gripirnir voru slegnir langt undir matsverđi en síđar kom í ljós ađ mistök höfđu orđiđ. Slökkt hafđi veriđ á hljóđnema uppbođshaldarans og ţess vegna heyrđu fáir eđa engir í salnum ađ hann sagđi "seldust ekki" Á heimasíđu Bruun Rasmussen segir ađ munirnir hafi ekki selst en áhugasamir geti spurst fyrir hjá fyrirtćkinu.
Sjá nánar klippu úr 22-fréttum (hefst ca. 15:25): http://ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/14062012/samantekt-ur-frettum-kl18
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2012 | 18:39
Kramnik efstur ásamt Morozevich - jafntefli í skák tveggja stigahćstu skákmanna heims
Kramnik (2801) er nú efstur ásamt Morozevich (2769) ađ lokinni sjöttu umferđ Tal Memorial sem fram fór í dag í Moskvu. Kramnik vann Tomashevsky (2738) en Moro tapađi fyrir Nakamura (2775). Jafntefli varđ í skák tveggja stigahćstu skákmanna heims Carlsen (2835) og Aronian (2825). Sá norski er í 3.-5. sćti međ 3,5 vinning. Frídagur er á morgun.
Úrslit 6. umferđar:Fabiano Caruana | 1-0 | Luke McShane |
Vladimir Kramnik | 1-0 | Ev. Tomashevsky |
Alex. Morozevich | 0-1 | Hikaru Nakamura |
Magnus Carlsen | ˝-˝ | Levon Aronian |
Alexander Grischuk | ˝-˝ | Teimour Radjabov |
Stađan:
- 1.-2. Morozevich (2769) og Kramnik (2801) 4 v.
- 3.-5. Carlsen (2835), Radjabov (2784) og Caruana (2770) 3,5 v.
- 6. Nakamura (2775) 3 v.
- 7.-8. Grischuk (2761) og Aronian (2825) 2,5 v.
- 9. McShane (2706) 2 v.
- 10. Tomashevsky (2738) 1,5 v.
Mótiđ er ćgisterkt en međalstig eru 2776 skákstig. Taflmennskan hefst kl. 11 á daginn nema ađ lokaumferđin hefst kl. 9. Frídagar eru 11. og 15. júní.
14.6.2012 | 17:47
Einvígismunirnir seldir á 18,5 milljónir
Skákmunir sem Páll G. Jónsson setti á sölu voru seldir í dag á uppbođi hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Samtals fóru munirnir á 850.000 danskar krónur sem eru um 18,5 milljónir íslenskra krónur. Sjá nánar á vef RÚV.
Borgţór Arnţórsson fréttaritari RÚV fjallar um uppbođiđ og er međ frásögn um hvernig ţađ fór fram í fjögur-fréttum RÚV. Mjög líkega verđur enn nánar um máliđ fjallađ í kvöldfréttum RÚV.
Einar S. Einarsson, fyrrverandi forseti SÍ, skrifađi grein um skákmunina sem birtist á Chessbase í fyrradag.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2012 | 17:20
Útiskákmót Gođans
Ekkert ţáttökugjald og engin verđlaun, bara gaman saman.
Félagar fjölmenniđ á mótiđ.
Stjórnin.
14.6.2012 | 13:39
Stćrsti skákviđburđur í sögu Íslands
Stjórn Evrópska skáksambandsins samţykkti á stjórnarfundi fyrir skemmstu ađ EM landsliđa verđi haldiđ í Reykjavík áriđ 2015.
Um er ađ rćđa langstćrsta skákviđburđ sem haldinn hefur veriđ hérlendis. Gera má ráđ fyrir ađ um 500 skák- og skákáhugamenn komi til landsins vegna ţessa. Ţar á međal vćntanlega flestir af sterkustu skákmönnum heims eins og t.d. Magnus Carlsen, Levon Aronian, Vladimir Kramnik, Veselin Topalov og Fabiano Caruana.
Keppt verđur bćđi í opnum flokki og kvennaflokki svo einnig munu mćta hingađ til lands langflestar sterkustu skákkonur heims eins og Evrópumeistari kvenna, Valentina Gunina, Alexandra Kosteniuk, Pia Cramling og Antoaneta Stefanova.
EM landsliđa er einn allri stćrsti skákviđburđur heims. Mótiđ er haldiđ annađ hvort ár, ţau ár sem ekkert Ólympíuskákmót fer fram. Ríkisstjórnin hefur lofađ öflugum stuđningi viđ mótshaldiđ.
Gunnar Björnsson, forseti SÍ: Ţetta er stórkostlegt tćkifćri fyrir íslenskt skáklíf og gífurleg viđurkenning fyrir innlenda skákhreyfinguna ađ fá mótiđ til landsins. Ţađ verđur frábćrt ađ fá hingađ nánast alla sterkustu skákmenn heims í nóvember 2015".
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2012 | 07:00
Sjóđurinn Fischer Selfoss Foundation hefur veriđ stofnađur

Í stjórn sjóđsins eru: Gunnar Finnlaugsson, Calle Erlandsson og Magnús Matthíasson
Opnađur hefur veriđ reikningur hjá MP banka. Reikningsnúmer er 0701-15-252800. Á reikningnum er nú ţegar 1 000 000 ISK. Tengiliđur er Valgerđur Friđriksdóttir viđskiptasjóri.
Magnús Matthíasson formađur SSON tekur viđ munum tengdum Fischer.
Heimilisfang Dćlengi 15 800 Selfoss, sími 691 2254. Gunnar Finnlaugsson formađur sjóđsins tekur einnig viđ munum. Heimilisfang Mellanvĺngsv. 23 223 55 Lund Sverige. Símar +46 46 143964 og +46 703 143964. Tölvufang Gunnars er gunnarfinn@hotmail.se.
Lund Chess Academy (chesslund.com ) var stofnađ fyrir tveimur árum og er tilgangur félagsins ađ styrkja unga skákiđkendur. Nýlega settu svíinn Calle Erlandsson og Daninn Per Skjoldager á fót netsíđu fyrir uppbođ og sölu á skákbókum og öđru teingt skákinni (sjá chesslund.com). Lund Chess Academy (LSAK) mun styrkja Fischer Selfoss Foundation.
Ţađ er ekkert launungarmál ađ uppbođ ţađ sem fer fram í dag hjá Bruun Rasmussen gengur ţvert á ţađ sem viđ sem stöndum ađ Fischer Selfoss Foundation höfum veriđ ađ vinna ađ undanfarin ár.
Viđrćđur um húsnćđi standa nú yfir viđ heimamenn á Selfossi.
Međ skákkveđju
Gunnar Finnlaugsson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar