Fćrsluflokkur: Spil og leikir
23.7.2012 | 18:00
Biel-mótiđ hófst í dag - Giri og Wang Hao unnu - Carlsen gerđi jafntefli viđ Nakamura
Stórmótiđ í Biel hófst í dag. Ţar tefla sex skákmenn tvöfalda umferđ en međal keppenda er stigahćsti skákmađur heims, Magnus Carlsen. Sá norski gerđi jafntefli viđ Nakamura (2778). Ţađ var eina jafntefli dagsins ţví Anish Giri (2696) vann Morozevich (2770) og Wang Hao (2739) lagđi Bacrot (2713).
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar - hefjast kl. 12
- Chessbomb
22.7.2012 | 23:23
Hjörvar vann - Hannes međ jafntefli
Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) vann ţýska FIDE-meistarann Thomas Michalczak (2364) í 3. umferđ Czech Open sem fram fór í dag. Hannes Hlífar Stefánsson (2515) gerđi jafntefli viđ FIDE-meistarnn Thomas Michalczak (2364). Hjörvar hefur 2,5 vinning og er í 12.-41. sćti en Hannes hefur 2 vinninga og er í 42.-99. sćti.
Í 4. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ tékkneska stórmeistarann Petr Velicka (2462) en Hannes viđ rússnesku skákkonuna Aleksandra Goryachkinka (2354).
Í b-flokki gerđi Smári Rafn Teitsson (2057) jafntefli en Sigurđur Eiríksson (1959) tapađi. Smári hefur 1,5 vinning en Sigurđur hefur 0,5 vinning.
Í d-flokki vann Felix Steinţórsson (1329) aftur stigaháan andstćđing (1855) en Dawid Kolka (1532) gerđi jafntefli. Felix hefur 2 vinninga en Dawid hefur 0,5 vinning.
Í flokki töpuđu Róbert Leó Jónsson (1203) og Steinţór Baldursson. Róbert hefur 1 vinning en Steinţór er enn ekki kominn á blađ.
259 skákmenn frá 30 löndum tefla í a-flokki. Ţar af eru 48 stórmeistarar. Hannes er nr. 28 í stigaröđ keppenda en Hjörvar er nr. 31.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Hefjast kl. 13 -15 efstu borđin)
- Myndir (Steinţór Baldursson)
- Chess-Results
22.7.2012 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: 11. júlí og frćgasti afleikur skáksögunnar
Ţann 11. júlí sl., ţegar 40 ár voru liđin frá ţeirri frćgu stund ađ fyrsta einvígisskák Fischers og Spasskís var tefld, var efnt til samkomu á annarri hćđ í litlu timburhúsi gegnt hinu virđulega Landsbankahúsi á Selfossi. Ţar voru mćttir fyrir tilstuđlan Gunnars Finnlaugssonar forsvarsmenn Árborgar, Bjarni Harđarson bóksali, Kristinn Friđfinnsson prestur, Guđni Ágústsson, forsvarsmenn skákhreyfingarinnar, og fleiri góđir gestir ađ ógleymdum Sigfúsi Kristinssyni byggingarmeistara sem lagt hefur til húsnćđiđ fyrir safn helgađ minningu Fischers og jafnframt ađstöđu fyrir skákiđkun Flóamanna. Selfyssingar hafa áţreifanlega orđiđ ţess varir ađ einn koldimman janúar-morgun fyrir meira en fjórum árum var Bobby Fischer ekiđ síđasta spölinn um ađalgötu bćjarins. Leiđi hans viđ Laugdćlakirkju er vinsćll viđkomustađur ferđalanga. Í tilefni dagsins hafđi hafđi Gunnar Finnlaugsson stillt upp ţessari stöđu:
Spasskí - Fischer
Um áttaleytiđ ţann ţann 11. júlí lék Fischer 29. ... Bxh2 og er ţar kominn einn frćgasti afleikur" skáksögunnar. Fischer var tvísaga um ástćđurnar - sjá bćkurnar Bobby Fischer vs. the rest of the World eftir Brad Darrach og No regrets eftir Yasser Seirawan - en taliđ er ađ eftir 30. g3 h5 31. Ke2 h4 32. Kf3 h3 33. Kg4 Bg1 34. Kxh3 Bxf2 hafi hann misst af 35. Bd2! sem fangar biskupinn.
Framhaldiđ varđ: 30. g3 h5 31. Ke2 h4 32. Kf3 Ke7 33. Kg2 hxg3 34. fxg3 Bxg3 35. Kxg3 Kd6
Áhorfendum í Laugardalshöll var flestum ljóst ađ ţar sem a8-reiturinn var ekki á svćđi biskupsins, hlytu líkur á jafntefli ađ aukast verulega. Fjölskylduvinurinn Davíđ Davíđsson lćknir hélt yfir mér menntađan fyrirlestur um ađ hvítur mćtti aldrei leika peđinu til a5.
Spasskí lék nú 36. a4. Í bók sinni um einvígiđ fer Friđrik Ólafsson langt međ ađ sanna ađ 36. Kg4 sé nákvćmara og vinni. Athuganir Friđriks tók enski stórmeistarinn Jonathan Speelman síđar upp í bókinni Analysing the endgame og komst ađ ţví ađ svartur nćr jafntefli međ 36. ... Kd5! 37. Kh5 Ke4! 38. Kg6 e5! 39. Kxg7 f5. Ţetta verđur ekki hrakiđ, tölvuforritin stađfesta niđurstöđu Speelmans en vitanlega höfđu menn ekki slík tćki á dögum einvígisins.
Fischer lék 36. ... Kd5. Friđrik bendir á hversu rökréttur leikurinn sé, frá d5 getur kóngurinn haslađ sér völl á báđum vćngjum. 37. Ba3 Ke4. Friđrik og Speelman eru sammála um ađ 37. ... a6! sé best og svartur heldur jafntefli. Ein leiđin er 38. b6 Kc6 39. a5 Kd5 og eftir uppskipti á e-peđi hvíts heldur svarti kóngurinn til c8 og ţar sem peđiđ er komiđ til a5 getur hvítur ekki unniđ. 38. Bc5 a6 39. b6 f5? Ónákvćmur leikur. Eftir 39. ... e5! heldur svartur jafntefli. 40. Kh4! Smýgur inn fyrir varnargirđinguna. Eftir 40. ... f4 fór skákin í biđ og nákvćmar rannsóknir leiddu í ljós einfaldan vinning ţar sem leikţvingunum var óspart beitt: 41. exf4 Kxf4 42. Kh5 Kf5 43. Be3 Ke4 44. Bf2 Kf5 45. Bh4 e5 46. Bg5 e4 47. Be3 Kf6 48. Kg4 Ke5 49. Kg5 Kd5 50. Kf5 a5 51. Bf2 g5 52. Kxg5 Kc4 53. Kf5 Kb4 54. Kxe4 Kxa4 55. Kd5 Kb5 56. Kd6 - og Fischer gafst upp.
Hver er svo niđurstađan? Jú. Ţegar öll kurl eru komin til grafar ţá var frćgasti afleikur skáksögunnar, 29. ... Bxh2, ekki afleikur.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. júlí 2012.
Spil og leikir | Breytt 14.7.2012 kl. 10:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2012 | 15:38
Caruana vann Dortmund-mótiđ
Ítalski stórmeistarinn Fabiano Caruana (2775) bćtti enn einni rós í hnappagatiđ í dag ţegar hann sigrađi á Dortmund-mótinu. Caruna og Karjakin (2779) urđu efstir og jafnir međ 6 vinninga en Caruana telst sigurvegari mótsins ţar sem hann vann fleiri skákir en Karjakin. Ponomariov (2726), Kramnik (2799), Naiditsch (2700) og Leko (2730) urđu í 3.-6. sćti međ 5,5 vinning.
Lokastađan:
1. | Caruana,Fabiano | GM | 2775 | ITA | 6.0 |
2. | Karjakin,Sergey | GM | 2779 | RUS | 6.0 |
3. | Ponomariov,Ruslan | GM | 2726 | UKR | 5.5 |
4. | Kramnik,Vladimir | GM | 2799 | RUS | 5.5 |
5. | Naiditsch,Arkadij | GM | 2700 | GER | 5.5 |
6. | Leko,Peter | GM | 2730 | HUN | 5.5 |
7. | Meier,Georg | GM | 2644 | GER | 4.0 |
8. | Fridman,Daniel | GM | 2655 | GER | 3.5 |
9. | Bartel,Mateusz | GM | 2674 | POL | 2.0 |
10. | Gustafsson,Jan | GM | 2629 | GER | 1.5 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2012 | 15:27
Ivanchuk bestur í biđskákunum
Síđustu daga hefur fariđ fram sérstakt skákmót í Amsterdam í Hollandi. Ţar var notast viđ hin gömlu "klassísku" tímamörk, ţ.e. 2,5 klst. á 40 leiki og af ţví loknu fóru skákirnar í biđ. Ţetta virtist henta Ivanchuk (2769) afar vel ţví hann sigrađi á mótinu, hlaut 5 vinninga í 6 skákum. Annar varđ Kamsky (2744) međ 4,5 vinning og ţriđji varđ Sutovsky (2687) međ 3,5 vinning.
Mótiđ var ekki reiknađ til skákstiga.
Lokastađan:
Rank | Name | Fed. | Rating | Score |
1 | GM Ivanchuk, Vassily | UKR | 2769 | 5,0 |
2 | GM Kamsky, Gata | USA | 2744 | 4,5 |
3 | GM Sutovsky, Emil | ISR | 2687 | 3,5 |
4 | GM Le Quang, Liem | VIE | 2693 | 3.0 |
5 | GM Muzychuk, Anna | SLO | 2606 | 3,0 |
6 | GM Sasikiran, Krishnan | IND | 2707 | 1,5 |
7 | GM Jobava, Baadur | GEO | 2730 | 0.5 |
22.7.2012 | 11:41
Pardubice: Hjörvar vann - Hannes međ jafntefli
Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) vann rússneska alţjóđlega meistarann Konstantin Rjabzev (2279) í 2. umferđ ađalmóts Czech Open sem fram fór í Pardubice í gćr. Hannes Hlífar Stefánsson (2515) gerđi jafntefli viđ tékkneska FIDE-meistarann Jan Suran (2363). Báđir hafa ţeir 1,5 vinning og eru í 32.-90. sćti.
Í 3. umferđ, sem fram fer í dag, teflir Hannes viđ slóvenska FIDE-meistarann Aljosa Tomazini (2340) og Hjörvar viđ ţýska FIDE-meistarann Thomas Michalczak (2364).
Í b-flokki vann Smári Rafn Teitsson (2057) en Sigurđur Eiríksson (1959) tapađi. Smári hefur 1 vinning en Sigurđur hefur 0,5 vinning.
D- og E-flokkar hófust svo í gćr.
Dawid Kolka (1532) og Felix Steinţórsson (1329) tefla í d-flokki. Felix vann stigaháan andstćđing (1828) en Dawid tapađi.
Róbert Leó Jónsson (1203) og Steinţór Baldursson, fađir Felix, tefla í e-flokki. Róbert Leó vann en Steinţór tapađi.
259 skákmenn frá 30 löndum tefla í a-flokki. Ţar af eru 48 stórmeistarar. Hannes er nr. 28 í stigaröđ keppenda en Hjörvar er nr. 31.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Hefjast kl. 13 -15 efstu borđin)
- Myndir (Steinţór Baldursson)
- Chess-Results
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2012 | 08:55
Gawain Jones stafnbúi Gođans!
Í fornum ritum íslenskum er stafnbúa víđa getiđ og ţótti sćmdarheiti. Stafnbúar voru vígamenn er stóđu í stafni herskipa og var ţeim falinn sá virđingarstarfi ađ aflífa sem flesta úr framvarđarsveit andstćđinganna. Hiđ rammíslenska skákfélag Gođinn hefur nú valiđ sér stafnbúa fyrir orrustur vetrarins. Sá er enskur og heitir Gawain Jones. Stafnbúanum er ađ fornum siđ treyst til ađ ţjarma ađ andstćđingum sínum á 1. borđi Gođans á Íslandsmóti skákfélaga.
Gawain (2655) er einn af öflugustu skákmönnum Englendinga um ţessar mundir ţó ađ hann sé ađeins 24 ára ađ aldri. Ferill hans hefur veriđ afar farsćll. Hann ávann sér fyrst lýđhylli ţegar hann lagđi alţjóđlegan skákmeistara ađ velli, ađeins níu vetra. Nafnbótina stórmeistari hlaut hann svo áratug síđar. Gawain hefur vegnađ vel á alţjóđlegum mótum, deildi m.a. fyrsta sćti á London Classic Open 2010 og sigrađi á Breska samveldismótinu 2011. Leiktíđina 2011-2012 tefldi hann fyrir hiđ ágćta skákfélag Máta í fyrstu deild Íslandsmótsins og hlaut 5 vinninga af sex mögulegum. Í kjölfariđ tók hann ţátt í Alţjóđlega Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu ţar sem hann hafnađi í 2.- 8. sćti.
Gawain er mađur víđförull og langförull eins og stafnbúa sćmir. Hann fćddist í Jórvíkurskíri en hefur búiđ á Ítalíu, Írlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Hann er fjölhćfur íţróttamađur, leikur tennis, hleypur vasklega og er vel liđtćkur glímumađur. Ţađ verđur Gođanum ţví ánćgjuefni ađ efna til móts í íslenskri glímu, Gawain til heiđurs, ţegar hann sćkir Ţingeyjarsýslurnar heim í haust og fróđlegt ađ sjá hvernig honum vegnar á ţeim vettvangi. Einnig kemur til greina ađ Gawain tefli fjöltefli á vegum Gođans á Húsavík.
Í för međ Gawain verđur eiginkona hans, Sue Maroroa Jones. Sú mćta kona er nýsjálensk ađ uppruna og er ágćt skákona međ 2035 elóstig. Sue mun án efa styrkja B-sveit Gođans međ kunnáttu sinni og reynslu.
Gođinn býđur Sue og Gawain hjartanlega velkomin í rađir félagsins og vćntir mikils af atfylgi ţessara góđu gesta.
20.7.2012 | 19:41
Pardubice: Hannes vann í fyrstu umferđ - Hjörvar međ jafntefli
Ađalmótiđ á skákhátíđinni Pardubice í Tékklandi, Czech Open, hófst í dag. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2515) vann Rússann Vladimir Zahhartsov (2271) en alţjóđlegi meistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) gerđi jafntefli viđ Constantin Goebel (2266).
Í dag hófst einnig keppni í b-flokki. Ţar gerđi Sigurđur Eiríksson (1959) jafntefli en Smári Rafn Teitsson (2057) tapađi. Keppni í neđri flokkum hefst á morgun en í neđri flokkunum tefla 4 Íslendingar til viđbótar.
Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ tékkneska FIDE-meistarann Jan Suran (2363) en Hjörvar viđ alţjóđlega meistarann Konstantin Rjabzev (2279).
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Hefjast kl. 13 -15 efstu borđin)
- Myndir (Steinţór Baldursson)
- Chess-Results
19.7.2012 | 22:32
Prýđisárangur í Pardubice
Smári Rafn Teitsson (2057) náđi góđum árangri í efsta flokki atskákmóts í Pardubice sem fram fór í gćr og í dag. Smári hlaut 4,5 vinning í 9 skákum og endađi í 69.-96. sćti en fyrirfram var honum rađađ í 128. sćti á stigum. Frammistađa Smára samsvarađi 2194 skákstigum.
Fjórir íslenskir skákmenn tóku í c-flokki, skákmanna međ minni en 1800 skákstig. Dawid Kolka (1532) stóđ sig ţar afar vel, endađi í 10.-19. sćti, međ 5,5 vinning í 9 skákum, en honum var fyrirfram rađađ í 30. sćti. Frammistađa hans samsvarađi 1885 skákstigum.
Felix Steinţórsson (1329) stóđ einnig mjög vel en hann hlaut 5 vinninga og endađi í 20.-35. sćti en honum var fyrirfram rađađ í 36. sćti. Frammistađa hans samsvarađi 1833 skákstigum.
Steinţór Baldursson, fađir Felix, hlaut 3 vinninga og endađi í 81.-93. sćti en Róbert Leó Jónsson hlaut 2 vinninga og endađi í 101.-108. sćti.
Á morgun hefst ađalmótiđ og ţá mćta landsmennirnir Hannes Hlífar Stefánsson (2515) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) međal annars til leiks.
Mynd af Facebook-síđu Smára Rafns
19.7.2012 | 10:42
Hrađskákmót í Sumarskákhöllinni í hádeginu á föstudag
Skákakademían býđur til fjórđa hrađskákmótsins í Sumarskákhöllinni, Ţingholtsstrćti, gegnt breska og ţýska sendiráđinu, í hádeginu á föstudag. Hrađskákmótin í Sumarskákhöllinni hafa veriđ ćsispennandi og skemmtileg.
Mótin eru opin skákáhugamönnum á öllum aldri og ţátttaka er ókeypis. Tafliđ hefst klukkan 12.05 og verđa tefldar 6 umferđir. Verđlaun eru veitt fyrir sigur á mótinu, bestan árangur barna á grunnskólaaldri og bestan árangur kvenna.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 8779079
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar