Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Gođinn-Mátar bar sigurorđ af Taflfélaginu Helli

Gođar og Mátar mćttu glađbeittir til sveitakeppni viđ Hellismenn í Faxafeni í gćr. Síđarnefndu höfđu fengiđ léđ salarkynni SÍ af ţessu tilefni en ţeirra eigin voru í notkun vegna meistaramótsins. Sveitunum laust saman á 6 borđum eins og reglur keppninnar gera ráđ fyrir. Viđureignin var spennandi framan af og nokkuđ jöfn. Í hléi var stađan 19.5-16.5 Gođmátum í vil sem bitu í skjaldarrendur í seinni hlutanum, juku forskotiđ og unnu góđan sigur međ 45.5 vinninga gegn 26.5 vinningum Hellis.

Sterkastir hjá Gođanum-Mátum voru; Ţröstur Ţórhallsson međ 10 af 12, Helgi Áss Grétarsson međ 8 af 11 og Ásgeir P. Ásbjörnsson međ 6.5 af 9. Sterkastir gestgjafanna voru Hjörvar Steinn Grétarsson međ 8.5 af 12, Davíđ Ólafsson međ 7 af 12 og Andri Áss Grétarsson međ 6.5 af 12.

Hellismönnum er ţökkuđ viđureignin og viđurgjörningur í hléi.

Međ góđri kveđju,

Pálmi R. Pétursson

Einstök úrslit má nálgast á Chess-Results.

Ţetta var fyrsta viđureign átta liđa úrslita. Ţá halda áfram í kvöld međ viđureign Taflfélags Vestmannaeyja og Taflfélags Bolungarvíkur.  Undanúrslit fara svo fram fimmtudaginn 5. september kl. 20.


Loftur í SA

Loftur BaldvinssonLoftur Baldvinsson (1703) hefur gengiđ á ný í uppeldisfélag sitt, Skákfélag Akureyrar, úr Gođanum-Mátum. Loftur er af fjölmennri kynslóđ skákmanna frá Akureyri sem fengu sitt skákuppeldi í Ţingvallastrćti 18, gamla félagsheimilli Skákfélagsins. Sem unglingur tefldi Loftur međ sterkum skáksveitum Gagnfrćđaskóla Akureyrar sem voru ćtíđ ofarlega á Íslandsmóti grunnskólasveita, en ţjálfari ţeirra var Ţór Valtýsson. Eins og gengur tók Loftur sér langt hlé frá opinberri taflmennsku en hefur veriđ ţó nokkuđ virkur ađ undanförnu og vakti glćsilegur sigur hans á Braga Ţorfinnssyni á Íslandsmótinu gríđarlega athygli.

Skákfélag Akureyrar býđur Loft hjartanlega velkominn í félagiđ. Mun Loftur tefla međ Skákfélaginu í kvöld í Hrađskákkeppni taflfélaga gegn Briddsfjelaginu.


Oliver, Mikael og Stefán efstir á Meistaramóti Hellis

Oliver Aron Jóhannesson (2008), Mikael Jóhann Karlsson (2068) og Stefán Bergsson (2131) eru efstir og jafnir međ fullt hús ađ loknum ţriđju umferđ Meistaramóts Hellis sem fram fór í kvöld. Stöđu mótsins má finna hér. Sem fyrr er töluvert um óvćnt úrslit á mótinu.

Hörđur Jónasson (1300) vann Andra Stein Hilmarsson (1657), hinn ungi og efnilegi skákmađur Óskar Víkingur Davíđsson (1379) gerđi jafntefli viđ Birki Karl Sigurđsson (1650) og annar ungur og efnilegur skákmađur Mykhaylo Kravchuk (1232) vann Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1577). Öll úrslit 3. umferđar má finna hér.

Nú er hlé á mótinu fram á mánudagskvöld ţegar fjórđa umferđ fer fram. Pörun hennar má finna hér.

Paul Frigge sér um innslátt skáka. Skákir fjórđu umferđar fylgja sem viđhengi.

Kramnik og Andreikin tefla til úrslita á Heimsbikarmótinu

Rússarnir Vladimir Kramnik (2784) og Dmitry Andreikin (2727) mćtast í úrslitum heimsbikarmótsins í skák sem fram fer í Tromsö í Noregi. Kramnik vann Frakkann Maxime Vachier-Lagrave (2719) en Andrekin vann landa sinn Evgeny Tomashevsky (2709). Bćđi einvígin enduđu 2,5-1,5. Andrekin hefur ţar međ tryggt sér keppnsirétt í nćsta áskorendamóti en Kramnik hafđi ţegar tryggt sér ţađ.

Tefla ţeir landarnir fjórar skákir og hefst einvígiđ á föstudaginn.


 

 


Friđrik međ á NM öldunga

Friđrik og JayakumarStórmeistarinn Friđrik Ólafsson (2407) er međal keppenda á NM öldunga sem fram fer á dönsku eyjunni Borgundarhólmi dagana 7.-16. september. Friđrik er ekki einni íslenski skákmađurinn sem tekur ţátt ţví einnig eru Áskell Örn Kárason (2205) og Sigurđur E. Kristjánsson (1912) međal keppenda. 

Hinir Norđurlandaţjóđirnar senda einnig til leiks sterka keppendur. Ţar á međal eru danski stórmeistarinn og heimsmeistari öđlinga (60+) Jens Kristiansen (2405), Jörn Sloth (2342), sem er núverandi Norđurlandameistari öđlinga, og finnski stórmeistarinn Heikki Westerinen (2288).

Heimasíđa mótsins


EM-keppandinn: Dawid Kolka

Dawid KolkaÁtta fulltrúar frá Íslandi taka ţátt í EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjalllandi dagana 28. september - 9. október. Fulltrúarnir átta standa ţessa dagana í fjáröflun fyrir keppnina en stćrsti kostnađurinn lendir á ţeim sjálfum. Keppendurnir verđa kynntir til leiks nćstu daga og vikur hér á Skák.is.

Ađ ţessu er ţađ Dawid Kolka sem hefur byrjađ afar vel á Meistaramóti Hellis en hann vann Sverri Örn Björnsson í annarri umferđ í gćr.

Nafn

Dawid Kolka

Fćđingardagur

12. september 2000.

Félag

Taflfélagiđ Hellir

Hefurđu teflt áđur á EM/HM ungmenna?

Hef aldrei áđur teflt á EM/HM en hef teflt á NM ungmenna sem og á fyrsta borđi međ sveit Álfhólsskóla á NM grunnskólasveita.

Helstu skákafrek

Ég er Íslandsmeistari barna 2011, skákmeistari Kópavogs 2012 og 2013 unglingameistari Hellis 2012, brons í flokki fćdda 2000-2001 á NM ungmenna 2013, unniđ tvisvar á íslandsmóti barnaskólasveita 2012 og 2013 međ skólasveit, og lenti í 2. sćti međ skólasveit á NM barnaskólasveita 2012 og skólameistari ţrjú ár í röđ.


Skemmtilegasta skákferđin

Skemmtilegasta skákferđin er ferđin til Tékklands í fyrra. 

Eftirminnilegasta skákin

Minnistćđasta skákin er gegn Anastasiu Nazarovu.

Viltu styrkja ungmennin sem fara á EM?

Ţađ er hćgt međ ţví ađ kaupa vörur á afar hagstćđu verđi á Netsöfnun.is og styrkja um leiđ ungmennin átta.

Ţađ er einnig hćgt ađ styrkja viđ ungmennin međ framlögum međ greiđslukorti; 2.000 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr.


Enn óvćnt úrslit á Meistaramóti Hellis

Loftur Baldvinsson gerđi jafntefli í dagEnn var nokkuđ um óvćnt úrslit á Meistaramóti Hellis en önnur umferđ fór fram í kvöld. Ţađ bar helst til tíđinda ađ Dawid Kolka (1609) vann Sverri Örn Björnsson (2100) og ađ Loftur Baldvinsson (1706) gerđi jafntefli viđ Kjartan Maack (2128) á efsta borđi. Sjö skákmenn eru nú efstir međ fullt hús vinninga. Stöđu mótsins má finna hér.

Öll úrslit annarrar umferđar má finna hér.

Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 19:30. Pörun hennar má finna hér.

Paul Frigge sér um innslátt skák og eru skákir umferđarinnar vćntanlegar sem viđhengi.


Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram á laugardag

Guđmundur Arnlaugsson og Baldur MöllerMinningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ, laugardaginn 31. ágúst. Mótiđ hefst kl. 14 og stendur til kl. 17.

Mótiđ fer fram í tilefni aldarminningar Guđmundar Arnlaugssonar sem fćddist 1. september 1913. Á afmćlisdaginn sjálfan (sunnudaginn) verđur svo málţing í MH tileinkađ Guđmundi ţar sem Helgi Ólafsson verđur fulltrúi skákhreyfingarinnar og fjallar um feril Guđmundar sem skákmanns, skákdómara og skákrithöfundar. Nánar verđur sagt frá málţinginu síđar.

Minningarmótiđ er öllum opiđ. Tefldar verđa 11 umferđir, svissneska kerfiđ, međ tímamörkunum 5+2 (5 mínútur + 2 viđbótarsekúndur á hvern leik). Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki Guđmundur og Lothar Schmidţátt. Gamlir nemendur Guđmundar eru sérstaklega hvattir til ţátttöku sem og auđvitađ allir skákáhugamenn sem margir hverjir minnast ţessa merka manns međ miklum hlýhug. Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Heildarverđlaun mótsins eru 150.000 kr.

Ţau skiptast sem hér segir:

Verđlaun fyrir efstu sćtin eru eftirfarandi

  1. 60.000 kr.
  2. 30.000 kr.
  3. 20.000 kr.

Ađalverđlaunum verđur skipt samkvćmt Hort-kerfinu séu menn jafnir.

Aukaverđlaun

  • Efsti öldungurinn 60 ára og eldri (Fćddir 1953 eđa fyrr): 10.000 kr.
  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri (Fćddir 1997 eđa fyrr): 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ minna en 2000 skákstig: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig. Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. 

Skáksamband Íslands stendur fyrir mótinu í samvinnu viđ afkomendur Guđmundar, Menntaskólann viđ Hamrahlíđ og Nýherja.

Ritstjóri náđi ţví miđur ekki kynnast Guđmundi nema ţá lítilsháttar. Ritstjóri á hins vegar mjög góđar minningar um ađ hafa setiđ fyrir framan útvarpiđ í stofunni, hlustandi á skákţćtti Guđmundar (Youtube ţess tíma!) međ skákborđiđ uppi ţar sem mennirnir voru fćrđir jafnóđum og leikirnir voru lesnir upp. Guđmundur hafđi ákaflega útvarpsvćna rödd. Einnig minnist ritstjóri stórgóđra skákbóka Guđmundar sem og greina hans í Tímaritinu Skák sem voru margoft lesnar. Sérstaklega skal nefnd bókin Skáldskapur viđ skákborđiđ sem á vera skyldulesning allra skákáhugamanna.


EM-keppandinn: Veronika Steinunn Magnúsdóttir

Veronika Steinunn MagnúsdóttirÁtta fulltrúar frá Íslandi taka ţátt í EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjalllandi dagana 28. september - 9. október. Fulltrúarnir átta standa ţessa dagana í fjáröflun fyrir keppnina en stćrsti kostnađurinn lendir á ţeim sjálfum. Keppendurnir verđa kynntir til leiks nćstu daga og vikur hér á Skák.is.

Nafn

Veronika Steinunn Magnúsdóttir

Fćđingardagur

5. febrúar 1998.

Félag

Taflfélag Reykjavíkur

Hefurđu teflt áđur á EM/HM ungmenna?

Nei, en hef keppt á Norđurlandamóti stúlkna sl. 4 ár.

Helstu skákafrek

Íslandsmeistari stúlkna 2013

Ţriđja sćti á Norđurlandamóti stúlkna í flokki 11-13 ára áriđ 2011

Stúlknameistari Reykjavíkur 2011 http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1163708/

Stúlknameistari TR 2010 http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1116404/

Skemmtilegasta skákferđin

Norđurlandamót stúlkna 2012 sem haldiđ var í Stavanger í Noregi.

Eftirminnilegasta skákin

Sigurskák mín gegn Stefáni Bergssyni í fyrstu umferđ Íslandsmótsins 2013 (fylgir međ sem PGN-viđhengi).

Viltu styrkja ungmennin sem fara á EM?

Ţađ er hćgt međ ţví ađ kaupa vörur á afar hagstćđu verđi á Netsöfnun.is og styrkja um leiđ ungmennin átta.

Ţađ er einnig hćgt ađ styrkja viđ ungmennin međ framlögum međ greiđslukorti; 2.000 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr.


Meistaramót Hellis hófst í kvöld - óvćnt úrslit á fyrsta borđi

Felix og Jón ÁrniMeistaramót Hellis hófst í kvöld međ fyrstu umferđ. Eins og iđulega á opnum mótum urđu úrslit almennt hefđbundin. Óvćnt úrslit urđu ţó á tveimur borđum. Felix Steinţórsson (1510) gerđi sér lítiđ fyrir og gerđi jafntefli á fyrsta borđi viđ stigahćsta keppenda mótsins, Jón Árna Halldórsson (2213) ogBjörn Hólm og Vignir Vatnar Björn Hólm Birkisson (1186) vann Vigni Vatnar Stefánsson (1780) í hörkuspennandi skák.

Öll úrslit fyrstu umferđar má finna hér.

Alls taka 34 skákmenn ţátt í mótinu sem telst prýđisţátttaka. Önnur umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 19:30. Pörun 2. umferđar má finna hér.

Paul Frigge hefur slegiđ inn skákir umferđarinnar sem fylgja međ sem viđhengi.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 8780605

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband