Fćrsluflokkur: Spil og leikir
2.9.2013 | 09:43
Barna- og unglingaćfingar Hellis hefjast í dag eftir sumarfrí
Barna- og unglingaćfingar Hellis hefjast aftur eftir sumarfrí mánudaginn 2. september 2013. Tafliđ byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagiđ verđur ţađ sama og síđasta vetur. Ćfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri en skipt verđur í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á sumum ćfingum. Engin ţátttökugjöld.
Ćfingarnar verđa haldnar í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er viđ hliđina á Subway en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins. Á ćfingunum verđa 5 eđa 6 umferđir međ umhugsunartíma 10 eđa 7 mínútur. Einnig verđur fariđ í dćmi og endatöfl eins og tíma vinnst til. Ţegar starfsemin verđur komin vel af stađ verđur unniđ í litlum verkefnahópum á einni ćfingu í mánuđi og ţannig stuđlađ ađ ţví ađ efla einingu og samstöđu innan hópsins. Ţćr ćfingar verđa eingöngu fyrir félagsmenn og verđa kynntar síđar. Umsjón međ ćfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon.

Heimbikarmótiđ í Tromsö 4. umferđ:
Gata Kamsky - Shakhriyar Mamedyarov
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. f4 d6 7. Be3 Rf6 8. Df3 a6 9. Bd3
Skarpara er 9. O-O-O en Kamsky vill hafa vađiđ fyrir neđan sig.
9. ... Be7 10. O-O O-O 11. Kh1 Bd7 12. Hae1 b5 13. a3 Hab8 14. Rxc6 Bxc6 15. Dh3 Hfd8 16. Bd2 d5?!
Hvítur hefur ýmsar hótanir í frammi, einkum 17. e5. Ţessi leikur dregur ţó lítiđ úr sóknarmćtti hvíts.
17. e5 Re4 18. f5!
Mannsfórnin er fullkomlega rökrétt hafi Kamsky séđ fyrir 21. og 22. leikinn sem telja verđur öruggt.
18. ... Rxd2 19. fxe6 Re4 20. exf7+ Kh8 21. Rxd5! Bxd5 22. Hxe4! g6
Alls ekki 22. ... Bxe4 23. Bxe4 g6 24. Bxg6 og mátar.
23. Hef4
Hvíta stađan er ógnandi en samt á Mamedyarov ţrjá frambćrilega varnarleiki: a: 23. ... Dxe3 t.d. 24,. Bxg6 Dg7. Svartur nćr ađ verjast og stađan er í jafnvćgi, b: 23. ... Dc8 sem hindrar framrás e5-peđsins og c: 23. .. Db6.
23. ... Kg7? 24. e6!
Erfiđur leikur sem hótar 25. f8(D)+ Hxf8 26. Hf7+ og mátar.
24. ... Hf8 25. De3 Bc5 26. De1 Bd6?
Mamedyarov varđ ađ bregđast viđ hótuninni 27. Dc3+ en varđ jafnframt ađ valda h4-reitinn.
27. Hh4! Be7 28. De3!
Glćsilega teflt, 28. ... Bxh4 strandar á 29. Dd4+ o.s.frv.
28. ... h5 29. Dd4+ Kh6 30. Hxh5+!
- og svartur gafst upp, 30. ... gxh5 er svarađ međ 31. Hf6+ o.s.frv. og eftir 30. .. Kxh5 vinnur31. Dxd5+ eđa jafnvel 31. Dg7.
Dularfull skákţraut

Sagt er ađ ýmsir frćgir menn, t.a.m. Kasparov, Karpov og gamli heimsmeistarinn Botvinnik, hafi ekki fundiđ lausnina sem mun birtast í ţessum dálki í fyllingu tímans.
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 25, ágúst 2013.
Spil og leikir | Breytt 29.8.2013 kl. 15:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2013 | 15:34
Guđmundur endađi međ tveimur sigrum.
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2434) endađi vel á alţjóđlegu móti í Barcelona. Hann vann skákirnar í lokaumferđum tveimur. Hann hlaut 7 vinninga í 10 skákum og endađi í 14.-23. sćti.
Sigurvegari mótsins var indverski stórmeistarinn B. Adhiban (2567) međ 8,5 vinning. Ţýski stórmeistarinn og félagsmađurinn í TV Jan Gustafsson (2619) var međal 4 keppenda sem fengu 8 vinninga.
Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2406 skákstigum og lćkkar hann um 1 stig fyrir hana.
310 keppendur frá 39 löndum tóku ţátt í mótinu. Ţar af voru 23 stórmeistarar. Guđmundur var nr. 34 í stigaröđ keppenda.
Guđmundur tekur ţátt í öđru móti á Spáni sem hefst á morgun.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14:30)
1.9.2013 | 14:28
Myndir frá minningarmóti Guđmundar Arnlaugssonar

Hrafn Jökulsson var međ myndavélina á lofti í Menntaskólanum í Hamrahlíđ í gćr, ţar sem vel skipađ og bráđskemmtilegt minningarmót Guđmundar Arnlaugssonar fór fram. Keppendur á mótinu voru 70, sannkallađur ţverskurđur skákhreyfingarinnar: gamlar kempur, stórmeistarar, skákdrottningar og efnisbörn.
Myndaalbúm Hrafns má skođa hér.
1.9.2013 | 11:18
EM-keppandinn: Jón Kristinn Ţorgeirsson
Átta fulltrúar frá Íslandi taka ţátt í EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjalllandi dagana 28. september - 9. október. Fulltrúarnir átta standa ţessa dagana í fjáröflun fyrir keppnina en stćrsti kostnađurinn lendir á ţeim sjálfum. Keppendurnir eru kynntir ţessa dagana hér á Skák.is
Ađ ţessu sinni er ţađ Akureyringurinn efnilegi Jón Kristinn Ţorgeirsson.
Nafn
Jón Kristinn Ţorgeirsson.
Fćđingardagur
9. september 1999.
Félag
Skákfélag Akureyrar
Hefurđu teflt áđur á EM/HM ungmenna?
Já, tvisvar á EM. Á Ítalíu 2009 og Prag 2012. Svo hef ég fariđ á Norđurlandamót í skólaskák mörg ár í röđ.
Helstu skákafrek
Margfaldur Íslandsmeistari barna og í skólaskák, Coca-cola meistari, Skákmeistari Skákfélags Akureyrar, og marga fleiri titla. Bikararnir eru orđnir ansi margir enda byrjađi ég ungur ađ vinna mót.Skemmtilegasta skákferđin
EM á Ítalíu 2009 var skemmtilegasta ferđin.
Eftirminnilegasta skákin
Vann Björn Ţorsteinsson í mjög skemmtilegri skák á Íslandsmóti skákfélaga.
Viltu styrkja ungmennin sem fara á EM?
Ţađ er hćgt međ ţví ađ kaupa vörur á afar hagstćđu verđi á Netsöfnun.is og styrkja um leiđ ungmennin átta.
Ţađ er einnig hćgt ađ styrkja viđ ungmennin međ framlögum međ greiđslukorti; 2.000 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2013 | 18:47
Jóhann sigrađi á minningarmóti Guđmundar Arnlaugssonar

Jóhann Hjartarson sigrađi á minningarmóti Guđmundar Arnlaugssonar sem fram fór í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ í dag. Jóhann sem er gamall nemandi Guđmundar í skólann sýndi enn og sannađi hversu megnugur hann er viđ skákborđiđ. Hjörvar Steinn Grétarsson varđ annar og Jón Viktor Gunnarsson og Helgi Ólafsson urđu í 3.-4. sćti.
Veitt voru aukaverđlaun í fjórum flokkum. Bragi Halldórsson, gamall samstarfsmađur Guđmundar úr MH, vann öđlingaverđlaunin (60+) örugglega en hann hlaut 7,5 vinning. Gunnar Kr. Gunnarsson, annar gamall samstarfsfélagi Guđmundar úr skákhreyfingunni varđ annar í ţessum flokki međ 6,5 vinning.
Oliver Aron Jóhannesson tók unglingaverđlaunin en hann hlaut 6 vinninga. Vignir Vatnar Stefánsson og Gauti Páll Jónsson komu nćstir međ 5,5 vinning.
Lenka Ptácníková og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir komu efstar og jafnar í mark í kvennaflokki međ 5,5 vinning en Lenka hlaut verđlaunin eftir stigaútreikning.
Siguringi Sigurjónsson og Arnljótur Sigurđsson urđu efstir og jafnir í flokki skákmanna međ minna en 2000 skákstig en Siguringi hlaut verđlaunin eftir stigaútreikning.
Lokastöđu mótsins má finna á Chess-Results.
Skáksamband Íslands stóđ fyrir mótshaldinu í samvinnu viđ afkomendur Guđmundar, Menntaskólann viđ Hamrahlíđ og Nýherja. Illugi Gunnarsson, menntamálaráđherra, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson gegn Sigurđi Ingasyni.
Spil og leikir | Breytt 1.9.2013 kl. 14:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2013 | 15:05
Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram á morgun í MH - allir keppendur fá bókagjöf
Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram á morgun laugardag í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ. Mótiđ hefst kl. 14 og stendur til kl. 17. Illugi Gunnarsson, menntamálaráđherra, setur mótiđ og leikur fyrsta leik mótsins fyrir Jóhann Hjartarson, stigahćsta íslenska skákmanninn og fyrrum nemenda Guđmundar í MH. Allir keppendur fá bókagjöf en um er ađ rćđa hina frábćru bók, Skáldskapur viđ skákborđiđ eftir Guđmund sjálfan. Mótiđ er öllum opiđ og opiđ er fyrir skráningu fram til 13 á morgun. Skráning fer fram hér á Skák.is.
Mótiđ fer fram í tilefni aldarminningar Guđmundar Arnlaugssonar sem fćddist 1. september 1913. Á afmćlisdaginn sjálfan (sunnudaginn) verđur svo málţing í MH tileinkađ Guđmundi ţar sem Helgi Ólafsson verđur fulltrúi skákhreyfingarinnar og fjallar um feril Guđmundar sem skákmanns, skákdómara og skákrithöfundar. Málţingiđ hefst kl. 14 en nánar má lesa um ţađ hér.
Minningarmótiđ er öllum opiđ. Tefldar verđa 11 umferđir, svissneska kerfiđ, međ tímamörkunum 5+2 (5 mínútur + 2 viđbótarsekúndur á hvern leik).
Ţátttökugjöld eru 1.000 kr. en 500 kr. fyrir unglinga (16 ára og yngri), öryrkja og aldrađa (67+).
Minningarmótiđ sjálft er öllum opiđ. Tefldar verđa 11 umferđir hrađskák (5+2). Međal keppenda eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason sem allir voru nemendur viđ skólann ţegar Guđmundur var ţar rektor sem og landsliđsmađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson. Međal annarra keppenda eru margir af yngri skákmönnum landsins og ţar međ taliđ flestir fulltrúa Íslands á EM ungmenna sem fram fer í haust í Svartfjallalandi.
Keppendalistann má finna á Chess-Results.
Heildarverđlaun mótsins eru 150.000 kr. Ţau skiptast sem hér segir:
Verđlaun fyrir efstu sćtin eru eftirfarandi
- 60.000 kr.
- 30.000 kr.
- 20.000 kr.
Ađalverđlaunum verđur skipt samkvćmt Hort-kerfinu séu menn jafnir.
Aukaverđlaun
- Efsti öldungurinn 60 ára og eldri (fćddir 1953 eđa fyrr): 10.000 kr.
- Efsti unglingurinn 16 ára og yngri (fćddir 1997 eđa síđar): 10.000 kr.
- Efsta konan: 10.000 kr.
- Efsti mađur međ minna en 2000 skákstig: 10.000 kr.
Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig. Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir.
Skáksamband Íslands stendur fyrir mótinu í samvinnu viđ afkomendur Guđmundar, Menntaskólann viđ Hamrahlíđ og Nýherja.
30.8.2013 | 11:14
Bolvíkingar og Gođinn-Mátar mćtast í undanúrslitum
Dregiđ var fyrr í dag til undanúrslita Hrađskákkeppni taflfélaga. Stóra viđureignin undanúrslita er viđureign Bolvíkinga sem mörđu Eyjamenn í gćr og Gođans-Máta, sem hafa fariđ illa međ Reykjavíkurfélögin TR og Helli í fyrri umferđum.
Skákfélag Akureyrar mćtir svo sigurvegaranum úr viđureign Víkingaklúbbsins og Skákfélags Íslands sem mćtast á ţriđjudaginn.
Ţađ var Ríkharđur Sveinsson sem dró miđa úr Copa America-bikarnum sem íslenska ólympíuliđiđ vann á Ólympíuskákmótinu 1939 í Buenos Aires ţar sem Guđmundur Arnlaugsson var međal keppenda.
Ţađ eru fastir leikdagar á undaúrslitum og úrslitum keppninnar. Undanúrslitin fara fram á fimmtudaginn 5. september kl. 20 og úrslitin sunnudaginn 8. september kl. 14.
30.8.2013 | 00:33
Háspenna í Faxafeni ţegar Bolar lögđu Eyjamenn 37-35


Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2013 | 15:53
EM-keppandinn: Hilmir Freyr Heimisson
Átta fulltrúar frá Íslandi taka ţátt í EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjalllandi dagana 28. september - 9. október. Fulltrúarnir átta standa ţessa dagana í fjáröflun fyrir keppnina en stćrsti kostnađurinn lendir á ţeim sjálfum. Keppendurnir eru kynntir ţessa dagana hér á Skák.is
Ađ ţessu er ţađ Hilmir Freyr Heimisson, sem teflir í flokki 12 ára og yngri, og náđi nýlega eftirtektarverđum árangri á Politiken Cup.
Nafn
Hilmir Freyr Heimisson.
Fćđingardagur
4. ágúst 2001.
Félag
Taflfélagiđ Hellir
Hefurđu teflt áđur á EM/HM ungmenna?
Já á Prag í Tékklandi áriđ 2012.
Helstu skákafrek
Íslandsmeistari í skólaskák 2013,
Stigaverđlaun á Politiken Cup 1501-1700 stig 2013
Barnablitzmeistari á Reykjavík Open 2012
Unglingameistari Hellis 2012
Afmćlismót aldarinnar 5.- 6. Bekkur 1. sćti 2012
Unglingameistari TR 2011, MS jólaskákmótsmeistari 2011
Skákakademía Kópavogs 1.sćti 2011, 2012, 2013
Skákţing Garđabćjar B-flokkur 1.sćti 2011
Og fleira...
Skemmtilegasta skákferđin
Ferđ á Politiken Cup sem ég fór á núna í júlí 2013 međ mömmu og Henrik í Helsingřr.
Eftirminnilegasta skákin
Á móti Hans Richard Thjomoe á Reykjavíkurskákmótinu 2012 Skákina má finna hér og svo fylgir hún međ sem viđhengi.
Viltu styrkja ungmennin sem fara á EM?
Ţađ er hćgt međ ţví ađ kaupa vörur á afar hagstćđu verđi á Netsöfnun.is og styrkja um leiđ ungmennin átta.
Ţađ er einnig hćgt ađ styrkja viđ ungmennin međ framlögum međ greiđslukorti; 2.000 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 5
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 8780606
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 107
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar