Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Framsýnarmótiđ fer fram 27.-29. september

Framsýnarmótiđ í skák 2013 verđur haldiđ helgina 27-29 september nk. ađ Breiđumýri í Reykjadal Ţingeyjarsveit. 

 

Ţađ er skákfélagiđ Gođinn/Mátar í Ţingeyjarsýslu sem heldur mótiđ međ dyggum stuđningi Framsýnar-stéttarfélags og flugfélagsins Ernis.  Mótiđ er öllum skákáhugafólki opiđ.

 

Dagskrá.

1. umf. föstudaginn 27 sept kl 19:30   25 mín (atskák)
2. umf. föstudaginn 27 -------kl 20:30       
3. umf. föstudaginn 27 -------kl 21:30     
4. umf. föstudaginn 27 -------kl 22:30     

5. umf. laugardaginn 28 sept kl 11:00  90 mín + 30 sek/leik
6. umf. laugardaginn 28 -------kl 17:00   
7. umf. sunnudaginn  29 ------kl 11:00 
 

Verđlaunaafhending í mótslok.

Verđlaun.

Veittir verđa glćsilegir eignarbikarar fyrir ţrjá efstu í mótinu sem eru félagsmenn Gođans-Máta sem stéttarfélagiđ Framsýn gefur í tilefni af samvinnu Framsýnar og skákfélagsins Gođans/Máta. Einnig hljóta ţrír efstu utanfélagsmennirnir eignarbikara sem Framsýn gefur.

Einnig verđa veitt verđlaun í unglingaflokki (16 ára og yngri) og fá allir keppendur í unglinga flokki skákbćkur í verđlaun sem Skáksamband Íslands gefur. 

Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.
Ekkert ţátttökugjald er í mótiđ.

Upplýsingar.

Allar nánari upplýsingar um Framsýnarskákmótiđ eru og verđa ađgengilegar á heimasíđu skákfélagins Gođans/Máta. Fréttir af mótinu eins og stađa, skákir og svo loka-úrslit, verđa birt á http://www.godinn.blog.is/  og á http://www.framsyn.is/

Skráning.

Skráning í mótiđ er hér efst á heimasíđu Gođans/Máta. Einnig er hćgt ađ skrá sig til leiks hjá Hermanni Ađalsteinssyni, formanni skákfélagins Gođans/Máta, í síma 4643187 og 8213187 lyngbrekku@simnet.is

Upplýsingar um skráđa keppendur má skođa hér    


EM-landsliđin valin

Picture 021Landsliđsţjálfararnir Helgi Ólafsson og Davíđ Ólafsson hafa valiđ landsliđin sem tefla munu á EM landsliđa sem fram fer í Varsjá í Póllandi dagana 7.-18. nóvember.

Eftirtaldir skipa íslensku liđin (ath. borđaröđ hefur ekki veriđ endanlega ákveđin).

Opinn flokkur:

  1. GM Héđinn Steingrímsson (2543)
  2. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2521)
  3. IM Hjörvar Steinn Grétarsson (2505)
  4. GM Henrik Danielsen (2501)
  5. IM Bragi Ţorfinnsson (2483)

Kvennaflokkur:

  1. WGM Lenka Ptácníková (2237)
  2. Hallgerđur H. Ţorsteinsdóttir (1949)
  3. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1911)
  4. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1879)
  5. Elsa María Kristínardóttir (1787)

Liđsstjórar eru Helgi Ólafsson (opinn flokkur) og Davíđ Ólafsson (kvennaflokkur).


Oliver, Mikael og Stefán efstir á Meistaramóti Hellis

2013 09 02 19.35.34Stađa efstu mann breyttist ekkert í fjórđu umferđ á Meistaramóti Hellis sem fram fór í gćrkvöldi ţar sem jafntefli varđ á tveimur efstu borđum. Oliver Aron Jóhannesson (2008), Mikael Jóhann Karlsson (2068) og Stefán Bergsson (2131) eru ţví ennţá efstir og jafnir međ 3˝ ađ loknum fjórđu umferđ

Ţađ ţýđir hins vegar ekki ađ mjög friđsamlegt hafi veriđ á efstu2013 09 02 19.35.42 borđum ţví ţćr skákir voru međ ţeim síđustu til ađ klárast. 

Stöđu mótsins má finna hér.

Í ţessari umferđ var lítiđ um óvćnt úrslit og er ţađ í fyrsta sinn sem ţađ gerist í mótinu. Öll úrslit 4. umferđar má finna hér.

Fimmta umferđ fer fram ţriđjudaginn 3. september. Pörun hennar má finna hér.

Paul Frigge sér um innslátt skáka. Skákir fjórđu umferđar fylgja međ.


Smári efstur á fyrstu skákćfingu vetrarins

Fyrsta skákćfing vetrarins 2013-2014 fór fram á Húsavík í gćrkvöld. Kvöldiđ hófst ţó á stuttum félagsfundi ţar sem fariđ var yfir starfiđ framundan. Viđburđir eins og Framsýnarmótiđ og íslandsmót skákfélaga bar ţar helst á góma enda stutt í ţá viđburđi.IMG 1528

Alls mćttu 9 félagsmenn á fundinn. Ađ fundi loknum voru tefldar 10 mín skákir og kom Smári Sigurđsson best undan sumri.

Stađa efstu í gćrkvöld:

1. Smári Sigurđsson          5 vinningar
2. Ćvar Ákason                3,5
3. Hlynur Snćr Viđarsson  3
4. Hermann Ađalsteinsson  2,5

Ađrir fengu minna.

Nćsta skákćfing verđur ađ viku liđinni í Framsýnarsalnum á Húsavík.


Laugardagsćfingar TR hefjast á laugardag

Laugardagsćfingarnar, barna- og unglingaćfingar Taflfélags Reykjavíkur, hefjast nćstkomandi laugardag. Fyrirkomulag verđur međ svipuđum hćtti og í fyrra. Ađgangur ađ ćfingunum er ókeypis hvort sem er fyrir félagsmenn eđa utanfélagsmenn en félagsmenn fá aukna kennslu og ţjálfun.

 

Ţjálfun og kennsla á laugardagsćfingunum er í höndum ţaulreyndra og sterkra skákmanna og er ađgangur ókeypis. Ćfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum og er börnum velkomiđ ađ mćta og fylgjast međ til ađ byrja međ ef ţau eru ekki tilbúin ađ taka beinan ţátt strax.

 

Ćfingarnar fara fram í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 á laugardögum yfir vetrartímann:

 

12.30-13.45 Skákćfing stúlkna/kvenna

Umsjón međ ćfingunum er í höndum Sigurlaugar R. Friđţjófsdóttur.

 

14.00-15.15 Skákćfing fyrir börn fćdd 2001 og síđar (opnar ćfingar)

Á ţessum tíma verđur teflt ćfingamót međ 5 mín. umhugsunartíma. Kl.15 verđur hressing ađ venju og kl. 15.15 er skákćfingunni lokiđ fyrir ţau sem ekki eru félagsmenn í TR.

 

15.15-16.00 Félagsćfing fyrir börn fćdd 2001 og síđar

TR-krakkarnir tefla ćfingamótiđ í fyrri hlutanum (14.00-15.15), og halda svo áfram í seinni hluta Laugardagsćfingarinnar sem er frá kl. 15.15 – 16.00. Ţetta er í raun önnur ćfing međ öđru sniđi. Um er ađ rćđa félagsćfingu Taflfélags Reykjavíkur. Í ţessum seinni hluta verđur fariđ yfir helstu grunnatriđin í skák á skemmtilegan hátt međ dćmum og ţrautum. Fariđ verđur yfir taktískar ađgerđir á skákborđinu svo sem leppanir, fráskákir, mátstef skođuđ og grunnrelgur endatafla. Međ ţessari ćfingu eflum viđ kennsluhlutann og gefa krökkunum betri innsýn inn í töfraheim skáklistarinnar.

 

Í fyrra var bođiđ upp á nýtt og ítarlegt námsefni sem ber heitiđ "Í uppnámi", og vakti mikla lukku.  Í vetur verđur áfram bođiđ upp á ţetta vandađa efni viđ skákkennsluna.

Öll börnin sem sćkja  félagsćfingar TR fá heftin sem viđ náum ađ komast yfir í vetur gefins. Frá ţví í fyrra bćtast nú viđ 6 hefti um endatöfl, en auk ţess er nú allt efniđ orđiđ ađgengilegt kennurum Taflfélagsins í chessbase gagnagrunnum. Ítarlegar skýringar fylgja ţar öllum dćmum og auk ţess er um ţrjár klukkustundir (!) af videoefni sem fylgir hverjum hluta. Ţá hefur allt útlit efnisins veriđ tekiđ í gegn og stórbćtt. Alls er um 26 hefti ađ rćđa, og skiptast ţau í fjóra flokka:

 

1. Lćrđu ađ tefla

Um er ađ rćđa sex hefti sem fjalla um undirstöđuatriđin í skák fyrir byrjendur sem eru ađ taka sín fyrstu skref í skáklistinni.

 

2. Taktík

Hér eru teknar fyrir allar helstu taktísku ađgerđirnar sem beitt er í skák. Gafflar, leppanir, frákskákir, millileikir o.s.frv. í átta vönduđum heftum.

 

3. Mátstef

Er tvímćlalaust ţađ efni sem krakkarnir hafa hvađ mest gaman af ađ lćra. Öll helstu mátstefin eru hér skođuđ í 6 heftum.

 

4. Endatöfl

Er nýjasta viđbótin í ritröđinni Í uppnámi. Fariđ er í gegnum öll helstu atriđin sem ţarf ađ kunna ţegar út í endatafl er komiđ. Andspćni, fjarlćgt andspćni, ţríhyrningsreglan o.s.frv.

 

Umsjónamenn ćfinganna eru ţau Björn Jónsson, Sigurlaug Friđţjófsdóttir og Einar Sigurđsson.


Guđmundur vann í fyrstu umferđ

Guđmundur Kjartansson í AndorraAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2434) vann Spánverjann Marc Pozanco Romasanta (2067) í fyrstu umferđ alţjóđlegs móts í Sabadell á Spáni sem hófst í dag. Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ alţjóđlega meistarann Jose Rafael Gascon (2268).

Alls taka 32 skákmenn frá 9 löndum ţátt í ţessu móti. Ţar af eru 2 stórmeistarar og 9 alţjóđlegi meistarar. Guđmundur er nr. 6 í stigaröđ keppenda.


Kramnik sigurvegari Heimsbikarmótsins í skák

Kramnik og GrischukHeimsmeistarinn fyrrverandi, Vladimir Kramnik (2784) sigrađi á Heimsbikarmótinu sem lauk í dag í Tromsö. Hann vann landa sinn Dmitry Andreikin (2727) í úrslitum 2˝-1˝. Kramnik tefldi ákaflega sannfćrandi á mótinu og var vel ađ sigrinum kominn.

 


 

 


EM keppandinn: Felix Steinţórsson

Felix SteinţórssonÁtta fulltrúar frá Íslandi taka ţátt í EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjalllandi dagana 28. september - 9. október. Fulltrúarnir átta standa ţessa dagana í fjáröflun fyrir keppnina en stćrsti kostnađurinn lendir á ţeim sjálfum. Keppendurnir eru kynntir ţessa dagana hér á Skák.is

Ađ ţessu sinni er ţađ Felix Steinţórson sem gerđi jafntefli á Meistaramóti Hellis viđ Jón Árna Halldórsson, stigahćsta keppanda mótsins.

Nafn

Felix Steinţórsson

Fćđingardagur

24. október 2001

Félag

Hellir

Hefurđu teflt áđur á EM/HM ungmenna?

Nei. Ţetta er mín fyrsta heimsókn á EM :-). Hef teflt á Norđurlandamóti fyrir skáksveit Álfhólsskóla og erđi ţađ aftur nú í september.

Helstu skákafrek

Íslandsmeistari barnaskólasveita međ sveit Álfhólsskóla 2012 og 2013.

Skemmtilegasta skákferđin

Ferđin međ Dawid og Heimi á Czech Open 2013 í Pardubice.

Eftirminnilegasta skákin

Skákin mín viđ Vigfús í Helli á stigiamóti Hellis 2013. Skákin fylgir međ sem PGN-viđhengi.

Viltu styrkja ungmennin sem fara á EM?

Ţađ er hćgt međ ţví ađ kaupa vörur á afar hagstćđu verđi á Netsöfnun.is og styrkja um leiđ ungmennin átta.

Ţađ er einnig hćgt ađ styrkja viđ ungmennin međ framlögum međ greiđslukorti; 2.000 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr.


Áskell startađi best

Skákáriđ 2013-2014 byrjađi vel - nema ađ ţađ ađ fáir létu sjá sig! Í ţetta sinn var Startmótiđ haldiđ á Kaffi Ilmi í Skátagilinu, ţar sem skákgryfja var starfrćkt daginn áđur og tengjast báđir ţessir viđburđur Akureyrarvöku. Hvort sem stađsetningin átti ţátt í ţví, leikur í ensku knattspyrnunni eđa ţađ ađ sumir skákmenn eru ekki enn vaknađir af sumardvala, ţá varđ ađeins vart viđ sjö ţátttakendur í ţetta sinn. Á međfylgjandi mynd sjást m.a. (ekki) tveir keppendur sem mćttu EKKI!picture_001_1213847.jpg

Mótiđ byrjađi í rjómablíđu en svo kólnađi og loks fór ađ rigna!. Ţá fćrđist taflmennskan undir ţak, ţar sem GM Eric Clapton sló á létta strengi úr hátölurum hússins, skákmönnum og öđrum til ánćgju.  Úrslit:

  • Áskell Örn Kárason 10,5 af 12
  • Sigurđur Arnarson 9
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson 8,5
  • Símon Ţórhallsson 7,5
  • Logi Rúnar Jónsson 3,5
  • Óliver Ísak Ólason 3
  • Dimitrios Theodoropoulos 0

Gođinn-Mátar hefur vetrarstarf í kvöld

Gođinn MátarVetrarstarf skákfélagsins Gođans-Máta hefst í kvöld međ félagsfundi og skákćfingu kl: 20:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík. Á félagsfundinum verđur vetrarstarfiđ rćtt og svo teflum viđ létt ađ honum loknum. Ćskilegt er ađ sem flestir mćti á fundinn. Stjórnin.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 8780606

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband