Leita í fréttum mbl.is

Háspenna í Faxafeni ţegar Bolar lögđu Eyjamenn 37-35

Stórmeistaraglens
Bolvíkingar lögđu Eyjamenn í ćsispennandi viđureign í 8-liđa úrslitum hrađskákkeppni taflfélaga, sem fram fór í Faxafeni á fimmtudagskvöldiđ. Ţetta var sannkallađur bikarleikur, ţar sem úrslitin réđust í síđustu skákinni í síđustu umferđinni. Lokatölur urđu 37-35
 
Bćđi liđ voru afar vel skipuđ. Međalstig Bolvíkinga voru 2350 en í skáksveit Eyjamanna voru međalstigin 2330. Bolarnir byrjuđu međ látum og sigruđu 5-1 í fyrstu umferđ, en Eyjamenn  bitu hressilega frá sér í nćstu umferđum. Í hálfleik var stađan 19-17, Bolvíkingum í vil.
 
Bolvíkingar hófu svo seinni hálfleikinn međ öruggum sigri, 4,5-1,5, og náđu ţar međ 5 vinninga forskoti. Eyjamenn börđust hinsvegar einsog ljón og voru búnir ađ minnka muninn niđur í 1 vinning fyrir síđustu umferđ.
 
Í lokaumferđinni höfđu Eyjamenn hvítt á öllum borđum. Stađan í umferđinni var jöfn, 2,5-2,5, ţegar ađeins var ólokiđ skák Ingvars Ţórs Jóhannessonar og Braga Ţorfinnssonar. Međ sigri hefđi Ingvar getađ knúiđ fram framlengingu, en hann varđ ađ játa sig sigrađan eftir gríđarlegar sviptingar.
 
Björn Ívar Karlsson
Eyjamađurinn Helgi Ólafsson náđi bestum árangri allra, hlaut 9,5 vinning af 12. Liđsfélagar hans, Ingvar og Björn Ívar Karlsson, stóđu sig einnig dável og lönduđu 7 vinningum hvor. Sérstaka athygli vakti frammistađa Björns Ívars gegn titilhöfum Bolvíkinga. Hann tapađi ekki einni einustu skák gegn stórmeisturunum og alţjóđlegu meisturunum og hlaut 3,5 vinning í 4 skákum gegn Jóhanni Hjartarsyni og Jóni L. Árnasyni.
 
Jóhann, Bragi og Jón Viktor Gunnarsson náđu bestum árangri fyrir sigurliđ Bolvíkinga í skemmtilegri viđureign sem var öllum til sóma. Skákdómari var Rúnar Berg og leysti hann vandasamt hlutverk vel af hendi.
 
LIĐ BOLVÍKINGA 
 
GM Jóhann Hjartarson 2583 8,5 / 12
IM Bragi Ţorfinnsson 2493 8,5 / 12
IM Jón Viktor Gunnarsson 2409 8 / 12 
GM Jón L. Árnason 2502 4,5 / 12
Magnús P. Örnólfsson 2169 3,5 / 9
FM Halldór G. Einarsson 2194 2 / 7
Guđni Pétursson 2105 2 / 8 
 
LIĐ EYJAMANNA 
 
GM Helgi Ólafsson 2544 9,5 / 12
FM Ingvar Ţór Jóhannesson 2371 7 / 12
Björn Ívar Karlsson 2269 7 / 12
FM Sigurbjörn Björnsson 2395  4,5 / 12
FM Ţorsteinn Ţorsteinsson 2243 4 / 12
Björn Freyr Björnsson 2164  3 / 12
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband