Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

EM-keppandinn: Mikael Jóhann Karlsson

Mikael Jóhann - unglingameistari ÍslandsÁtta fulltrúar frá Íslandi taka ţátt í EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjalllandi dagana 28. september - 9. október. Fulltrúarnir átta standa ţessa dagana í fjáröflun fyrir keppnina en stćrsti kostnađurinn lendir á ţeim sjálfum. Keppendurnir verđa kynntir til leiks nćstu daga og vikur hér á Skák.is. Byrjađ er á ţeim elsta Mikael Jóhanni Karlssyni sem keppir í U18.

Nafn

Mikael Jóhann Karlsson.

Fćđingardagur

26. júní 1995.

Félag

Skákfélag Akureyrar.

Hefurđu teflt áđur á EM/HM ungmenna?

Keppti síđast á HM í Tyrklandi 2009 og afţakkađi bođiđ á EM í fyrra.

Helstu skákafrek

Íslandsmeistari í skólaskák 2008 og 2011, Íslandsmeistari drengja og telpna 2010, unglingameistari Íslands 2011 (U20), Meistari Skákskóla Íslands 2012, annađ sćti á Unglingameistaramóti Íslands 2012 (eftir Hjörvari).  Vann Norđurlandsmót unglinga 7 sinnum í röđ  8 sinnum allt í allt. Vann B-flokk Haustmóts TR 2011, 3. sćti á Skákţingi Reykjavíkur 2013 og 3. sćti á NM í skólaskák (17-19 ára).

Skemmtilegasta skákferđin

Czech Open 2013 sem var ađ ljúka, ég fór í ferđ međ félögum mínum og var á tímabili í toppbaráttunni og grćddi 40 stig.

Eftirminnilegasta skákin

Ţegar ég vann Dag Andra Friđgeirsson í úrslitaskák um fyrsta Íslandsmeistaratitilinn minn!

Viltu styrkja ungmennin sem fara á EM?

Ţađ er hćgt međ ţví ađ kaupa vörur á afar hagstćđu verđi á Netsöfnun.is og styrkja um leiđ ungmennin átta.

Ţađ er einnig hćgt ađ styrkja viđ ungmennin međ framlögum međ greiđslukorti; 2.000 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr.


Guđmundur međ 3,5 vinning eftir 4 umferđir - mćtir Gustafsson á morgun

Guđmundur Kjartansson í AndorraAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2434) er međ 3,5 vinning ađ loknum fjórum umferđum á alţjóđlegu móti sem nú er í gangi í Barcelona. Í dag vann hann heimamann međ 2216 skákstig en andstćđingarnir í umferđum 1-3 höfđu 2045-2170 skákstig.

Í fimmtu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ ţýska stórmeistarann og félagsmann í Taflfélagi Vestmannaeyja Jan Gustafsson (2619). Skákin verđur í ţráđbeinni útsendingu á vef mótsins og hefst kl. 14:30.


Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram á laugardag í MH

Guđmundur Arnlaugsson og Baldur MöllerMinningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram í Menntaskólanum viđ Hamrahíđ laugardaginn 31. ágúst. Mótiđ fer fram í tilefni aldarafmćlis Guđmundar sem fćddist 1. september 1913. Á afmćlisdaginn sjálfan verđur svo málţing tileinkađ Guđmundi ţar sem Helgi Ólafsson verđur fulltrúi skákhreyfingarinnar og fjallar um feril Guđmundar bćđi skákmanns og ekki síđur um feril hans sem virts skákdómara.

Heildarverđlaun á mótinu eru 150.000 kr. Fyrirkomulag mótsins og málţingsins verđur nánar kynnt á morgun en mótiđ hefst kl. 14. Skráning hefst einnig á morgun Skák.is. Mótiđ er öllum opiđ en gamlir nemendur Guđmundar eru sérstaklega hvattir til ađ mćta. Ţátttökugjöld verđa 1.000 kr. en 500 kr. fyrir 15 ára og yngri.

Skáksamband Íslands stendur fyrir mótinu í samvinnu viđ afkomendur Guđmundar, Menntaskólann viđ Hamrahlíđ og Nýherja.


Meistaramót Hellis hefst í kvöld

Jón ÁrniMeistaramót Hellis 2013 hefst mánudaginn 26. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 9. september.   Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi.  Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. Skráning í mótiđ er hér á heimasíđu Hellis og hér á Skák.is.  Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Teflt er á mánudögum, ţriđjudögum og miđvikudögum.

Ađalverđlaun:

  1. 40.000
  2. 30.000
  3. 20.000

Aukaverđlaun:

  • Skákmeistari Hellis: Houdini 3 Aquarium Pro
  • Besti árangur undir 2200 skákstigum: Houdini 3 Aquarium Standard
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum:ChessOK Aquarium 2012
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: CT-ART 4.0 (taktískar ćfingar)
  • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr.5.000.
  • Unglingaverđlaun (15 ára og yngri), skákbćkur hjá Sigurbirni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.
  • Kvennaverđlaun, skákbćkur hjá Sigurbirni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Ţátttökugjöld:

  • Félagsmenn kr. 3.000; ađrir 4.000-
  • Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.000; Ađrir 3.000.
  • Allir titilhafar fá frítt í mótiđ
Umferđartafla: 
  • 1. umferđ, mánudaginn, 26. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, ţriđjudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ, miđvikudaginn, 28. ágúst, kl. 19:30
  • 4. umferđ, mánudaginn, 2. september, kl. 19:30
  • 5. umferđ, ţriđjudaginn, 3. september, ágúst, kl. 19:30
  • 6. umferđ, miđvikudaginn, 4. september, kl. 19:30
  • 7. umferđ, mánudagur, 9. september, kl. 19:30

Óvćntir hlutir á Heimsbikarmóti - ţrír Rússar í undanúrslitum

Ţađ má međ sanni segja ađ úrslitin í átta manna úrslitum Heimsbikarmótsins í skák hafi veriđ heldur óvćnt. Kramnik (2784) komst áfram eftir sigur á Korobov (2720) en í hinum ţremur einvígunum komust hinir stigalćgri áfram. Tomashevsky (2706) heldur áfram ađ gera frábćra hluti og sló nú Kamsky (2741), Vachier-Lagreve (2719) hafđi betur gegn Caruana (2796) og Andreikin (2716) vann Svidler (2746).

Ţađ eru ţví ţrír Rússar og einn Frakki sem eru eftir. Undanúrslitin hefjast á morgun og ţá mćtast Tomashevsky - Andreikin og Vachier-Lagrave - Kramnik.



Dagur endađi međ 3,5 vinning

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2385) endađi í 8.-9. sćti af 10 keppendum í alţjóđlegu móti í Búdapest í sem lauk í dag. Dagur hlaut 3,5 vinning.

Sigurvegari mótsins voru Ungverjarnir Imre Hera (2567) og Oliver Mihok (2451) en ţeir hlutu 6 vinninga.

Frammistađa Dags samsvarađi 2327 skákstigum og lćkkar hann um 6 stig fyrir hana.


Skákţáttur Morgunblađsins: Haltu opnu fyrir ţví óvćnta

Wang Hao - Alexey Dreev

Svartur leikur og vinnur.

gcer58to.jpg

Stađan hér ađ ofan kom upp í 2. umferđ heimsbikarmótsins í skák sem nú stendur yfir í Tromsö í Noregi. Stađan sem Alexei Dreev sat frammi fyrir minnir okkur á ţađ ađ stundum ţarf ađ brjóta hlekki hugar til ađ finna besta leikinn; ađ halda opnum huga gagnvart óvćntum möguleikum - ţađ er vandinn. Ekki veit ég hvađ braust um í huga Dreev en fyrsta spurning ţessa öfluga stórmeistara hefđi átt ađ vera: hverjir eru valkostirnir? Hann kaus ađ leika 46. ... Re1+, hafđi vinningsmöguleika á ýmsum stigum en jafntefli varđ ţó niđurstađan. Góđur leikur var 46. ... Hc3, en sá albesti í stöđunni er af dýpri gerđinni: 46. ... f5!! Eftir 47. Hbxd3 He2+ verđur hvítur mát, t.d. 48. Kf1 Hf2+ 49. Kg1 Hc1+ og mátar.

Ţetta er annađ stórmótiđ sem Norđmenn standa fyrir í ár og vitanlega má rekja ţessa framkvćmdagleđi til frammistöđu Magnúsar Carlsen; Norđmenn eru ađ safna sér saman fyrir heimsmeistaraeinvígiđ sem hann mun heyja viđ Anand í haust; á nćsta ári halda ţeir svo Ólympíumótiđ i skák. Ýmsir gestir okkar frá síđustu Reykjavíkurmótum hafa veriđ ađ gera góđa hluti. Kínverjinn kornungi Wei hefur slegiđ út Nepomniachtchi og Shirov, Norđmađurinn Hammer sló Movsesian úr keppni og sigurvegarinn frá síđasta Reykjavíkurmóti, Pavel Eljanov, er kominn áfram í 3. umferđ. Međal ţeirra sem ţurft hafa ađ snúa heim eru Judit Polgar og landi hennar Peter Leko, sem laut í lćgra haldi fyrir Perúmanninum Granda Zuniga og Gata Kamsky. Upphaflega voru 128 skákmenn skráđir til leiks en um um helgina verđa ţeir orđnir 32.

Cori-systkinin frá Perú, Deysi og Jorge, unnu hugi og hjörtu manna á Reykjavíkurmótinu 2010. Jorge Cori var til alls vís er hann mćtti Teimour Radjabov í 1. umferđ. Kappskákunum lauk 1:1 en vegna tungumálaörđugleika kom upp misskilningur varđandi tímasetningu á hrađskákunum, Cori mćtti of seint og var dćmdur úr leik. Hann átti betra skiliđ eins og eftirfarandi vinningsskák ber međ sér. Lokahnykkurinn er bráđsnjall. Eitt ţađ erfiđasta í skák er ađ bakka međ vel stađsettan mann en ţegar menn eru í stuđi „koma svona leikir til manns", orđađi ţađ einhver ágćtur mađur:

Jorge Cori - Teimour Radjabov

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Rh5 10. He1

Ein vinsćlasta leiđin enn í dag komin frá Ivan Sokolov. Radjabov gerţekkir ţetta afbrigđi.

10. ... f5 11. Rg5 Rf4 12. Bxf4 exf4 13. Hc1 h6 14. Re6 Bxe6 15. dxe6 Bxc3 16. Hxc3 fxe4 17. Bf1 e3 18. fxe3 fxe3 19. Hcxe3 a5 20. b5 c6 21. bxc6 bxc6 22. Hd3 Db6 23. Kh1 d5 24. cxd5 cxd5 25. Hxd5!?

Vegna hins ógnandi frípeđs á e6 tekur hvítur ekki mikla áhćttu ţó hann láti skiptamun af hendi.

25. ... Rxd5 26. Dxd5 Had8 27. De4 Hf6?

Eđlilegur leikur en samt meinleg ónákvćmni. Best var 27. ... Hf5.

28. e7! He8 29. Dd5+

Lítur vel út en 29. a4! var mun sterkara. Viđ hótuninni 30. Bb5 er ţá lítiđ ađ gera.

29. ... Kg7 30. De5 Df2?

Hér var eina vonin fólgin í ţví ađ draga í land og leika 30. ...Db8! međ hugmyndinni 31. Dxb8 Hxf1+ 32. Hxf1 Hxb8, e7 peđiđ fellur og svartur á jafnteflisvon.

31. Bb5! Kh7

32. Da1!

- Radjabov gafst upp.

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 18. ágúst 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Mögnuđ Menningarnótt

IMG 8086Heldur var vott í veđri ţegar Skákhátíđ Skákakademíunnar hófst á hádegi í gćr, á Menningarnótt. Hin besta stemning hafđi ţó ríkt á Lćkjartorgi um morguninn og hressir hlauparar á hverju horni. Viđ undirbúning og uppsetningu skáktjaldsins urđu skipuleggjendur skákhátíđarinnar dolfallnir yfir krafti Kára Steins maraţonshlaupara sem hreinlega spretti í mark og fór hálf maraţoniđ á rétt rúmum klukkutíma sem er ótrúlegur tími. Sannkölluđ stjarna hann Kári Steinn.

Skákdagskráin hófst á ţví ađ ungmennalandsliđ Íslands bauđ gestum og gangandi ađ tefla viđ sig. IMG 8039Fjölmargir gestir hátíđarinnar tefldu viđ krakkana í ungmennalandsliđinu og tóku margir hverjir nokkrar skákir og ţar á međal tveir ungir skákmenn frá Spáni. Ungmennalandsliđiđ var međ framtaki sínu ađ safna styrkjum og áheitum fyrir för sína á EM í Svartfjallalandi sem hefst eftir nokkrar vikur. Svona viđburđur eflir einnig tengsl og einingu međal liđsmanna sem skiptir miklu máli ţegar haldiđ er í skákvíking. Tefldu krakkarnir í um sex klukkutíma og sýndu mikinn dugnađ og eiga hrós skiliđ.

Ingvar Ţór hrađastur

IMG 8068Leifturskákin dró ađ sé mikinn fjölda áhorfenda enda mikil lćti og fjör. Tefldar voru níu umferđir, allir viđ alla, tvćr skákir milli andstćđinga í hverri umferđ, alls átján skákir í heildina. Keppendur lögđu sig alla fram og oft á tíđum var gríđarlegt tímahrak í gangi međ tilheyrandi fljúgandi taflmönnum og stöku blótsyrđi. Ţónokkur ţrćtuefni komu upp međal keppenda en var ţađ ţó leyst ađ lokum í mesta bróđerni enda Leifturskákmótiđ fyrst og fremst til gamans fyrir keppendur og áhorfendur. Ingvar Ţór hafđi ađ lokum sigur og ţađ nokkuđ öruggan. Lokastöđuna má sjá á Chess-Results.

Jóhann međ tak á Hjörvari

Ađ loknu Leifturskákmótinu var dregiđ í töfluröđ á Íslandsmóti skákfélaga í fyrstu og ađra deild. TöfluröđinIMG 8090 hef ţegar birst á skak.is og eru nokkrar athyglisverđar viđureignir í fyrstu umferđ í báđum deildum. Hápunktur hátíđarinnar var hrađskákeinvígi Jóhanns Hjartarsonar og Hjörvars Steins Grétarssonar. Jóhann vann fyrstu skákina eftir krappa vörn í marga leiki. Hjörvar hafđi teygt sig of langt. Í annarri skákinni hafđi Jóhann haft betra tafl en lék af sér drottningu og gafst upp. Í ţriđju skákinni hafđi Hjörvar betra međ hvítu en skipti ađ lokum í upp í endatafl ţar sem hann lék af sér. Fjórđu skákina vann Jóhann nokkuđ laglega og ţar međ einvígiđ 3-1. Er ţetta ţví í ţriđja skiptiđ sem Jóhann leggur Hjörvar í fjögurra skáka hrađskákeinvígi og sýnir ţvi enn styrk sinn sem besti skákmađur landsins.

Sigurbjörn og Róbert Íslandsmeistarar

IMG 8132Síđasti viđburđur dagsins var Íslandsmótiđ í heilinn og höndin. Keppendalistinn var nokkuđ sterkur eins og sjá má ţegar mótstaflan er skođuđ. Nokkrir voru ađ tefla heilinn og höndin í fyrsta skiptiđ og virtust hafa gaman af enda er ţetta form skákar skemmtilegt og óhefđbundiđ. Jón Viktor og Bergsteinn Einarsson fóru vel af stađ og fyrir lokaumferđina voru ţeir efstir međ ađeins hálfan vinning niđur. Í sjöttu og síđustu umferđ tefldu ţeir gegn Magnúsi Erni Úlfarssyni og Rúnari Berg. Úr var gríđarlega spennandi skák. Rétt fyrir utan skáktjaldiđ fylgdist Róbert Lagerman međ skákinni gegnum glugga og ţađ međ miklum tilţrifum og svipbrigđum. Ástćđan var sú ađ ef Jón Viktor og Bergsteinn myndu tapa yrđu Róbert og félagi hans Sigurbjörn Björnsson Íslandsmeistarar. Rúnar og Magnús reyndust örlagavaldar og tryggđu Sigurbirni og Róberti titilinn. Lokastöđu mótsins má finna á Chess-Results.

Ţrátt fyrir blautt veđur tókst hátíđin vel. Fjöldi gesta kíkti viđ í skáktjaldinu, tefldi viđ ungmennalandsliđiđ IMG 8137eđa fylgist međ viđburđunum. Dúndrandi salsa-tónlist hliđina tjaldinu gaf ţessu svo öllu saman skemmtilegan og sérstakan blć. Skákhátíđ Skákakademíunnar á Menningarnótt var nú haldin ţriđja áriđ í röđ og hefur fest sig í sessi.

Hrafn Jökulsson tók frábćrar myndir sem finna má í myndaalbúmi Menningarnćtur.


Meistaramót Hellis hefst á morgun

Mikael Jóhann og Dawid KolkaMeistaramót Hellis 2013 hefst mánudaginn 26. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 9. september.   Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi.  Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.  Skráning í mótiđ er hér á heimasíđu Hellis og hér á Skák.is.  

Teflt er á mánudögum, ţriđjudögum og miđvikudögum.

Ađalverđlaun:

  1. 40.000
  2. 30.000
  3. 20.000

Aukaverđlaun:

  • Skákmeistari Hellis: Houdini 3 Aquarium Pro
  • Besti árangur undir 2200 skákstigum: Houdini 3 Aquarium Standard
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum:ChessOK Aquarium 2012
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: CT-ART 4.0 (taktískar ćfingar)
  • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr.5.000.
  • Unglingaverđlaun (15 ára og yngri), skákbćkur hjá Sigurbirni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.
  • Kvennaverđlaun, skákbćkur hjá Sigurbirni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Ţátttökugjöld:

  • Félagsmenn kr. 3.000; ađrir 4.000-
  • Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.000; Ađrir 3.000.
  • Allir titilhafar fá frítt í mótiđ
Umferđartafla: 
  • 1. umferđ, mánudaginn, 26. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, ţriđjudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ, miđvikudaginn, 28. ágúst, kl. 19:30
  • 4. umferđ, mánudaginn, 2. september, kl. 19:30
  • 5. umferđ, ţriđjudaginn, 3. september, ágúst, kl. 19:30
  • 6. umferđ, miđvikudaginn, 4. september, kl. 19:30
  • 7. umferđ, mánudagur, 9. september, kl. 19:30

Grandelius tekur ekki ţátt í HM ungmenna

Nils GrandeliusSćnski stórmeistarinn og félagsmađur Taflfélags Vestmannaeyja Nils Grandelius tekur ekki á HM ungmenna sem fram fer í Antakya í Tyrklandi dagana 13.-26. september nk. Antakyna liggur upp ađ landamćrum Sýrlands. Yfirvöld í Svíţjóđ mćla á móti ferđalögum á ţetta svćđi vegna ástandsins ţar.

Ţetta er fremur súrt ţar sem fyrir liggur ađ Nils vćri einn sigurstranglegasti keppandinn.

Sjá nánar á vefsíđu Lars Grahn.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband