Leita í fréttum mbl.is

Mögnuđ Menningarnótt

IMG 8086Heldur var vott í veđri ţegar Skákhátíđ Skákakademíunnar hófst á hádegi í gćr, á Menningarnótt. Hin besta stemning hafđi ţó ríkt á Lćkjartorgi um morguninn og hressir hlauparar á hverju horni. Viđ undirbúning og uppsetningu skáktjaldsins urđu skipuleggjendur skákhátíđarinnar dolfallnir yfir krafti Kára Steins maraţonshlaupara sem hreinlega spretti í mark og fór hálf maraţoniđ á rétt rúmum klukkutíma sem er ótrúlegur tími. Sannkölluđ stjarna hann Kári Steinn.

Skákdagskráin hófst á ţví ađ ungmennalandsliđ Íslands bauđ gestum og gangandi ađ tefla viđ sig. IMG 8039Fjölmargir gestir hátíđarinnar tefldu viđ krakkana í ungmennalandsliđinu og tóku margir hverjir nokkrar skákir og ţar á međal tveir ungir skákmenn frá Spáni. Ungmennalandsliđiđ var međ framtaki sínu ađ safna styrkjum og áheitum fyrir för sína á EM í Svartfjallalandi sem hefst eftir nokkrar vikur. Svona viđburđur eflir einnig tengsl og einingu međal liđsmanna sem skiptir miklu máli ţegar haldiđ er í skákvíking. Tefldu krakkarnir í um sex klukkutíma og sýndu mikinn dugnađ og eiga hrós skiliđ.

Ingvar Ţór hrađastur

IMG 8068Leifturskákin dró ađ sé mikinn fjölda áhorfenda enda mikil lćti og fjör. Tefldar voru níu umferđir, allir viđ alla, tvćr skákir milli andstćđinga í hverri umferđ, alls átján skákir í heildina. Keppendur lögđu sig alla fram og oft á tíđum var gríđarlegt tímahrak í gangi međ tilheyrandi fljúgandi taflmönnum og stöku blótsyrđi. Ţónokkur ţrćtuefni komu upp međal keppenda en var ţađ ţó leyst ađ lokum í mesta bróđerni enda Leifturskákmótiđ fyrst og fremst til gamans fyrir keppendur og áhorfendur. Ingvar Ţór hafđi ađ lokum sigur og ţađ nokkuđ öruggan. Lokastöđuna má sjá á Chess-Results.

Jóhann međ tak á Hjörvari

Ađ loknu Leifturskákmótinu var dregiđ í töfluröđ á Íslandsmóti skákfélaga í fyrstu og ađra deild. TöfluröđinIMG 8090 hef ţegar birst á skak.is og eru nokkrar athyglisverđar viđureignir í fyrstu umferđ í báđum deildum. Hápunktur hátíđarinnar var hrađskákeinvígi Jóhanns Hjartarsonar og Hjörvars Steins Grétarssonar. Jóhann vann fyrstu skákina eftir krappa vörn í marga leiki. Hjörvar hafđi teygt sig of langt. Í annarri skákinni hafđi Jóhann haft betra tafl en lék af sér drottningu og gafst upp. Í ţriđju skákinni hafđi Hjörvar betra međ hvítu en skipti ađ lokum í upp í endatafl ţar sem hann lék af sér. Fjórđu skákina vann Jóhann nokkuđ laglega og ţar međ einvígiđ 3-1. Er ţetta ţví í ţriđja skiptiđ sem Jóhann leggur Hjörvar í fjögurra skáka hrađskákeinvígi og sýnir ţvi enn styrk sinn sem besti skákmađur landsins.

Sigurbjörn og Róbert Íslandsmeistarar

IMG 8132Síđasti viđburđur dagsins var Íslandsmótiđ í heilinn og höndin. Keppendalistinn var nokkuđ sterkur eins og sjá má ţegar mótstaflan er skođuđ. Nokkrir voru ađ tefla heilinn og höndin í fyrsta skiptiđ og virtust hafa gaman af enda er ţetta form skákar skemmtilegt og óhefđbundiđ. Jón Viktor og Bergsteinn Einarsson fóru vel af stađ og fyrir lokaumferđina voru ţeir efstir međ ađeins hálfan vinning niđur. Í sjöttu og síđustu umferđ tefldu ţeir gegn Magnúsi Erni Úlfarssyni og Rúnari Berg. Úr var gríđarlega spennandi skák. Rétt fyrir utan skáktjaldiđ fylgdist Róbert Lagerman međ skákinni gegnum glugga og ţađ međ miklum tilţrifum og svipbrigđum. Ástćđan var sú ađ ef Jón Viktor og Bergsteinn myndu tapa yrđu Róbert og félagi hans Sigurbjörn Björnsson Íslandsmeistarar. Rúnar og Magnús reyndust örlagavaldar og tryggđu Sigurbirni og Róberti titilinn. Lokastöđu mótsins má finna á Chess-Results.

Ţrátt fyrir blautt veđur tókst hátíđin vel. Fjöldi gesta kíkti viđ í skáktjaldinu, tefldi viđ ungmennalandsliđiđ IMG 8137eđa fylgist međ viđburđunum. Dúndrandi salsa-tónlist hliđina tjaldinu gaf ţessu svo öllu saman skemmtilegan og sérstakan blć. Skákhátíđ Skákakademíunnar á Menningarnótt var nú haldin ţriđja áriđ í röđ og hefur fest sig í sessi.

Hrafn Jökulsson tók frábćrar myndir sem finna má í myndaalbúmi Menningarnćtur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 8765283

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband