Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Hrađkvöld Hugsins fer fram í kvöld

Skákfélagiđ Huginn heldur hrađkvöld mánudaginn 2. júní nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).



Ađalfundur TR fer fram í kvöld

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn mánudaginn 2. júní 2014 kl. 20 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá fundarins er venjuleg ađalfundarstörf.

 

Stjórn T.R.


Íslensku ólympíuliđin valin

Liđsstjórar beggja ólympíuliđa Íslands hafa tilkynnt liđsval sitt til stjórnar SÍ og landsliđsnefndar. Liđiđ velja ţeir í samrćmi viđ 15. gr. skáklaga SÍ.

Í Ólympíuliđ Íslands á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 1.-15. ágúst nk. hafa veriđ valdir eftirtaldir:

Opinn flokkur:

  1. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2540)
  2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2545)
  3. IM Guđmundur Kjartansson (2434)
  4. GM Ţröstur Ţórhallsson (2425)
  5. GM Helgi Ólafsson (2555)

Liđsstjóri og landsliđsţjálfari er Jon L. Árnason

Guđmundur er í fyrsta sinn valinn í ólympíuliđ og Helgi teflir í fyrsta skipti í liđinu í síđan í Tornínó 2006.

Kvennaflokkur:

  1. WGM Lenka Ptácníková (2264)
  2. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1982)
  3. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1930)
  4. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1856)
  5. Elsa María Kristínardóttir (1830)

Sama liđ og á tveimur síđustu ólympíuskákmótum.

Liđsstjóri og landliđsţjálfari er Ingvar Ţór Jóhanesson. Hann tók viđ stöđunni fyrir skemmstu ţegar Davíđ Ólafsson ţurfti ađ gefa hana frá sér vegna anna í vinnu.


Skákţáttur Morgunblađsins: Spennandi barátta um Íslandsmeistaratitilinn framundan

Spámenn góđir hafa getiđ sér til um ađ nafn sigurvegarans í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands sem hófst í gćr byrji á bókstafnum H. Dregiđ var um töfluröđ í vikunni og lítur taflan ţannig út: 1. Henrik Danielsen 2. Björn Ţorfinnsson 3. Helgi Áss Grétarsson 4. Bragi Ţorfinnsson 5. Hjörvar Steinn Grétarsson 6. Héđinn Steingrímsson 7. Ţröstur Ţórhallsson 8. Stefán Kristjánsson 9. Hannes Hlífar Stefánsson 10. Guđmundur Kjartansson.

Ţađ kemur á daginn ţegar taflan er skođuđ ađ stigahćstir eru Hannes, Héđinn, Hjörvar og Henrik og svo má bćta viđ fimmta h-inu; Helgi Áss Grétarssyni hefur ekki tekiđ ţátt í Íslandsmóti í tíu ár en er til alls vís og ţađ á líka viđ um Guđmund Kjartansson - nái hann samkomulagi viđ klukkuna og lćri ţá lexíu ađ betri sé einn fugl í hendi en tveir í skógi.

Í ađdraganda ţessa móts hafa keppendur veriđ ađ hita upp. Hannes, Ţröstur og Bragi tóku ţátt í Copenhagen Chess Challenge á dögunum án ţess ađ bćta miklu viđ orđstír sinn og töpuđu í kringum tíu elo-stigum hver. Henrik stóđ sig betur, varđ í 2.-5. sćti af 68 keppendum.

Wow-air mótinu lauk svo sl. mánudagskvöld ţegar skákvinurinn Skúli Mogensen forstjóri afhenti verđlaun. Ţar vann Hjörvar Steinn Grétarsson glćsilegan sigur, hlaut 6 ˝ v. af 7 mögulegum. Hannes Hlífar kom nćstur međ 5 v. og í 3.- 4. sćti urđu Guđmundur Kjartansson og Ţröstur Ţórhallsson međ 4 ˝ v. Úrslitin í B- flokki vöktu athygli vegna góđrar frammistöđu tveggja ungra manna. Ţar vann Bolvíkingurinn Magnús Pálmi Örnólfsson sigur međ 5 ˝ v. af 7 en í 2.-5. sćti urđu Kjartan Maack, Hrafn Loftsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Gauti Páll Jónsson međ 4˝ v. Gauti Páll Jonsson sem er 15 ára hefur tekiđ stórstígum framförum undanfariđ. Hugmyndaríkur stíll hans blómstrađi í eftirfarandi skák:

Gauti Páll Jónsson - Sverrir Örn Björnsson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Be2 e6 7. O-O Be7 8. Be3 O-O 9. Kh1 Dc7 10. g4

Í takti viđ Keres-afbrigđiđ. Svartur gerir sennilega best í ţví ađ leika nú 10. ... d5.

10. ... a6 11. a4 b6 12. g5 Rd7 13. f4 Rxd4 14. Bxd4 Bb7 15. De1 e5 16. Be3 exf4 17. Bxf4 Rc5

Ţađ er oft gallinn viđ peđasókn hvíts ađ svartur nćr ađ reka fleyg í peđin og hefur fćri eftir e-línunni.

18. Bf3 Hfe8 19. Dh4 Bf8?

Of mikil „rútína". Betra var 19 ... Re6 og hótar í sumum tilvikum 20. ... h6.

20. Rd5 Bxd5 21. exd5 Rd7 22. Bg4 Re5 23. Bxe5?!

Ţessi uppskipti náđu ađ rugla Sverri í ríminu 23. Bf5 var „betra" en ađ baki lá skemmtileg hugmynd.

23. ...Hxe5 24. Ha3!

Ţessum hrók er ćtlađ stórt hlutverk.

24. ... Be7?!

Betra var 24. ... Dxc2.

g8fseuo5.jpg- sjá stöđumynd -

25. Hxf7! Kxf7

Ţađ er ekki nokkur leiđ ađ finna vörn eftir hróksfórnina. Einhver stakk uppá 25. ... Dc4 en ţá kemur 26. Hf8+!! Kxf8 (annars fellur drottningin eftir 27. Be6+) 27. Hf3+ Bf6 28. gxf6 međ sterkri sókn og 25. ... Dxc2 er svarađ međ 26. Be6! Kh8 27. Haf3 međ vinningsstöđu.

26. Dxh7 Hxg5

Eđa 26. .... Bf8 27. Bh5+ Ke7 28. Hf3! og vinnur.

27. Be6+ Kf6 28. Hf3+ Ke5 29. Dd3 Dc5 30. De2+

- og svartur gafst upp. Hann er mát í nćsta leik.

Í áskorendaflokki er m.a. keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna. Ţar eru rösklega 40 keppendur skráđir til leiks. Stigahćstur er Einar Hjalti Jensson.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 24. maí 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Úrslit í Skákgetrauninni

Ţá liggja fyrir úrslit í Skákgetrauninni.

Efst međ 10 stig var Geirţrúđur og hlýtur hún fyrstu verđlaun sem eru 15.000 kr. úttekt á Hereford-steikhúsi . Nćstu komu 14 keppendur međ 9 stig og hljóta ţeir allir aukverđlaun sem Gullöldin, Sögur útgáfa og 12 tónar gáfu. Búiđ er ađ draga um verđlaunin en hinn kröftugi skákstjóri mótsins Ingibjörg Edda Birgisdóttir sá um ađ draga.

Bókina Stuđs vors Lands eftir Dr. Gunna fengu:

                Birgir Berndsen, Davíđ Hjálmar Haraldsson, Eyţór Franzson Wechner, Ómar og Rúnar Berg

Geisladiska fengu eftirfarandi:

 

Nafn geisladisks

Bragi Halldórsson

Spađar

Davíđ Kjartansson

KK Blús

Friđrik Jensen Karlsson

Astrocat Lullaby

Guđmundur Dađason

Ţriđja Leiđin

Kristján Halldórsson

Biggi ID

Ögmundur Kristinsson

Í sólgulu húsa

Pétur Pétursson

Inspired by Harpa

Sigurđur Freyr Jónatansson

Stundaglasaglaumur

Smári Sigurđsson

Transfiguratio


Međ 8 stig voru 10 ađilar og var dregiđ um hverjir fengu síđustu tvo aukavinningana en ţađ voru:


 

Nafn geisladisks

Hörđur Aron

Gauragangur

Vigfús Óđinn Vigfússon

Söngvaseiđur


Vinningshafar geta nálgast vinninga sína á lokahófi mótsins sem verđur í dag kl 18 í Stúkunni eđa síđar á skrifstofu Skákssambandsins.



Guđmundur Kjartansson Íslandsmeistari í skák - Lenka Íslandsmeistari kvenna

 

Guđmundur Kja
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson er Íslandsmeistari í skák 2014. Og ekki nóg međ ţađ heldur tryggđi Guđmundur sér sinn annan stórmeistaraáfanga međ frábćrri frammistöđu sinni. Árangur Guđmundar kemur verulega á óvart - enda var hann ađeins sjöundi í stigaröđ tíu keppenda. Sennilega eru ţetta óvćntustu úrslit á Íslandsmót síđan Héđinn Steingrímsson varđ Íslandsmeistari í skák áriđ 1990 ţá ađeins 15 ára. Héđinn og Hannes Hlífar Stefánsson urđu í 2.-3. sćti vinningi á eftir Guđmundi.

 

 

Lenka Ptácníkóvá

 

Lenka Ptácnikóvá varđ í dag Íslandsmeistari kvenna. Hún stóđ sig frábćrlega í áskorendaflokki og endađi í öđru sćti á eftir Sigurđi Dađa Sigfússon. Ţau hafa tryggt sér keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári. 

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir varđ í öđru sćti á Íslandsmóti kvenna og Tinna Kristín Finnbogadóttir ţriđja.

Nánar verđur sagt frá mótinu í kvöld eđa í fyrramáliđ og myndir birtar frá verđlaunafhendingunni.

Skákir níundu umferđar, innslegnar af Kjartani Maack, fylgja međ sem viđhengi.

 



Geirţrúđur og Pétur efst

Ţađ eru miklar sviptingar í skákgetrauninni. Eftir áttundu umferđ, sem fram fór í gćr, hafa orđiđ nokkrar breytingar. Geirţrúđur og Pétur Hafsteinsson eru efst međ 10 stig.

14 manns hafa fengiđ 9 stig en ţađ eru Birgir Berndsen, Davíđ Hjálmar Haraldsson, Guđmundur Dađason, Höskuldur Ţráinsson, Kristján Halldórsson, Kristófer Már, Magnús Teitsson, Ögmundur Kristinsson, Oliver Aron Jóhannesson, Rúnar Berg, Sigurđur Freyr Jónatansson, Smári Sigurđsson, Tómas Björnsson og Unnar Ingvarsson.

Ţađ verđur spennandi ađ sjá lokatölur í kvöld!

Í fyrstu verđlaun er  15.000 kr. úttekt á Hereford-steikhúsi en ađ auki gefa Gullöldin, Sögur útgáfa og 12 tónar verđlaun.

 

Dregiđ verđur á milli verđlaunahafa verđi menn jafnir.


Fjöltefli í Fischersetri í dag

FischerseturNćstkomandi sunnudag 1. júní kl. 14:00 mun Björgvin Smári Skákmeistari Selfoss tefla fjöltefli í Fischersetri.  Fjöltefliđ er opiđ öllum sem áhuga hafa á ađ tefla, og eru ungir sem gamlir hvattir til ađ koma. 

Ţeir sem vilja taka ţátt í fjölteflinu vinsamlegast mćtiđ ekki seinna en 13:45, en einnig er hćgt ađ skár sig međ ţví ađ senda tölvupóst á fischersetur@gmail.com  

Framkvćmdastjórn Fischerseturs


Guđmundur međ vinningsforskot á Hannes fyrir lokaumferđina

P1010720

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson hefur vinningsforskot fyrir lokaumferđ Íslandsmótsins í skák sem hefst kl. 11 í fyrramáliđ. Guđmundur gerđi í dag jafntefli viđ Hannes Hlífar Stefánsson. Bćđi Héđinn Steingrímsson og Henrik Danielsen duttu úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn međ tapi.P1010725

Héđinn tapađi fyrir Helga Áss Grétarssyni en Henrik fyrir Einari Hjalta Jenssyni. Hjörvar Steinn Grétarsson vann langţráđan sigur, ţann fyrsta frá í ţriđju umferđ, gegn Braga Ţorfinnssyni.

 

Í lokaumferđinni teflir Guđmundur viđ Hjörvar, Hannes viđ Henrik, Héđinn viđ Braga og Ţröstur viđ Helga Áss.

Stađan

1. Guđmundur Kjartansson 6 v.
2. Hannes Hlífar Stefánsson 5 v.
3.-5. Héđinn Steingrímsson, Ţröstur Ţórhallsson og Henrik Danielsen 4˝ v.
6. Hjörvar Steinn Grétarsson 4 v.
7.-9. Einar Hjalti Jensson , Helgi Áss Grétarsson og Bragi Ţorfinnsson 3˝ v.
10. Guđmundur Gíslason 2 v.

Áskorendaflokkur:

P1010718Sigurđur Dađi Sigfússon og Davíđ Kjartansson er efstir og jafnir međ 6˝ vinning. Sigurđur Dađi gerđi jafntefli viđ Lenku Ptácníková en Davíđ vann Loft Baldvinsson. Lenka og Magnús Teitsson eru í 3.-4. sćti međ 6 vinninga.

Í lokaumferđinni teflir Davíđ viđ Lenku, Sigurđur Dađi viđ Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur og Magnús viđ Oliver Aron Jóhannesson.

Íslandsmót kvenna

Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Lenka er P1010715ţar efst međ 6 vinninga, Hallgerđur önnur međ 5˝ og Elsa María Kristínardóttir ţriđja međ 5 vinninga.

Áđur hefur komiđ viđ hverja Lenka og Hallgerđur tefla. Elsa mćtir svo Kristjáni Eđvarđssyni.

Skákir áttundu umferđar, innslegnar af Kjartani Maack, fylgja međ sem viđhengi.



Áttunda og nćstíđasta umferđ í fullum gangi

P1010720Áttunda og nćstsíđasta umferđ Íslandsmótsins í skák er í fullum gangi. Forystumađurinn Guđmundur Kjartansson teflir viđ Hannes Hlífar Stefánsson sem er í 2.-4. sćti vinningi á eftir Guđmundi. Henrik Danielsen, sem teflir viđ Einar Hjalta Jensson, og Héđinn Steingrímsson, sem mćtir Helga Áss Grétarssyni eru einnig vinningi á eftir Guđmundi. Lokaátökin í skákinni eru ţví ekkert síđur spennandi en sjálfar kosningarnar!

Áskorendaflokkur:

Sigurđur Dađi Sigfússon, sem er efstur í flokknum, teflir viđ P1010715Lenku Ptácníková, sem er í 2.-4. sćti ásamt Magnúsi Teitssyni og Davíđ Kjartanssyni. Magnús teflir viđ ungstirniđ Vigni Vatnar Stefánsson og Davíđ mćtir Lofti Baldvinssyni.

Íslandsmót kvenna

P1010728Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Lenka hefur ţar vinningsforskot á Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur og Elsu Maríu Kristínardóttur.



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 13
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8779219

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband