Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Frétt RÚV um Íslandsmótið í skák

P1010686RÚV kom á skákstað í gær og tók myndir. Sjá má fullunna frétt á RÚV-vefnum en því miður virðist fréttin ekki hafa ratað í fréttatímann - væntanlega vegna tímaskorts.

Frétt RÚV

 


Tíu á toppnum í Skákgetrauninni

Tíu manns eru efst í skákgetrauninni þegar sjö umferðum er lokið. Viðkomandi hafa 10 stig af 15 mögulegum. Þess má geta að enginn af 106 þátttakendum spáði Guðmundi Kjartanssyni sigri á mótinu. Þessir tíu á toppnum hafa því öll hin sætin rétt, þ.e. settu Henrik, Héðinn og Hannes í sæti 2-4 og annaðhvort Braga eða Þröst í sæti 5.

Þessir 10 sem leiða eru:

Bjarni Hjartarson, Bragi Halldórsson, Davíð Hjálmar Haraldsson, Davíð Kjartansson, Eyþór Franzson Wechner, Friðrik Jensen Karlsson, Geirþrúður, Guðmundur Daðason, Oliver Aron Jóhannesson og Unnar Ingvarsson. 

Nýjar tölur í bland við kosningartölur verða gefnar í kvöld.

Í fyrstu verðlaun er  15.000 kr. úttekt á Hereford-steikhúsi en að auki gefa Gullöldin, Sögur útgáfa og 12 tónar verðlaun.

Dregið verður á milli verðlaunahafa verði menn jafnir.


Guðmundur með vinningsforskot á Íslandsmótinu í skák

P1010689Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur vinningsforskot á Íslandsmótinu í skák eftir sigur á Braga Þorfinnssyni í sjöundu umferð  sem fram fór í kvöld. Guðmundur hefur 5½ vinning. Stórmeistararnir Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielsen og Hannes Hlífar Stefánsson eru í 2.-4. sæti. Héðinn vann sína þriðju skák í P1010687röð er hann vann Guðmund Gíslason, Hannes vann sigur á Einar Hjalta Jensson í stuttri skák en Henrik gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson. Jafntefli varð í skák Helga Áss og Hjörvar Steins Grétarssona.

Í áttundu umferð, sem fram fer á morgun, mætast Guðmundur og Hannes, Héðinn teflir við Helga Áss og Henrik mætir Einari Hjalta.

Staðan:

1. Guðmundur Kjartansson 5½ v.
2.-4. Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielsen, Hannes Hlífar Stefánsson 4½ v.
5.-6. Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson 3½ v.
7. Hjörvar Steinn Grétarsson 3 v.
8. Helgi Áss Grétarsson 2½ v.
9. Guðmundur Gíslason 2 v.
10. Einar Hjalti Jensson 1½ v.


Áskorendaflokkur:

P1010700Sigurður Daði Sigfússon hefur náð forystunni í áskorendaflokki með sigri á Gylfa Þórhallssyni en hann hefur 6 vinninga. Magnús Teitsson, Davíð Kjartansson og Lenka Ptácníková eru í 2.-4. sæti með 5½. Davíð vann Magnús en Lenka hafði betur gegn Degi Ragnarssyni. Tvö efstu sætin gefa sæti í landsliðsflokki að ári svo hart er barist. Séu menn jafnir að vinningum gildir stigaútreikningur og þar stendur Magnús best að vígi.

Loftur Baldvinsson og Vignir Vatnar Stefánsson eru í 5.-6. P1010697sæti með 5 vinninga. Loftur vann Kristján Eðvarðsson og Vignir vann landsliðskonuna Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur. Óvænt úrslit urðu þegar Björn Hólm Birkisson gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Sævar Bjarnason

Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem fram fer á morgun mætast meðal annars: Lenka - Sigurður Daði, Loftur - Davíð og Magnús - Vignir Vatnar.

Íslandsmót kvenna

P1010704Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Þar er Lenka efst með 5½ vinning. Elsa María Kristínardóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir eru í 2.-3. sæti með 4½ vinning. Elsa vann Ragnar Árnason en Hallgerður lagði Óskar Long Einarsson að velli.

Lenka teflir við Sigurð Daða Sigfússon á morgun, Elsa við Gylfa Þórhallsson og Hallgerður við Dag Ragnarsson.

Meðfylgjandi er skákir sjöundu umferðar, innslegnar af Kjartani Maack.



Sjöunda umferð Íslandsmótsins hefst kl. 16 - áframhaldandi sviptingar?

P1010663Sjöunda umferð Íslandsmótsins í skák hefst kl. 16. Gríðarleg spenna er á mótinu og sviptingar miklar. Aldrei hafa nákvæmlega sömu aðilar leitt mótið tvær umferðir í röð. Þetta er í þriðja skiptið sem Íslandsmótið er haldið í Kópavogi og hingað til hafa staðið uppi nokkuð óvæntir sigurvegarar; Jón Viktor Gunnarsson (2000) og Þröstur Þórhallsson (2012). Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson, sem er aðeins sjöundi í stigaröð tíu keppenda er mjög óvænt efstur eftir sex umferðir með 4½ vinning og spurning hvort Kópavogur haldi áfram því hlutverki að bjóða upp á óvænta Íslandsmeistara.

Henrik Danielsen er annar með 4 vinninga. Bragi P1010672Þorfinnsson, Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson eru svo í 3.-5. sæti með 3½ og Þröstur Þórhallsson er sjötti með 3 vinninga. Allir þessara hafa möguleika á hampa Íslandsmeistaratitlinum.

Í sjöundu umferð, sem hefst í dag, mætast meðal annars Bragi og Guðmundur og Þröstur og Henrik. Gríðarlega mikilvægar viðureignir upp á framhald mótsins. Héðinn teflir við Guðmund Gíslason og Hannes við Einar Hjalta Jensson. Að lokum mætast stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Áss Grétarsson.

Áskorendaflokkur:

Magnús Teitsson er efstur með 5½ vinning og Sigurður Daði Sigfússon er annar með 5 vinninga. Í 3.-6. sæti með 4½ vinning eru Gylfi Þórhallsson, Lenka Ptácníková, Dagur Ragnarsson og Sævar Bjarnason.

Magnús teflir við Davíð, Sigurður Daði við Gylfi og Lenka við Dag. 

Tvö efstu sætin gefa sæti í landsliðsflokki að ári.

Áskorendaflokkur hefst kl. 17 í dag.

Íslandsmót kvenna

Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Þar er Lenka efst með 4½ vinning, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir önnur með 4 vinninga og Elsa María Kristínardóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir í 3.-4. sæti með 3½ vinning.

Lenka teflir við Dag Ragnarsson, Jóhanna Björg við ungstirnið Vignir Vatnar, Hallgerður við Óskar Long Einarsson og Elsa María við Ragnar Árnason. 



Róbert og Bjarni efstir

IO/IA/FT Róbert LagermanÞað eru ekki bara sviptingar á sjálfu Íslandsmótinu heldur einnig sveifur í skák-getrauninni. Bjarni Hjartarson er þó enn í forystu en Róbert Lagerman hefur náð honum að stigum eftir umferð dagsins.

Þeir félagarnir hafa 10 stig hvor. Sturla Jónsson og Tómas Björnsson koma næstir með 9 stig og Marsibil Ólafsdóttir er í fimmta sæti með 7 stig.

Í fyrstu verðlaun er  15.000 kr. úttekt á Hereford-steikhúsi en að auki gefa Gullöldin, Sögur útgáfa og 12 tónar verðlaun.

Guðmundur efstur á Íslandsmótinu - efstu menn tapa niður vinningum

P1010663Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson er einn efstur með 4,5 vinning að lokinni sjöttu umferð Íslandsmótsins í skák sem fram fór í dag. Gríðarleg spenna er á mótinu og miklar sviptingar. Nýir menn í forystu eftir hverja umferð. Hjörvar Steinn Grétarsson tapaði sinni þriðju skák í röð - nú fyrir Guðmundi Gíslasyni. Þröstur Þórhallsson vann Hannes Hlífar Stefánsson sem tapaði sinni annarri P1010672skák í röð. Héðinn Steingrímsson er hins vegar kominn á beinu brautina og vann Henrik Danielsen en hann vann Hannes í gær. Henrik er engu að síður enn annar en hann hefur 4 vinninga. Bragi Þorfinnsson, sem gerði jafntefli við Helga Áss Grétarsson er í 3.-5. sæti ásamt Henrik og Hannesi.

Staðan:

1. Guðmundur Kjartansson 4,5 v.
2. Henrik Danielsen 4 v.
3.-5. Bragi Þorfinnsson, Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson 3,5 v.
6. Þröstur Þórhallsson 3 v.
7. Hjörvar Steinn Grétarsson 2,5 v.
8.-9. Guðmundur Gíslason og Helgi Áss Grétarsson 2 v.
10. Einar Hjalti Jensson 1,5 v.

Sjöunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 16. Þá teflir Guðmundur við Braga og Henrik við Þröst.


Áskorendaflokkur:

P1010665Magnús Teitsson heldur áfram að standa sig vel. Í dag vann hann Lenku Ptácníková og er efstur með 5,5 vinning. Sigurður Daði Sigfússon sem hafði betur gegn Oliver Aroni Jóhannessyni er annar með 5 vinninga. Lenka er í 3.-6. sæti með 4,5 vinning ásamt Degi Ragnarssyni, Gylfa Þórhallssyni og Davíð Kjartanssyni.

Í sjöundu umferð sem fram fer á morgun og hefst kl. 17 mætast meðal annars: Magnús-Davíð, Sigurður Daði-Gylfi og Dagur-Lenka.

Íslandsmót kvenna

Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Þar er Lenka efst með 4,5 vinning, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir önnur með 4 vinninga og Elsa María Kristínardóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir í 3.-4. sæti með 3,5 vinning.

Skákir sjöttu umferðar, innslegnar af Kjartani Maack, fylgja með sem viðhengi.


Sjötta umferð Íslandsmótsins hafin

P1010672Sjötta umferð Íslandsmótsins í skák hófst kl. 13. Margar athyglisverðar viðureignir fara fram í dag og má þarf nefna að þeir fjórir sem hampað hafa Íslandsmeistaratitli tefla alfarið innbyrðis. Henrik Danielsen (2009) teflir við Héðin Steingrímsson (1990 og 2011) og Hannes Hlífar Stefánsson (tólffaldur!) mætir Þresti Þórhallssyni (2012). Fara þarf afturP1010663 til ársins 2000 til að finna annan Íslandsmeistara en fjórmenningana en þá vann Jón Viktor Gunnarsson.

Umferð dagsins

  • Henrik (4) - Héðinn (2,5)
  • Guðmundur (4) - Einar Hjalti (1)
  • Hannes (3,5) - Þröstur (2)
  • Helgi Áss (1,5) - Bragi (3)
  • Guðmundur G (1) - Hjörvar (2,5)

Áskorendaflokkur:

  • Lenka (4,5) - Magnús (4,5)
  • Dagur (4) - Gylfi (4)
  • Oliver (3,5) - Sigurður Daði (4)
  • Davíð (3,5) - Elsa María (3,5)
  • Jóhanna Björg (3,5) - Sævar (3,5)

 


Bjarni Hjartarson á toppnum

Bjarni Hjartarson og Hannes HlífarMiklar breytingar hafa verið á röð efstu manna í Skák-getrauninni eftir úrslit gærdagsins. Enda nýir menn komnir á toppinn sem fáir spáðu allra efstu sætunum og stigatalan því í lægra lagi hjá flestum.

Bjarni Hjartarson er nú efstur með 7 stig. Sjö hafa 5 stig en það eru Bjarni Jens Kristinsson, Erlingur Þorsteinsson, Gunnar Freyr Rúnarsson, Gylfi Þórhallsson, Jóhann H. Ragnarsson, Marsibil Ólafsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon.

Nýjar tölur verða birta að lokinni umferð dagsins.

Í fyrstu verðlaun er  15.000 kr. úttekt á Hereford-steikhúsi en að auki gefa Gullöldin, Sögur útgáfa og 12 tónar verðlaun.


Henrik og Guðmundur efstir á Íslandsmótinu í skák

P1010633Það eru sannarlega óvæntir hlutir að gerast á Íslandsmótinu í skák. Nýir forystumenn taka við í hverri umferð! Nú eru það Henrik Danielsen og Guðmundur Kjartansson sem hafa náð forystunni en hvorugur þeirra hefur leitt mótið hingað til. Henrik vann Hjörvar Stein Grétarsson og Guðmundur lagði Helga Áss Grétarsson að velli. Hannes Hlífar Stefánsson, tólffaldur Íslandsmeistari, sem leiddi mótið fyrir umferðina, er þriðji eftir tap Héðni Steingrímssyni.

Það er óhætt að segja að spennan á mótinu er gríðarleg P1010624fyrir síðustu fjórar umferðirnar.

Landsliðsflokkur:

Hart var barist í dag og engin jafntefli urðu í kvöld! Henrik hefur nú unnið þrjár skákir í röð. Guðmundur hefur staðið sig gríðarlega vel en þess má geta að hann er einn fjögurra af tíu keppendum sem ekki er stórmeistari. Bragi Þorfinnsson er fjórði með 3 vinninga eftir sigur á Guðmundi Gíslasyni. Hjörvar og Héðinn eru í 5-6. sæti með 2½ vinning og þurfa báðir góðan endasprett til að blanda sér í P1010628toppbaráttuna. Þröstur Þórhallsson vann svo Einar Hjalta Jensson og er sjöundi með 2 vinninga.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

Fimmta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 13. Þá mætast meðal annars Henrik og Héðinn, Guðmundur Kjartansson og Einar Hjalti og Hannes og Þröstur. 

Áskorendaflokkur:

P1010640Magnús Teitsson og Lenka Ptácníková eru efst með 4½ vinning. Magnús sat yfir í dag, en hver keppandi má taka sér eina yfirsetu í umferðum 1-6 og þiggja fyrir hana hálfan vinning. Lenka vann Sævar Bjarnason. Sigurður Daði Sigfússon, sem hafði betur gegn Davíð Kjartanssyni, Gylfi Þórhallsson, sem lagði Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur að velli, og Dagur Ragnarsson, sem sigraði ungstirnið, Vigni Vatnar Stefánsson, eru í 3.-5. sæti með 4 vinninga.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

Í sjöttu umferð mætast meðal annars: Lenka-Magnús, Dagur-Gylfi og Oliver Aron Jóhannesson-Sigurður Daði.

Mikið er í húfi í áskorendaflokki en tvö efstu sætin gefa sæti í landsliðsflokki að ári.

Íslandsmót kvenna.

P1010642Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Þar er Lenka efst með  4½ vinning. Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir eru í 2.-3. sæti með 3½ vinning


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 8779230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband