Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Fimmta umferđ Íslandsmótsins hafin

P1010628Fjórđa umferđ Íslandsmótsins í skák hófst nú kl. 16. Í henni mćtast tveir stigahćstu menn mótsins, Héđinn og Hannes mćtast Hjörvar og Henrik sem eru nr. 3 og 4 í stigaröđ keppenda. Afar mikilvćg umferđ sem gćti ráđiđ miklu um lokaröđ P1010633keppenda.



Fimmta umferđ Íslandsmótsins fer fram í dag - Stigahćstu menn mćtast

P1010597

Fimmta umferđ Íslandsmótsins fer fram í dag og hefst kl. 16 í Stúkunni. Afar spennandi umferđ er framundan en í dag mćtast tveir stigahćstu keppendur mótsins Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson. Einnig mćtast keppendur nr. 3 og 4 í stigaröđinni Henrik Danielsen og Hjörvar Steinn Grétarsson sem báđir eru međal efstu manna.

Umferđin í kvöld gćti ţví ráđiđ gríđarlega miklu um úrslit mótsins.

Hannes er efstur međ 3˝ vinning, Henrik og Guđmundur Kjartansson koma nćstir međ 3 vinninga og Hjörvar er fjórđi međ 2˝ vinning. Bragi Ţorfinnsson er fimmti međ 2 vinninga en Héđinn og Helgi Áss hafa 1˝ vinning og ţurfa ţví á sigri á halda ćtli ţeir ađ blanda sér í toppbaráttuna.

Umferđ dagsins:

  • Héđinn (1˝) - Hannes (3˝)
  • Hjörvar (2˝) - Henrik (3)
  • Helgi Áss (1˝) - Guđmundur K. (3)
  • Bragi (2) - Guđmundur G. (1)
  • Ţröstur (1) - Einar Hjalti (1)
Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Áskorendaflokkur

Magnús Teitsson er einn efstur međ 4 vinninga. Sćvar Bjarnason, Davíđ Kjartansson og Lenka Ptácníková eru í 2.-4. sćti međ 3˝ vinning.

Magnús tekur yfirsetu í dag og fćr fyrir hana hálfan vinning. Sćvar og Lenka mćtast og Davíđ teflir viđ Sigurđ Dađa Sigfússon.

Mótstafla á Chess-Results.

Íslandsmót kvenna

Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokknum. Ţar er Lenka efst međ 3˝ vinning en Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir eru í 2.-3. sćti međ 3 vinninga.



Björgvin sigurvegari Vorhrađskákmóts Ása - Guđfinnur Vetrarhrókur Ása

Björgvin VíglundssonĆsir héldu sitt vorhrađskákmót í gćr og međ ţví lauk vetrardagskrá skákfélagsins í ár. Tuttugu og átta heiđursmenn mćttu til leiks í gćr. Tefldar voru níu umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Björgvin Víglundsson fór međ sigur af hólmi, eins og hann hefur oft gert í vetur  á skákviđburđum hjá Ásum en hann hlaut 8˝ vinning af 9. Í öđru sćti varđ Guđfinnur R Kjartansson međ 7˝ vinning

Í ţriđja til fjórđa sćti urđu ţeir Stefán Ţormar og Sigurđur G Daníelsson jafnir međ 6 vinninga en Stefán var hćrri á stigum og fékk bronsiđ.

Ţegar skákmótinu var lokiđ ţá fengu menn sér gott kaffi og smurbrauđ hjá henni Jóhönnu, í bođi klúbbsins. Ţađ var gott eins og allt sem hún ber á borđ fyrir okkur og ţökkum viđ henni kćrlega  fyrir ţjónustuna í vetur.

Ađ lokinni kaffidrykkju fór fram verđlauna afhending, fyrst voru afhent verđlaun fyrir hrađskákmótiđ.

Síđan voru afhent verđlaun fyrir samanlagđan árangur á skákdögum vetrarins.

Guđfinnur R Kjartansson varđ Vetrarhrókur nr. 1. Guđfinnur tefldi 290 skákir og fékk 205 vinninga Jón Víglundsson og Guđfinnursem er 71% vinningshlutfall. Hann fékk afhentan farandgrip sem er veglegur Hrókur, sérsmíđađur til varđveislu í eitt ár. Guđfinnur vann Hrókinn einnig síđast ár.

Vetrarhrókur nr. 2 varđ  Páll G Jónsson hann tefldi 250 skákir og fékk 160 vinninga sem er 64 % hlutfall.  Vetrarhrókur nr 3. varđ Jón Víglundsson, hann tefldi 300 skákir og fékk 156 vinninga sem er 52 % hlutfall. Jón fékk sérstakt klapp fyrir góđa ástundun en hann var sá eini sem mćtti á alla skákviđburđi vetrarins.

Ţađ má svo geta ţess ađ Björgvin Víglundsson var međ besta vinningshlutfalliđ hann byrjađi ađ tefla međ okkur í janúar og tefldi 150 skákir og fékk 134˝ vinninga sem er 90% hlutfall.

Ćsir byrja síđan aftur ađ tefla 2. september í haust, en ţađ má benda skákţyrstum köppum á ađ Riddararnir tefla alla miđvikudaga í Hafnarfjarđarkirkju.

Skákstjórar í gćr voru ţeir Finnur Kr Finnsson og Jónas Ástráđsson.

 

 

_sir_-_2014-05-27.jpg

 

 


Ađalfundur TR

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn mánudaginn 2. júní 2014 kl. 20 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá fundarins er venjuleg ađalfundarstörf.

 

Stjórn T.R.


Grantas Grigorianas 1954-2014 - Kveđja frá SSON

2014-05-27_1649

Viđ liđsmenn í Skákfélagi Selfoss og nágrennis hörmum fráfall Grantas félaga okkar en hann féll frá 15. maí sl. 
Grantas hafđi einstaklega gaman af ţví ađ tefla og var einn virkasti félagsmađur skákfélagsins og ávallt bođinn og búinn til ađ  tefla fyrir félag sitt SSON.

Grantas var mikill keppnismađur og úrrćđagóđur í flóknum stöđum.  Grantas var bćđi glettinn og snarpur og kom ţađ vel fram í skákum hans.

Sjaldan höfđum viđ séđ Grantas jafn glađan og ţegar hann hitti og átti gott spjall viđ Kasparov fyrrverandi heimsmeistara í skák í mars sl.  í Fischersetri en báđir ólust ţeir upp í Bakú í Azerbaijan. 

Viđ í Sákfélagi Selfoss og nágrennis kveđjum nú ljúfan félaga, Grantas, sem féll ţví miđur frá langt fyrir aldur fram. Viđ ţökkum honum allar góđar stundir. 

Viđ vottum eftirlifandi eiginkonu, börnum og ađstandendum okkar dýpstu samúđ.

Stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis.


Fjöltefli í Fischersetri á sunnudaginn

FischerseturNćstkomandi sunnudag 1. júní kl. 14:00 mun Björgvin Smári Skákmeistari Selfoss tefla fjöltefli í Fischersetri.  Fjöltefliđ er opiđ öllum sem áhuga hafa á ađ tefla, og eru ungir sem gamlir hvattir til ađ koma. 

Ţeir sem vilja taka ţátt í fjölteflinu vinsamlegast mćtiđ ekki seinna en 13:45, en einnig er hćgt ađ skár sig međ ţví ađ senda tölvupóst á fischersetur@gmail.com  

Framkvćmdastjórn Fischerseturs


Sex efstir í skák-getrauninni

Eins og fram hefur komiđ tóku 106 skákákhugamenn ţátt í getraun um röđ fimm efstu manna Íslandsmótsins í skák. Ađ lokinni ţriđju umferđ reyndist einn einstaklingur, Björn Jónsson, formađur TR, vera efstur međ fullt hús stiga. Stađan í getrauninni breyttist hins vegar töluvert eftir fjórđu umferđ. Nú eru sex ţátttakendur efstir međ 12 stig af 15 mögulegum. Ţađ eru:

  • Jóhannes L. Harđarson
  • Jón Páll Haraldsson
  • Óskar Long Einarsson
  • Pálmi Sveinbjörnsson
  • Ţorsteinn Magnússon
  • Tryggvi Marteinsson

Ljóslega hafa allir ţessir spáđ Hannesi efsta sćti og annađhvort Henrik eđa Guđmundi Kjartanssyni ţví öđru en veitt eru 5 stig fyrir rétt efsta sćti, 4 stig fyrir ţađ annađ og svo koll af kolli.

Gera má ráđ fyrir miklum sveiflum á milli umferđa en stađan verđur birt aftur ađ lokinni umferđ morgundagsins.


Vorhrađskákmót Ása fer fram í dag

Ćsir halda sitt vorhrađskákmót á ţriđjudaginn 27. maí. Mótstađur er Stangarhylur 4. Tefldar verđa níu umferđir međ sjö mínútna umhugsun. Ţá verđa afhent verđlaun til ţeirra sem hafa fengiđ flesta vinninga samanlagt á öllum skákdögum vetrarins en viđkomandi eru kallađir Vetrarhrókar.

Vetrarhrókur 2013 var Guđfinnur R Kjartansson.

Allir skákmenn velkomnir sem orđnir eru 60+ og konur 50+

Viđ byrjum ađ tefla kl. 13.00.


Ađalfundur Taflfélags Kópavogs fer fram í kvöld

Ađalfundur Taflfélags Kópavogs, Kt. 470576-3919, verđur haldinn ţriđjudaginn 27. maí kl. 20.00 í húsakynnum Skáksambands Íslands ađ Faxafeni 12. Á dagskrá fundarins eru öll hefđbundin ađalfundarstörf.

Stjórnin


Hannes Hlífar efstur eftir sigur á Hjörvari

P1010597Hannes Hlífar Stefánsson vann Hjörvar Stein Grétarsson í fjórđu umferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fór kvöld. Hannes er nú einn í forystu en hann hefur hlotiđ 3,5 vinning. Henrik Danielsen sem vann Braga Ţorfinnsson og Guđmundur Kjartansson sem lagđi Ţröst Ţórhallsson í maraţonskák eru í 2.-3. sćti međ 3 vinninga. Öđrum skákum umferđarinnar međ jafntefli. Hjörvar Steinn er fjórđi međ 2,5 vinning.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Á morgun er frídagur en fimmta umferđ fer fram á P1010593miđvikudag og hefst kl. 16. Ţá mćtast fjórir stigahćstu keppendur mótsins innbyrđis. Annars vegar Héđinn Steingrímsson og Hannes Hlífar og hins vegar Hjörvar og Henrik.

Áskorendaflokkur

P1010604Magnús Teitsson fer mikinn í áskorendaflokki og er efstur međ fullt hús. Hann vann Sigurđ Dađa Sigfússon í kvöld. Davíđ Kjartansson, Lenka Ptácníková og Sćvar Bjarnason koma nćst međ 3,5 vinning. Sćvar gerđi jafntefli viđ Gylfa Ţórhallsson í kvöld en ţar tefldu tvćr reyndustu skákmenn landsins - en ţeir hafa teflt flestar kappskákir Íslendinga P1010610frá upphafi!

Tveir efstu menn áskorendaflokks ávinna sér keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Íslandsmót kvenna

P1010605Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Ţar er Lenka efst međ 3,5 vinning. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir koma nćstar međ 3 vinninga.

Skákir fjórđu umferđar, innslegnar af Kjartani Maack, fylgja međ sem viđhengi.

 

 



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 17
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8779246

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband