Fćrsluflokkur: Spil og leikir
24.1.2018 | 10:59
Skákdagurinn - teflt um land allt!
Skákdagurinn verđur haldinn hátíđlegur um land allt nćstkomandi föstudag 26. janúar á afmćli Friđriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara okkar Íslendinga. Friđrik sem verđur 83 ára gamall hefur veriđ virkur viđ skákborđiđ frá ţví á fimmta áratug síđustu aldar og teflir enn - tekur um ţessar mundir ţátt í heiđursflokki á MótX-skákhátíđ Skákdeildar Breiđabliks og Hugins. Friđrik var um hríđ međal bestu skákmanna heims, tefldi m.a. á hinu frćga millisvćđamóti í Portoroz en á ţessu ári verđa liđin 50 ár frá ţví móti.
Stíft er teflt í kappskákmótum ţess dagana en Skákţing Reykjavíkur, Skákţing Akureyrar, MótX-skákhátíđ Skákdeildar Breiđabliks og Hugins og Meistaramót Hugins norđur eru öll í gangi í ţessum mánuđi. Til viđbótar viđ kappskákmótin verđa fjölmargir viđburđir haldnir á Skákdaginn og dagana kringum hann og skal hér stiklađ á stóru.
Íslandsmótiđ í Fischer-random fer fram á fimmtudagskvöldiđ. Góđ verđlaun eru í mótinu og tilvaliđ fyrir skákmenn ađ hita upp fyrir Evrópumótiđ í Fischer-random sem fer fram samhliđa Reykjavíkurskákmótinu minningarmóti um Bobby Fischer í byrjun mars.
Á Skákdaginn verđur Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands, međ fjöltefli í Landakotsskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson heimsćkir Kerhólsskóla og fjöltefli verđur í Vatnsendaskóla ţar sem Einar Ólafssonar sinnir skákkennslu. Akureyringar láta ekki sitt eftir liggja og standa fyrir mótum og kennslu í Lundarskóla, Brekkuskóla og Síđuskóla. Ţá heimsćkir Hjörleifur Halldórsson Grenivíkurskóla og verđur međ kennslu.
Mikil gróska er í skáklífi grunnskóla á Suđurlandi um ţessar mundir og stendur Skáksamband Íslands í samstarfi viđ Fischer-setriđ fyrir Suđurlandsmóti grunnskólasveita í skák.
Sundlaugartaflsett má finna víđa um land og á Skákdaginn bćtast í hópinn sundlaugarnar á Ţingeyri og Dalvík.
Skákdeild Fjölnis heldur TORG-mót Fjölnis á Skákdaginn. Afar vinsćlt og vel sótt barna- og unglingamót sem hefur veriđ haldiđ frá árinu 2004.
Taflfélag Reykjavíkur hefur hrađskákmótaröđ á Skákdaginn sjálfan. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ 2000 skákstig eđa meira. Fjögur mót eru í röđinni
Heldri skákmenn höfuđborgarsvćđisins halda margir hverjir mikiđ upp á Friđrik og sýna honum mikinn sóma kringum Skákdaginn međ hverju mótinu á fćtur öđru. KR-ingar halda sitt hefđbundna árdegismót nćsta laugardag klukkan 10:30 í Frostaskjóli, KR-heimili. Mánudaginn 29. janúar hefst svo kapptefliđ um Friđrikskónginn en ţađ stendur í fjögur mánudagskvöld međ Grand-Prix fyrirkomulagi ţar sem menn safna stigum á hverju móti og besti samanlagđi árangur tryggir sigurvegaranum Friđrikskónginn. Ţá tefla Korpúlfar í Grafarvogi til heiđurs Friđriki fimmtudaginn nćsta, 12:30 í félagsmiđstöđinni Borgum. Riddarar í Hafnarfirđi, ćtla ađ tefla í anda Friđriks í mótasyrpunni Skákhörpunni sem hefst á miđvikudaginn í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju.
Laugardaginn, 27. janúar fer fram Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fram í Rimaskóla.
Mánudaginn, 29. janúar, stendur Vinaskákfélagiđ fyrir Friđriksmóti í Vin viđ Hverfisgötu. Mótiđ er opiđ öllum og hefst kl. 13.
Sem fyrr eru ţađ Skáksamband Íslands, Skákskóli Íslands og Skákakademía Reykjavíkur sem standa fyrir Skákdeginum í samstarfi viđ alla ţá ađila sem heiđra Friđrik Ólafsson á hans 83. afmćli.
Tilkynningar um viđburđi og fréttir af viđburđum mega berast á frettir@skaksamband.is
24.1.2018 | 09:20
Skákdeild KR og Gallerý Skák: Kapptefliđ um Friđrikskónginn VII.
Eins og í fyrra standa klúbbarnir saman af mótaröđinni sem fram fer nćstu fjögur mánudagskvöld vestur í skáksal KR í Frostaskjóli og hefst ţann 29. janúar, kl. 19.30.
Mótiđ er liđur í stóru viđburđahaldi í tilefni af "Skákdegi Íslands" sem SÍ og Skákakademía Reykjavíkur standa fyrir 26. janúar á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara okkar og heiđursborgara Reykjavíkur, sem ţá fagnar 83. árs afmćli sínu.
Um er ađ rćđa 4ra kvölda GrandPrix mótaröđ ţar sem átta efstu sćti í hverju móti telja til stiga (10-8-6-5-4-3-2-1). Keppt er um veglegan farandgrip, taflkóng úr Hallormstađabirki, merktan og áletrađan af meistaranum. Ţrjú bestu mót hvers keppanda reiknast til stiga og vinnings. Sigurvegarinn ár hvert fćr nafn sitt skráđ gullnu letri á stall styttunnar og fagran verđlaunagrip til eignar .
Nöfn fyrrv. sigurvegara mótarađarinnar, ţeirra Gunnars Skarphéđinssonar; Gunnars I. Birgissonar; Gunnars Kr. Gunnarssonar, Gunnars Freys Rúnarssonar, Ólafs B. Ţórssonar og Guđfinns R. Kjartanssonar prýđa nú hinn sögulega grip.
Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á skákina. Mótin eru ađ sjálfssögđu öllum opin óháđ aldri og félagsađild enda ţótt keppendur séu ekki međ í öllum mótunum. Vegleg verđlaun fyrir efstu menn og aukavinningar fyrir ađra. Ţátttökugjöld kr. 500
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2018 | 22:09
Árdegismót KR helgađ Skákdeginum
Nćsta árdegismót Skákdeildar KR verđur ađ ţessu sinni tileinkađ Skákdeginum eins og vera ber. Allir árrisulir morgunhanar og skákmenn góđir er hvattir til ađ mćta og hrista af sér sleniđ og láta gammin geysa í anda Friđriks Ólafssonar, sem skákdagurinn er tileinkađur.
Árdegismótin sem hafa fariđ vaxandi ađ vinsćldum sl. ár og hefjast kl. 10.30 alla laugardaga. Tefldar eru 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á skákina. Ţeim lýkur um eitt leitiđ.
Ađ ţessu sinni verđa póstkort međ mynd og frímerki Friđriks Ólafssonar í verđlaun, veitt fyrir 5 efstu sćtin auk sárabótarverđlauna fyrir ţann sem rekur lestina.
Mótin í KR eru öllum opin áháđ aldri. Lágt ţátttökugjald fyrir utanfélagsmenn.
Félagsheimili KR er í Frostaskjóli 2 eins og allir vita og skáksalurinn á 2. hćđ.
Úrslit síđasta móts fylgja hér međ til gamans:
23.1.2018 | 16:57
Korpúlfar tefla um Friđriksbikarinn í annađ sinn
Á fimmtudaginn kemur 25. janúar, verđur SKÁKDEGI ÍSLANDS ţjófstartađ á vikulegu skákmóti Korpúlfa, skákklúbbs eldri borgara í Grafarvogi og nágrenni í félagsmiđstöđinni BORGUM gengt Spöng. Reyndar á Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sem dagurinn er tileinkađur, ekki afmćli fyrr en daginn eftir - en viđburđir ţessu tengdir dreifast yfir nokkurn tíma, bćđi fyrir og eftir skákdaginn sjálfan.
Hjá Korpúlfum verđur teflt um FRIĐRIKSBIKARINN, glćsilegan farandgrip sem klúbbnum áskotnađist í fyrra og verđlaunapeninga međ lágmynd meistarans. Ţá urđu tveir valinkunnir skákmenn ađ nafni LARSEN efstir, Sćbjörn sigrađi og Jóhann kom nćstur, Valdimar Ásmundsson ţriđji. Góđ ţátttaka var af öllu höfuđborgarsvćđinu og Friđrik mćtti á stađinn. Ţess er vćnst ađ svo verđi einnig nú.
Mótiđ hefst ađ ţessu sinni kl. 12.30 og verđa tefldar 10 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á skákina. Allir eldri skákmenn sem tafllmanni geta valdiđ eru eindregiđ hvattir til ađ mćta og sýna snilli sína í tilefni dagsins sem endranćr.
Mótstaflan frá í fyrra:
23.1.2018 | 12:47
Riddarar tefla um Skákhörpuna XI.
Hin árlega mótaröđ SKÁKHARPAN GRAND PRIX MÓT ÖLDUNGA hefst miđvikudaginn 24. janúar og verđur tileinkuđ Skákdeginum eins og undanfarin ár. Um er ađ rćđa fjögra vikna mótaröđ ţar sem ţrjú bestu mót keppenda telja til stiga og vinnings.
Frá og međ ţessu ári hefur veriđ breytt um ţema og er SKÁKHARPAN nú helguđ komandi meisturum framtíđarinnar en SKÁKSEGLIĐ, mótaröđ međ sama sniđi sem fram fer ađ hausti, hinum föllnu meisturum skákborđsins.
Ţađ verđur ţví slegiđ á létta hörpustrengi, á hvítum reitum og svörtum, í anda meistara Friđriks í Vonarhöfn, Strandbergi, Safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju nćstu fjóra miđvikudaga. En ţar tefla eldri ástríđuskák skákmenn linnulaust allan ársins hring sér til afţreyingar og yndisauka.
Tafliđ hefst kl. 13 ađ venju og tefldar eru 11 umferđir međ 10. mínútum á skákina. Lágt ţátttökugjald innifelur kaffi og kruđerí međan á tafli stendur. Allir skákmenn 60 ára og eldri velkomnir óháđ ţátttöku i öllum mótunumum, en tvö mót ţurfa til ađ teljast međ í keppninni um Skákhörpuna.
23.1.2018 | 09:31
Hjörvar Steinn og Jóhann efstir á Skákhátíđ MótX
Skákgyđjunni Caissu var fullur sómi sýndur í 2. umferđ Skákhátíđar MótX í Skákmusterinu á Kópavogsvelli í síđustu viku. Mörg skemmtileg kykvendi spruttu flippspriklandi upp úr hatti töframannanna hugmyndríku ţetta kvöldiđ. Sigur GM Jóns L. Árnasonar á Kristjáni Eđvarđssyni var glćstur. Stórmeistarinn rak smiđshöggiđ á skákina međ snjallri leikfléttu en alkunna er ađ aldrei má hleypa Jóni L. í sókn ekki einu sinni í vísi ađ sókn. Svipađa sögu er ađ segja af framvindu mála í skák IM Björgvins Jónssonar gegn CM Bárđi Erni Birkissyni ţar sem lagleg leikflétta Björgvins reiđ baggamuninn eftir langa og stranga stöđubaráttu.
Á efsta borđi lagđi GM Hjörvar Steinn Grétarsson IM Björn Ţorfinnsson í hörkuskák ţar sem Björn teygđi sig fulllangt međ húnvetnskri mannsfórn á h3 en Björn leggur eins og kunnugt er mikiđ upp úr stuđlum og höfuđstöfum í sinni taflmennsku. Á öđru borđi sigrađi GM Jóhann Hjartarson GM Ţröst Ţórhallsson eftir ađ Ţröstur vélađi peđ af andstćđingnum í byrjun tafls. Eftir miklar sviptingar kom upp endatafl sem Ţresti tókst ekki ađ halda peđi undir ţrátt fyrir hetjulega viđleitni.
Óvćntustu úrslit kvöldsins voru sigur FM Halldórs Grétars Einarssonar á FM Ingvari Ţór Jóhannessyni en Halldór fylgdi ţar eftir góđu jafntefli viđ Jón L. í fyrstu umferđ. Ingvar fékk betra út úr byrjuninni en síđan sneru kapparnir hvor á annan til skiptis ţar til ţá sundlađi en Halldór jafnađi sig fyrr af snú-snúinu og ţví fór sem fór.
Ţriđja umferđ í A-flokki hefst ţriđjudaginn 23. janúar kl. 19.30. Á efsta borđi leiđa saman hesta sína ţeir GM Jóhann Hjartarson og IM Björgvin Jónsson en magnađri skák ţeirra á Gestamótinu í fyrra lauk međ jafntefli. Á 2. borđi tefla efnispiltarnir Guđmundur Halldórsson og FM Halldór Grétar Einarsson og á 3. borđi mćtast taktísku snillingarnir Björn Ţorfinnsson og Jón L. Árnason. Nćsta víst er ađ í ţeirri orrustu verđur bćđi beitt stórskota- og fótgönguliđi međ mannfalli miklu. Á öđrum borđum verđur spennan líka í algleymingi enda mannvit mikiđ ađ tafli.
Hvítir hrafnar
Í flokki eldri skákkappa, Hvítum hröfnum, voru tefldar tvćr skákir ţetta kvöldiđ. Júlíus Friđjónsson og GM Friđrik Ólafsson skildu jafnir og sömu sögu er ađ segja af viđureign Björns Halldórssonar og Jóns Ţorvaldssonar. Báđar skákirnar voru í jafnvćgi frá upphafi. Skák Braga Halldórssonar og Jónasar Ţorvaldssonar var frestađ.
Ţriđjudaginn 23. janúar eru tvćr frestađar skákir á dagskrá. GM Friđrik Ólafsson mćtir Jóni Ţorvaldssyni í úr 1. umferđ og Bragi etur kappi viđ Jónas Ţorvaldsson í skák úr 2. umferđ.
B-flokkur
Eftir tvćr umferđir í B-flokknum eru ţrír skákmenn jafnir međ fullt fús. Gauti Páll sem vann Kristján Halldórsson, Siguringi sem vann hinn unga og efnilega Óskar Víking og Birkir Karl sem vann Óskar Long. Ađrar athyglisverđar skákir úr annarri umferđ var jafntefli hinna efnilegu Arons Ţórs Mai og Stephans Briem og Alexander Oliver Mai náđi góđu jafntefli gegn hinum reynda Kristjáni Erni Elíassyni.
Í ţriđju umferđ eigast Siguringi og Gauti Páll viđ á fyrsta borđi. Á öđru borđi mćtir Danmörk Ástralíu, en Hilmir Freyr hefur veriđ búsettur í Danmörku og Birkir Karl í Ástralíu! Margar ađrar viđureignir eru athyglisverđar, t.d. skákpabbanna Agnars Tómas Möller gegn Kristófer Ómarssyni. Svo tefla saman hinar ungu og efnilegu Freyja Birkisdóttir og Batel.
Nánar á Skákhuganum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2018 | 09:23
Guđmundur međ 4˝ vinning eftir 6 umferđir í Floripa
Guđmundur Kjartansson (2438) hefur 4˝ vinning eftir sex umferđir á alţjóđlega mótinu Floripa Chess Open sem nú er í gangi í Brasilíu. Í gćr vann hann í fyrri skák dagsins gegn alţjóđlega meistarann Diego Rafael Di Berardino (2516) en tapađi í síđari skákinni fyrir stórmeistaranum Krikor Sevag Makhitarian (2529). Guđmundur er í 12.-27. sćti, ađeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.
Sjöunda umferđ fer fram í kvöld og hefst kl. 20. Ţá teflir gummi viđ Douglas Da Silva Tores (2166). Hćgt er ađ fylgjast međ Íslandameistaranum á Chess 24.
Alls taka 416 skákmenn frá 14 löndum ţátt í mótinu. Međal keppenda eru 10 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 14 í stigaröđ keppenda.
22.1.2018 | 22:59
Hrađskákmótaröđ Taflfélags Reykjavíkur hefst föstudaginn 26. janúar
Fyrsta mót Hrađskákmótarađar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldiđ 26.janúar -á Skákdaginn- í skáksal TR ađ Faxafeni 12. Tafliđ hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ yfir 2000 skákstig, eđa ţeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofiđ 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til ţess ađ bjóđa völdum gestum undir 2000 stigum ađ tefla međ.
Tefldar verđa níu umferđir međ tímamörkunum 3+2 og verđur mótiđ reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. Ţátttökugjald er 1.000kr.
Dagskrá mótarađarinnar:
- Mót 1: 26.janúar
- Mót 2: 23.febrúar
- Mót 3: 23.mars
- Mót 4: 27.apríl
Mćlst er til ţess ađ skákmenn skrái sig í gegnum skráningarformiđ til ţess ađ auđvelda skipulagningu mótsins. Einnig verđur hćgt ađ skrá sig til leiks á skákstađ á mótsdegi en skráningu lýkur kl.19:20.
22.1.2018 | 21:03
Hannes sjóđheiđur í Marianske Lazne
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) byrjar afar vel á alţjóđlega mótinu í Marianski Lazne í Tékklandi. Í dag vann hann sína ţriđju skák í röđ en fórnarlamb dagsins var rússneski FIDE-meistarinn Aram Yeriistyan (2309). Ţrír vinningar í hús í ţremur skákum.
Á morgun eru tefldar tvćr skákir. Sú fyrri hefst kl. 8 og síđari kl. 15. Andstćđingar morgundagsins eru Rao S V Srinath (2270) og Petr Neuman (2452).
22.1.2018 | 18:28
Carlsen lék af sér manni en vann samt - Giri vann Mamedyarov
Ţađ gekk mikiđ á í áttundu umferđ Tata Steel-mótsins í Sjávarvík í gćr. Magnús Carlsen (2834) lék af sér manni gegn Gawain JOnes (2640) fyrir takmarkađur bćtur. Englendingum fatađist hins vegar flugiđ og Carlsen náđi ađ snúa skákinni sér aftur í vil og vinna. Aserinn, sjóđheiti, Mamedyarov (2804), snöggkólnađi í gćr og tapađi fyrir Anish Giri (2752).
Giri, Carlsen og Mamedyarov eru nú efstir og jafnir međ 5˝ vinning. Kramnik (2787) og Wesley So (2792) eru skammt undan međ 5 vinninga.
Frídagur var í dag. Veislan heldur áfram á morgun. Ţá teflir Carlsen viđ Anand (2767), Mamedyarov viđ Kramnik (2787) og Giri viđ Matlakov (2718).
Sjá nánari umfjöllun á Chess.com.
Myndir: Maria Emelianova/Chess.com
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12:30)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 4
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 8778727
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar