Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Korpúlfar: Mótiđ um Friđrikskónginn – ŢÓR VANN

Korpúlfar4

Hinir öldnu meistarar sem mćttir voru í Félagsmiđstöđina Borgir í Grafarvogi á fimmtudaginn var fóru létt međ ađ ţjófstarta Skákdeginum, sem hófst ekki formlega fyrr en daginn eftir, á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar.  

Tefldar voru 10 skákir í anda meistarans sem dagurinn og mótiđ var helgađ og skákgyđjunni til dýrđar. Svo fór ađ hinn ţrautreyndi og valinkunni skákmeistari Ţór Valtýsson sigrađi og fór međ frćkinn sigur af hólmi međ bara hálfan niđur  eftir harđar baráttuskákir viđ skćđustu keppinauta sína. Úrslitin komu svo sem engum á óvart enda höfđu útgönguspár í byrjun móts bent til ţess ađ svo gćti fariđ. Gunnar Örn Haraldsson, varđ annar og Sćbjörn Larsen Guđfinnsson, sigurvegarinn frá í fyrra ţriđji. Ţetta var ţriđja mót Gunnars á jafnmörgum dögum, hafđi áđur teflt međ Ćsum og Riddurum dagana á undan, en annađ mót flestra hinna í vikunni. Svo ekki verđur sagt ađ gamlingjarnir slái slöku viđ í skákiđkun sinni. 

Forsvarsmađur klúbbsins Hlynur Smári Ţórđarson var ţví miđur forfallađur og fjarri góđi gamni vegna veikinda. Voru honum í byrjun móts fćrđar innilegar kveđjur og bestu bataóskir í hans erfiđu og langdregnu sjúkrahúsvist.. 

Formenn Ása og Riddarans, ţeir Garđar Guđmundsson og Einar S. Einarsson, önnuđust um mótshaldiđ í fjarveru Hlyns, en Finnur Kr. Finnsson var skákstjóri.  Mótiđ fór hiđ besta fram.   

Korpúlfar og gestir ţeirra mun tefla áfram í Borgum á fimmtudögum kl. 12.30 -16  allt til vors, en ţetta er ţeirra annađ ár í skákmótahaldi fyrir eldri borgara.    

 Nánari úrslit má sjá á mótstöflunni hér ađ neđan

Korpúlfar3


Skákharpan XI: Gunni Gunn vann fyrsta mótiđ međ fullu húsi

GunniGunnFyrsta mótiđ af fjórum um SKÁKHÖRPUNA ađ ţessu sinni fór fram sl. miđvikudag i salarkynnum RIDDARANS í safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju.  Keppnin um skákhörpuna er nú helguđ meisturum framtíđarinnar undir kjörorđinu „Skákin lifi“.  Mótiđ er einnig hluti af dagskrá Skákdagsins eđa vikunnar sem tengd er nafni fyrsta og fremsta stórmeistara okkar Friđrik Ólafssyni.  

Gunnar Kr. Gunnarsson sem er elsti ţátttakandinn og ađ verđa hálfnírćđur í sumar lék létt á hörpunnar strengi og vann mótiđ sannfćrandi međ fullu húsi. Voru ţó engir aukvisar međal keppenda eins og sjá má á međf. mótstöflu hér ađ neđan. Líkt og kom fram hjá Jafeti Ólafssyni nú í kvöldfréttum Stöđvar 2 í sambandi viđ  bridgemótiđ sem nú er i gangi, "ađ menn geti spilađ bridge alveg fram á grafarbakkann"  má segja ađ ţađ eigi ekki síđur viđ um skákmenn. Hugarleikfimi sé ekki síđur mikilvćg en líkamsrćkt til ađ halda fullri heilsu sem lengst.

Meistari GunniGunn eins og hann er almennt nefndur međal skákmanna er fyrrv. Íslandsmeistari „í báđa enda“ eins og stundum er grínast međ, í knattspyrnu međ Val 1956 og í skák 1966. Ţá var hann einnig forseti SÍ í 4 ár, fyrst árin 1974-76 og síđar 1982-84 auk ţess ađ vera alţjóđlegur skákdómari. Framlag Gunnar til skákarinnar og skákhreyfingarinnar er ţví mikiđ og afar ţakkarvert. 

Sigurvegarar Skákhörpunnar hafa orđiđ ţessir:  2008 Sigurđur A. Herlufsen; 2009 Jóhann Örn Sigurjónsson; 2010 og 2017 Guđfinnur R. Kjartansson; 2011, 2o13 og 2014 Ingimar Halldórsson; 2012 Össur Kristinsson; 2015 Jón Ţ. Ţór; 2016 Gunnar Kr. Gunnarsson

Mótaröđin um Skákhörpuna heldur áfram nćstu 3 miđvikudaga. Ţrjú bestu mót hvers keppanda telja til stiga og vinnings. Mótin hjá Riddaranum eru jafnan mjög lífleg og fara fram í góđum anda ţótt hart sé barist og varist og engin annars bróđir í leik frekar fyrri daginn. Telft er allan ársins hring, ávallt kl. 13-17 á miđvikudögum og jafnan heitt á könnunni.

Skákharpan1


Skákdagurinn í Fellaskóla

27173781_10215469112624953_789355800583219140_o

Eftir hádegi í dag komu 60 af rúmlega 100 nemendum Fellaskóla, Fellabć saman og tefldu.

Sverrir Gestsson, skólastjóri segir svo frá á Facebook-síđunni, íslenskir skákmenn:

Ég sagđi ţeim af hverju skákdagurinn vćri haldinn hátíđlegur um allt land og einnig sýndi ég ţeim gamaldags sýningartafl sem skólinn á. Ađ lokum bćtti ég ţví viđ ađ hápunkturinn á skákferli mínum vćri ţegar ég 15 ára ađ aldri fékk ađ vera "fćrari" á Reykjavíkurskákmótinu í Glćsibć á ţví herrans ári 1972, ţar sem Friđrik Ólafsson var einmitt međal ţátttakenda og sigrađi á stigum ef ég man rétt.


Guđmundur endađi međ 6˝ vinning í Florpia

Guđmundur Kjartansson (2438) endađi međ 6˝ vinning í 10 skákum á alţjóđlega mótinu í Floripa í Brasiliú. Gummi endađi í 40. sćti. Guđmundur byrjađi vel og hafđi 4˝ eftir 5 umferđir. Verr gekk hins vegar í lokaumferđunum. 

Frammistađa Gumma samsvarađi 2360 skákstigum og lćkkađi hann um 7 skákstig. 

Alls tóku 416 skákmenn frá 14 löndum ţátt í mótinu. Međal keppenda voru 10 stórmeistarar. Guđmundur var nr. 14 í stigaröđ keppenda. 


Skákdagurinn í Stóru-Vogaskóla

IMG_1554

Í dag, föstudaginn 26. janúar er Skákdagurinn haldinn hátíđlegur um allt land. Teflt verđur í skólum, vinnustöđum, heitum pottum, kaffihúsum, úti á sjó, dvalarheimilum og leikskólum og er Stóru-Vogaskóli ţar ekki undanskilin.
 
Skákdagurinn 2018 er tileinkađur Friđrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alţjóđa skáksambandsins. Friđrik verđur 83ára á Skákdaginn sjálfan. 

Myndir frá Stóru-Vogaskóla.


Gleđilegan Skákdag! Tökum upp tafliđ!

Friđrik Ólafsson opnar vefinn

Skákdagurinn verđur haldinn hátíđlegur um land í dag föstudaginn 26. janúar á afmćli Friđriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara okkar Íslendinga. Friđrik sem verđur 83 ára gamall hefur veriđ virkur viđ skákborđiđ frá ţví á fimmta áratug síđustu aldar og teflir enn - tekur um ţessar mundir ţátt í heiđursflokki á MótX-skákhátíđ Skákdeildar Breiđabliks og Hugins. Friđrik var um hríđ međal bestu skákmanna heims, tefldi m.a. á hinu frćga millisvćđamóti í Portoroz en á ţessu ári verđa liđin 60 ár frá ţví móti. 

Stíft er teflt í kappskákmótum ţess dagana en Skákţing Reykjavíkur, Skákţing Akureyrar, MótX-skákhátíđ Skákdeildar Breiđabliks og Hugins og Meistaramót Hugins norđur eru öll í gangi í ţessum mánuđi. Til viđbótar viđ kappskákmótin verđa fjölmargir viđburđir haldnir á Skákdaginn og dagana kringum hann og skal hér stiklađ á stóru. 

Íslandsmótiđ í Fischer-random fer fram í gćr. Hjörvar Steinn Grétarsson kom sá og sigrađi. Nánar verđur sagt frá úrslitum nćstu daga.

Á Skákdaginn verđur Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands, međ fjöltefli í Landakotsskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson heimsćkir Kerhólsskóla og fjöltefli verđur í Vatnsendaskóla ţar sem Einar Ólafssonar sinnir skákkennslu. Akureyringar láta ekki sitt eftir liggja og standa fyrir mótum og kennslu í Lundarskóla, Brekkuskóla og Síđuskóla. Ţá heimsćkir Hjörleifur Halldórsson Grenivíkurskóla og verđur međ kennslu. 

Mikil gróska er í skáklífi grunnskóla á Suđurlandi um ţessar mundir og stendur Skáksamband Íslands í samstarfi viđ Fischer-setriđ fyrir Suđurlandsmóti grunnskólasveita í skák. 

Sundlaugartaflsett má finna víđa um land og á Skákdaginn bćtast í hópinn sundlaugarnar á Ţingeyri og Dalvík. 

Skákdeild Fjölnis heldur TORG-mót Fjölnis á Skákdaginn. Afar vinsćlt og vel sótt barna- og unglingamót sem hefur veriđ haldiđ frá árinu 2004. Mótiđ hefst kl. 15 og leikur afmćlisbarniđ, Friđrik Ólafsson, frysta leikinn.

Taflfélag Reykjavíkur hefur hrađskákmótaröđ á Skákdaginn sjálfan. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ 2000 skákstig eđa meira. Fjögur mót eru í röđinni

Heldri skákmenn höfuđborgarsvćđisins halda margir hverjir mikiđ upp á Friđrik og sýna honum mikinn sóma kringum Skákdaginn međ hverju mótinu á fćtur öđru. KR-ingar halda sitt hefđbundna árdegismót nćsta laugardag klukkan 10:30 í Frostaskjóli, KR-heimili. Mánudaginn 29. janúar hefst svo kapptefliđ um Friđrikskónginn en ţađ stendur í fjögur mánudagskvöld međ Grand-Prix fyrirkomulagi ţar sem menn safna stigum á hverju móti og besti samanlagđi árangur tryggir sigurvegaranum Friđrikskónginn. Ţá tefldu Korpúlfar í Grafarvogi til heiđurs Friđriki í gćr, 12:30 í félagsmiđstöđinni Borgum. Riddarar í Hafnarfirđi, ćtla ađ tefla í anda Friđriks í mótasyrpunni Skákhörpunni sem hófst á miđvikudaginn í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju. 

Laugardaginn, 27. janúar fer fram Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fram í Rimaskóla. 

Mánudaginn, 29. janúar, stendur Vinaskákfélagiđ fyrir Friđriksmóti í Vin viđ Hverfisgötu. Mótiđ er opiđ öllum og hefst kl. 13. 

Sem fyrr eru ţađ Skáksamband Íslands, Skákskóli Íslands og Skákakademía Reykjavíkur sem standa fyrir Skákdeginum í samstarfi viđ alla ţá ađila sem heiđra Friđrik Ólafsson á hans 83. afmćli. 

Tilkynningar um viđburđi og fréttir af viđburđum mega berast á frettir@skaksamband.is 


Carlsen, Giri og Mamedyarov efstir í Sjávarvík

phpGkZb9c

Ţađ er mikil spenna á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík í Hollandi. Ţegar 10 umferđum af 13 er lokiđ eru Íslandsvinirnir Anish Giri (2752), Magnus Carlsen (2834) og Shahkriyar Mamedyarov (2804) efstir og jafnir međ 7 vinninga. 

425446.7355a19c.630x354o.4fee7deb6cd7

Giri gerđi stutt jafntefli viđ Sergey Karjakin, vćntanlega í ţeirri von ađ helstu andstćđingar ynnu ekki. Sú varđ ekki raunin ţví heimsmeistari norski lagđi Wesley So (2792) ađ velli og Aserinn brosmildi vann Peter Svidler (2768). Vladimir Kramnik (2787) er fjórđi međ 6˝ vinning.

php6ILKg2

Á morgun mćtast tveir stigahćstu skákmenn heims. Mamedyarov og Carlsen. Giri teflir viđ Caruana (2811)

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com. 

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


Lundarnir á ferđ í kvöld!

Tile_Reykjavik_PuffinsÍ kvöld klukkan 19:35 hefst 2. umferđ í PRO Chess League. Umferđin sjálf hefst í raun fyrr um daginn en viđureign Reykjavik Puffins og London Towers hefst á slaginu 19:35 á Chess.com.

Í síđustu viku gerđu Lundarnir jafntefli viđ Marseille Migraines međ Maxime Vachier-Lagrave í broddy fylkingar.

London Towers liđiđ er leitt af enska stórmeistaranum Gawain Jones (2659) sem notar frídaginn á Tata Steel mótinu til ađ styrkja London liđiđ. Ađrir í liđinu er: IM Ameet Ghasi (2467), GM Keith Arkell (2415) og IM Peter Roberson (2403).

Liđ Lundana ađ ţessu sinni skipa:

GM Jóhann Hjartarson (2539), GM Helgi Ólafsson (2512), IM Jón Viktor Gunnarsson (2460) og IM Björn Ţorfinnsson (2398).

Allir tefla viđ alla á fjórum borđum og ţví 16 vinningar í bođi. Búast má viđ jöfnum og spennandi match.

Hćgt verđur ađ fylgjast međ skákunum og Chess.com en viđ mćlum međ ţví ađ kíkja á beina útsendingu Puffins í umsjón FM Ingvars Ţórs Jóhannessonar sem verđur hér: http://www.twitch.tv/reykjavikpuffins

Heimasíđa PRO Chess League

Útsending Chess.com


Afleikir og atgangur harđur í ţriđju umferđ Skákhátíđar MótX

IMG_0043

Fjórđa umferđ Skákhátíđar MótX var tefld ţriđjudagskvöldiđ 30. janúar. Skákmenn kepptust viđ ađ ţjarma hver ađ öđrum strax í byrjun međ heimabrugguđum launráđum, fylkingum laust saman og vopnabrak mikiđ dundi um valinn. Svo mikiđ gekk á ađ leikjum var víxlađ og ólöglegir leikir spruttu úr krumlum ráđvöndustu manna.

A flokkur

 

Efstir fyrir umferđina voru kempurnar Hjörvar Steinn Grétarsson, Björgvin Jónsson og Halldór Grétar Einarsson međ tvo og hálfan vinning hver. Hjörvar Steinn sat yfir í fjórđu umferđinni en á efsta borđi mćttust forystusauđirnir Björgvin Jónsson og Halldór Grétar. Björgvin kom afar vel undirbúinn til leiks eins og hans er háttur, ţann veg ađ Halldór Grétar, sem hafđi leikiđ á als oddi á Skákhátíđinni fram ađ ţessu, var skotinn niđur međ ţeirri tegund lásboga er rýfur hverja brynvörn.

Á öđru borđi mćtti stórmeistarahrellirinn Ţorsteinn Ţorsteinsson Jóhanni Hjartarsyni. Úr varđ hörkuskák ţar sem allt virtist stefna í jafntefli ţegar Ţorsteinn hleypti taflinu upp á drottningarvćng. Reyndist upphlaup ţađ feigđarflan hiđ mesta og laut hinn öflugi kappi Ţorsteinn í dúk međ brotinn boga og brostinn streng.

Ţröstur Ţórhallsson lagđi Björn Ţorfinnsson í vel útfćrđri skák ţar sem Ţröstur fann réttu leiđina í vandasömu drottningarendatafli. Jón L var lengi vel međ mun betra gegn Erni Leó og líklegast unniđ á einhverjum stađ en arnarljóniđ unga varđist af grimmd og hélt jöfnu. Meistarabaninn Baldur Kristinsson hélt uppteknum hćtti og lagđi hinn firnasterka fidemeistara Magnús Örn.

Mest gekk á í skák Huginskappanna Ingvars Ţórs Jóhannessonar og Kristján Eđvarđssonar sem breyttist í örleikrit ţegar á ţví harđasta stóđ. Rétt eftir ađ Kristján lék jafnteflisstöđu niđur í tapađ tafl, henti ţađ Ingvar Ţór ađ leika ólöglegum leik. Gefum Ingvari orđiđ: „Ég veit ekki hvađ ég hef teflt margar kappskákir, örugglega yfir 1.000, en ţetta er í fyrsta skipti sem ég leik ólöglegum leik. Til ađ toppa ţvćluna hefđi ég getađ veriđ sjúklega óheppinn. Ef ţađ hefđi ekki veriđ peđ á f4, hefđi ég orđiđ ađ bera drottninguna fyrir – snertur mađur hreyfđur! Ţá hefđi ég tapađ „on the spot“ eins og mađur segir. Ţađ hefđi nú veriđ meiri sagan!“

Önnur úrslit voru ţau ađ Vignir Vatnar lagđi félaga sinn úr TR, Benedikt Jónasson, sem var funheitur á Gestamótinu í fyrra en hefur ekki veriđ sjálfum sér líkur á ţessu móti. Annađ öflugt TR tvíeyki tókst á ţar sem Dađi Ómarsson lagđi félaga sinn Bárđ Örn Birkisson. Lenka náđi loks vopnum sínum gegn Degi Ragnarssyni en Guđmundur Halldórsson og Oliver Jóhannesson skildu jafnir.

A-flokkur hjá Chess-Results

Stórmeistararimmur í 5. umferđ

Alţjóđlegi meistarinn lögvísi, Björgvin Jónsson, er einn efstur ađ fjórum umferđum loknum međ ţrjá og hálfan vinning. Í humáttina koma tveir lögfróđir stórmeistarar og einn fasteignasérfrćđingur: Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson međ ţrjá vinninga hver. Ţriđjudaginn 6. febrúar kl. 19.30 verđur baráttunni haldiđ áfram. Björgvin situr yfir en tveimur efstu borđum verđur stórmeistaraslagur af bestu gerđ. Jóhann Hjartarson hefur hvítt á móti Hjörvari Steini og Hannes Hlífar, nýkominn ađ utan, stýrir hvítu mönnunum gegn Ţresti Ţórhallssyni. 

Hvítir hrafnar

Ţriđja umferđ Hvítra hrafna var tefld 30. jan. Jónas Ţorvaldsson lagđi Björn Halldórsson međ snaggaralegri kóngssókn, Friđrik Ólafsson og Bragi Halldórsson sćttust á skiptan hlut eftir skammvinn vopnaviđskipti og Jón Ţorvaldsson lét sverfa til stáls gegn Júlíusi Friđjónssyni sem hélt jöfnu á ystu nöf í langri skák.

Í fjórđu umferđ Hvítra hrafna 6. feb. hefur Jónas Ţorvaldsson hvítt gegn Friđriki Ólafssyni, Björn Halldórsson stýrir hvítum mönnunum gegn Júlíusi Friđjónssyni og Bragi Halldórsson hefur hvítt gegn Jóni Ţorvaldssyni.

Hvítir hrafnar hjá Chess-Results 

B flokkur

Gauti Páll hélt sínu striki og vann núna Aron Ţór Mai. Er međ hreint borđ, kominn međ vinningsforskot og ţar ađ auki búinn ađ tefla viđ ţann sem er í öđru sćti. Í öđru sćti er Siguringi Sigurjóns sem vann góđan sigur međ svörtu á móti hinum efnilega Hilmi Frey Heimissyni. Jafnir Siguringa eru svo tveir efnilegir Breiđablikspiltar ţeir Birkir Ísak og Stephan Briem. Birkir Ísak vann Kristján Örn Elíasson örugglega í fjórđu umferđ, en Stephan sat yfir í skólabúđunum ađ Laugum í Sćlingsdal.

Í B-flokknum keppa Blikar um Unglingameistaratitil Breiđabliks. Birkir Ísak vann 2014-15 en Stephan er núverandi meistari. Ţeir tefla saman í nćstu umferđ og gćti sú skák gefiđ vísbendingu um nćsta meistara. Annar hluthafi í öđru sćtinu er Agnar Tómas Möller sem vann Óskar Long.

B-flokkur hjá Chess-Results

Nánar á Skákhuganum

 


Íslandsmótiđ í Fischer-random skák fer fram á morgun - ÖLLUM OPIĐ!

Susan-Polgar-and-Bobby-Fischer-playing-Fischer-Random

Skáksamband Íslands stendur fyrir fyrsta opinbera Íslandsmótinu í Fischer-random skák fimmtudaginn 25. janúar nk. Tilvalin ćfing fyrir íslenska skákmenn Evrópumótiđ í Fischer-random skák fer fram í Hörpu 9. mars  á 75 ára afmćlisdegi Fischers. Friđrik Ólafsson leikur fyrsta leik mótsins en mótiđ er hluti af hátíđarhöldunum í kringum Skákdag Íslands sem er afmćlisdegi Friđrik, degi síđar. 

Teflt er í húsnćđi Taflélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, og hefst taflmennskan kl. 19:30.

Tefldar međ 7 umferđir međ umhugsunartímanum 5-3

Góđ verđlaun verđa í bođi en GAMMA er styrktarađili mótsins. 

  1. 40.000 kr.
  2. 25.000 kr.
  3. 15.000 kr.
  4. 10.000 kr.
  5. 10.000 kr.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfinu. 

Eftirtaldin aukaverđlaun verđa í bođi. 10.000 kr. í hverjum flokki: 

  • Kvennaverđlaun
  • Unglingaverđlaun (2002 og síđar)
  • Öldungaverđlaun (1953 og fyrr)

Aukaverđlaun skiptast ekki – heldur er stuđst viđ Buchols-stig. Ekki er hćgt ađ fá bćđi ađal- og aukaverđlaun heldur fá menn ţau sem eru hćrri.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn).  

Ţátttökugjöld eru kr. 1.000. Stór- og alţjóđlegir meistarar eru undanţegnir ţátttökugjöldum. Helmingsafsláttur fyrir 16 ára og yngri. 

Stuđst er viđ FIDE-reglur um Fischer-random sem og almennar hrađskákreglur FIDE. Hvorug tveggja má nálgast hér

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778721

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband