Fćrsluflokkur: Spil og leikir
25.11.2014 | 11:37
Atskákmót Víkingaklúbbsins fer fram á fimmtudag
25.11.2014 | 08:56
Jólamót TR og SFS fer fram á sunnudag og mánudag
Yngri flokkur (1. - 7. bekkur)
Keppnisstađur: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12
Keppt verđur í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er ađ senda A, B, C o.s.frv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir. Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara.
Í yngri flokki verđur keppt í tveimur riđlum sunnudaginn 30. nóvember.
Suđur riđill hefur keppni kl. 10.30 (sjá skóla hér ađ neđan)
Norđur riđill hefur keppni kl. 14.00 (sjá skóla hér ađ neđan)
Tefldar verđa 6 umferđir (hrađmót) eftir Monrad kerfi. Umhugsunartími: 10 mín. á skák. Ţátttökurétt hafa börn úr grunnskólum Reykjavíkur í 1.-7. bekk. Mikilvćgt er ađ liđsstjóri fylgi liđum hvers skóla. Verđlaunaafhending verđur ađ lokinni keppni.
Tvćr efstu sveitir í hvorum riđli munu keppa til úrslita viđ sveitirnar úr hinum riđlinum um ţrjú efstu sćtin mánudaginn 1. desember kl. 17:00.
Eldri flokkur (8. - 10. bekkur).
Keppnisstađur: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12
Keppt verđur í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er ađ senda A, B, C o.sfrv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir. Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara.
Keppni í eldri flokki verđur mánudaginn 1. desember kl. 17:00. Tefldar verđa 6 umferđir (hrađmót) eftir Monrad kerfi.
Umhugsunartími: 15. mín. á skák. Ţátttökurétt hafa unglingar úr grunnskólum Reykjavíkur í 8.-10. bekk. Verđlaunaafhending verđur ađ lokinni keppni.
Ţátttaka í báđa flokka tilkynnist til skrifstofu Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur eigi síđar en föstudaginn 28. nóvember. Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ.
Skráning sendist á netfang: soffia.palsdottir@reykjavik.is
Taflfélag Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar vonast til ađ sem flestir ţessara skóla sjái sér fćrt ađ senda sveitir til leiks á eitt af skemmtilegustu mótum vetrarins!
Skipting í riđla yngri flokks
Yngri flokkur Suđur riđill (kl. 10.30):
Ártúnsskóli - Breiđagerđisskóli - Breiđholtsskóli - Brúarskóli - Fellaskóli - Fossvogsskóli - Grandaskóli - Háaleitisskóli - Hagaskóli - Háteigsskóli - Hlíđaskóli - Hólabrekkuskóli - Hraunkot - Klettaskóli - Melaskóli - Norđlingaskóli - Réttarholtsskóli - Selásskóli - Seljaskóli - Suđurhlíđarskóli - Ölduselsskóli
Yngri flokkur Norđur riđill (kl. 14:00):
Árbćjarskóli - Austurbćjarskóli - Dalsskóli - Foldaskóli - Hamraskóli - Húsaskóli Ingunnarskóli - Ísaksskóli - Kelduskóli - Klébergsskóli - Landakotsskóli - Langholtsskóli - Laugalćkjaskóli - Laugarnesskóli - Rimaskóli - Sćmundarskóli - Vćttaskóli - Vesturbćjarskóli - Vogaskóli
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2014 | 07:00
Minningarmót um Birgi Sigurđsson fer fram á morgun
Á morgun, ţriđjudag, tefla Ásar í minningu Birgis Sigurđssonar fyrrverandi formanns félagsins. Hann lést sl. vetur 87 ára ađ aldri. Teflt er í Stangarhyl 4
Tefldar verđa níu umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.
Allir skákmenn 60+ velkomnir til leiks. Mótiđ byrjar á mínútunni kl. 13.00. Teflt verđur um nýjan verđlaunagrip.
Spil og leikir | Breytt 24.11.2014 kl. 18:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2014 | 11:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Hvar varst ţú ţegar MC lék 26. Kd2?
Möguleikar Magnúsar Carlsen á ađ verja heimsmeistaratitilinn stórjukust á laugardaginn ţegar hann vann sjöttu skákina í einvíginu um heimsmeistaratitilinn. Skákin er ţegar orđin frćg vegna ótrúlegrar yfirsjónar Magnúsar sem gaf Anand kost á ađ knýja fram auđunniđ endatafl međ sáraeinfaldri leikfléttu. Blađamannafundur eftir skákina snerist eingöngu um ţessa tvo afleiki og stórmeistararnir sátu fyrir svörum eins og sakborningar viđ réttarhöld en gáfu báđir svipađa skýringu; Magnús kvađst hafa séđ mistökin undir eins og hann lék 26. Kd2 og Anand, sem lék 26.... a4 ţegar í stađ, sá einnig um leiđ ađ tćkifćri til ađ vinna skákina og ná forystu í einvíginu hafđi ţá gengiđ honum úr greipum. Einn skákskýrandi, rússneski stórmeistarinn Peter Svidler, taldi líklegt ađ erfitt myndi reynast fyrir Anand ađ losa sig viđ stöđuna eftir 26. Kd2 úr kollinum og viđmćlandi hans, Vladimir Kramnik, tók í sama streng.
Samfélagsmiđlar loguđu ţegar Magnús var sleginn ţessari skákblindu og eitt skemmtilegasta tístiđ kom frá einum landa hans sem kvađst ćtla ađ panta nokkra boli međ áletruninni : Hvar varst ţú ţegar MC lék 26. Kd2?
Garrí Kasparov taldi ađ ţarna hefđu sést einhverjir mestu afleikir í sögu heimsmeistaraeinvígja og vissulega er hćgt ađ rifja upp nokkra slíka, úr 11. skák hans viđ Karpov 1985, 14. skák Fischers og Spasskís 1992, 9. skák Tals og Botvinniks 1960, 6. skák Bronsteins og Botvinniks 1951, 57. Kc2 og ţannig mćtti lengi telja. En munurinn er ţó sá ađ í ţessum tilvikum lét refsingin ekki á sér standa, slagkraftur bestu skákmanna heims lét ekki ađ sér hćđa en ađ Anand skuli hafa misst af 26.... Rxe5 er til vitnis um ţá gríđarlegu taugaspennu sem fylgir einvíginu. Magnús kvađst hafa veriđ undir áhrifum ţessarar yfirsjónar lengi vel međan á skákinni stóđ og ekki teflt sem best. Anand taldi líklegt ađ vitneskjan um afleikinn hefđi truflađ sig mikiđ og hann tók nokkrar kolrangar ákvarđanir í teflanlegri stöđu og tapađi í ađeins 38 leikjum:
6. einvígisskák:
Magnús Carlsen Wisvanathan Anand
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Bb4 7. Dd3!?
Leynivopn Magnúsar sem ákvađ ađ láta reyna á hćfni sína í opnu Sikileyjarvörninni. Algengara er 7. e5 Re4 8. Dg4 međ flókinni stöđu.
7. ... Rc6 8. Rxc6 dxc6 9. Dxd8+ Kxd8 10. e5 Rd7 11. Bf4 Bxc3+ 12. bxc3 Kc7 13. h4 b6 14. h5 h6 15. O-O-O Bb7 16. Hd3 c5 17. Hg3 Hag8 18. Bd3 Rf8 19. Be3 g6 20. hxg6 Rxg6 21. Hh5 Bc6 22. Bc2 Kb7 23. Hg4 a5 24. Bd1 Hd8 25. Bc2 Hdg8
Hvítur er búinn ađ byggja ţunga pressu en góđ áćtlun til ađ ţróa stöđuna liggur ekki á lausu, 26. Kd1 má svara međ 26.... Re7 og Magnús ţekkir manna best mikilvćgi virkrar stöđu kóngsins í endatafli og lék:
26. Kd2??
Hér kemur afleikurinn. Magnús var skelfingu lostinn ţegar hann sleppti kónginum en lét á engu bera.
Ég átti ekki von á neinum gjöfum, sagđi Anand eftir skákina. En hann lék of hratt. Svarta stađan er auđunnin eftir 26.... Rxe5! 27. Hxg8 Rxc4+ 28. Kd3 Rb2+! 29. Ke2 Hxg8 o.s.frv.
27. Ke2 a3 28. f3 Hd8? 29. Ke1 Hd7 30. Bc1 Ha8 31. Ke2 Ba4 32. Be4+ Bc6
Ţađ er erfitt ađ skýra ţá ákvörđun Anands ađ láta liđsaflann á kóngsvćng lönd og leiđ međ öđru en ađ vísa í bjánahrollinn sem hlýtur ađ hafa gripiđ hann eftir 26. leikinn.
33. Bxg6 fxg6 34. Hxg6 Ba4 35. Hxe6 Hd1 36. Bxa3 Ha1 37. Ke3 Bc2 38. He7+
- og Anand gafst upp, 38.... Kc8 39. Hxh6 hótar máti borđinu og 38.... Ka6 39. Hxh6 hótar 40. Bxc5.
Stađan: Magnús Carlsen 3 ˝ : Wisvanathan Anand 2 ˝.
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. nóvember
Spil og leikir | Breytt 20.11.2014 kl. 12:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2014 | 07:00
Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld
Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 24. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudaga í hverjum mánuđi ađ desember undanskildum og ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 20.11.2014 kl. 11:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2014 | 20:34
Björgvin og Guđmundur Íslandsmeistarar eldri skákmanna
Ţetta fyrsta Íslandsmót í eldri aldursflokkum 50+ og 65+, sem nýlokiđ er, tókst vel ađ flestra mati og umgerđ ţess glćsileg. Teflt var í Hásölum Strandbergs,safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, ţar sem RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara hefur ađsetur, en framkvćmd mótsins var ađ mestu á hans vegum hans í góđu samstarfi viđ Skáksamband Íslands. Mótiđ fékk góđa kynningu og var baksíđa Morgunblađsins daginn áđur helguđ ţví og á sem slíkt vafalítiđ eftir ađ fara sögunnar spjöld.
Einar S. Einarsson var mótsstjóri, en ţeir Ólafur Ásgrímsson og Páll Sigurđsson skákstjórar og dómarar. Sr. Jón Helgi Ţórarinsson, sóknarprestur, setti mótiđ međ stuttu ávarpi og minnist um leiđ 100 ára afmćlis kirkjunnar í ár, lýsti ánćgju međ ađ mótiđ vćri liđur í viđburđum ţví tengdu og bćri undirheitiđ Strandbergsmótiđ í skák, sem skákhátíđin Ćskan og Ellin bar áđur. Sverrir Gunnarsson, 87 ára, heiđursriddari, lék fyrsta leikinn fyrir Björgvin Víglundsson, sem í framhaldi ţar af gerđi sér lítiđ fyrir og vann sér Íslandsmeistaranafnbót í flokki 65 ára og eldri. Sportvörubúđin JÓI ÚTHERJI gaf alla verđlaunagripi og tvo útskorna farandgripi fyrir framtíđina.
Segja má ađ ţetta mót brjóti í blađ í skáksögulegu tilliti ţegar tveir nýir flokkar eru opnađir til keppni um Íslandsmeistaratitla sem hluti af rótgrónu Skákţingi Íslands. Ţađ fer vissulega sérstaklega vel á ţví ađ efna til slíks móts fyrir eldri skákmenn, einkum í öldungaflokki 65+, sem er löngu tímabćrt. Ţar er um ađ rćđa hóp ástríđuskákmanna frá fornu fari sem helga skákinni tíma sinn og tómstundir í ellinni og fengu ţarna loks tćkifćri til ađ keppa sína á milli á alvörumóti. Taflmennskan í klúbbum ţeirra er meira og minna í ćfingaskyni, ţeim til ánćgju- og yndisauka sem á félagslegum nótum, ţó jafnan sé ţar hart vegist á. Hvađ mótsfyrirkomulagiđ varđar má segja ađ ţađ hafi boriđ merki ţess ađ vera í mótun og má vafalítiđ endurbćta í framtíđinni. Ţátttaka Akureyringanna tveggja bjargađi ţví ađ mótiđ gat stađiđ undir nafni sem Íslandsmót.
Fyrir utan Íslandsmeistaratitilinn voru einnig veitt verđlaun í ţremur aldurflokkum, 70 ára +, sem féllu Ţór Valtýssyni í skaut, 75 ára + sem Sigurđur E. Kristjánsson nćldi sér í (sjónarmun á stigum á undan greinarhöfundi
og 80 ára+ sem Páll G. Jónsson var vel ađ kominn.
Drćm ţátttaka og slćm forföll á síđustu stundu setti mark sitt á mótiđ ungmennaflokknum 50+ ţó Íslandsmeistarinn nýbakađi Guđmundur S. Gíslason sé vel ađ sínum titli kominn. Varaforseti SÍ Pálmi R. Pétursson, sem hafđi hlaupiđ í skarđiđ til ađ vaka yfir mótinu í fjarveru GB smellti sér í taflmennskuna og minnstu munađi ađ hann hreppti titilinn. Var ţó feginn ađ ţurfa ekki ađ sćma sig honum sjálfur en var vel ađ
silfurverđlaunum sínum kominn. Allir tefldu viđ alla vegna fámennis. Ţátttaka Ísfirđingsins bjargađi ţví líka ađ mótiđ gćti í raun kallast landsmót. Ekki sjálfgefiđ ađ halda ţessi mót samtímis eđa blanda ţeim saman í framtíđinni, nema ţátttaka verđi ţeim mun betri og almennari. Vert vćri ađ veita Íslandsmeisturunum í báđum flokkum brautargengi til ţátttöku Evrópu- og heimsmeistaramótum eldri skákmóta senior tournaments, sem haldin eru árlega.
Međf. mótstöflurnar segja svo sína sögu um heildarúrslit sem má líka finna á Chess-Results hér (65+) og hér (50+). Einnig fylgir yfirgripsmikil myndasyrpa af vettvangi sem segir meira en mörg orđ um spennuţrungiđ mót og glćsilega umgjörđ ţess. /ESE
23.11.2014 | 18:25
Tvíburabrćđurnir í efstu sćtum á fjölmennu TORG-skákmóti Fjölnis
Líkt og undanfarin ár var góđ ţátttaka á TORG skákmóti Fjölnis sem haldiđ var í Rimaskóla í gćr laugardaginn 22. nóvember. Ánćgjulegt var hversu margir sterkir skákmenn frá Hugin og TR heimsóttu Grafarvoginn af ţessu tilefni en alls tóku 50 grunnskólakrakkar ţátt í mótinu.
Kópavogsbúar fóru mikinn í keppninni og ţegar upp var stađiđ deildu ţeir međ sér fimm af sex efstu sćtunum. Tvíburabrćđurnir Björn Hólm (5,5) og Bárđur Örn (5) urđu í tveimur efstu sćtunum og deildi Bárđur Örn öđru sćtinu međ ţeim Dawid Kolka (5) og Mykhaaylo Kravchuk (5). Í nćstu sćtum komu ţau Vignir Vatnar, Felix og Nansý, öll međ 4,5 vinninga. Ţessir krakkar sátu oftast viđ efstu borđin upp á sviđi en auk ţeirra voru ţeir Jóhann Arnar, Aron Ţór Mai, Heimir Páll og Óskar Víkingur ađ berjast innbyrđis um efstu sćtin.
Vinsćldir TORG mótsins í gegnum árin hafa mótast af ţví hversu margir vinningar frá fyrirtćkjum á TORGINU í Hverafold vćru í bođi, mótiđ er ókeypis og vinsćlar veitingar NETTÓ í skákhléi eru vel ţegnar. Mótiđ ţykir einnig vel skipulagt og glćsilegt ţegar ćska landsins er annars vegar. Ađ ţessu sinni voru 30 verđlaun eđa happadrćttisvinningar í bođi sem glöddu meirihluta keppenda.
Helgi Ólafsson stórmeistari, landsliđsmađur og skólastjóri Skákskóla Íslands var heiđursgestur mótsins og flutti gott ávarp til keppenda ţar sem hann hvatti ţá til ađ tefla mikiđ og lesa meira af skákbókum. Helgi lék fyrsta leikinn fyrir Hákon Garđarsson í Fjölni. Keppendur tókust í hendur og tefldu međ stuttu skákhléi sex umferđir. Keppnin reyndist ćsispennandi á efstu borđum allan tímann og talsvert um jafntefli eftir skákir tefldar í botn.
Ţrír eignarbikarar voru afhentir sigurvegurum í eldri, yngri og stúlknaflokki. Eins og áđur sagđi vann Björn Hólm mótiđ, einn međ 5,5 vinninga, Óskar Víkingur Davíđsson vann yngri flokkinn og Rimaskólastúlkan Nansý Davíđsdóttir varđ efst í stúlknaflokki. Ţetta var í 11. sinn sem skákdeild Fjölnis stendur fyrir TORG skákmótinu og enginn vafi á ađ mótiđ verđur haldiđ aftur ađ ári.
Skákdeild Fjölnis vill ţakka fyrirtćkjunum á TORGINU sem gáfu verđlaun og veitingar kćrlega fyrir frábćran stuđning, NETTÓ, Runni - Stúdíóblóm, Colo´s, bakaríiđ, bókabúđin og Pizzan. Páll Sigurđsson hélt utan um alla skráningu keppenda og úrslita međ ţeim hćtti sem ekki gerist betur. Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis var mótstjóri og hafđi ríka ástćđu til ađ hrósa keppendum fyrir góđa frammistöđu viđ skákborđiđ og í allri framkomu. Foreldrar fjölmenntu, ţáđu kaffi og hjálpuđu til viđ undirbúning og frágang í kringum mótshaldiđ sem var undir stjórn Gunnlaugs Egilssonar stjórnarmanns í skákdeild Fjölnis.
23.11.2014 | 17:28
Magnus Carlsen heimsmeistari í skák
Magnus Carlsen (2863) tryggđi sér heimsmeistaratitilinn í dag. Norđmađurinn ungi vann Vishy Anand (2792) í elleftu skák heimsmeistaraeinvígisins. Ţar međ lauk einvíginu međ sigri Magnúsar 6˝ -4˝.
Anand beitti venju samkvćmt Berlínarafbrigđi spćnska leiksins. Anand fórnađi peđi á skemmtilegan hátt međ 23...b5!
en virđist í framhaldinu hafa ofmetiđ stöđu sína og fórnađi skiptamun í 27. leik međ 27...Hb4.
Carlsen tefldi framhaldiđ nánast óađfinnanlega og vann skákina í 45 leikjum.
Lokastađan:
Nokkur tíst um skák dagsins
Talked to an IM here who liked the Rb4 exchange sac - except that Magnus found an absolutely brilliant refutation #CarlsenAnand
chess24.com (@chess24com) November 23, 2014
"My play was inconsistent, but it was good enough. I can definitely improve". Justified perfectionism from Carlsen ;) #CarlsenAnand
Natalia Pogonina (@Pogonina) November 23, 2014
"After this match are you considering leaving chess Mr Anand" "No". What an awful disrespectful question. #pressconference #CarlsenAnand
chess news (@chessnews) November 23, 2014
Just an hour ago I felt Vishy had good chances to equalize the match and press for more in game 12. Amazing turn of events. #CarlsenAnand
Erwin l'Ami (@erwinlami) November 23, 2014
Anand felt it, but Anand didn't see it... #CarlsenAnand #TheEnd
Anish Giri (@anishgiri) November 23, 2014
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2014 | 09:54
Góđ frammistađa Hannesar og Guđmundar í Kosta Ríka
Hannes Hlífar Stefánsson og Guđmundur Kjartansson hafa undanfariđ veriđ ađ tefla í Kosta Ríka. Ţeim hefur gengiđ vel og dregiđ alţjóđleg skákstig inn í íslenskt skákhagkerfi.
Hannes segir svo frá á Feisbúkk:
Mótin í Costa Rica búinn vann fyrsta mótiđ međ 7.5/9 og fékk 8.5/9 í deildakeppninni hćkka um 8 stig Gummi stóđ sig líka vel međ 6/6 í einvigjum og 7/8 hćkkun um 13-15 stig!
Nánar um mótin á Chess-Results.
Magnúsar Carlsen beiđ erfitt verkefni í gćr ţegar hann stillti upp međ svörtu í fimmtu skák heimsmeistaraeinvígisins í Sochi. Á undirbúningstímanum hefur Anand fundiđ góđa hernađaráćtlun ţegar hann hefur hvítt, hann hvílir kóngspeđiđ en hefur ţaulkannađ drottningarpeđsbyrjanirnar. Ţađ lá fyrir ađ í fimmtu skákinni ţýddi lítiđ fyrir Norđmanninn ađ byggja á einhvers konar hálfţekkingu sem leiddi til afhrođs í ţriđju skákinni. Og ađdáendur hans gátu varpađ öndinni léttar: Magnús hafđi notađ frídaginn vel, tefldi byrjunina hratt og örugglega, náđi umtalsverđu tímaforskoti og freistađi Anands međ ţví ađ gefa kost á augljósum peđsleik. Í beinu útsendingunni á heimasíđu mótsins: http://www.sochi2014.fide.com/ sást hvernig hann yppti öxlum og yfirgaf sviđiđ og eftirlét Anand ađ taka býsna stóra ákvörđun og hefur sennilega giskađ rétt á ađ Indverjinn myndi sneiđa hjá óljósum flćkjum.
Síđar í skákinni lét Magnús sig ekki muna um ađ drepa hiđ frćga eitrađa peđ á b2 en lenti viđ ţađ í smávegis basli međ ađ halda stöđunni saman. Jafntefli var ţó í höfn og góđur dagur hjá Magnúsi Carlsen sem virđist hafa náđ vopnum sínum:
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb4 5. Bd2 Be7 6. Rc3 Bb7 7. Bg2 c6 8. e4 d5 9. exd5 cxd5 10. Re5 0-0 11. 0-0 Rc6 12. cxd5 Rxe5
13. d6!?
Ţetta leikbragđ Anands byggist á ţví ađ eftir 13.... Bxg2 14. dxe7 14. dxe7 kemur 15. dxe5 og eftir 15.... Bxf1 á hvítur millileikinn exf6 og hefur ţá tvo menn fyrir og góđa vinningsmöguleika.
13.... Rc6 14. dxe7 Dxe7 15. Bg5 h6 16. d5 Ra5
Og nú blasir 17. d6 blasir viđ og eftir 17.... dxd8 18. Bxf6 dxf6 19. De2 ásamt 20. Had1 virđist hvítur ekki hafa tekiđ mikla áhćttu en Anand lćtur ekki freistast.
17. Bxf6 Dxf6 18. dxe6 Dxe6 19. He1 Df6 20. Rd5 Bxd5 21. Bxd5 Had8 22. Df3 Dxb2!?
Hann hefur sennilega ekki viljađ ana međ riddarann inná d2 eftir 22.... Dxf3 23. Bxf3 Rc4 24. b3 Rd2. Sú stađa á ţó ađ halda.
23. Had1 Df6
Í fljótu bragđi lítur vel út ađ leika 23.... Hd7 en ţađ hefur kannski minnt of mikiđ á frćgan afleik Karpovs í öđru HM-einvíginu viđ Kasparov 1985 ţ.e.a.s. afbrigđiđ 24. Df5! Hfd8?? 25. Dxd7! Hxd7 26. He8+ Kh7 27. Be4+ ásamt 28. Hxd7 og vinnur. Betra er auđvitađ 24. ... Hc7 en eftir 25. Be4 g6 26. Df4! Hc5 27. Bd5! heldur hvítur sterku frumkvćđi.
24. Dxf6 gxf6 25. He7 Kg7 26. Hxa7 Rc6
Anand virtist ekki hafa mikla trú á sigurmöguleikum sínum en hann gat ţó haldiđ taflinu gangandi um langa stund međ ţví ađ leika 27. Ha4. Nú nćr Magnús hinsvegar ađ skipta upp á peđunum á drottningarvćng og tryggir jafntefliđ.
27.... Rb4! 28. Bb3 Hxd1 29. Bxd1 Rxa2 30. Hxb6 Rc3 31. Bf3 f5 32. Kg2 Hd8 33. Hc6 Re4 34. Bxe4 fxe4 35. Hc4 f5 36. g4 Hd2 37. gxf5 e3 38. He4 Hxf2 39. Kg3 Hxf5
- Jafntefli.
Stađan: Magnús Carlsen 2˝ : Wisvanathan Anand 2˝ .
Í dag verđu sjötta skákin tefld og hefur Magnús hvítt, sjöunda skákin verđur svo tefld á mánudaginn.
Á blađamannafundi eftir viđureignina gćr lét Carlsen í veđri vaka ađ hann myndi láta sverfa til stáls í nćstum tveimur skákum; reglur um einvígiđ gera ráđ fyrir spilin séu stokkuđ upp í hálfleik ţ.e.a.s. eftir sjöttu skákina og Magnús fćr aftur hvítt í ţeirri sjöundu. Ţó ađ fátt bendi til ţess ađ eitthvađ í vopnabúri hans muni reynast Anand erfitt eru ţessir tvćr skákir afar mikilvćgar og reyna verulega á ţolrif Indverjans.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 15. nóvember 2014
Spil og leikir | Breytt 20.11.2014 kl. 12:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 10
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 133
- Frá upphafi: 8778733
Annađ
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar