Leita í fréttum mbl.is

Tvíburabrćđurnir í efstu sćtum á fjölmennu TORG-skákmóti Fjölnis

IMG 5443Líkt og undanfarin ár var góđ ţátttaka á TORG skákmóti Fjölnis sem haldiđ var í Rimaskóla í gćr laugardaginn 22. nóvember. Ánćgjulegt var hversu margir sterkir skákmenn frá Hugin og TR heimsóttu Grafarvoginn af ţessu tilefni en alls tóku 50 grunnskólakrakkar ţátt í mótinu.

Kópavogsbúar fóru mikinn í keppninni og ţegar upp var stađiđ deildu ţeir međ sér fimm af sex efstu sćtunum. Tvíburabrćđurnir Björn Hólm (5,5) og Bárđur Örn (5) urđu í tveimur efstu sćtunum og deildi Bárđur Örn öđru sćtinu međ ţeim Dawid Kolka (5) og Mykhaaylo Kravchuk (5). Í nćstu sćtum komu ţau Vignir Vatnar, Felix og Nansý, öll međ 4,5 vinninga. Ţessir krakkar sátu oftast viđ efstu borđin upp á sviđi en auk ţeirra voru ţeir Jóhann Arnar, Aron Ţór Mai, Heimir Páll og Óskar Víkingur ađ berjast innbyrđis um efstu sćtin.IMG 8151

Vinsćldir TORG mótsins í gegnum árin hafa mótast af ţví hversu margir vinningar frá fyrirtćkjum á TORGINU í Hverafold vćru í bođi, mótiđ er ókeypis og vinsćlar veitingar NETTÓ í skákhléi eru vel ţegnar. Mótiđ ţykir einnig vel skipulagt og glćsilegt ţegar ćska landsins er annars vegar. Ađ ţessu sinni voru 30 verđlaun eđa happadrćttisvinningar í bođi sem glöddu meirihluta keppenda.

Helgi Ólafsson stórmeistari, landsliđsmađur og skólastjóri Skákskóla Íslands var heiđursgestur mótsins og flutti gott ávarp til keppenda ţar sem hann hvatti ţá til ađ tefla mikiđ og lesa meira af skákbókum. Helgi lék fyrsta leikinn fyrir Hákon Garđarsson í Fjölni. Keppendur tókust í hendur og tefldu međ stuttu skákhléi sex umferđir. Keppnin reyndist ćsispennandi á efstu borđum allan tímann og talsvert um jafntefli eftir skákir tefldar í botn.

IMG 5436Ţrír eignarbikarar voru afhentir sigurvegurum í eldri, yngri og stúlknaflokki. Eins og áđur sagđi vann Björn Hólm mótiđ, einn međ 5,5 vinninga, Óskar Víkingur Davíđsson vann yngri flokkinn og Rimaskólastúlkan Nansý Davíđsdóttir varđ efst í stúlknaflokki. Ţetta var í 11. sinn sem skákdeild Fjölnis stendur fyrir TORG skákmótinu og enginn vafi á ađ mótiđ verđur haldiđ aftur ađ ári.

Skákdeild Fjölnis vill ţakka fyrirtćkjunum á IMG 8102TORGINU sem gáfu verđlaun og veitingar kćrlega fyrir frábćran stuđning, NETTÓ, Runni - Stúdíóblóm, Colo´s, bakaríiđ, bókabúđin og Pizzan. Páll Sigurđsson hélt utan um alla skráningu keppenda og úrslita međ ţeim hćtti sem ekki gerist betur. Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis var mótstjóri og hafđi ríka ástćđu til ađ hrósa keppendum fyrir góđa frammistöđu viđ skákborđiđ og í allri framkomu. Foreldrar fjölmenntu, ţáđu kaffi og hjálpuđu til viđ undirbúning og frágang í kringum mótshaldiđ sem var undir stjórn Gunnlaugs Egilssonar stjórnarmanns í skákdeild Fjölnis.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.1.): 45
 • Sl. sólarhring: 52
 • Sl. viku: 425
 • Frá upphafi: 8696543

Annađ

 • Innlit í dag: 32
 • Innlit sl. viku: 298
 • Gestir í dag: 24
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband