Fćrsluflokkur: Spil og leikir
12.6.2015 | 07:45
Jóhann í 4.-7. sćti í Sardiníu - nćstsíđasta umferđin í dag
Jóhann Hjartarson er efstur íslenska skákmannanna međ 5 vinninga ţegar sjö umferđum er lokiđ í Bjarnarhöfđamótinu í Sardiníu. Í gćr vann hann Áskell Örn Kárason. Friđrik Ólafsson vann snaggaralegan sigur í gćr. Ađspurđur hafđi hann leitađ til hvernig smiđju Taimanovs frá Hastings 1956! Margeir Pétursson, og Loftur Baldvinsson, sem gerđi gott jafntefli viđ alţjóđlegan meistara koma nćstir međ 4 vinninga.
Í gćr hélt hluti hópsins upp á Bjarnarhöfđa en upp á höfanum er klettur sem er nákvćmlega eins og björn í laginu og er svćđiđ skýrđ eftir ţví. Húfan fauk af af mér í miđri myndatöku eins og sjá má.
Hópmynd
Ungu krakkarnir hafa átt gott mál flestir og eru í miklum stigagróđa.
Í gćr var teflt hrađskákmót á skákstađ. Ţar kom Óskar Long Einarsson gríđarlega sterkur inn og endađi í ţriđja sćti. Tempó og hrađi í hrađskákmótum er ítölskum skákstjórum ekki jafn eđilslćgur og okkur íslendingum! Stelpurnar létu sig ekki vanta.
Veđriđ hefur veriđ frábćrt en í dag fór ađ rigna. Ţessi pistill er ţví skrifađur innandyra!
Stađa íslensku skákmannanna
- 5-7. Jóhann Hjartarson 5 v.
- 8.-20. Friđrik Ólafsson 4,5 v.
- 21.-46. Margeir Pétursson, Áskell Örn Kárason og Loftur Baldvinsson 4 v.
- 47.-77. Gunnar Björnsson, Stefán Bergsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Heimir Páll Ragnarsson og Óskar Long Einarsson 3,5 v.
- 78.-98. Óskar Víkingur Davíđsson 3 v.
- 99.-115. Ţorsteinn Magnússon og Hörđur Jónasson 2,5 v.
- 116.-121. Stefán Orri Davíđsson og Baltasar Máni Gunnarson 2 v.
- 124. Birgir Logi Steinţórsson 1 v.
Í gćr voru sjö Íslendingar í beinni en verđa ađeins fjórir í dag. Ţađ er Jóhann, sem teflir viđ Konstantin Landa, Friđrik, Áskell og Margeir.
Bestu kveđjur frá Sardiníu.
- Heimasíđa mótsins
- Úrslitaţjónusta (áţekkt Chess-Results)
- Beinar útsendingar (yfirleitt kl. 13)
- Myndaalbúm (Facebook)
11.6.2015 | 07:00
Mjóddarmót Hugins fer fram á laugardaginn
Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 13. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi. Á síđasta ári sigrađi Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson. Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Upplýsingar um skráđa keppendur má finna hér. Ţátttaka er ókeypis!
Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmótiđ enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir ađ félagiđ flutti í núverandi húsnćđi.
Verđlaun eru sem hér segir:
- 1. 15.000
- 2. 10.000
- 3. 5.000
Skráning:
- Skak.is
- Sími: 866 0116
Spil og leikir | Breytt 9.6.2015 kl. 09:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2015 | 10:43
Langur dagur ađ baki - Íslendingaslagir í dag
Dagurinn í gćr var erfiđur en ţá voru tefldar tvćr umferđir. Ágćtlega gekk hjá Íslendingum en ţó dunu yfir nokkur áföll. Ungu krakkarnir hafa veriđ ađ gera góđi hluti.
Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson eru efstir íslenskra skákmanna. Ţeir hafa 3,5 vinning og eru í 5.-12. sćti. Svo óheppilega vill til ađ ţeir mćtast í dag. Ţeir félagarnir tóku sig til og buđu ungmennunum upp í skákkennslu í morgunsáriđ svo féll í afar góđ farveg. Margeir vann báđar sínar skákir í gćr en Jóhann tapađi fyrir Rombaldoni sem er efstur međ 4,5 vinning.
Friđrik Ólafsson hefur 3 vinninga. Hann tapađi fyrri skák dagsins en gerđi jafntefli í ţeirri síđari. Friđrik er ekki vanur ađ tefla tvćr skákir sama daginn enda ekki gert á hans skákdögum og hélt jafnvel ađ hann hafi aldrei áđur teflt tvćr skákir sama daginn!
Fyrsta Íslendingaviđureignin fór fram í gćr. Ţá mćttust Óskar Long og Óskar Víkingur (stundum kallađur Óskar Short ). Sá stutti vann skákina og Óskarsverđlaunin!
Í dag fara fram ţrjár Íslendingaviđureignir. Auk áđurnefnds stórmeistaraslags tefla Loftur og Veronika og Stefán Orri og Balthasar Máni. Ţetta er ţriđja skák Lofts í röđ viđ skákkonu!
Áskell Örn teflir viđ hann ítalska Henrik Danielsen, Enrico Danieli!
Ungu krakkarnir gera áfram góđa hluti. Heimir Páll, Óskar Víkingur og Veronika hafa öll 3 vinninga.
Umferđin hefst kl. 13 í dag. Ţá verđa Friđrik og Áskell í beinni auk Jóhanns og Margeirs.
Stađa íslensku skákmannanna
- 5.-12. Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson 3,5 v.
- 13.-48. Friđrik Ólafsson, Áskell Örn Kárason, Stefán Bergsson, Óskar Víkingur Davíđsson, Heimir Páll Ragnarsson og Veronika Steinunn Magnúsdóttir 3 v.
- 49.-76. Gunnar Björnsson, Óskar Long Einarsson og Loftur Baldvinsson 2,5 v.
- 77.-106. Ţorsteinn Magnússon 2.
- 107.-118. Hörđur Jónasson 1,5 v.
- 119.-123. Stefán Orri Davíđsson, Birgir Logi Steinţórsson og Balthasar Máni Gunnarsson 1 v.
Bestu kveđjur frá Sardiníu.
- Heimasíđa mótsins
- Úrslitaţjónusta (áţekkt Chess-Results)
- Beinar útsendingar (yfirleitt kl. 13)
- Myndaalbúm (Facebook)
10.6.2015 | 08:31
Ađalfundur TR fer fram á mánudaginn
Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn mánudaginn 15. júní í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12. Fundurinn hefst kl. 20. Dagskrá er venjuleg ađalfundarstörf. Hér ađ neđan fylgja lagabreytingatillögur sem liggja fyrir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2015 | 12:00
Riddarinn: Hvert ćfingamótiđ öđru betra!
Ekkert lát er á skákskylmingum eldri skákmanna í Vonarhöfn ţó sól hćkki á lofti. Ţar hittast gamlir skákskarfar til tafls á miđvikudögum allan ársins hring. Margir ţeirra tefla líka í öđrum klúbbum og skemmta sér viđ ađ vega mann og annan hvar sem fćri gefst ţó í óeiginlegri merkingu sé.
Síđustu mót hafa fariđ harđnandi međ ţátttöku reyndra meistara af gamla skólanum. Almennt er taflmennskan mjög lífleg og enginn annars bróđir í leik. Spennan og vígamóđurinn er ţađ sem ţessir gömlu fuskar sćkja í og ţrífast á. Allir skilja ţó sáttir enda skiptir góđur félagsskapur öllu máli.
Síđastliđinn miđvikudag var ţađ Jón Ţ. Ţór sem brá sér í víking eftir nokkurt hlé og fór međ sigur af hólmi međ 9.5 vinningi af 11 mögulegum. Kristján Stefánsson sá óútreiknanlegi ástríđuskákmađur skaust öllum á óvart upp í annađ sćtiđ, Gunnar Gunnarsson varđ ţriđji og Ingimar Halldórsson fjórđi. Fyrir viku síđan var ţađ hins vegar Gunnar sem vann međ 10.5 v., Ingimar annar og Jóhann Örn ţriđji. Og fyrir hálfum mánuđi var ţađ svo Ingimar sem gaf engin griđ og sigrađi međ sama vinningafjölda.
Taflmennska eldri skákmanna gefur lífinu mikiđ gildi fyrir ţá brýtur upp tilbreytingaleysi tilverunnar- og dreifir huga ţeirra frá Alţingisrásinni og hinum lákúrulegu umrćđum ţar, ástandinu í málefnum aldrađra og ţjóđmálum almennt. Gamall hálfútbrunninn eldmóđur blossar upp og ţeim halda engin bönd viđ ađ freista ţess ađ máta andstćđinginn eđa verđa sjálfir mát ella. J
Sjá má svipmyndir af vettvangi og vopnaviđskiptum á međf. myndskeiđum:
Öll úrslit á www.riddarinn.net.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2015 | 09:32
Mjóddarmót Hugins fer fram á laugardaginn
Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 13. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi. Á síđasta ári sigrađi Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson. Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Upplýsingar um skráđa keppendur má finna hér. Ţátttaka er ókeypis!
Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmótiđ enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir ađ félagiđ flutti í núverandi húsnćđi.
Verđlaun eru sem hér segir:
- 1. 15.000
- 2. 10.000
- 3. 5.000
Skráning:
- Skak.is
- Sími: 866 0116
9.6.2015 | 05:50
Friđrik međ glćsiskák - sex Íslendingar í beinni í morgunsáriđ
Friđrik Ólafsson sýndi ađ hann hafi engu gleymt ţegar hann vann glćsilegan sigur í ţriđju umferđ Sardiníumótsins í gćr. Fórnađi skiptamun og svo fórn og mátađi í framhaldinu. Friđrik hefur 2,5 vinning og er efstur Íslendinganna ásamt Jóhanni Hjartarsyni, Stefáni Bergssyni og Heimi Páli Ragnarssyni.
Jóhann ţurfti verulega ađ hafa fyrir sínum andstćđingi sem var 13 ára og greinilega mikiđ efni. Stefán vann góđan sigur í gćr en Heimir Páll gerđi jafntefli viđ skákmann sem var 600 skákstigum hćrri en hann. Var sérstaklega gaman ađ fylgjast međ ţeirri skák ţar sem andstćđingurinn var alveg fara af taugum á međan Heimir Páll var pollrólegur. Heimir hefur 2,5 vinning ţrátt fyrir ađ hafa teflt uppfyrir sig allt mótiđ.
Ţorsteinn Magnússon bćttist viđ í hóp ungra skákmanna sem hafa hafa stigahćrri andstćđinga. Steini vann međ smellinni taflmennsku.
Hörđur Jónasson tefldi viđ fulltrúa blindra á mótinu en Hörđur ţurfti ađ segja leikinn upphátt og leika fyrir andstćđinginn.
Stađa efstu íslensku skákmannanna:
- 6-12. Jóhann Hjartarson, Friđrik Ólafsson, Heimir Páll Ragnarsson og Stefán Bergsson 2,5 v.
- 13-43. Gunnar Björnsson, Áskell Örn Kárason, Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Óskar Víkingur Davíđsson 2 v.
- 44.-58. Margeir Pétursson, Óskar Long Einarsson og Loftur Baldvinsson 1,5 v.
Tvćr umferđir fara fram í dag og hefjast ţćr klukkan 7 og 13:30. Sex Íslendingar eru í beinni í fyrri umferđ dagins.
Ţađ eru Friđrik sem teflir viđ ítalska stórmeistarann Sabino Brunello, Jóhann Hjartarson, Stefán Bergsson, Áskell Örn, Margeir Pétursson og yđar einlćgur.
Bestu kveđjur frá Sardiníu,
Gunnar
- Heimasíđa mótsins
- Úrslitaţjónusta (áţekkt Chess-Results)
- Beinar útsendingar (yfirleitt kl. 13)
- Myndaalbúm (Facebook)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2015 | 17:58
Gott gengi íslensku keppendanna í Sardiníu
Önnur umferđ Bjarnarhöfđa-mótsins fór fram í Sardiníu í gćr. Jóhann Hjartarson vann en Margeir Pétursson og Friđrik Ólafsson gerđu jafntefli. Áskell Örn Kárason var nćrri ţví ađ halda jafntefli gegn Sabino Brunello. Óskar Víkingur Davíđsson og Heimir Páll Ragnarsson eru ţeir eru einu sem hafa fullt hús en ţeir hafa veriđ ađ tefla viđ mun veikari andstćđinga.
Heilt yfir gengur Íslendingum vel. Krakkarnir ungu hafa veriđ ađ gera góđa hluti. Heimir Páll, Óskar Víkingur, Stefán Orri og Veronika hafa öll veriđ ađ vinna stigahćrri andstćđinga. Sumir eru auđvitađ ađ stíga sín fyrstu skref á alţjóđlegu móti og fá hér frábćra reynslu.
Ađstćđur eru allar til fyrirmyndar. Flott sett á dúkuđum borđum. Loftkćling til stađar og vel fer um keppendur.
Í hádeginu er svo hlađborđ međ úrvalsfćđi. Gisting og fullt fćđi kostar ađeins um 9.000 kr. á fullorđinn.
Í gćr fór fram Pub Quiz í umsjón Stefáns Bergsson og Erlu og gekk vel. Ingvar Ţór Jóhannesson reyndist ráđagóđur frá Hafnarfirđi en hann henti í nokkrar spurningar. Ian og Cathy Rogers sem eru hér í fríi og vinnu unnu sigur.
Ég sjálfur gerđi jafntefli í gćr viđ Alan Byron, tíđan gest á Reykjavíkurmótunum, í hörkuskák og er heilt yfir ánćgđur viđ taflmennsku mína.
Margeir, Jóhann, Friđrik og Áskell verđa allir í beinn í dag en umferđin hefst kl. 13. Vek athygli á ţví ađ á morgun eru tvćr umferđir og hefst sú fyrri kl. 7.
Ţessi pistill átti ađ birtast fyrir umferđ í dag - en birting mistókst.
Bestu kveđjur frá Sardínu,
Gunnar
- Heimasíđa mótsins
- Úrslitaţjónusta (áţekkt Chess-Results)
- Beinar útsendingar (yfirleitt kl. 13)
- Myndaalbúm (Facebook)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Íslandsmótinu sem lauk í Hörpu um síđustu helgi var tekin upp sú ágćta regla ađ banna jafntefli áđur en 30 leikjum var náđ. Ţó gátu menn slíđrađ sverđin ef sama stađan kom ţrisvar en ţađ kom ekki oft fyrir. 30 leikja reglan er reyndar rússnesk uppfinning og var ef ég man rétt notuđ á sovéska meistaramótinu 1973 ţegar herđa átt upp bestu skákmennina eystra eftir hrakfarir ţeirra í viđskiptum sínum viđ Bobby Fischer. Nokkrir háttsettir menn úr íţróttamálaráđuneytinu vildu raunar fangelsa ţá sem fylgdu Spasskí til Reykjavíkur sumariđ 1972 međ ţeim rökum, ađ afhrođ á keppnisvelli geri kröfu til ţess ađ sökudólgur sé fundinn ţegar í stađ. En ţrátt fyrir 30 leikja regluna tókst hinum friđsömu á ţessu meistaramóti ađ semja sín jafntefli og ţá yfirleitt međ samningum áđur en skákin var tefld; í bakherbergjum hripuđu menn niđur sennilegt 30 leikja handrit og skákin síđan tefld og jafntefli samiđ.
30 leikja reglan náđi ţví aldrei miklum vinsćldum en svo komu Búlgarar međ Sofia-regluna sem leggur blátt bann viđ jafnteflum nema međ leyfi og fyrir milligöngu skákdómara. Á Íslandsmótinu kallađi 30 leikja reglan fram mikla baráttu í nánast hverri einustu skák en mönnum gekk misjafnlega vel ađ halda haus í vandasömum stöđum eins og gengur:
Einar Hjalti Jensson Björn Ţorfinnsson
Eftir byrjun sem Birni er nokkuđ vel kunn ćtlađi hann ađ leika 12....De8 en ţá fór hugurinn á flug og skyndilega greip Björn í biskupinn...
12. ...Bxh2+? 13. Kxh2 De8
Hótar riddaranum og 13. ...Rh4 en hvítur á gott svar: 14. Bc5! međ hugmyndinni 14. ...Rg4+ 15. Kg3 og 15. ...Dg6 strandar á 16. Re7+. Einar Hjalti hefđi átt ađ rissa upp valkostina í huganum en lék...
14. exd5 Rh4+ 15. Kg3 Dh5 16. f4?
Tapar. Nauđsynlegt var fyrst 16. Re7+ og síđan 17. f4.
16. ... He8! 17. Re5 Hxe5! 18. fxe5 Dxe5+ 19. Hf4
Eđa 19. Kf3 Rxe3 20. Dxe3 Bg4+! 21. Kf2 Hf8+ og vinnur.
19. ... Rxe3 20. Kf3 Bg4+! 21. hxg4 Hf8+
- og Einar gafst upp ţví hann verđur mát í nćsta leik.
Henrik Danielsen Björn Ţorfinnsson
Björn komst í hann krappan í nokkrum skákum og hér situr hann ađ tafli í 10. umferđ međ koltapađa stöđu gegn Henrik Danielsen. Hann hefđi getađ gefist upp í ţessari stöđu međ góđri samvisku en ákvađ ađ henda litlu spreki á löngu slokknađ bál:
34. ... Hxh3
Ţessum leik er t.d. hćgt ađ svara međ 35. Bxf4 en Henrik lék...
35. Bxh3??
og nú kom...
35. ... Rd3+!
Henrik varđ svo mikiđ um ţennan leik ađ hann skellti upp úr, stöđvađi klukkuna og gafst upp. Stađan er vissulega töpuđ, t.d. 36. Ke2 Rxb2 37. g5 Da6+ en hann hefđi alveg eins og Björn getađ haldiđ ađeins áfram.
Jóhann Hjartarson Guđmundur Kjartansson
Í miđtafli lokaumferđar ţar sem yfirburđir hvíts eru augljósir greip Guđmundur til ţess ráđs ađ leika ...
25. ...Bf5
Og hugmyndin var einföld, 36. Rxf5 Hxe5? og nćr manninum til baka. Eđa hvađ? Jóhann í góđu formi hefđi ekki veriđ lengi ađ sjá 37. Df6! Hxf5 38. Dh8+ Ka7 39. He1 og viđ hótuninni 40. He8 er engin vörn. Hann valdi hinsvegar ađ leika...
26. f4
og eftir...
26. ... Be4!
...var biskupinn komin í óskaađstöđu og Guđmundur vann í 43 leikjum.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 31. maí
Spil og leikir | Breytt 31.5.2015 kl. 10:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2015 | 08:48
Góđ byrjun í Sardiníu
Ţađ gekk almennt vel hjá íslensku skákmönnunum í fyrstu umferđ sjöunda Bjarnarhöfđa mótsins sem fram fer í Sardínu. Sextán Íslendingar taka ţátt í mótinu. Međ fylgihlutum eru Íslendingarnar alls 30 talsins.
Í fyrstu umferđ unnust 9 skákir, 3 jafntefli og 4 skákir töpuđust. Margeir og Friđrik unnu báđir góđir sigra en Jóhann ţurfti ađ sćtta sig viđ jafntefli.
Ađstćđur á stađnum eru afar góđar. Skákstađurinn flottur og allt til stađar. Yuri Garret ađalskipugeggjari mótsins er afar fćr sem slíkur. í gćr eftir skákir setjast menn niđur á hótelbarnum og fara yfir skákirnar.
Mótshaldarinn setti mótiđ og tók fram ađ hversu mikill heiđur ţađ vćri fyrir mótiđ ađ hafa Friđrik Ólafsson ţar og var vel klappađ í salnum.
Teflt er eftir ađlöguđu svissnesku kerfi ţar sem keppendum er skipt upp í nokkrar grúppur. Ég sjálfur var t.d. efstur í minni grúppu í gćr og tefldi viđ Írann Jim Murray. Í dag tefli ég viđ Alan Byron, sem margir ţekkja úr Reykjavíkurskákmótinu, ţrátt fyrir ađ hann tapađ fyrir Brunello. Ćtla ađ reyna ađ stúdera ţetta kerfi og athuga hvort ţetta gćti veriđ eitthvađ fyrir Reykjavíkurskákmótiđ. Ekki víst ađ kerfi sem hannađ er fyrir 124 eigi endilega viđ ţar.
Margeir, Friđrik og Jóhann verđa sem fyrr í beinni í dag en umferđin hefst kl. 13. Í ţann hóp bćtist viđ Áskell Örn Kárason sem teflir viđ ítalska stórmeistarann Sabino Brunello (2526).
Bestu kveđjur frá Sardínu,
Gunnar
- Heimasíđa mótsins
- Úrslitaţjónusta (áţekkt Chess-Results)
- Beinar útsendingar (yfirleitt kl. 13)
- Myndaalbúm (Facebook)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 2
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 8778962
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar