Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Teflt viđ útitafliđ í dag

DSC 2503

Skákakademía Reykjavíkur stendur fyrir fjöltefli viđ skákmeistara viđ útitafliđ á Bernhöftstorfu á milli 14 og 17.gestir og geta teflt sín á milli. Skákmeistarinn Björn Ívar Karlsson, skákmeistari, mun tefla viđ gesti og gagnandi sem eru hvattir til ađ fjölmenna!


Frú Sigurlaug sem Einar Hjalti tefldi fyrir sigrađi í Mjóddarmótinu

Mjóddarmót 2015 - verđlaunahafar

Einar Hjalti Jensson sem tefldi fyrir Frú Sigurlaugu sigrađi međ 6v af sjö mögulegum á Mjóddarmótinu sem fram fór laugardaginn 13. júní. sl. Ţetta var annađ áriđ í röđ sem ţetta föruneyti hafđi sigur í mótin, sem er nokkuđ merkilegt fyrir ţćr sakir ađ keppendur draga um fyrirtćki.  Annar varđ Davíđ Kjartansson sem tefldi fyrir Sorpu međ 5,5v.  Siđan komu fjórir skákmenn jafnir međ 5v en ţađ voru Oliver Aron Jóhannesson sem tefldi fyrir GM  Einarsson múrarameistra, Dagur Ragnarsson sem tefldi fyrir Kaupfélag Skagfirđinga, Helgi Brynjarsson sem tefldi bara fyrir sjálfan sig ţar hann kom ađeins of seint til ađ draga og Kjartan Maack sem tefldi fyrir Ökuskólann í Mjódd.

29 skákmađur tók ţátt sem er minnsta ţátttaka frá hruni. Mótiđ var hins vegar eins og ávalt međ sterkari hrađskákmótum sem eru haldin eru hér landi. Mótiđ fór vel fram og komu engin ágreiningsefni upp ţótt ţrjár klukkur biluđu í hita leiksins.  Úrslit réđust svo ekki fyrr en í lokaumferđinni eins og vera ber. Ađstćđur á skákstađ voru nokkuđ erfiđar ţar sem sólin skein allan tímann og ţađ bjart var í göngugötunni ađ í fyrsta skipti ekki hćgt ađ notast viđ skjávarpann, síđan Monradspjöldin voru aflögđ. Skákstjóri greip ţví til ţess ráđs ađ lesa upp pörun hverrar umferđar og gekk mótiđ ágćtlega upp međ ţví móti.

Lokastađan á Mjóddarmótinu:

Röđ     Nafn                              Vinn. M-Buch.

  1. Frú Sigurlaug, Einar Hjalti Jensson, 6v, 22.,5
  2. Sorpa, Davíđ Kjartansson, 5,5v,  23.0
  3. GM Einarsson, Oliver Aron Jóhannesson, 5v, 23
  4. Kaupfélag Skagfirđinga, Dagur Ragnrsson, 5v, 20.0
  5. Helgi Brynjarsson, 5v, 20
  6. Ökuskólinn i Mjódd, Kjartan Maack,  5v, 18.0
  7. Valitor, Bárđur Örn Birkisson, 4,5, 20.0
  8. Talnakönnun, Örn Leó Jóhannsson, 4v, 22.0
  9. Arion Banki, Gauti Páll Jónsson, 4v, 21.0
  10. Suzuki bílar, Gylfi Ţórhallsson, 4v, 20.5
  11. Ţorsteinn Gauti Sigurđsson, 4v, 19.5
  12. Gámaţónustan, Guđmundur Gíslason, 4v, 16,5
  13. ÍTR, Eiríkur Björnsson, 4v, 16.0
  14. Efling stéttarfélag, Hallgerđur Helga Ţorsteinsd., 4v, 15,5
  15. HS Orka, Björn Hólm Birkisson, 4v, 14.5
  16. Landsbanki Íslands,Ţór Valtýsson, 3,5v, 20.5
  17. BV 60, Halldór Pálsson, 3,5v, 15.0
  18. Gunnar Nikulásson, 3v, 20.5
  19. Sigurđur Freyr Jónatansson, 3v, 18.5
  20. Nettó í Mjódd, Óskar Haraldsson, 3v, 16.5
  21. Finnur Kr. Finnsson, 3v, 15.5
  22. Íslandspóstur, Sigurđur Ingason, 3v, 15.0
  23. Íslandsbanki, Jón Úlfljótsson, 2.5v, 17.5
  24. Jón Víglundsson, 2.5v, 16.0
  25. Gunnar Friđrik Ingibergsson, 2,5v, 15.5
  26. Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, 2,5v, 15.5
  27. Freyja Birkisdóttir, 2v, 14.0
  28. Pétur Jóhannesson, 1,5, 14,5
  29. Björgvin Krisbergsson, 1,5v, 14.0

Björn Jónsson endurkjörinn formađur TR

Björn Jónsson var endurkjörinn formađur Taflfélags Reykjavíkur á ađalfundi félagsins sem fór fram fyrr í gćrkvöldi. Međstjórnendur voru kosnir Bragi Thoroddsen, Gauti Páll Jónsson, Kjartan Maack, Omar Salama, Ríkharđur Sveinsson og Ţórir Benediktsson.  Varastjórn skipa Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir, Eiríkur K. Björnsson, Torfi Leósson og Birkir Bárđarson. Úr stjórn gengu Ţröstur Olaf Sigurjónsson og Áslaug Kristinsdóttir og ţakkar félagiđ ţeim fyrir vel unnin störf.


Norway Chess mótiđ rétt nýhafiđ

Ofurmótiđ í Stafangri í Noregi, Norway Chess, hófst kl. 14. Međal keppenda eru flestir sterkustu skákmenn heims. Magnus Carlsen (2876), Caruana (2805), Anand (2803) og Nakamura (2802).

Carlsen og Topalov tefla saman í fyrstu umferđ. Hćgt er ađ fylgjast međ öllum herlegheitunum í beinni útsendingu.

 

 

 


Hannes í beinni frá Teplice

Hannes og LenkaHannes Hlífar Stefánsson (2580) og Lenka Ptácníková (2307) eru bćđi međal keppenda á Teplice-mótinu í Tékklandi. Hannes Hlífar hefur 2,5 vinning en Lenka hefur 2 vinninga. 

Hannes er í beinni frá fjórđu umferđ sem er nýhafin. Ţar teflir hann viđ alţjóđlega meistarann Sebastian Plischki (2395). 

Árangur ţeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results.

 


Teflt viđ útitafliđ á morgun - 17. júní

DSC 2503

Skákakademía Reykjavíkur stendur fyrir fjöltefli viđ skákmeistara viđ útitafliđ á Bernhöftstorfu og gestir geta teflt sín á milli. Skákmeistarinn Björn Ívar Karlsson, skákmeistari, mun tefla viđ gesti og gagnandi sem eru hvattir til ađ fjölmenna!

Tafliđ fer fram á milli 14 og 17.

 


Riddarinn - teflt á ţriđjudegi (í dag) ađ ţessu sinni

Riddaraslagur á ţriđjudegiRiddarar reitađa borđsins láta ekki reglubundnar skákvćringar sínar falla niđur enda ţótt ţjóđhátíđardagurinn setji strik í reikninginn međ ţví ađ vera í miđri viku. Ţessvegna verđur blásiđ til sóknar og varnar á ţriđjudegi í ţetta sinn og efnt til veislukaffis til hátíđarbrigđa.

Spennu- og gamanmyndin HRÚTAR sem vann til verđlauna í Cannes nýveriđ lýsir vel átökum tveggja sauđfjárbćnda og brćđra í Bárđardal sem talast ekki viđ frekar en skákmenn ađ tafli. Ţar leika hrútar ađalhlutverkin auk stórleikaranna Sigga Sigurjóns og Tedda Júl sem fara á kostum.

Á skákborđinu stangast menn líka á ţó međ ólíkum hćtti sé og láta ekki deigan síga ţó sumar sé. Djúpt innsći og heildstćtt stöđumat og hugsun er ţó ţađ sem gildir og rćđur úrslitum.

Í síđustu viku var metţátttaka í Vonarhöfn skáksal Riddararns í skjóli Hafnarfjarđarkirkju. Aldrei hefur mótiđ unnist á svo lágu vinningshlutfalli fyrr eđa ađeins međ 7.5 vinningi af 11 mögulegum sem segir og sýnir ađ baráttan á borđinu hefur veriđ feikihörđ. Allir skyldu ţó sćmilega sáttir á yfirborđinu.   Hér má sjá lćrdómsríkt sýnishorn af taflmennsku dagsins: 

Svo fylgir mótstaflan međ líka međ hér ađ neđan til frekari upplýsingar. Muniđ ađ tvíklikka á myndir til ađ sjá ţćr í HD, bćđi stćrri og skýrari, og klikkiđ svo ekki á ţví ađ mćta til tafls ţeir sem hafa aldur til. 

Mótstafla 8 júní

 

 


Sjö íslenskir verđlaunahafar!

Veronika međ verđlaun

Ţađ gekk sérlega vel hjá íslensku sendinefndinni í Portu Mannu í Sardiníu en mótinu lauk í gćr. Alls hömpuđu sjö Íslendingar verđlaunum! 

Jóhann

Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Friđrik Ólafsson urđu efstir Íslendinganna í 4.-14. sćti međ 6 vinninga. Jóhann varđ hćstur ţeirra eftir stigaútreikning og hlaut 6. sćtiđ.

Gunnar međ verđlaun

Áskell Örn Kárason, Veronika og yđar einlćgur urđu í 15.-28. sćti međ 5,5 vinning. Ég varđ efstur í flokki skákmanna međ minna en 2100 skákstig og Veronika önnur. Veronika varđ svo efst í u1800 flokknum.

Ţorsteinn međ verđlaun

Ţorsteinn Magnússon varđ annar í u1500 flokknum og Heimir Páll Ragnarsson varđ annar í unglingaflokki.

Heimir međ verđlaun

Íslendingar fengu tvö af ţremur verđlaunum í flokki skákmanna 60 ára og eldri. Áskell varđ ţriđji og Friđrik annar. Ţýski stórmeistarinn Lothar Vogt tók gulliđ sjónarmun á undan Friđriki eftir stigaútreiknng.

Friđrik međ verđlaunin

Yuri Garret, ađalskipuleggjandi mótsins, ţakkađi íslensku sendisveitinni sérstaklega fyrir komuna og nefndi hversu ánćgjulegt ţađ hefđi veriđ ađ fá ţessar ţrjár gođsagnir í mótiđ. Fékk hann Friđrik upp til ađ afhenda sérstök afreksverđlaun fyrir tvo unga Ítali. Friđik hélt stutta tölu og ţakkađi Yuri fyrir frábćrt mótshald. 

Áskell međ verđlaun

Íslendingar almennt mokuđu inn stigum. Í fljótu bragđi sýnist mér allir nema titilhafarnir hćkka á stigum. Engin ţó meira en Veronika og Heimir sem tóku inn 121 og 120 skákstig!

Friđrik afhendir afreksverđlaun

Konstantin Landa sigrađi á mótinu. Varđ efstur ásamt Sabino Brunello en vann mótiđ á stigum.

Landa

Leikur mótsins

Áskell Örn Kárason átti án efa einn allra merkilegasta leik mótsins. Í nćstsíđustu umferđin lék hann 38...Ba6+ sem vann skákina ţegar í stađ. Ţegar Áskell kom heim uppgötvađi hann ađ á a6 hefđi átt ađ vera svart peđ sem ađ einhverjum ástćđum hafđi fćrst til á a7! Leikurinn var ţví kolólöglegur! Ţađ breytti ţví ţó ekki ađ stađa Áskels var kolunnin.

Ég sjálfur

Ég sjálfur tók ţátt í mótinu eins og í fyrra. Mér gekk mun betur nú en ţá og tek inn 30 stig fyrir frammistöđuna. Ég hef ađ ég held aldrei haft jafn gaman ađ ţví tefla og nú.

Ég undirbjó mig fyrir hverja einustu skák (nema fyrir fyrstu umferđ), sem ég hef lítt sinnt í gegnum tíđina, og ávallt nema einu sinni nýttist undirbúningurinn á einhvern hátt. Síđustu skákina gegn David Spence (2248) vann ég á eldhúsborđinu (frekar borđinu á veröndinni). Fórnađi drottningu međ svörtu í áttunda leik og vann skákina í 26 leikjum.

Allar mínar skákir voru tefldar í botn nema eitt stutt jafntefli á tvöfalda deginum.  

Ađstćđur

Allar ađstćđur á skákstađ voru til fyrirmyndar. Flott skáksett, dúkuđ borđ, vatnsvél, loftrćsting og góđir skákstjórar.  Allt gert til ađ skákmönnunum liđi vel.

Eina sem mér fannst mega gera betur var ađ birta pörun fyrr. Ítalirnir klárađu umferđina og fóru svo ađ borđa. Ađ ţví loknu var parađ! Íslendingar myndu para fyrst og borđa svo!

Yuri og Franseska

Yuri Garret og hans liđ stóđ sig frábćrlega

Ađ loknu

Íslendingarnir voru gríđarlega ánćgđir međ mótiđ og allir skemmtu sér vel. Krakkarnir höfđu gríđarlega gaman ađ ţví ađ hafa gođsagnirnar ţrjár međ. Ţeir sinntu krökkunum vel og fóru stundum yfir skákirnar međ ţeim.

Óhćtt er ađ mćla međ ţessu móti fyrir íslenska skákmenn. Einkar fjölskylduvćnar ađstćđur til stađar.

Ég og mitt fólk stefnir ótrautt á ţátttöku ađ ári!

Gunnar Björnsson


Skákţáttur Morgunblađsins: Ćskuţróttur á meistaramóti

P1040484Á Meistaramóti Skákskóla Íslands, sem fram fór um síđustu helgi, var keppt í tveim stigaflokkum, flokki ţeirra sem voru međ meira en 1600 elo-stig og flokki keppenda undir 1600 elo-stigum. Ţessi flokkaskipting reyndist vel og ţó tímamörk vćru ekki ţau sömu voru bćđi mótin reiknuđ til alţjóđlegra stiga. Lengstu skákirnar í stigalćgri flokknum, međ tímamörkin 30 30, stóđu í meira en 2 klst. en í ţeim stigahćrri voru tímamörk 90 30 og hefur reynslan kennt okkur ađ skákir standa yfirleitt ekki mikiđ lengur en í 4 klst. Ţar komu fyrstir í mark félagarnir Jón Trausti Harđarson og Dagur Ragnarsson, hlutu 5 ˝ vinning af sex. Á mánudagskvöldiđ tefldu ţeir stutt einvígi um nafnbótina meistari Skákskóla Íslands 2015 og hafđi Jón Trausti betur. Í stigalćgri flokknum urđu efstir og jafnir Jóhann Arnar Finnsson og Robert Luu međ 4 ˝ vinning af sex mögulegum en Jóhann var hćrri á mótsstigum og hreppti 1. verđlaun. Ţar sem stigamunur/ styrkleikamunur á keppendum var minni en oft varđ baráttan afar hörđ og eins og á nýafstöđnu Íslandsmóti var ekki í bođi ađ semja jafntefli eftir innan viđ 30 leiki. Hugmyndaflug og ofdirfska héldust í hendur í nokkrum af skemmtilegustu skákum ţessa móts. Lítum á nokkur dćmi:

Ţađ virtist vera fokiđ í flest skjól hjá Óskari Víkingi Davíđssyni sem er nýorđinn 10 ára ţegar ţessi stađa kom upp í skák í 3. umferđ: 

Gauti Páll Jónsson – Óskar Víkingur Davíđsson

Svartur er manni undir og leiđirnar ekki greiđar en Óskar var ekki af baki dottinn og lék...

G7NU6HG6

24. ... Rh1+! Eftir 25. Hxh1 Dg3+ 26. Ke2 Dg2+ 27. Kd3 Dxh1 hefđi Gauti Páll átt ađ leggja áherslu á vörnina og leika 28. Dd1! og koma hróknum í spiliđ. Hann valdi hinsvegar 28. Rd5? og eftir 28. ... h3! réđ hann ekki viđ h-peđ Óskars sem vann eftir 51 leik.

Veronika Steinunn Magnúsdóttir vann til verđlauna í flokki keppenda međ 1600-1800 elo-stig. Sigur í lokaumferđinni réđ ţví en í eftirfarandi stöđu átti Dawid Kolka góđa möguleika. Einn leikur leiđir til sigurs:

Dawid Kolka –Veronika Steinunn

G7NU6HGD17. Rxb5?

Freistandi en vinningsleikurinn var 17. d5!, t.d. 17. ... Ha8 18. dxe6! o.s.frv.

17. ... Hxb5 18. Da4 Da5!

Dawid sást yfir ţennan snjalla leik sem byggist á valdleysi hróksins á e1. Hvíta stađan er töpuđ og svartur vann í 29 leikjum.

Stigahćsti keppandinn, Oliver Aron, náđi sér ekki á strik ađ ţessu sinni. Í 3. umferđ mćtti hann Hilmi Frey Heimissyni sem sýndi allar sína bestu hliđar:

Oliver Aron Jóhannesson – Hilmir Freyr Heimisson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Dc7 7. Dg4 Re7 8. Bd3 h5!?

Lítt ţekktur leikur sem hentađi kringumstćđum vel.

9. Dxg7 Hg8 10. Dh6 Rbc6 11. Bh7?!

11. Rf3 eđa 11. Re2 var mun betra.

11. ... Hxg2 12. Kf1 Hg6! 13. Bxg6 Rxg6 14. Be3 cxd4 15. cxd4 b6

Opnar a6-reitinn fyrir biskupinn og kemur kónginum í skjól.

16. Rf3 Ba6+ 17. Kg2 O-O-O 18. Hhg1 Be2! 19. Rg5

G7NU6HGL19. ... Rcxe5!?

Opnar hornalínuna, 19. ... Rh4+ var einnig gott.

20. dxe5 d4 21. Bd2 Dxe5 22. Kh1?

Hann varđ ađ reyna 22. f4!

22. ... Hh8! 23. Dxh8

23. Rh7 strandađi á 23. ... Bf3+.

23. ... Dxh8 24. Hae1 Bc4 25. Hg3 Bd5 26. Kg1 h4 27. Hg4 f5!

- og hvítur gafst upp. Hrókurinn á g5 á engan góđan reit.


Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. júní

Skákţćttir Morgunblađsins


Mjóddarmót Hugins fer fram í dag

Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 13. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Upplýsingar um skráđa keppendur má finna hérŢátttaka er ókeypis!

Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmótiđ enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir ađ félagiđ flutti í núverandi húsnćđi.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 15.000
  • 2. 10.000
  • 3.   5.000

Skráning:


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 122
  • Frá upphafi: 8778965

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband